Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (Hft Þú gerir ýmsar breytingar til bóta heima fyrir en hættir þó við of miklu bruðli. Félagi þinn verður kröfurharður í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú færð gagnlegar upplýs- ingar frá félögum þínum en munt eiga í erfíðleikum með samstarfsmann. Tvíburar (21. maí - 20. júní) J» Þér gengur vel í starfi um þessar mundir en ferð helst til geyst í að svala nautnum þínum. Vinir þínir eiga auð- velt með að fá þig til að hlaupa á þig. , Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$B Vinnan gengur brösuglega í dag og þess- vegna hefur þú gott af svolitlu trimmi. Ástar- málin þróast til betri vegar um þessar mundir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert á báðum áttum hvort þú eigir að lyfta þér upp en best er að vera bara heima. í kvöld móðgar þú menn sem misskilja húmor þinn. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú munt eiga náðuga daga með vinum. I skemmtanalífinu hættir þér við að ganga alltof langt. Þú gætir lent í fjármála- deilum í dag. Vog (23. sept. - 22. október) Þó svo útlitið virðist bjart í fjármálum skaltu ekki bjóða yfirboðurum þínum byrginn. Það er gott að geta setið á sér þegar mann langar til að blanda sér í deilur. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ®((j0 Láttu ekki tilhlökkun vegna ferðalags verða til þess að verkin sitji á hakanum. Við- fangsefni reynist mun flókn- ara úrlausnar en þig óraði fyrir. Gefðu þér því góðan tíma til verka. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú ert reikull í hugsunum um þessar mundir og villt einn daginn taka miklar áhættur en alls enga þann næsta. Kannaðu allar hliða mála áður en þú tékur afstöðu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sameiginleg hagsmunamál þín og samstarfsmanna eiga hug þinn allan. Það kemur niður á heimilisverkunum. Lyftu þér upp í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Leiddu neikvæðni vinar þíns hjá þér. Þú reynir að ganga i augun á yfirboðurum og verð- ur að varast deilur við sam- starfsmann. Þér hættir til að halda að allt komi af sjálfu sér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú verður að sýna mikla að- gæslu og halda þig á mott- unni ef þú vilt komast hjá miklu bruðli í dag. Farðu út að skokka. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Þarna er sá guli ... og þarna er sá Hvern þekkirðu annan, sem á alia kvöldverðarréttina sína á myndbandi? rauði! Ó, hvílikar minningar! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Landsbréfa varð bikar- meistari um helgina eftir sigur á sveit Jóns Sigurbjörnssonar frá Siglufirði í spennandi úrslita- leik. Aðeins 2 IMPar skildu sveitirnar að eftir % hluta leiks- ins, en í síðustu lotunni náðu liðsmenn Landsbréfa forystunni og unnu með 17 IMPa mun. Síðasta spilið var dramatískt: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ K32 ¥ÁK94 ♦ G10952 + 5 Vestur ♦ D9854 ¥8653 ♦ 3 + G94 Suður Austur ♦ 106 ¥G ♦ KD764 + D10763 ♦ ÁG7 ¥ D1072 ♦ Á8 ♦ ÁK82 I opna salnum voru Jón Bald- ursson og Aðalsteinn Jörgensen í NS gegn Guðlaugi R. Jóhanns- syni og Erni Arnþórssyni í AV: Vestur Norður Austur Suður G.RJ. Á.J. Ö.A. J.B. 1 lauf Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Eftir opnuh Jóns á sterku laufi sýnir Aðalsteinn skipting- una kerfisbundið í fyrstu þremur svörunum. Tveir spaðar sögðu frá stuttu laufi, 3 tíglar frá 3-lit í spaða og einspili í laufi, og síðan lauk hann lýsingunni með 3 spöðum, sem gáfu upp láglita- skiptinguna. Þá bauð Jón upp í slemmu og Aðalsteinn tók boð- inu, en sýndi 4 kontról í leiðinni. Útspilið var tígull. Örn kaus að fórna drottningunni og Jón drap á ás. Tók síðan tvisvar tromp og spilaði tígli. Nú hefur hann fullt vald á spilinu, sama hvað vörnin gerir. Örlög samningsins réðust í fyrsta slag. Ef Örn dúkkar tígul- inn og gefur Jóni á áttuna, er ekki samgangur til að trompa bæði laufin og spilið fer einn niður. En sú vörn er engan veg- inn augljós. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramótinu í yngstu flokkunum í Varsjá í Pól- landi í sumar kom þessi staða upp í flokki yngri en 10 ára í viðureign þeirra A. Mas Hafizulhiimi (Malasíu) og Adrian Leroy, (Frakklandi), sem hafði svart og átti leik. 30. - Hxd5! 31. exd5 - e4 (Hvítur getur nú ekki lengur hald- ið valdi á peðinu á h3). 32. Hg4 - hxg4, 33. Hxg4 - Del+ og hvítur gafst upp. Adrian Leroy sigraði í sínum flokki. Helgi Áss Grétarsson varð í öðru sæti í flokki 14 ára og yngri, á eftir Pólveijanum Kaminski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.