Morgunblaðið - 24.09.1991, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) (Hft
Þú gerir ýmsar breytingar til
bóta heima fyrir en hættir þó
við of miklu bruðli. Félagi þinn
verður kröfurharður í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú færð gagnlegar upplýs-
ingar frá félögum þínum en
munt eiga í erfíðleikum með
samstarfsmann.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) J»
Þér gengur vel í starfi um
þessar mundir en ferð helst
til geyst í að svala nautnum
þínum. Vinir þínir eiga auð-
velt með að fá þig til að hlaupa
á þig. ,
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$B
Vinnan gengur brösuglega í
dag og þess- vegna hefur þú
gott af svolitlu trimmi. Ástar-
málin þróast til betri vegar
um þessar mundir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert á báðum áttum hvort
þú eigir að lyfta þér upp en
best er að vera bara heima. í
kvöld móðgar þú menn sem
misskilja húmor þinn.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú munt eiga náðuga daga
með vinum. I skemmtanalífinu
hættir þér við að ganga alltof
langt. Þú gætir lent í fjármála-
deilum í dag.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þó svo útlitið virðist bjart í
fjármálum skaltu ekki bjóða
yfirboðurum þínum byrginn.
Það er gott að geta setið á sér
þegar mann langar til að
blanda sér í deilur.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®((j0
Láttu ekki tilhlökkun vegna
ferðalags verða til þess að
verkin sitji á hakanum. Við-
fangsefni reynist mun flókn-
ara úrlausnar en þig óraði
fyrir. Gefðu þér því góðan
tíma til verka.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Þú ert reikull í hugsunum um
þessar mundir og villt einn
daginn taka miklar áhættur
en alls enga þann næsta.
Kannaðu allar hliða mála áður
en þú tékur afstöðu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Sameiginleg hagsmunamál
þín og samstarfsmanna eiga
hug þinn allan. Það kemur
niður á heimilisverkunum.
Lyftu þér upp í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Leiddu neikvæðni vinar þíns
hjá þér. Þú reynir að ganga i
augun á yfirboðurum og verð-
ur að varast deilur við sam-
starfsmann. Þér hættir til að
halda að allt komi af sjálfu sér.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú verður að sýna mikla að-
gæslu og halda þig á mott-
unni ef þú vilt komast hjá
miklu bruðli í dag. Farðu út
að skokka.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
LJÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Þarna er sá guli ... og þarna er sá Hvern þekkirðu annan, sem á alia kvöldverðarréttina sína á myndbandi?
rauði! Ó, hvílikar minningar!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sveit Landsbréfa varð bikar-
meistari um helgina eftir sigur
á sveit Jóns Sigurbjörnssonar
frá Siglufirði í spennandi úrslita-
leik. Aðeins 2 IMPar skildu
sveitirnar að eftir % hluta leiks-
ins, en í síðustu lotunni náðu
liðsmenn Landsbréfa forystunni
og unnu með 17 IMPa mun.
Síðasta spilið var dramatískt:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ K32
¥ÁK94
♦ G10952
+ 5
Vestur
♦ D9854
¥8653
♦ 3
+ G94
Suður
Austur
♦ 106
¥G
♦ KD764
+ D10763
♦ ÁG7
¥ D1072
♦ Á8
♦ ÁK82
I opna salnum voru Jón Bald-
ursson og Aðalsteinn Jörgensen
í NS gegn Guðlaugi R. Jóhanns-
syni og Erni Arnþórssyni í AV:
Vestur Norður Austur Suður
G.RJ. Á.J. Ö.A. J.B.
1 lauf
Pass 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 4 grönd Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Eftir opnuh Jóns á sterku
laufi sýnir Aðalsteinn skipting-
una kerfisbundið í fyrstu þremur
svörunum. Tveir spaðar sögðu
frá stuttu laufi, 3 tíglar frá 3-lit
í spaða og einspili í laufi, og
síðan lauk hann lýsingunni með
3 spöðum, sem gáfu upp láglita-
skiptinguna. Þá bauð Jón upp í
slemmu og Aðalsteinn tók boð-
inu, en sýndi 4 kontról í leiðinni.
Útspilið var tígull. Örn kaus
að fórna drottningunni og Jón
drap á ás. Tók síðan tvisvar
tromp og spilaði tígli. Nú hefur
hann fullt vald á spilinu, sama
hvað vörnin gerir.
Örlög samningsins réðust í
fyrsta slag. Ef Örn dúkkar tígul-
inn og gefur Jóni á áttuna, er
ekki samgangur til að trompa
bæði laufin og spilið fer einn
niður. En sú vörn er engan veg-
inn augljós.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsmeistaramótinu í
yngstu flokkunum í Varsjá í Pól-
landi í sumar kom þessi staða upp
í flokki yngri en 10 ára í viðureign
þeirra A. Mas Hafizulhiimi
(Malasíu) og Adrian Leroy,
(Frakklandi), sem hafði svart og
átti leik.
30. - Hxd5! 31. exd5 - e4
(Hvítur getur nú ekki lengur hald-
ið valdi á peðinu á h3).
32. Hg4 - hxg4, 33. Hxg4 -
Del+ og hvítur gafst upp. Adrian
Leroy sigraði í sínum flokki.
Helgi Áss Grétarsson varð í
öðru sæti í flokki 14 ára og yngri,
á eftir Pólveijanum Kaminski.