Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 Hrólfur Sveinsson: Helgi í Háskólabíói Ekki alls fyrir löngu skrifaði minn gamli vinur og sveitungi Helgi Hálfdanarson grein í Morg- unblaðið og hvolfdi sér þar yfir ágæta kvikmynd, sem Háskólabíó hefur sýnt að undanförnu og fjall- ar um Hamlet Danaprins. Sízt kom mér það á óvart, að hann þættist hafa efni á að út- húða frægum útlendingum sem þar voru að verki. Grein hans var öll af sama toga og endranær, þegar hann tekur til að ríða hús- um í blöðunum. Þess vegna hlýnaði mér um hartarætur þegar Benedikt Sig- urðsson rithöfundur tók í hnakkadrambið á Helga í sama blaði 15. þ.m. og sýndi fram á það, að bakvið allan ofstopann um vinnubrögð leikstjóra og frammistöðu leikara laumaðist hégómlegt nöldur út af meðferð á fylgitexta. Þetta var að vísu augljóst mál og kom engum á óvart. Hins veg- ar efa ég ekki, að H.H. unir því einkar vel, að grein Benedikts Sigurðssonar var að mestum hluta hástemmt skjall um öðlinginn Helga Hálfdanarson. Og það bregzt mér ekki, að Helgi vinur minn tekur því sem hreinræktuðu hóli að vera tuttugu og sjö sinnum kallaður snillingur í þessu greinar- korni. Nú man ég því miður ekki vísu sem ég heyrði í æsku, en henni lýkur á þesa leið: „Það voru að- eins eyrun sem lengdust." Ég veit ekki hvers vegna hún kemur mér í hug einmitt núna. Verstur skollinn að muna hana ekki alla. Að lokum skora ég á vín minn og fermingarbróður að biðja mig og aðra bíógengla afsökunar á frumhlaupi sínu. Það veit ég reyndar að hann mun ekki gera. Sigurður Eyþórsson Ástþmngið raunsæi Myndlist Minningarrit Guðfræðistofnunar um Jóhann Hannesson prófessor UT ER komið 5. heftið í Ritröð Guðfræðistofnunar og ber það heitið „Kristur og menningin". Hér er um að ræða minningar- rit um sr. Jóhann Hannesson sem var prófessor við guðfræði- deild Háskóla íslands frá 1959 til dauðadags 1976. 17. nóvember 1990 voru áttatíu ár liðin frá fæðingu prófessor Jó- hanns. Af því tilefni ákvað Guð- fræðistofnun að minnast hans með riti, sem hefði að geyma annars f| Dictaphone A Rtney Bowes Company Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. JCVO' Umboð á fslandh OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóumMoggans! vegar greinar um Jóhann eftir samstarfsmenn hans, vini og nem- endur og hins vegar nokkrar af þeim fjölmprgu greinum sem Jó- hann skrifaði á litríkum starfsferli sínum. Pjölrituð bráðabirgðaút- gáfa í örfáum eintökum kom út á afmælisdegi Jóhanns, færðu höf- undar og kennarar guðfræðideild- ar frú Astrid, ekkju Jóhanns, ritið á heimili hennar þann dag. Endan- leg gerð ritsins, sem nú sér dags- ins ljós, er nokkuð stærri en bráða- birgðaútgáfan. Dr. Arnór Hannibalsson, pró- fessor, skrifar grein er hann nefn- ir „Mannaveiðar". Fjallar hann þar um þátttöku sína ásamt sr. Jó- hanni í Menningarsamtökum há- skólamanna er störfuðu á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, sem er eftirmaður Jóhanns sem prófessor í trúfræði, lýsir Jóhanni sem fræðimanni í greininni „Að vera heilagur kjarni í menning- unni." Dr. Gunnlaugur A. Jónsson fjallar um kristniboðsstarf þeirra Jóhanns og Astrid konu hans í Kina á árunum 1939 til 1952 í greininni „Að leggja nýtt land undir konungsríki Jesú Krists." Sr. Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum skrifar um háskólakennarann Jóhann Hann- esson í greininni „Heimamaður á Þingvöllum." Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, skrifar grein er hann nefnir „Samstarfsmaður og vin- ur." Sr. Kristján Búason dósent fjallar um „Jóhann Hannesson og £> ASKRIFTARTONLEIKAR GUL ÁSKRIFTARÖÐ fimmtudaginn 17. október kl. 20.00 í Háskólabíói Efnisskrá: Mozart: Sirifóníanr. 38-Prague- Jón Leifs: Fine I Bartók: Konsert fyrir hljómsveit Hljómsveitarstjóri: Petrí Sakarí Sala áskriftarskírteina stendur nú yfir., Sinfóníuhljómsveit íslands Háskólabíói við Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 622255. menningaráhrif kristnidómsins." Ræða dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups við útför sr. Jóhanns er hér birt undir heitinu „Lífið er mér Kristur." Loks skrifar dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor greinina „Svipmyndir af samkenn- aranum." Síðari hluti ritsins hefur að geyma ýmsar greinar eftír Jóhann Hannesson sjálfan. Er greinunum ætlað að veita innsýn í hin um- fangsmiklu ritstörf hans og endur- spegla á hversu breiðu sviði rit- störf hans voru. Þarna er að fínna greinar um trúfræðileg efni, end- urminningar frá Kína og síðast en ekki síst nokkrar „Þankarúnir" hans, sem birtust um árabil í Les- bók Morgunblaðsins. í ritinu er einnig ritaskrá sr. Jóhanns og all- margar myndir úr myndasafni fjöl- skyldu hans. Ritstjóri Ritraðar Guðfræðistofnunar er dr. Gunn- laugur A. Jónsson. (Fréttatilkynning) Bragi Ásgeirsson í Listhúsinu einn einn á Skólavörð- ustíg 4 sýnir um þessar mundir og fram til 24. október Sigurður Eyþórs- son 21 myndverk. Sigurður hefur nokkra sérstöðu í íslenskri myndlist fyrir það, að hann hefur öðru fremur einbeitt sér að ræktun eldri gilda og hefða í alþjóð- legri myndlist. Segja má, að hann sé raunsæis- málari út í fingurgóma og honum nægir ekki að nota fornar aðferðir í gerð myndanna, heldur er myndefnið einnig með fornu yfirbragði og fátt sem minnir á nútímann nema kannski rík hneigð til ástþrunginna myndefna. Myndverk hans hafa þannig ein- hvern veginn svo ástþrungið yfir- bragð, þótt myndefnið sé að öðru leyti mjög sakleysislegt og er það í kjarna sínum sagt eðli allrar sannrar listar. Það má finna hliðstæður Sigurðar í flestum grónum þjóðfélögum og sumir þeirra hafa náð alþjóðlegri frægð, en hér í fámenninu virðast ekki margir skilja hvert hann er að fara, en hann á þó sinn þrönga en trygga aðdáendahóp. Sigurður er einn af þeim fáu í hópi jafnaldra sinna, og hvað þá yngri listspíra, sem ekki gerir sér far um að vera nútímalegur, heldur unir sæll við sitt hlutskipti. En hann þyrfti nauðsynlega meiri skilning og tæki- færi til að sökkva sér óskiptur í list- sköpun sína um nokkurra ára skeið og þá helst í réttara umhverfi þar sem hann nyti meiri skilnings og fengi heilbrigða uppörvun. Listamaðurinn hefur haft nokkrar sýningar og er hin eftirminnilegasta tvímælalaust sú er hann hélt í Ás- mundarsal fyrir nokkrum árum, er hann kynnti um leið hin sérstöku eggtempera-tæknibrögð sín. A þessari sýningu er hann á svip- uðu róli og áður, staðfestir frekar stöðu sína en að bæta tiltakanlega við hana. Nokkrar myndir í einkaeign bera af á sýningunni, en einnig verð- ur manni starsýnt á myndina „Kona í vesturbænum" (15), sem er mjög vel útfærð. Meiri glíma er þó í stærstu myndinni á sýningunni, „Lexían" (1), en form hennar eru einhvern veginn svo undarlega krampakennd og óraunveruleg. Sigurður er og einnig málari beinna skírskotana til munaðarins og ástalífsins, sem kemur vel fram í myndunum „Bomban" (8) og „Fangabrögð" (14). Hér er hann í essinu sínu og hefði gjarnan mátt láta fleiri slíkar fljóta með. Satt að segja hefði ég viljað sjá sterkari sýningu af hálfu Sigurðar Eyþórssonar en hér er á ferð, því hann virðist eiga margt inni og hef ég ekki trú á öðru en að það vilji brjótast fram, og muni brjótast fram og blómstra við réttar aðstæður. Sinfóníuhljómsveit íslands. Sinfóníuhljómsveit íslands, annaðkvöld: Prófsteinn á gæði hljómsveitarinnar - segir Atli Heimir Sveinsson, tónskáld Fyrstu tónleikarnir í svokallaðir "gulri" tónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitar Islands, verða á morgunn, fimmtudag. f gulri tónleika- röð verður lögð megináhersla á stærri hljómsveitarverk og á tónleik- unum annaðkvöld verða leikin verk eftir Wofgang Amadeus Moz- art og Béla Bartók. Auk þess verður frumflutt verk eftir Jón Leifs. í gærkvöldi var Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, með fyrirlest- ur þessi verk á vegum Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. í spjalli sem Morgunblaðið átti við Atla, sagði hann: „Verk Mozarts er svo- kölluð Pragsinfónía. Hún er númer 38 í röðinni, en alls samdi Mozart 41 sinfóníu. Hann samdi mörg af sínum bestu verkum í Prag. Sem dæmi get ég nefnt óperuna Don Giovanni. Pragsinfónían er það verk sem hann samdi næst á undan Don Giovanni og hún er gott dæmi um þroskaðan sinfóníustíl Moz- arts." Hvað geturðu sagt mér um verk Jóns Leifs sem frumflutt verður á tónleikunum annaðkvöld? „Jón kallaði þetta verk „Fine I." Hann sá ekki fram á að geta lokið lífsverki sínu, sem er óratorían Eddurnar þrjár: Sköpun heimsins,. Líf guðanna og Ragnarök. En hann gerði Fine I, rétt fyrir andlát sitt og mælti svo fyrir að þetta skyldi verða endirinn á Eddu - og þar með endirinn, þegar farið væri yfir öll hans verk. Lokaverkið, „Konsert fyrir hljómsveit," eftir Béla Bartók er mikil prófraun fyrir getu hljóm- sveitarinnar. í því reynir á færni allra hljóðfæraleikara hennar. Þessvegna heitir þetta konsert. Þetta er eitt af allra vinsælustu verkum Bartók og er frá síðasta sköpunartímabili hans, sem gjarn- an er kallað klassíska skeiðið. Kon- sertinn er saminn fyrir Sinfóníu- hljómsveitina í Boston og var frum- flutt árið 1943. Það má segja að þesir tónleikar séu mikill prófsteinn á gæði Sin- fómuhljómsveitar íslands og verk- efnavalið er æði fjölbreytt. Það er byrjað á klassísku verki, síðan far- ið í íslenskt verk, sem er í nútíma- legum stíl, og endað í nútímaklas- sík," sagði Atli Heimir Sveinsson að lokum. Tónleikarnir annaðkvöld hefj'ast klukkan 20.00 og stjórnandi þeirra er aðalhljómsyeitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands, Petri Sakari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.