Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 29 Úr myndinni Hvað með Bob?. Fjölfæla í banastuði Hvað með Bob? („What About Bob?"). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Frank Oz. Framleið- andi: Laura Ziskin. Aðalhlut- verk: Bill Murray, Richard Dreyfuss, Julie Hagerty og Charlie Korsmo. Touchstone. 1991. í hinni ágætu gamanmynd Hvað með Bob? leikur Bill Murray fjöl- fæluna Bob sem allt hræðist í líf- inu og svo mjög að hann þorir varla útúr íbúðinni sinni til að hitta nýja sálfræðinginn sinn, sem leik- inn er af Richard Dreyfuss. Hin hrikalega fælni hans nær yfir bók- staflega allt í umhverfinu. Og hann er martröð sálfræðingsins. Þegar sálinn fer í frí með fjölskyldu sinni á afvikinn, friðsælan stað eltir Bob og límir sig á sálann eins og „mannlegt jötungrip". En eftir því sem sálinn hatar hann meira og gerir hverja ör- væntingarfulla tilraunina á fætur annarri til að losna við hann tekur fjölskyldan ástfóstri við Bob og ber hann á höndum sér. Hið kald- hæðnislega er að eftir því sem sálarlífí sálans hrakar í samvistun- um við hinn óþolandi Bob fer fjöl- fælunni Bob hraðbatnandi. Efniviðurinn í Hvað með Bob? er ómótstæðilegur og leikstjórinn Frank Oz, sem síðast stýrði kómedíu svika og pretta í „Dirty Rotten Scoundrels", hefur gert úr honum fyndna og bráðskemmti- lega gamanmynd með nákvæm- lega réttum ýkjum í persónugerð og kringumstæðum. Myndin fjallar um það hvernig Bob leggur líf sálans gersamlega í rúst með því sem fjölskyldan lítur á sem hrein elskulegheit en sálinn aftur helber- ar ofsóknir og harkalega árás á einkalíf sem hann heldur fast utan- um en missir smátt og smátt tökin á. Bob rúllar algerlega yfír sálánn en það nær hámarki þegar hann stelur sjónvarpsviðtali við hann í beinni útsendingu. Þaðan er titill- inn fenginn. Bob á huga allra og allir eru sífellt að spyrja, en hvað með Bob? Engann varðar neitt um sála. Myndin er fyndin og fjörug og á skemmtilegheitum sínum ekki síst að þakka tveimur frábærum leikurum í aðalhlutverkum. Bill Murray er fæddur til að leika rullu hins léttgeggjaða Bobs og er bráð- hlægilegur, sakleysið og elskuleg- heitin uppmáluð og algerlega ómeðvitaður um eyðileggingar- mátt sinn. Taktarnir hans í hlut- verki fjölfæluhnar eru oft unaðs- legir. Dreyfuss er alger andstæða, metnaðarfullur, pinnstífur, sjálfs- elskur og sjálfsánægður sáli sem þráir frægðarljósið, skýrir son sinn Sigmund og setur fjölskylduna í fjórða sæti. Allir þessir veikleikar hans opinberast fjölskyldunni eftir því sem hann leggur meiri fæð á Bob. Því hræðilegri stundir sem þessir tveir eiga saman því betur kemur hans innri maður í ljós og því betur skemmta áhorfendur sér. HÆTTULEG KYNNI Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Dauðakossinn („A Kiss Before Dying"). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri og handritshöfundur: James Dearden. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Sean Young, Max von Sydow. Universal. 1991. Dauðakossinn er sakamála- mynd í góðu meðallagi eftir hand- ritshöfund Hættulegra kynna, Ja- mes Dearden. Hann skrifar bæði handritið og leikstýrir og byggir ansi vel upp og flækir mann af leikni inní nokkuð flókna atburða- rás, heldur áhuganum og spenn- unni vakandi með nýjum og óvæntum uppljóstrunum og skap- ar ógnvekjandi og samviskulausan morðingja sem Matt Dillon leikur af stakri prýði. Dearden fínnur ágætri saka- málasögunni viðeigandi drunga- legt og ofbeldisfullt andrúmsloft með dimmri lýsingu og tónlist og harkalegum ofbeldissenum sem fela ekkert. Dillon leikur ungan mann sem í upphafí myrðir dóttur eins ríkasta manns Bandaríkj- anna, koparbarónsins Þórs Karls- sonar, sem Max von Sydow leikur af alkunnum þokka. Hann lætur það líta út eins og sjálfsmorð - hann er snillingur í að láta morð líta út eins og sjálfsmorð og skrifa kveðjubréf fyrir fórnarlömb sín - en tvíburasystur hennar grunar að ekki sé allt með felldu. Hún hamrar á lögreglunni að fylgja málinu eftir og ræður einkaspæj- ara og rannsakar sjálf málið. En síst grunar systurina, sem leikin er af Sean Young, að nýi kærast- inn sinn eigi hlut að máli; Dillon sjálfur. Myndin er ágætlega leikin og fer þar fremstur í flokki Matt Dill- on, nokkuð vanmetinn leikari og Htt áberandi af þeim ungu og upp- rennandi í Hollywood. Hann getur verið ástúðin og tillitssemin upp- máluð eina stundina en hina full- komlega sálsjúkur morðingi og ógnvekjandi á sinn hæga, lág- stemmda hátt. Young gerir einnig góða hluti sem hin áhyggjusama tvíburasystir er kemst um síðir að hinu sanna í málinu. En þótt myndin sé mjög góð lengst af eru lokin ekki eins sterk og tilefni er til. Ástæðan að baki verknuðum hins sálsjúka morð- ingja reynist á endanum ekki nógu sterk eða nógu athyglisverð til að smella saman við það sem á undan er gengið. Myndin snýst ekki um þá einföldu og klassísku spurn- ingu: Hver gerði það? Það er ekk- ert leyndarmál að Matt Dillon er morðinginn. Aðalráðgátan verður: Hvers vegna gerir hann það? Og því miður er svarið veikasti hlekk- ur myndarinnar. Lausnin er ein- hvern veginn of almenn og ódýr. Það má kannski kenna græðgi níunda áratugarins um marga spillingu en hvort hún gat af sér gersamlega sálsjúka morðingja er annað mál. Hin hliðin á Paradís Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Komdu með mér í sæluna - „Conie See the Paradise". Handritshöfund- ur og leikstjóri Alan Parker. Aðal- leikendur Dennis Quaid, Tamlyn Tomita, Sab Shimoto. Bandarísk. 20th Century Fox 1991. Inntakið í nýjustu mynd Alans Par- ker er óöryggið í hcnni veröld, hvemig- stormurinn getur skyndilega staðið í fangið eftir blíðviðri gærdagsins. Komdu með mér í sæluna er byggð á sönnum atburðum í grundvallaratrið- um, svörtum dögum í sögu Banda- ríkjanna er þeir í örvinglunaræði eftir árásina á Pearl Harbour í seinna stríði tóku sig til og smöluðu saman velflest- um japönskættuðum Bandaríkjamönn- um í óhrjálegar einangrunarbúðir, hvar þeir máttu dúsa fram undir stríðslok. Uns Bandaríkjamenn viðurkenndu að hafa brotið sjálfa stjórnarskrána, á a.m.k. öllum þeim sem fæðst höfðu í Vesturálfu. Búðavistin, sem vitaskuld var ekkert annað en prísund, hafði óbætanleg áhrif á fólkið. Það missti undantekningarlaust allt sem það átti af jarðneskum eigum, flest sem það unni og um sinn trúna á land allsnægt- anna. Það kynntist hinni hliðinni á Paradís. „Hversvegna stingið þið ekki Joe Di Maggio inn?" spyr reitt japansk- ættað ungmenni að vonum. Utanum þetta átakanlega efni semur Parker tregafullt og fallegt drama svo úr verður einkar áhrifamikil mynd sem jaðrar við að vera epískt stórvirki. Við kynnumst Quaid, uppreisnargjörnum ungum manni sem ann réttlætinu svo hann kann tæpast fótum sínum forráð, verkalýðssinnaður málaþófsmaður sem kallar yfir sig vandræðin. Þau minnka ekki er hann fær vinnu sem kvikmynda- sýningarmaður í Litlu Tokyo, hverfi japanskættaðra Bandaríkjamanna í Los Angeles. Þau verða yfír sig ástfangin, hann og Tomita, dóttir eigandans sem helst illa á fé. Hefur hann því í fjáröfl- unarskyni lofað skuldareiganda sínum, rosknum manni, dótturina fögru. Þau Quaid.eru því brottræk er upp kemst um samband þeirra. Um árabil una þau hag sínum vel í Seattle og eignast dóttir. En Quaid, sem ætíð kann jafn illa ójöfnuðinum, kemst eina ferðina enn í vandræði og svart- hol útaf réttætisbaráttu. Þau sameinast aftur í Los Angeíes og sælan aldreí meiri en er Japanir segja Bandaríkja- mönnum stríð á hendur m.a. með þeim afleiðingum sem áður greinir. Þeim er stíað í sundur, hún fer ásamt fjölskyldu sinni í prísund úti á mörkinni, hann kvaddur í herinn. Það er sem lífinu sé lokið. Parker er engum líkur. Óragur fæst hann við verkefni sem eru hver öðrum ólíkari, ætíð krefjandi og" árangurinn jafnan glæsilegur. Oftar en ekki eru myndir hans áleitnar undir yfirborðinu þó útlitið sé frábrugðið, tökum sem dæmi nýjustu myndir hans þrjár, Miss- issippi Burning, Komdu mcð mér í sæluna og Thc Commitments, sem fjall- ar um tilurð vsoul"-hljómsveitar skip- aðri snauðum írum úr verkamannastétt og hlotið hefur einróma lof og ótrúlega góða aðsókn vestan hafs síðustu vik- urnar. Sundurleitari myndir vart að fínna, eiga fátt annað sameiginlegt en ádeilubroddinn og handbragð þessa ein- staka leikstjóra. Hér tekur Parker að sjálfsögðu málstað hinna smáðu banda- rísku þegna sem í nokkur, ógnvænleg ár máttu gjalda þess að vera ættaðir frá óvinalandi. En sem í flestum öðrum myndum hans birtir upp um síðir og svörtu dagarnir verða rauðir. %_. Parker segir þessa áhrifamikla sögu á snilldarlegan hátt. Á göngutúr er Tomita smá-saman að segja dóttir þeirra Quaids frá föður sínum, sem þau hafa ekki séð um árabil, og hinu stormasama lífshlaupi þeirra. Það dreg- ur sífellt nær lokum sögunnar og göngutúrsins sem endar svo á brautar- stöð þar sem þessi litla fjölskylda sam- einast að lokum á ný eftir svo ótnáleg- ar raunir. Það er hvergi veikan punkt að fmna í frásögninni og framvindunni, klipp- ingin aðdáunarverð, bæði ljóðræn og hnitmiðuð. Tónlist, útlit, búningar, leik- munir óaðfmnanlegt, en því eigunv*S reyndar að venjast undantekningarlítið í bandarískum myndum af þessari stærðargráðu. Leikurinn er í hæsta gæðaflokki, Quaid tilfinningaheitur og fullur tjáningar að venju, Tomita bæði undurfögur og snjöll leikkona. Aðrir aðalleikar, sem allir eru óþekktir Bandaríkjamenn af japönskum ættum, standa sig ótrúlega vel. Það vekur furðu hvað myndin hlaut dræma aðsókn vestan hafs, en sann- leikurinn getur verið óþægilegur og vissulega er Komdu með mér í sæluna óvenjulega tregafull miðað við megin- strauminn í myndum samtímans og persónurnar ívið svart/hvítar. En það breytir engu um að hér er á ferðinni epísk stórmynd sem snertir alla. Um áður lítt kunna, svarta daga í lífi þjgð- ar, sterkar tilfinningar og stormasamt mannlíf. Gerð af mikilfengleika, vænt- umþykju og virðingu fyrir margbrotnu umfjöllunarefninu. HAUSTSYNING A ferð um landið! RENAULT Nevada 4x4 Renault Nevada er framdrifínn með mögulegri tengingu á afturdrifi, sem búiðer 100%læsingu. Renault Nevada er með glæsilegri innréttingu, 120 hestaf la vél með beinni innspýtingu, rafdrifnum rúðum, lituðu gleri, fimm gíra gírkassa, vökvastýri, fjarstýrðri samlæsingu, krómaðri toppgrind og mörgu fleiru. Verðfrákr. 1,589,000. RENAULT Clio Renault Clio hefur sópað að sér viðurkenningum frá því hann var fyrst kynntur. Hann var kosinn bíll ársins ( Evrópu 1991, fékk Gullna stýrið og Auto Trophy verðlaunin í Þýskalandi. Renault Cllo er mjög rúmgóður, hljóðlátur og með frábæra aksturs- eiginleika. Hann er búinn fallegri innréttingu, kraftmikilli og sparneytinni vól, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum samlæsingum og er á frábæru verði. Verðfrákr. 719,000.- RENAULT 19 GTS Renault 19 GTS er einn af þeim bílum semheilla straxviðfyrstusýn.Hanner vandaöur og glæsilegur fjölskyldubíll, með miklum aukabúnaði og er á einstaklega hagstæðu verði. Renault 19 GTS er búinn failegri innréttingu, kraftmikilli vél, rafdrifnum rúðum að framan, lituðu gleri, fimm gíra gírkassa, vökvastýri, fjarstýrðri samlæsingu og fleiru. Verð frá kr. 869,000.- SYNINGARSTAÐIR Fimmtudagur 17. október HÖFN HORNAFIRÐI Víð Sindrabæ kl.15.00 -18.00 Föstudagur 18. október FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Viö Hótelið kl. 10.00- 11.00 REYÐARFJÖRÐUR BfleykL 13.00 -15.00 EGILSSTAÐIR £ssóstólinn fcl. 16.30 -18.00 Laugardagur 19. október AKUREYRI Bílaval, Strandgötu ki. 10.00 -18.00 - Sunnudagur 20. október SIGLUFJÖRÐUR Bensfristöð Olís ki. 11.00.13.00 SAUÐÁRKRQKUR Bflav.st. AKA kl. 15.00 -18.00 Bílaumboðið hf Krókhálsi 1,110 Reykjavík, sími 91-686633 RENAULTFERÁKOSTUM 3 ára ábyrgð 8 ára ryðvamarábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.