Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 Einkavæðing Húsnæðisstofn- unar - nýskipan húsnæðislána? Síðari grein eftír Sverri Arngrímsson í fyrri hluta greinar minnar var nokkuð fjallað um hugsanlega einkavæðingu Húsnæðisstofnunar, og nýtt fyrirkomulag við fjármögn- un húsnæðislána. Mun ég nú lýsa helstu leiðum sem færar eru taldar í þeim löndum þar sem sá háttur er hafður á, og er þá einkum átt við starfsemi byggingarsparisjóða. Lán tekið Þar sem þessi félög eru við lýði er einkum um að ræða tvennskonar lán: Lán sem eru endurgreidd eftir fastri áætlun og lán sem eru tengd ákveðinni tryggingu. Föst endurgreiðsla: Eftir umsam- inni áætlun greiðir lántakandi til baka jafnar mánaðarlegar greiðslur (svo fremi að ekki komi til vaxta- breytingar). Hækki vextir er þó heimilt að lengja lánstímann, þó á þann hátt að afborgun helst óbreytt í krónutölu. Breytingin felst í því að nú fer stærra hlutfall afborgun- arinnar til greiðslu vaxta (sem hafa hækkað) en höfuðstóls, og þar með lengist endurgreiðslutíminn. Al- gengur lánstími er 20-25 ár. Á fyrstu árunum er stærsti hluti greiðslunnar vextir en eftir því sem árin líða verður þáttur höfuðstólsins meira áberandi. Tryggð lán: Þessi lán endurgreið- ast ekki með jöfnum greiðslum heldur greiðast eingöngu vextir af höfuðstólnum. Samtímis skuldbind- ur lántakandi sig til að greiða ið- gjald af líftryggingu eða lífeyris- sjóði sem er skv. sérstökum samn- ingi laus til ráðstöfunar í lok láns- tímans. Þessir samningar eru gerð- ir við einhver þau félög á frjálsum markaði sem veita slíka þjónustu. Oftast dugar tryggingarupphæðin þá fyrir höfuðstól lánsins og skilur jafnframt eftir dágóðan afgang sem er eign lántakanda. Lán þessarar tegundar verður að greiða upp á tilsettum degi og yfir- leitt er ekki heimilt að lengja lánin þó að vextir hækki. Greiða þarf annarsvegar byggingasparisjóðn- um vaxtagreiðslur en tryggingafé- lagi iðgjald vegna líftryggingar. Endurgreiðsla lána Vextir lána eru breytilegir. Vext- ir breytast þó ekki jafn ört og vext- ir banka, en fylgja þó meginlínum markaðsvaxta, svo byggingarspari- sjóðurinn geti haldið áfram að greiða fjárfestum markaðsvexti, og varðveita fjárfestingu þeirra. Lántakendur njóta yfirleitt skattaívilnana vegna vaxta- greiðslna en þetta er þó háð ákv. hámarki heildar veðláns vegna eigin húsnæðis og ýmissa annarra skatt- areglna. Þeir sem eru innan mark- anna fá afslátt jafnóðum og greiða því byggingasparisjóðnum aðeins nettóvaxtagreiðslur. Þó að lán séu upphaflega veitt til 20-25 ára er hægt að endur- greiða þau nánast hvenær sem er og í Bretlandi eru þau yfirleitt end- urgreidd á 6 árum. Þetta er vegna Niðurstaða nefndar: Námslán ekki skert en greiðslutími styttur NEFND, sem sett var á laggirnar af menntamálaráðherra, til að endurskoða námslánakerfið, hef- ur skilað áliti sínu, og er skýrsla nefndarinnar nú m.a. til umsagn- ar hjá fulltrúum nemenda og Lánasjóði íslenskra náms- mannna. Tillögur nefndarinnar eru m.a. þær að námslánin skuli ekki skert, en að stytta beri greiðslutíma lánanna. Að sögn Guðmundar Magnússon- ar prófessors, sem sæti átti í nefnd- inni, hefur námslánakerfið vaxið mun hraðar á síðustu árum en unnt var að sjá fyrir. Ástæða þess sé aðallega mikil fjölgun nemenda og að einnig hafi ýmsir sérskólar feng- ið aðgang að kerfinu. „Markmið nefndarinnar eru frelsi til náms en ekki skerðing náms- lána. Tillögur okkar eru m.a. að stytta greiðslutímann úr 40 árum niður í þrefaldann námstíma, þ.e.a.s. að eftir þriggja ára nám hefur námsmaður níu ár til að borga lánin. Einnig er tillaga um að greiðslur hefjist einu ári eftir að námi lýkur í stað þriggja ára nú," sagði Guðmundur. Til að styrkja lánasjóðinn hefur ¦ DR. ROBERT Mayes heldur fímmtudaginn 17. október kl. 10. f.h. erindi í fundarsal Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins á Keldna- holti. Erindið verður á ensku. Dr. Robert W. Mayes starfar við Mac- aulay Land Use Research Institute í Skotlandi. Hann er þekktur víða um heim vegna rannsókna sinna á aðferðafræði við næringarfræði- og beitartilraunir, sérstaklega að því er varðar mælingar á magni og hlutföll- um plöntutegunda í því fóðri sem beitardýr velja. Hann hefur fengist við fleiri þætti rannsókna, svo sem á flutningi geislavirkra efna frá jarð- vegi í beitardýr. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlesturinn. nefndin komið með þá tillögu að lánin beri að greiða með vöxtum, sem væru helmingur af ríkisbréf- avöxtum, en á námstíma væru þau alveg vaxtalaus. Auk þess yrðu veittir fleiri styrkir til þeirra sem stunda framhaldsnám s.s. masters- og doktorsnám. „Með þessu yrðu lánin ekki skert, heldur væri enn verið að veita námsmönnum stuðning með hag- stæðum námslánum," sagði Guð- mundur. þess að þegar húseign skiptir um eigendur greiðir lántakandi upp Ián- ið á gömlu eigninni með öðru láni á nýju eigninni. Þá kjósa margir að greiða lánið upp við arf eða slíkt. Greiðsluerfiðleikar Hækki vextir skyndilega geta lántakendur lent í erfíðleikum með að standa í skilum. Þeir sem hafa tekið hefðbundin lán eiga mögu- leika á því að lengja lán sín og halda þannig greiðslubyrði óbreyttri. Hærri vextir auka þannig hluta vaxta í afborgunargreiðslum en hlutur höfuðstóls Iækkar um leið og lánstími lengist. Sérstök tilfelli I sérstökum tilvikum er heimilt að greiða eingöngu vaxtaþáttinn. Slíkt er heimilt t.d. við atvinnu- eða heilsumissi en þá verður trygginga- stofnun eða félagsmála- og/eða heilbrigðisráðuneyti að taka að sér greiðslu höfuðstólshlutans tíma- bundið. Ef greiðandi er undir 60 ára aldri er heimilt að greiða aðeins hálfa vexti fyrstu 16 vikurnar. Þess- ar reglur eiga við Bretland, en svip- aðar reglur gætu að sjálfsögðu gilt hériendis. Tegundir innlánsreikninga í þessari upptalningu þarf ekkert að koma á óvart. Flestir íslenskir bankar bjóða upp á svipaða þjón- ustu. Hlutareikningar: Inn á þessa reikninga er hægt að leggja hvenær sem er á afgreiðslutíma félagsins. Hægt er að taka út af þeim án fyrirvara. Þessum reikningum svip- ar til sparisjóðsbókar. Hlutareikningar með hávöxtum: Hærri vextir eru greiddir á þessar innistæður en þó verður að leggja inn ákv. lágmarksupphæð. Hægt er að taka út af honum hvenær sem ,er án þess að vextir lækki svo fremi að lágmarksupphæð haldist óbreytt. Vextir fara stighækkandi með hærri innistæðu, upp að ákveðnu hámárki. Skammtímareikningar: Háir vextir eru á þessum reikningi en fyrirvari á úttekt er 60-90 dagar, að öðrum kosti verður að greiða sérstakt úttektargjald. Tímabundnir reikningar: Hærri vextir en upphæðin er bundin til lengri tíma í senn t.d. 2-3 ár. Vext- ir eru breytilegir en þó alltaf ákv. hlutfall fyrir ofan almenna innláns- vexti. Yfirleitt er ekki hægt að taka Sverrir Arngrímsson „Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að til þess að uppfylla hlutverk sitt, sem fjármögnunar- aðili húsnæðis, geta byggingarsparisjóðirn- ir ekki treyst eingöngu á innlán fjárf esta sinna heldur sa»kja þau á fjár- magnsmarkaðinn og taka lán hjá fjármála- stofnunum." út af reikningi nema um dauðsfall reikningseiganda sé að ræða. Að öðrum kosti lækka vextirnir. " Sparnaðarreikningar: Hærri .vextir eru greíddir á þessa reikn- inga með samkomulagi um reglu- legan sparnað. Húsnæðissparnaðarreikningur: Gerður er samningur um reglulegan sparnað í a.m.k. 5 ár. I samningnum er kveðið á um skattaafslátt. Samsetning fjármuna Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að til þess að uppfylla hlutverk sitt, sem fjármögnunaraðili húsnæðis, geta byggingarsparisjóðirnir ekki treyst eingöngu á innlán fjárfesta sinna heldur sækja þau á fjár- magnsmarkaðinn og taka lán hjá fjármálastofnunum. Þannig er fjár- munum veitt til húsnæðislána en um leið er lausafjárstöðu haldið við- unandi. Þetta er nauðsynlegt til að mæta skyndilegum úttektum án þess að skerða möguleika til útlána. Vaxtaákvarðanir Æskilegt er að halda hlutföllum fjármagnssamsetningarinnar nokk- uð stöðugum. Augljóst er að ekki er hægt að halda útlánum óskertum um leið og lausafé dregst saman. Ef vextir hækka almennt verður annað hvort að draga úr útlánum eða hækka vexti útlána til þess að halda áfram óskertri starfsemi. Á sama hátt getur verið óæski- legt að félagið laði að of mikið af fjárfestum. Á þann hátt eykst lausafé of hratt og hætta er á að mikið óbundið áhættufjármagn safnist saman. Af þessum sökum getur reynst nauðsynlegt að lækka vexti, til að draga úr innstreymi fjármagns. Umfang útlána er samspil lausafjárstöðu, áhættufjármagns frjálsa markaðarins auk þess hversu miklu fjármagni félaginu tekst að laða að sér í formi hefð- bundinna innlána. Félagið keppir um fjármagn á hinum frjálsa mark- aði í samkeppni við aðrar peninga- stofnanir. Ef almennt vaxtastig hækkar munu innlán óhjákvæmi- lega lækka. Til skamms tíma má mæta þessu með því að rýra lausa- fjárstöðuna, og bíða þess að vextir lækki aftur. Með opnari aðgangi að fjár- magnsmörkuðum í Evrópu verður byggingasparisjóðum kleift að taka að lání áhættufjármagn með hag- stæðum kjörum. Sveiflujöfnun Af fremsta megni verður að forð- ast sveiflur í vaxtastigi. Þetta staf- ar af þeirri einföldu ástæðu að vaxt- alækkanir eru slæmar fyrir fjár- festa en vaxtahækkanir koma sér að sama skapi illa fyrir skuldara. Margir eldri borgarar treysta á tekjur af vaxtagreiðslum sparí- reikninga sinna, og greiðslur af- borgana fasteignalána eru oft meiriháttar útgjaldaliður fjöl- skyldna. Af þessum sökum forðast félagið að eltast við sveiflur og breytingar í vaxtastigi fjármagns- markaðarins. Reynt er þó að halda almennt samkeppnishæfu vaxta- stigi, en forðast tíðar breytingar. Niðurlag Ég hef nú í nokkrum orðum lýst skoðunum mínum á því húsnæðis- lánakerfi sem við búum við, og hvað úrbætur ég tel að koma muni að gagni. Ég geri mér Ijóst að hér er um risavaxið verkefni að ræða en ekkert er ómögulegt. Viljinn er allt sem þarf. Höfundur er framkvæmdastiórí Meistara- og verktakasambands byggingamanna. Heimur án landamæra eftir Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur Laugardagurinn 19. október hef- ur verið valinn af JC-hreyfingunni á íslandi sem JG-dagurinn. Þann dag eða í tengslum yið þann dag vinna JC-félagar á íslandi ýmis verkefni undir einu megin þema sem er „Heimur án landamæra". Þema þetta hefur verið valið af alþjóðahreyfmgu JC (JC-Internatio- nal) sem megin þema næstu fimm ára. I alþjóðahreyfingunni, sem starfar í yfir eitt hundrað þjóðlönd- um, eru um 450.000 félagar. Þeir munu á þessum árum saméinast hver í sínu landi í að vinna að verk- efnum úti í þjóðfélaginu undirþessu þema. Þemað var valið með tilliti til þess að við lifum á tíma þar sem múrar og hindranir milli landa eru að hverfa og ör þróun í samgöngu- og samskiptatækni veldur því að heimurinn verður sífellt minni. Undir þessu þema hefur JC-Int- ernational valið þrjú kjörorð en þau eru Framtíð barna, Umhverfismál og Efnahagsleg þróun. Allt eru þetta mál sem eru í brennidepli nú og eru í raun grundvöllur þess að lífið á jörðinni megi þróast áfram. Unnið mun verða að þessum málum í öllum þeim Iöndum, sem JC-hreyf- ingin starfar í. Hér á landi munu JC-félagar vinna mörg og mismunandi verk- efni í tengslum við JC-daginn. Má þar nefna skiltaverkefni um meng- urnarmá; teiknimyndasamkeppni meðal barna undir kjörorðinu Fram- tíð barna; borgarfund um EB-mál; kennslu á slökkvitæki í grunnskól- anum í Hveragerði þar sem börnin verða jafnframt frædd um hættur á heimilum; fræðslufund með er- lendum skiptinemum búsettum í Mosfellsbæ; tónleika o.fl., o.fl. Tilgangur allra þessara verkefna er að vekja umræðu í samfélaginu og vekja athygli á þvf að við erum að fara að upplifa ti'mabil sem kalla mætti „heim án landamæra". JC er félagsskapur ungs fólks á aldrinum átján ára til fertugs. Þetta er hreyfing ungs fólks í athafnalíf- inu, hreyfing sem veitir tækifæri til sjálfsþroska, þátttöku í alþjóða- starfi og þátttöku í byggðamálum. „Þemað var valið með tilliti til þess að við lif- um á tíma þar sem múrar og hindranir milli landa eru að hverfa og ör þróun í samgöngum og sam- skiptatækni veldur því að heimurinn verður s/fellt minni." ' JC er hreyfing ungs fólks sem hef- ur metnað fyrir sjálft sig, metnað til að þroska sig í ræðumennsku, stjórnunarstörfum og almennt að koma sjálfu sér áfram f lífinu. Jafn- framt hafa JC-félagar áhuga á því sem er að gerast í umhverfinu, áhuga á því sem er að gerast í þeirra byggðarlagi og í heiminum almennt. Víða um land starfa JC- félagar í góðum tengslum við bæj- aryfirvöld um ýmis málefni og verk- efni í bæjarfélaginu. JC er alþjóðleg hreyfíng og er það því vel til fallið að JC-félagar Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir um allan heim skuli hafa tekið höndum saman og ætli sér að vinna að mörgum verkefnum undir þrem- ur kjörorðum, sem sameinast í einu megin þema, „Heimur án landa- mæra".. Höfundur er landsforsetí JC-fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.