Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 + + Sonur okkar, unnusti, bróðir og mágur, RAGNAR ARNAR HJALTASON, Skála, Færeyjum, sem lést 9. október sl., var jarðsettur 13. þessa mánaðar. Þóra Hjaltason, Hjalti Hjaltason, Sigga Djurhus, Álfhildur Ósk Hjaltadöttir, Arnfinnur Poulsen. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN STEINGRÍMSSON fyrrverandi bifreiðastjóri, áður Álfaskeiði 40, Hafnarfirði, lést 15. október á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Steingrímur Kristjánsson, Margrét Ág. Kristjánsdóttir, Júlíus Hinriksson, Gissur V. Kristjánsson, Dóra L. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KOLBEINN ÖGMUNDSSON, Reykjavfkurvegi 50, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þann 14. október. Guðfinna Sigurgeirsdóttir, Ásdís Þ. Kolbeinsdóttir, Guðmundur K. Jónmundsson, Gísli G. Kolbeinsson, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Eðvarð R. Guðbjörnsson, barnabörn og bamabarnabörn. t Eiskuleg dóttir mín og móðir, KOLBRÚN ÁMUNDADÓTTIR, lést 13. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigriður Rögnvaldsdóttir, Helga Valdís Jensdóttir. t Tengdamóðir mín, amma, langamma og systir, ELÍN KLARA VALDIMARSDÓTTIR BENDER, verðurjarðsettfrá Fossvogskapellu ídag, 16. októberkl. 13.30. Sigrún J. Haraldsdóttir, Elín Klara Grétarsdóttir, Haraldur Þór Grétarsson, Linda Hauksdóttir, Helga Þóra Haraldsdóttir, Guðlaug Á. Valdimarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, faðjr og bróðir, BENEDIKT BJARNASON fyrrverandi vörubílstjóri og starfsmaður Borgarspftalans, Háaleitisbraut 39, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Ólafía Sigurðardóttir. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON r vélstjóri, Heiðarási 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásbjörn Jóhannesson, Elín Aðalsteinsdóttir, Jóhannes Ásbjörnsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNAR BALDVINSSONAR. Anna Árnadóttir, Inga Jakobt'na Arnardóttir, Stefama Birna Arnardóttir, Sigrún Arnardóttir, - < Björn Kristján Arnarson, Hildur Hrönn Arnardóttir, tengdasynir og barnabörn. Minning: Rannveig Vigfús- dóttir Hafnarfirði Fædd 5. janúar 1898 Dáin 7. október 1991 „Mínir vinir fara fjöld," segir Bólu-Hjálmar í einni hinna þjóð- kunnu vísna sinna. Þau orð koma mér oft í hug þegar mér eru sagðar eða ég les fréttir um vini sem horfn- ir eru sjónum okkar. Og ég minntist þeirra sannarlega, þegar frú Hulda Sigurjónsdóttir hringdi til okkar Unnar fyrir rúmri viku og tjáði okk- ur andlát móður sinnar, minnar mætu vinkonu og samherja um langt árabil, Rannveigar Vigfúsdóttur. Ég kynntist henni fyrst sumarið 1936 eða fyrir 55 árum þegar hún fðr með manni sínum, Sigurjóni Ein- arssyni skipstjóra, norður á Djúpu- vík. Hann var þá, eins og margir muna sem komnir eru yfir miðjan aldur, skipstjóri á einum stærsta togaranum í flota okkar Íslendinga og stýrði honum farsællega í fjölda ára. Var Sigurjón alla sína skipstjór- atíð meðal fremstu aflamanna okk- ar. Það vakti virðingu okkar karlanna á stöðinni í Djúpuvík að þessi svipm- ikla og snyrtilega kona hafði það til siðs að vera með manni sínum í síld- inni, þegar hún fékk því við komið vegna anna á stóru heimili þar sem mjög var gestkvæmt. Maður sá svo sem ekki fram í tím- ann þá frekar en endranær og senni- lega hefði mér þótt það með ólíkind- um ef einhver hefði spáð náinni sam- vinnu okkar Rannveigar áður en mjög langt um liði. En þannig hátt- uðu örlögin þessu og er ég þeim þakklátur fyrir það eins og margt annað. Það var fyrst í sambandi við Sjó- mannadagsráð sem ég kynntist þeim hjónum að nokkru ráði og síðan hafði ég í fjöldamörg ár náið sam- starf við Rannveigu innan vébanda Slysavarnafélagsins. En þegar Sigurjón ákvað að hætta sjómennsku um sextugt og hasla sér völl á öðrum vettvangi var þess farið á leit við hann, að hann tæki að sér starf framkvæmdastjóra Hrafnistu, dval- arheimilis aldraðra sjómanna. Það var þá nýlega risið í Laugarási fyrir forgöngu hans og félaga hans, en þar var þá fremstur í flokki sam- herji hans, Henry Hálfdanarson. Tók Siguqón við stjórn heimilisins við opnun þess 1957. I þessu efni sem ávallt áður fylgdi Rannveig honum og tók að sér að stjórna hjúkrunar- og öðru þjón- ustuliði stofnunarinnar. Það var kappsmál al'.ra þeirra sem lögðu hönd á plóg í þessu máli að Hrafn- ista yrði til fyrirmyndar í hvívetna, ekki aðeins byggingin heldur og öll aðbúð þeirra sem þar yrðu heimilis- menn. Reglusemi þeirra í hvívetna gerði þau að kjörnum húsbændum á því stóra heimili. Þetta gerðist á fyrstu árum starfs míns í Sjómannadagsráði svo að mér var vel kunnugt um framvindu mála. Voru þá haldnir margir fundir því að ráða þurfti fram úr mörgum vel- ferðarmálum aldraðra sjómanna og maka þeirra. Þau hjón veittu DAS-heimilinu forstöðu með mikilli prýði um átta ára skeið. Það leikur ekki á tveim tungum að flestir hafi óskað að þeirra hefði notið við sem lengst á þessum vettvangi en þau óskuðu að hverfa frá þessum störfum að þeim tíma liðnum. Tóku þau ákvörðun um að yfirgefa þetta uppbyggingarstarf fyrr en vinir þeirra töldu ástæðu til. Þetta var ekki auðveld ákvörðun af þeirra hálfu en þau voru orðin þreytt á amstrinu sem því fylgdi. En mótun þeirra hjóna á Hrafnistu- heimilinu var ómetanleg því að prúð- mennska og reglusemi_aem_var aðal þeirra gætti lengi eftir að þau höfðu yfírgefið þenna starfsvettvang. Ég gat þess í upphafi að ég hefði kynnst þeim Rannveigu og Sigurjóni á Djúpuvík sumarið 1936. Það var svo tíu árum síðar að við vorum farin að hafa samvinnu á sviði Slysa- varnafélagsins. Var samvinna okkar fyrst og fremst í sambandi við lands- þing félagsins og fjármál þess. Þegar ég var svo kosinn í aðal- stjórn SVFI tuttugu árum síðar eða 1956 var Rannveig þar fyrir. Hún hafði verið kosin árið 1942 og sat þar síðan með prýði í 22 ár eða allt til 1964 en þá tók frú Hulda dóttir hennar við því starfi. Varð samvinna okkar Rannveigar þá mjög náin og í alla staði hin ánægjulegasta. Rann- veig var þá búin að starfa innan slysavarnasamtakanna í um aldar- fjórðung þ.ví að hún var meðal sext- án stofnenda Hraunprýði, svd. kvenna í Hafnarfirði, 7. desember 1930. Á stofnfundinum varð hún strax varaformaður deildarinnar — frú Sigríður Sæland varð fyrsti formaðurinn — en Rannveig tók við því embætti af henni 1937 og gegndi því með miklum sóma í 23 ár eða til 1960 en þá tók Hulda dóttir henn- ar við formennskunni af henni. Undir forustu Rannveigar höfðu konurnar í Hraunprýði slík leiðandi áhrif á alla félagsstarfsemi innan SVFÍ að því verður trauðla lýst svo að vel fari í stuttri minningargrein. Starf þeirra var til mikillar fyrir- myndar og hafði mótandi áhrif á deildirnar víðs vegar um landið. Við sem fylgdumst nokkuð með einstöku framtaki þeirra á sviði SVFÍ erum þakklát fyrir að vera vitni að því hvað göfugt hugarfar og mikill vilji fær áorkað. Ég leyfi mér að draga í efa að samstarf karla og kvenna sé betra á nokkrum vettvangi þjóðlífsins en innan SVFÍ og einstakra deilda um land allt. Ég tel líka, að árangur slysavarnastarfsins hefði á engan hátt orðið eins ánægjulegur eða mikill og dæmin sanna ef kynin hefðu ekki hafið merkið í sarheiningu fyrir nærri þrem aldarfjórðungum. Eg hef raunar sagt það oftar en einu sinni, bæði innan vébanda sam- takanna og utan, að ef eldlegs áhuga kvenna hefði ekki gætt í starfinu, hefði árangurinn orðið mun minni en raun ber vitni. Það er eðlilegt að konur verði að Lokað frá kl. 14.00-18.00, í dag vegna jarðarfarar RANNVEIGAR VIGFÚSDÓTTUR. „Hjá Báru", Hverfisgötu 50. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR tónlistarkennara. Bestu þakkir færum við starfsfólki á öldrunardeild Borgarspítalans. Einar Kárason, Þórunn Kristinsdóttir, Kristinn Jón Einarsson, Ingibjörg Einarsdóttir. hasla sér völl á nokkuð öðrum vett- vangi en karlar í þessu efni þótt stefnt sé að sama marki. Þess vegna hafa þær meðal annars látið að sér kveða á fjármálasviðinu. Þær hafa verið svo ötular við að afla peninga til þeirra hluta sem gera skal að þeim sem utan við standa kemur stundum á óvart hve vel þeim hefur gengið. í þeim efnum hafa þær lyft mörgum Grettistökum. « Deildirnar hafa verið í mismun- andi góðri aðstöðu til fjáröflunar en nokkrar hafa jafnan staðið upp úr. Meðal þeirra er Hraunprýði og þar átti Rannveig ómældan hlut meðan deildin naut krafta hennar. En allt hefur sinn tíma og svo var um störf hennar í þágu þessa hjartans máls hennar. Sú kom tíð að hún hætti þessum félagsmálastörfum en þótt Rannveig hyrfi síðan úr stjórn Slysavarna- félagsins, hvarf andi hennar ekki af þeim vettvangi, því að Hulda dótt- ir hennar var árum saman varafor- seti samtakanna. Ekki kemur heldur annað til greina en að geta Einars, sonar Rannveigar, sem hefur um árabil verið einn hinna traustu burð- arása félagsins, bæði með starfí sínu innan svd. Fiskakletts í Hafnarfirði og í stjórn SVFÍ. Sigurjón skipstjóri var einnig lengi í varastjórn SVFÍ. Sat hann iðulega stjórnarfundi og fór ávallt vel á með okkur. En nú er komið að leiðarlokum. Slysavarnamenn um land allt eru í þakkarskuld við Rannveigu Vigfús- dóttur því að þótt hún starfaði fyrst og fremst hér á suðvesturhorni landsins gætti áhrifanna af störfum hennar um land allt og hvarvetna með ströndum fram. í þessu sambandi langar mig til að birta erindi úr kvæði eftir snæfell- skan sjómann, Þórð Halldórsson. Bát hans hafði rekið upp á klappir vest- an við brimbrjótinn í Ólafsvík í af- takaveðri 31. janúar 1954. Báturinn sökk og stóð siglan ein upp úr og batt Þórður sig við hana. Skipverjar á vb. Fróða björguðu Þórði af mikl- um vaskleik. Veturinn eftir flutti Þórður kvæði sitt, „Þér konur vitana kyndið", á skemmtifundi kvenna- deilda SVFÍ í Reykjavík. Annað erindi kvæðisins hljóðar svo: Þér konur vitana kyndið af kærleikans sólareldi. Þér hófuð hetjur dagsins í hærra og meira veldi. Yðar hugsjónir lýsa sem leiftur, lof yður skáldin sungu og fegurð hrifur hugann í hrynjandi islenskrar tungu. Þegar komið er að þessari kveðju- stund vil ég þakka Rannveigu fyrir langt og ánægjulegt samstarf. Með- an SVFI verður að verki í þágu slysa- varna verður framlags hennar minnst með þakklæti. Börnum hennar og öðrum ástvin- Leiðrétting í minningarorðum um Kristján Guðmundsson í blaðinu á fimmtu- dag eftir Björn Jónsson slæddist inn prentvilla. í greininni stóð: Nokkru síðar kvæntist Kristján öðru sinni. Hér átti að standa nokkru síðar kvæntist faðir Kristjáns öðru sinni. Um leið og þetta ranghermi er leið- rétt er beðist afsökunar á mistökun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.