Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
Hjónaminning:
Þuríður I. Amunda-
dóttir — Guðbrand-
ur Guðlaugsson
Þuríður
Fædd 23. júní 1898
Dáin 17. september 1991
Guðbrandur
Fæddur 23. júní 1900
Dáinn 26. júní 1949
Ég vil með þessum fátæklegu
línum skrifa nokkur kveðjuorð til
móður minnar. Ég mun alltaf minn-
ast hennar sem mjög mikilhæfrar
konu.
Hún var fædd fyrir aldamótin og
ólst upp í sveitinni sinni, Kambi í
Flóa, fram að giftingu, en þá flutt-
ist hún ásamt föður mínum, Guð-
brandi Gunnlaugssyni, til Reykja-
víkur. Þar ólu upp í sátt og sam-
lyndi upp 4 dætur af mikilli ástúð
og eljusemi, þótt efnin væru oft lít-
il. Á þeim tíma, er móðir mín hóf
búskap, voru ekki heimilisvélarnar
komnar til sögunnar en með mikilli
atorku og dugnaði hélt hún alltaf
heimilinu tandurhreinu og af mik-
illi handlagni og myndarskap útbjó
hún fæði og klæði handa okkur
öllum.
Hún trúði því að eitthvað gott
byggi í öllum manneskjum og snéri
alltaf öllu til betri vegar. Blessuð
sé minning hennar.
Auðbjörg.
Í dag verður hún elsku amma
borin til hinstu hvílu. Fregnin um
andlát hennar kom mér ekki á
óvart, því um nokkurt skeið var
vitað hvert stefndi. Amma Þuríður
lést í svefni að morgni þriðjudagsins
17. september eftir að hafa dvalið
tæpt ár á Elliheimilinu Grund. Hinn
friðsæli endir var táknrænn fyrir
lífshlaup hennar, sem einkenndist
af einstakri ljúfmennsku og æðru-
leysi. Henni fylgdi mikill friður.
Þegar ég var lítill drengur og
gekk í ísaksskóla var stutt að fara
yfir í Stigahlíðina til ömmu og var
ég því oft hjá henni. Hún hafði
þolinmæði til að svara ótal spurn-
ingum og seðja forvitni lítils drengs
sem vildi fá skýringar á öllu milli
himins og jarðar. Þær minningar
eru mér dýrmætar. Nú' í seinni tíð
var oft gott að koma í síðdegis-
kaffi til ömmu og leita þar vars.
Þar kyrrðist fljótt hugurinn og sólin
braust í gegnum þungbúin skýin
sem hrannast öðru hvoru upp í
misveðrasömum hversdagsleikan-
um.
Amma var barn nítjándu aldar-
innar. Hún fæddist í torfbæ á
Kambi í Flóa árið 1898 og ólst upp
í stórum systkinahópi. Lífsbaráttan
var hörð og menntunarmöguleikar
litlir. Við, unga fólkið, erum að
uppskera eins og kynslóð ömmu
hafði til sáð. í velferðarsamfélagi
nútímans þar sem sumir gefast upp
við minnsta mótlæti eða barma sér
yfir örlögum sínum vegna verald-
legra smámuna er hollt að horfa
niður í blámóðu sögunnar og minn-
ast þeirra sem ruddu brautina.
Ung fluttist amma til Reykjavík-
ur og giftist afa, Guðbrandi Gunn-
laugssyni. Þau voru fátæk og hann
þurfti að vinna hörðum höndum til
að sjá fyrir fjölskyldunni sem óx
og dafnaði. Árið 1949 drýgði hann
mikla hetjudáð þegar hann bar log-
andi málningarpott út úr Hörpu þar
sem hann starfaði, en galt fyrir
með lífi sínu. Að afa látnum stóð
amma á eigin fótum en hún lét
ekki sorgina buga sig.
Óblíð örlög og erfið lífsbarátta
hefur bugað margan manninn en
gert aðra sterkari og var amma í
hópi hinna síðarnefndu. Hún bjó
ekki við veraldlegt ríkidæmi en átti
fjársjóð sem hvorki mölur né ryð
fékk grandað. Af brunni hlýs
hjartalags og manngæsku jós hún
fram undir hið síðasta. Aldrei heyrði
ég styggðarorð af vörum hennar
og rósemi sinni hélt hún hverju sem
á gekk. Hjálpsemi hennar og úrræð-
asemi var viðbrugðið.
Amma lifði langa ævi og naut
góðrar heilsu fram undir nírætt. I
íbúðinni sinni við Stigahlíð sem hún
hafði stritað svo mjög fýrir, bjó hún
fram á síðasta haust þó mjög væri
farið að draga af henni. Þótt hún
hefði fótbrotnað rúmlega áttræð og
gengið undir erfiða aðgerð því sam-
fara hélt hún góðum kröftum. En
stuttu fýrir níræðisafmælið þegar
hún var að ganga yfir Miklubraut-
ina var ekið utan í hana á mótor-
hjóli svo að hún skall í götuna og
handleggsbrotnaði. Aldrei var vitað
hver ökumaðurinn var því hann
stakk af og skildi hana eftir liggj-
andi í götunni. Eftir það óhapp dró
af henni ömmu.
Lífseldur ömmu hlýjaði mörgum
og fékk að brenna þar til eldsneyt-
ið þvarr og hann kulnaði út af sjálfu
sér.
I bók sinni „Um ellina“ farast
Cíceró svo orð: „ ... öldungurinn
deyr þegar fullum þroska er náð.
Ég fyrir mitt leyti fagna því og er
dauðinn nálgast finnst mér ég kom-
inn í landsýn þar sem ég muni inn-
an tíðar taka höfn að lokinni langri
sjóferð.“ Amma Þuríður er komin
heilu og höldnu í höfn að lokinni
langri og viðburðaríkri sjóferð um
lífshafið. Guð blessi minningu henn-
ar.
Árni Sigurðsson
Mig langar að kveðja „ömniu
Þuru“ með örfáum orðum. Allar
mínar minningar um ömmu eru
góðar. Aldrei bar skugga á. Ég
minnist þess sem lítil stelpa að þeg-
ar amma kom í heimsókn þá var
hún alltaf með eitthvað handa okk-
ur systrum. Og síðar þegar ég eign-
aðist börn pijónaði hún alla ullar-
sokka sem þau áttu og var elsti
sonur minn sérlega ánægður með
„ömmusokkana sína“. Eins verður
mér hugsað til þess þegar hún hafði
bakað flatkökur sem hún gaf okkur
fyrir jólin. Alltaf var gott að koma
til hennar í Stigahlíðina, hjartahlýj-
an var þar í fyrirrúmi og létta lund-
in hennar ömmu lyfti manni oft upp.
Amma þráði hvíldina og var búin
að bíða eftir henni. Þegar sonur
minn spurði hana fyrir nokkrum
árum hvort hún vildi verða 100
ára, sagði amma: „Nei, en ég vona
að ég nái að verða 90 ára, þá vil
ég fá að fara.“ Nú er amma búin
að fá hvíldina sem hún þráði. Hvíli
elsku amma Þura í friði.
Ditta.
Mér er tregt tungu að hræra er
ég nú tek mig til að minnast frá-
falls afa míns Guðbrands Gunn-
laugssonar frá Haakoti í Flóa, og
ömmu minnar, Þuríðar Ámunda-
dóttur frá Kambi í Flóa, annað er
ekki hægt, hún kvaddi þennan heim
á hljóðlátan, friðsælan hátt þriðju-
daginn 17. september að morgni
dags. Fráfall afa míns var ekki jafn
friðsælt og hljóðlátt, sem fráfall
ömmu minnar, en hann afí dó í
júní 1949, af brunasárum.
Ég sakna þess en þann dag í dag
og að eilífu að hafa ekki fengið
tækifæri til að umgangast þennan
afa minn og hef ég aðeins það til
minningar um hann sem aðrir hafa
sagt, þar á meðal hún amma. Ann-
að hef ég sem amma gaf mér,
nokkrar dagbækur afa, hárlokk og
veskið hans, en í því var launadag-
bók frá 1935 til 1949. Þegar ég
fletti dagbók afa dagana fyrir hinn
voveiflega atburð, má sjá aðdrag-
andann að örlögum þessa einstaka
manns.
Þessar dagbækur hafa að geyma
íslenskan fróðleik um látlausan
lífsstíl þeirra hjóna, bara venjulegt
alþýðufólk, sem ekki var mjög flók-
inn, en fallegur. í einni dagbók var
heimilisgjaldabók fyrir maí 1942.
Þar kemur fram dag fýrir dag,
hvernig þessi verkamaður og sjó-
maður notaði aurana sína meðan
frúin, eins og hann ávarpar konu
sína í þessum dagbókum, gætti bús
og bama.
Þetta var keypt 5. maí 1942:
(Stíllinn er afa.) „3 kg ýsa kr. 1,80,
1 st. rúgbrauð kr. 1,02,1 st. fransk-
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar fmmort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Landsbyggð hf.,
Ármúla 5.
Viðskíptaleg fyrirgreiðslo og róðgjöf
fyrir fólk og fyrirtæki ó londsbyggð-
inni og i Reykjavík.
Sími 91-677585. Fox: 91-677586.
Pósthólf: 8285, 128 Reykjavík.
t
Bróðir okkar,
KARL EMIL KARLSSON,
Hrafnístu, Reykjavík,
áður til heímilis í Fellsmúla 16,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. septem-
ber kl. 15.00.
Laufey Karlsdóttir,
Oddný Gísladóttir,
Bragi Björnsson,
Díana Karlsdóttir,
Baldur Björnsson.
t
ÞÓRHEIÐUR SUMARLIÐADÓTTIR
frá Ólafsvík,
Sunnubraut 22,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi, miðvikudaginn
25. september kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Björg Guðmundsdóttir,
Ólafur Sveinsson.
t
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
Neshaga13,
Reykjavík,
lést 21. september 1991.
Bergþóra Jóhannsdóttir,
Jóhann Kristjánsson, Agnethe Kristjánsson,
Nina V. Kristjánsdóttir, Garðar Gíslason,
Kjartan O. Kristjánsson, Júlíanna Harðardóttir,
Sigurður H. Kristjánsson,
Guðmundur K. Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
tónlistarkennari,
síðasttil heimilis á Háaleitisbraut 107,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. septem-
ber kl. 13.30.
Einar Kárason,
Þórunn Kristinsdóttir,
Kristinn Jón Einarsson,
Ingibjörg Einarsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT RUNÓLFSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður til heimilis í Rauðagerði 59,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. september
kl. 13.30.
Kjartan Hjartarson, Ásdís Finnsdóttir,
Geir Hjartarson, Sirrý Jóhannsdóttir,
Ingólfur Þórir Hjartarson, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir,
Kristín G. Hjartardóttir, Jónas Bjarnason.
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Kveðjuathöfn um
RAGNHEIÐI EIRÍKSDÓTTUR
frá Sólbakka i Önundarfirði,
fer fram frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 24. sept.,
Jarðarförin verður gerð frá Flateyrarkirkju á morgun,
inn 25. sept.
kl. 13.30.
miðvikudag-
María Ásgeirsdóttir,
Laufey Maríasdóttir,
Torfi Asgeirsson,
Haraldur Ásgeirsson,
Önundur Ásgeirsson,
og aðrir vandamenn.
Hanna Ásg eirsdóttir,
Guðrún F. Magnúsdóttir,
Valgerður Vilmundardóttir,
Halldóra Einarsdóttir,
Eva Ragnarsdóttir
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SVEINN BJÖRNSSON
forseti Iþróttasambands íslands,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 25. sept-
ember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Minningar-
sjóð íþróttamanna og Krabbameinsfélag fslands.
Ragnheiður Thorsteinsson,
Björn Ingi Sveinsson, Katrín Gisladóttir,
Margrét Jóna Sveinsdóttir, Jón Þór Sveinbjörnsson,
Geir Sveinsson, Guðrún Arnarsdóttir,
Sveinn Sveinsson, Ingigerður Guðmundsdóttir
og barnabörn.