Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 fclk í fréttum Harry Hamlin og Nicolette Sheridan. BRUÐKAUP Ýmislegt er brallað kvöldið fyrir Harry Hamlin úr Lagakrókum og Nicolette Sheridan úr „Knots Landing" gengu í það heilaga fyrir skömmu og var mik~ ið um dýrðir eins og jafnan er Hollywoodstjörnur fara í hnapp- helduna. Gestir skiptu hundruðum og var nóg að bíta og brenna. Kvöldið fyrir athöfnina sem fór fram á afskekktum lúxusbúgarði í Carmel-dalnum í Kaliforníu blésu vinir Hamlins til steggja- partís. Þeir leigðu fokddýra svítu á besta hóteli bæjarins og vinirnir voru rétt að byrja að gera veiting- unum skil, er bankað var á dyrn- ar. I salinn gengu tvær fatafellur og skipti engum togum að þær hófu að stíga „dans". Og er fátt var eftir af spjörum drógu þær Harry út á góíf tíl sín og hófu að fletta hann klæðum. Hann lét til leiðast og dansaði drjúga stund. Þær luku við að fara úr, en hann lét staðar numið er hann stóð á gólfinu á nærbrókunum og sokk- unum einum fata. Félagar Harry klöppuðu og stöppuðu ógurlega. Eftir því var tekið að önnur fata- fellan var nánast tvífari Nicolette og var talið öruggt að það væri engin tilviljun. Er hér var komið sögu dró Harry sig hlægjandi í hlé, bað vini sína og gesti að halda skemmtaninni til streitu, sjálfur þyrfti hann að vakna snemma daginn eftir. Tíu árum fyrr heði hann trúlega skemmt sér fram á rauðamorgun, en hann væri tek- inn að eldast. Brúðurinn Nicoletta frétti af öllu saman, en lét sér í léttu rúmi liggja. Trúlega vegna þess að vin- konur hennar héldu henni sams konar uppákomu, nema að dans- arinn var karlkyns vöðvatröll. Og dagskráin var á svipuðum nótum, Nicolette var dregin út á gólf þar sem hún fækkaði sjálf fötum í takt við dúndrandi tónlist. Hún gætti að mestu velsæmis eins og bóndi hennar pg fór snemma heim. I veislunni ljómuðu bæði eins og tungl í fyllingu. BANKASTAEFSEMI Skólabankaútibú hefur starfsemi sína Skólabankaútibú íslandsbanka í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ var opnað sl. fimmtudag. Útibúið er rekið í samráði við nemendur í nýjum verslunarfræðiáfanga skól- ans. Að sögn Halldórs Viðar, nemanda í skólanum, hefur allur undirbún- ingur verið í höndum nemenda nýja áfangans, en íslandsbanki hefur haft yfirumsjón með starfinu. „Með þessu samstarfi hafa nemendur ekki bara kynnst bankastarfsemi heldur höfum við líka kynnst kenn- urunum miklu betur. Þetta hefur gengið mjög vel og nemendurnir eru mjög ánægðir með þetta sam- starf', sagði Halldór. Starfsmenn íslandsbanka halda einnig fyrirlestra í skólanum um ýmis bankaviðskipti, bæði innlend og erlend. Aðeins nemendum 18 ára og eldri var leyft að velja þennan áfanga svo að allir gætu tekið þátt í starf- seminni. „Það verður gaman að sjá hvort fólk á eftir að notfæra sér þetta. Eins og er á útibúið aðeins að vera opið í einn mánuð, en ef þetta heppnast vel þá verður kannski framhald á þessu", sagði Halldór Viðar að lokum. U COSPER - Og hvaða afsökun hefurðu í þetta sinn? Haust - dömufatnaður Gæöavara - tískuvara Geissler dragtir stakir jakkar Seidensticker dömublússur Divina samstœóufatnadur blússur pils kjóljakkar - kvöldjakkar kjólar • • Jager-Grote-peysur stœróir 36-50 ÖÖuntu hf fataverslun Skerjabraut 1, v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega 9-18 - laugardaga 10-14 Morgunblaðið/Alfons OLAFSVIK Vakinn upp með söng á afmælisdaginn Sr. Friðrik J. Hjartar í Ólafsvík átti fertugsafmæli á dögunum. Nokkrir félagar úr kirkjukórnum tóku sig til og vöktu sr. Friðrik í bítið um morgunin með frískum söng. Einn nágrannanna hringdi óðar í Alfons ljósmyndara Morgun- blaðsins og lét vita af hvað um væri að vera. Náði Alfons þessari mynd áður en allt varð um seinan. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.