Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 15 Skólagjöld og kennaranám Tvö álitamál eftír Hauk Helgason Að undaförnu hafa orðið miklar umræður um tvo þætti er snerta skólahald og kennslu. Annað atriðið er hvort nemendur skuli greiða nokkurt fé til skólanna. Hitt atriðið er hvort standa skuli við lengingu þess kennaranáms er fer fram í Kennaraháskóla íslands. Bæði atriðin orka tvímælis. Það er því nauðsynlegt að öfgalaus umræða fari fram um þau og dreg- in séu fram, óhikað, bæði þau atr- iði er mæla með og þau er mæla á móti. Skólagjöld Á síðasta ári kvað umboðsmaður Alþingis upp þann úrskuð að óheim- ilt væri samkvæmt gildandi lögum að krefja nemendur grunnskóla um greiðslu á efnisgjöldum en þau höfðu verið innheimt í langan tíma sérstaklega hjá elstu nemendum. Skólayfirvöld og kennarasamtök voru sammála um að hlíta bæri þessum úrskurði. Tel ég það hafa verið rétt ef jafnframt vil ég lýsa þeirri skoðun minni að rétt sé að heimila með breyttum lögum að skólar geti lagt nokkur gjöld á þá sem njóta þeirra gæða sem í skóla- göngu felast. Vissulega takmörkuð gjöld, en þó þannig að það muni í heild nokkru fyrir þá stofnun sem veitir þjónustuna. Að mínu viti er margt sem mælir með að slíkt verði gert. í fyrsta lagi glíma margir skólar við það vandamál að gera nemend- um sínum ljóst að það kostar mikla peninga að halda uppi skólastarfi. Það að hafa skólana hreina, - að koma með ný borð, stóla, kennslu- gögn og tæki, - að byggja upp og halda við, og það að kenna er ekki ókeypis. - Og ekki síður að það eitt að nýta þessi verðmæti illa eða skemma þau er að kasta miklum verðmætum á glæ. Hér er um mikilvægt uppeldis- atriði að ræða. Ef viðkomandi er beinn þátttakandi í greiðslu kostn- aðar, þó í litlum mæli sé, eykur það virðingu hans og skilning á því sem honum er lagt í hendur. . En fleira kemur til. Nokkuð frjáls fjárráð skóla geta t.d. ráðið úrslitum um hvort hægt er að taka upp ný- breytni sem stuðlar að auknum gæðum skólastarfsins. Nú munu margir spyrja: Er nokk- uð sjálfsagðara en að ríki og bær leggi þetta fé til? Hvað með nem- endur efnalítilla foreldra, á nú að seilast niður í þeirra tómu buddu? Hvað það fyrra varðar þá er alls ekki verið að hverfa frá því að ríki og bær beri hita og þunga af upp- byggingu og rekstri skólanna. En það er verið að koma því til skila að skólaganga sé peninga virði. Jafnframt því sem skólunum er skapað örlítið fjárhagslegt sjálf- stæði og þar með möguleikar til að auka gæði þess starfs sem þar fer fram. En á þá að útiloka þá sem koma frá efnalitlum heimilum frá skóla- göngu? Það er af og frá! Fjölmarg- ar leiðir eru til sem tryggja að eng- inn þurfi að hverfa frá mámi af þessum sökum. Það er heldur ekki verið að tala um háar fjárhæðir á hvert heimili, .en í heild geta þær skipt skólann verulegu máli og gegnt uppeldislegu hlutverki. Þegar horft er til þeirra peninga sem við sjáum að allur þorri nem- enda ver til sælgætiskaupa og þeg- ar litið er yfír hinn mikla bflaflota nemenda við framhaldsskólana, er vart hægt að kalla það glæp að ætlast til að andvirðí nokkurra sjoppuferða renni til skóla viðkom- andi, skólanum til hagsbóta og nemandandum til glöggvunar á því að menntun kostar ekki minni pen- ing en kók og Prins Póló. Lenging kennaranáms í KHI Skólaganga einstaklinganna, þ.e. grunnnám að viðbættu námi til starfsréttinda (starfsnámi), hefur stöðugt verið að lengjast. Þar með hefur starfsævin verið að styttast. Víða erlendis hentar þetta vel, sökum atvinnuleysis. Þegar nám til' starfsréttinda er lengt hjá öðrum þjóðum er það tekið með í reikning- inn að annars gengi fólkið um at- vinnulaust og þægi atvinnuleysis- bætur frá hinu opinbera. Þar sem næg atvinna er og jafnvel skortur á fagmenntuðu fólki í sumum stétt- um, Iíkt og háttar til hér á landi, hlýtur það að skipta máli- hversu fljótt menn verða liðtækir í hverri starfsgrein. Þeir sem hófu nám í Kennara- skóla ísiands 1951 þurftu að hafa lokið landsprófi eða sambærilegu „Þegar horft er til þeirra peninga sem við sjáum að allur þorri nemenda ver til sælgæt- iskaupa og þegar litið er yfir hinn mikla bíla- flota nemenda við framhaldsskólana, er vart hægt að kalla það glæp að ætlast til að andvirði nokkurra sjoppuf erða renni til skóla viðkomandi, skó- lanum til hagsbóta og nemandandum til glöggvunar á því að menntun kostar ekki minni pening en kók og Prins Póló." prófi. Það samsvarar grunnskóla- prófi í dag hvað námstíma snertir. Námið í Kennaraskólanum var fj'ög- ur ár, átta mánuðir á ári, eða 32 mánuðir alls. Nú er krafist stúd- entsprófs til inngöngu í KHI. Fram- haldsskólinn er nú 9 mánuðir á ári í stað 8 mánaða áður. Lengingin á Haukur Helgason ári úr 8 í 9 mánuði hefur líka átt sér stað í kennaranáminu sjálfu. Þegar borin er saman lengd skólagöngu til kennaraprófs eftir grunnskóla eða landspróf kemur í ljós að árið 1951 tók það 32 mán- uði en 1991 72 mánuði að óbreytt- um lögum, þ.e.a.s. lenging um 40 mánuði á 40 árum. Auk þessa er í dag stöðugt endurnám í gangi sem meginþorri kennara sækir. 1951 gat sá er hóf nám í KI reiknað með að hefja kennarastörf 20 ára en samkvæmt núgildandi lögum 24 ára. Það hlýtur að vera mikilvægt bæði fyrir þjóðfélagið og einstaling- ana að hægt verði að tryggja hæfa kennara til starfa með öðrum hætti en stöðugri lengingu skólagöngu áður en starf er hafið. Ég er einn þeirra er telja að nú sé mál að linni. Ekki aðeins er varð- ar kennaranám heldur verði aðfara- námið, eða almenna námið sem felst í stúdentsprófi, stytt sem fyrst um eitt ár og nemendur komist fyrr á braut sérnáms. A móti komi að enn meiri áhersla verði lögð á endur- menntun og símenntun sem felst í því að fólk komi reglulega á starfs- ferli sínum og sækir sér nýjustu þekkingu á sínu sviði. Þekkingin breytist stöðugt og óhugsandi að hægt sé í eitt skipti 'fyrir öll að leggja fagmanni til þá þekkingu sem hann þarf að að halda um langa framtíð. Núverandi menntamálaráðherra hefur tekið ákvörðun um frestun á lengingu kennaranáms við KHÍ um eitt ár. Ég tel að hann eigi að taka öll þessi mál til endurskoðunar. Stytta beri leiðir að starfsnámi, starfsnám verði endurskoðað í þeim tilgangi að gera það markvissara og hlutverk skólanna í símenntun viðurkennt með því að taka það á skipulagðan hátt inn í skólana og gera þeim kleift að rækja það vel. Höfundur er skólastjóri við Öldutúnsskóla, Hafnarfírði. Tífl ER ALLTAF AÐ SNJOA A PAÐ ER DRAUMUR AÐ VERA MEÐ DATA A ALLT~ < HÓTELÍSLANDOGSTEINARHKnNNANÝJASTÓRSÝNINGUÁHÓTELÍSLANDlM ISLENSKIRTONAR Í30ÁR1950-1980 Tugir lagafrá gullöld íslenskrar dœgurtónlistar fluttur afnokkrum bestu dœgurlagasöngvurum landsins ásamt Dœgurlagacombói Jóns Ólafssonar. Sérstakir gestasöngvarar í október: ÞuríÖur SigurÖardóttir Ólafur Þórarinsson (Labbi íMánum) Guðbergur A uðunsson .jí«jr Stjórnandi: Björn Emilsson • Handrit: Ómar Valdimarsson Siqrún EVO Armannsaoi # Kóreógrafia: Ástrós Gunnarsdóttir • Hljóömeistari: ívar Ragnarsson • Ljósameistari: Kristján Magnússon • Sviðsstjóri: Ágúst Ágústsson • Búningar: Halla Harðar- dóttir 0Kynnir: Útvarpsmaðurinn vinsceli, Sigurður Pétur Harðarson, stjórnandi þáttarins „Landið og miðin " Húsið opnað kl. 20.00 á föstudags- kvöldið ogkl. 19.00 á laugardags- kvöldið. Sýningin hefst, kl.22 og gaf að líta á Þjóðminjasafninu hús, sem fjallar um merkilegan fyrir tveimur árum, þegar þar stóð hugarheim og menningu, og það yfir kynning á menningju Inuita. er vonandi að við fáum að fylgjast En Silamiut-leikhúsið er ungt leik- áfram með vinnu þeirra og þróun. 5 SigrunuEvU'l nasdóttur. ogBergUndlP}or ^ HQTEL l&LAND BORÐAPANTANIR í SÍNIA 687111 FLUGLEIÐIR M?TM.uum.1"T^?" fT E , N A R > VERTU SÆT VIÐ MfG A STRAX í DAG A DISKÓ FRISKÓ A GÖNGUM YFIR BRÚNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.