Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B tYttunMnfrUt STOFNAÐ 1913 235. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland: Ríkisstjórnin stokkuð upp Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti í gær að hann ætlaði að gera breytingar á ríkisstjórn sinni. Skipaður yrði forsætisráð- herra en það embætti er nú laust og haft er eftir aðstoðarmönnum hans að afturhaldssamir ráðherr- ar verði reknir. Jeltsín sagði að nýja stjórnin yrði til bráðabirgða, samhent stjórn sem fleytti þjóðinni yfir aðsteðjandi erfið- leika. Hann lagði til að þing Rúss- lands frestaði sveitarstjórnakosning- um sem framundan eru. Ennfremur sagði hann að verðlagshömlum yrði aflétt. Verðhækkanir sem því fylgdu hlytu að koma illa við almenning en þær væru nauðsynlegar. Hann boð- aði að rússneska stjórnin myndi grípa til aðgerða til að hefta peningamagn í umferð. Hugsanlegt væri að rúblur til notkunar þar yrðu stimplaðar með rússnesku fánalitunum í þessu skyni. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna átti í gær fund með Franjo Tudjman, forseta Króatíu (t.v.), og Slobodan Milosevic, forseta Serbíu (t.h.), í Moskvu. Að fundi loknum sagðist Milosevic tejja að hægt yrði að leysa Júgóslavíudeiluna með friðsamlegum hætti. Viðbrögð við fullveldisyfirlýsingu Bosníu-Herzegovínu: Sambandsherinn varar við allsherjarstríði í Júgóslavíu Forsetar Króatíu og Serbíu segjast vilja frið eftír fund með Gorbatsjov Sovétforseta Belgrad. Reuter. ÞINGIÐ í Bosníu-Herzegovínu, einu af sex Iýðveldum Júgóslav- íu, samþykkti í gær að lýsa yfir fullveldi en viðbrögð sambands- hersins yoru að vara við allsherj- arstríði í landinu reyndi lýðveld- ið að rífa sig laust. Af 4,2 miujón- Frakkar og Þjóðverjar: Tillaga um stórfylki á vegumVES Brussel. Reuter. FRAKKAR og Þjóðverjar hafa óformlega lagt til að Vestur-Evrópusambandið (VES) komi á fót stórfylki landhers (með 70.000-100.000 hermenn). Kom þetta fram í máli Marks Eyskens, utanrík- isráðherra Belgíu, í gær. í Vestur-Evrópusambandinu eru níu Evrópubandalagsríki og er nú mikið rætt um að það taki að sér varnarmálahlutverk fyrir hönd bandalagsins. Frakk- ar og Þjóðverjar hafa ítrekað hvatt til þess að Evrópubanda- lagið móti sameiginlega varnar- stefnu. Bretar og fleiri þjóðir leggjast hins vegar gegn slíku. Tillögurnar umræddu verða kynntar formlega í dag en síðar í mánuðinum verða þær af- greiddar á fundi Vestur-Evr- ópusambandsins. um íbúa Bosníu-Herzegovínu eru múslimar 44%, Serbar 31% og Króatar 17%. Var fullveldisyfir- lýsingin samþykkt eftir að þing- menn Serba höfðu gengið af þingi. Forsetar Serbíu og Króa- tíu hittu Míkhaíl Gorbatsjov for- seta Sovétríkjanna í Moskvu í gær. í sameiginlé'gri yfirlýsingu sögðust þeir vilja binda þegar í stað enda á átökin í landinu og hefja friðarviðræður eftir mánuð. Veljko Kadijevic, varnarmálaráð- herra Júgóslavíu og yfirmaður sam- bandshersins, fór í gær til Sarajevo, höfuðborgar Bosníu-Herzegovínu, til viðræðna við forseta lýðveldisins, Alija Izetbegovic, sem er múslimi. I sameiginlegri yfirlýsingu þeirra að fundinum loknum sagði aðeins, að gera yrði allt til að hindra, að átökin í Króatíu breiddust út til annarra landshluta en erlendir stjórnarerindrekar segja, að Kadijevic hafi varað Izetbegovic við allsherjarstríði í landinu ef lýðveldið krefðist sjálfstæðis eins og Króatía og Slóvenía. Efast er um lagalegt gildi full- veldisyfírlýsingarinnar í gær vegna þess, að forseti þingsins, sem er Serbi, hafði slitið fundi áður en hún var gerð. Á það er hins vegar bent, að lög og reglur alríkisins séu nú aðeins nafnið tómt og Júgóslavía í raun liðin undir lok. Enn er barist um borgir og bæi í Norðaustur-Króatíu og tilraunir til að koma vistum og lyfjum til borgarinnar Vukovars hafa engan árangur borið. Samtökin Læknar án landamæra hafa boðist til flytja þaðan sært fólk en framkvæmda- stjóri þeirra, Alain Destexhe, sagði í gær, að ástandið í borginni væri hörmulegra en unnt væri að lýsa, miklu verra en í Beirút áður þar sem konur og börn hefðu ávallt fengið að forða sér. Utvarpið í Króatíu sagði, að stór- skotaliðsárásir sambandshersins á Vukovar hefðu aukist um helming eftir að vistalestin varð frá að hverfa og Destexhe sagði að út- hverfi borgarinnar væru ein rjúk- andi rúst. Ekki er vitað hve margir hafa fallið í átökunum en Destexhe áætlaði, að særðir væru 200-300. Sakaði hann jafnt Króata og Serba um miskunnarleysi og sagði þá nota sjúkrabifreiðar til herflutn- inga. Bandaríkjaþing: Tilnefning dómaraefn- is staðfest Washington. Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær tilnefningu Clarence Thomas í embætti hæstaréttardómara með 52 at- kvæðum gegn 48. Niðurstöðunn- ar var beðið með mikilli eftir- væntingu og talið var að mjótt yrði á mununum vegna ásakana sem fram komu frá Anitu Hill, lagaprófessor við Oklahomahá- skóla, um að Thomas hefði áreitt hana kynferðislega þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. Demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni, 57-43. 41 repú- blikani vildi veita dómaraefninu, sem George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi, brautargengi og ellefu demókratar. Níu dómarar eru í hæstarétti Bandaríkjanna og er Clarence Thomas annar þeldökki maðurinn í sögunni sem tekur þar sæti. Heitar umræður voru í gær í öldungadeildinni um tilnefninguna. Helstu ræðumennirnir höfðu reynd- ar þegar látið skoðun sína í ljósi í yfirheyrslum dómsmálanefndar þingdeildarinnar. Edward Kennedy, þingmaður demókrata frá Massac- hussetts, sem hefur lítið látið á sér bera í málinu, lýsti yfir andstöðu við Thomas. „Ef við ætlum að láta hann njóta vafans þá erum við að setja hagsmuni hans 'ofar en hag hæstaréttar." Hann bætti því við að það væri skammarlegt hvernig komið hefði verið fram við Anitu Hill, Arlen Spectrer, þingmaður repúblikana frá Pennsylvaniu, not- færði sér í svari sínu að Kennedy hefur á sér vafasamt orð í kvenna- málum. Sagði hann að öldunga- deildin þyrfti síst á því að halda að Kennedy tjáði sig um skammarlega hegðun gagnvart konum. Sjá „Menn engu nær..." á bls. 20. Hong Kong: Bretar semja um að flytja Víetnama heim Hong Kong. The Daily Telegraph, Reuter. BÚIST ER við að bresk stjórnvöld undirriti í dag samning við Víetnama um að bátafólk í flóttamannabúðum í Hong Kong verði flutt til heimalandsins, að því er embættismaður í Hong Kong skýrði frá í gær. Embættismaðurinn sagði að nauðungarflutningarnir myndu að öllum líkindum ekki hefjast fyrr en í næsta mánuði. Breski sendiherrann í Hanoi myndi und- irrita samninginn í dag en opin- ber tilkynning um hann yrði gef- in út á morgun. Öryggissveitir eru með mikinn viðbúnað í Hong Kong og allt að 15.000 manns hafa komið þar saman á hverjum degi til að mótmæla nauðungarflutningun- um. Á sumum mótmælaspjöldun- um hefur staðið: „Betra er að vera dauður en rauður," og yfir- völd óttast að koma kunni til átaka þegar samningurinn verð- ur undirritaður. Starfsmenn í flóttamannabúðunum telja að lið- hlaupar úr víetnamska hernum, glæpamenn og aðrir, sem hafa litlu að tapa, séu að safna vopn- um, svo sem bensínsprengjum og spjótum. Um 64.000 Víetnamar, sem hafa flúið á bátum, eru í Hong Kong og aðeins um 5.000 þeirra uppfylla tilskildar kröfur til að fá hæli sem pólitískir flóttamenn. Reuter Brugðið á leik í Shek Kong- flóttamannabúðunum í Hong Kong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.