Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 15 Morgnnblaðið og frelsi Eystrasaltsríkjanna eftir Jóhann J. * Olafsson Ég var langt innan fermingu þegar íslendingar lýstu yfir fullu sjálfstæði á Þingvöllum árið 1944. Þetta var mikil gleði- og hátíð- ardagur um land allt. Margt lagð- ist á eitt við að gera þennan at- burð gleðilegan. íslendingar höfðu sloppið betur frá hörmungum styijaldarinnar en aðrar Evrópu- þjóðir og mildar framfarir höfðu orðið í landinu á stríðsárunum. Þjóðin gekk því full sjálfstrausts á móti framtíð sinni. Eitt skyggði þó á. Örlög Eystrasaltsríkjanna, sem innlimuð höfðu verið í Sov- étríkin með hervaldi fjórum árum áður, eða 1940. Þijár smáþjóðir með sína tungu, menningu og trú- arbrögð, sem höfðu fengið fullt sjálfstæði 1918. Ég held að flestir íslendingar hafi sett sig í spor þessara þjóða og spurt sjálfa sig: Er einnig hægt, einhvem tíma í framtíðinni að fara svona með okkur? Flestir góðir menn vonuðu að ástand þessara ríkja yrði skammvinnt og þau öðl- uðust sjálfstæði sitt á ný. En tíminn leið og ekkert gerðist nema neikvætt. Öflugsta þjóð Norðurlanda, Svíar, viðurkenndu yfirráð kommúnista strax. Ég las eftir breskan stjórnmálamann fyr- ir u.þ.b. 20 áram hans álit, að sjálf- sagt væri „praktískast“ og mest raunsæi í því að þessi þijú ríki væra undir yfirráðum Sovétríkj- anna og undir þeirra áhrifum. Harold Wilson forsætisráðherra Breta gaf þau upp á bátinn í sinni tíð og ráðstafaði gullforða þeirra, sem Bretum hafði verið trúað fyr- ir. En allan þennan tíma minntist ég þess að Morgunblaðið birti grein eftir grein, þar sem minnt var á kúgun þessara ríkja og hún fordæmd. Aldrei var útlitið svo slæmt að blaðið stæði ekki dyggan vörð um rétt þessara þjóðatil sjálf- stæðis og fordæmdi kúgun Sovét- manna. Morgunblaðið átti jafnan í harðvítugum deilum við Þjóðvilj- ann um þessi mál. Við undirritun Helsinkisáttmál- ans fullyrti utanríkisráðherra okk- ar, Geir Hallgrímsson, að réttur Eystrasaltsríkjanna til sjálfstæðis yrði ekki fyrir borð borinn. Nú, þegar þessar þjóðir þakka íslend- ingum fyrir stuðning sem þær telja að hafí ráðið úrslitum, er rétt að minnast skeleggrar baráttu Morg- unblaðsins og þakka fyrir, að það hélt alltaf vöku sinni. Ef einarðlegs málflutnings þess .. JA NU SKIL EG lim TUNGUMALA HEXAGLOT ERT ÞÚ AD FARA í FERDALAG EOA í TUNQUMÁLANÁM ? Ú ÍSLENSKA. DANSKA. ENSKA, FRANSKA. ÞÝSKA, SPÆNSKA ALLT (SÖMU TÖLVUNNI. YFIR 3000 ORÐ OG ORÐA- SAMBÖND Á HVERJU HINNA SEX TUNGUMÁLA SEM TÖLVAN BÝR ÝFIR UM LAND ALLT „En allan þennan tíma minntist ég þess að Morgunblaðið birti grein eftir grein, þar sem minnt var á kúgun þessara ríkja og hún fordæmd.“ hefði ekki notið við allan tímann, þar sem aldrei var hvikað, er óvíst að málefni Eystrasaltsríkjanna hefðu átt jafn greiðan aðgang að íslendingum á örlagastundu. Höfundur er formaður Verslunarráðs íslands. Krakkar - krakkar Spennandi námskeið fram á vor í leik- list, dansi, söng, slökun, framsögn, fram- komu, kurteisi, borðsiðum og vinnu með liti. Við bökum, lesum og teiknum. Unnið verður úr hinum frábæru barna- bókum, sem Vaka-Helgafell gefur út, og Gáski segir frá. Sett verður upp leikrit, sem við sýnum í vor. Kennt verður frá kl. 8-12 og 13-17. Örfá pláss laus. Innritun í síma 677070. Jóhann J. Ólafsson Mínúta til stefnut Minolta til taks! Minolta er harðsnúið lið Ijósritunarvéla og í þeim hópi finnur þú örugglega eina tegund sem hentar þér. Hraði, hleðsla, heftun og flokkun — allt eftir þínu höfði. Minolta vélarnar eru ríkulega útbúnar sjálfvirkum aðgerðum sem gera notkun þeirra auðveldari en áður hefur þekkst: Sjálfvirkt Ijósop og „Micro Toning System" vinna saman og tryggja skýra og hnökralausa Ijósritun frá fyrsta eintaki til þess síðasta. Minolta súmlinsuljósritunarvélarnar finna sjálfkrafa rétta pappírsstærð og hlutfall stækkunar eða minnkunar út frá því sem á að Ijósrita. Litljósritunarvélarnar eru jafn fljótar með einföld tveggja og þriggja lita afrit og einlit. Innbyggt minni sparar bæði tíma og fyrirhöfn. Með því að geyma allt að 10 algengar skipanir er Ijósritunarvélin alltaf tilbúin. Mikið úrval er tij af aukabúnaði fyrir Ijósritunarvélarnar og má koma honum fyrir á mjög auðveldan hátt. Það tekur tæpa mlnútu að sannfærast um yfirburði Minolta! Einföld. Klár. — Einfaldlega klár! - r 4Úcpm li lOcpm JScpm cpm = Eintök á mínútu ( copies per minute) MINOLTA Ekiaran Skrlfstofubúnaður •SÍÐUMÚLI 14 »S(MI (91) 813022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.