Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 44
VÁTRYGGING SEM BRÚAR BILIÐ IINIX FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: sióváSÍIalmennar IBM AIX MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Húsavík: Talsvert er um ijúpu en hún er stygg Húsavík. ALLMARGAR ijúpnaskyttur á Húsavík fóru til rjúpna í gær á þessum fýrsta degi sem leyfilegt var að skjóta hana. Veðrið var rjúpunni hagstætt því í gærkveldi fór hér að snjóa svo alhvitt er yfir að líta og sést því q'úpan illa. Rjúpnaskytturnar telja sig hafa séð talsvert af ijúpu og meira en þeir bjuggust við, en þeir telja hana óvenju stygga og skyggni vont. Mest hef ég frétt af einstaki- ingi sem fékk 17 rjúpur en flestir voru með innan við 10. * A þeim svæðum sem Húsvíkingar eru vanir að ganga til ijúpna hafa bændur og hreppsfélög víða tak- markað eða bannað alla ijúpnaveiði. í Öxarijarðarhreppi er veiði í landi sumra bæja alveg bönnuð en hjá öðrum takmörkuð. í Kelduneshreppi banna flestir bæir óviðkomandi mönnum alla veiði og á Tjörnesi banna allir landeigendur hið sama. Fréttaritari Bridsmenn unnu576 þús- und í Happó Bridssamband Islands vann 576.000 kr. á þrjá af þeim 1.000 happómiðum sem Happ- drætti Háskólans færði sam- bandinu að gjöf. Dregið var í happdrættinu í skemmtiþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi. Guðmundur Hermannsson, varaformaður Bridssambands- ins, sagði að 192.000 króna vinn- ingar hefðu komið á þijá af 1.000 happómiðum sambandins. Alls voru þessir vinningar 10. Hæsti vinningurinn, á fjórðu milljón króna, kom í hlut Inga Ingasonar í Unufelli. Kristjana Kristjánsdóttir, eiginkona hans, sagði að fjölskyldan væri að von- um hæstánægð með vinninginn. Hún sagðist búast við að hluta upphæðarinnar yrði varið í sum- arbústað fjölskyldunnar. Ingi og Kristjana eiga þijú börn og átti íjölskyldan 6 happómiða. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbyggingu ísbryggjunnar við Tjörnina neðan við Miðbæjarskólann. Eldri bryggja á sama stað var rifin vegna mistaka síðastliðið vor, en steinum úr henni var haldið til haga og þeir eru notaðir við endurbygginguna. Með Tjarnarbakkanum hefur verið hlaðinn garður en auk þess er gangstígur neðan við hann þar sem komið verður fyrir bekkjum á svipaðan hátt og við Fríkirkju- Breytingar á Tjarnarbakkanum Morgunblaðið/Árni Sæberg veg. Miðað er við að öllum framkvæmdum verði lokið um miðjan nóv- ember. Framkvæmdum í Vonarstræti er um það bil að ljúka og standa vonir til að gatan verði opnuð fyrir bílaumferð síðar í vikunni. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðargatnamálastjóra verður lögð upphækkuð gangbraut yfir götuna til móts við aðalinngang Ráðhúss- ins áður en gatan verður opnuð fyrir umferð. Byggðastofnun gengur að tílboði Norðurtanga og Frosta í Fiskiðjuna Freyju á Suðureyri: Fyrirtækin tryggja að 2500 tonn verði unnin á Suðureyri By ggðastofnun fær 12,5 milljónir fyrir 97 milljóna hlut sinn BYGGÐASTOFNUN hefur tekið tilboði hraðfrystihússins Norður- tanga hf. á Isafirði og Frosta hf. á Súðavík í hlutabréf stofnunar- innar í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri og annarra hluthafa á Suðureyri, ef Byggðastofnun inn- leysir þau bréf. Alls er um að ræða 65% af hlutafé félagsins, fyrir tæpar 15 milljónir króna. Þar af fær Byggðastofnun tæp- lega 12,5 milljónir fyrir 54,2% hlut sinn, sem er upp á 97 milljón- ir. Samningar eru háðir samþykki forkaupsréttarhafa. í tilboðinu er gert ráð fyrir að togarinn Elín Þorbjarnardóttir verði seldur og kvóti hans fluttur á skip Nýr flokkur húsbréfa samþykktur í gær: Töf á afgreiðslu húsbréfa hefur leitt af sér vanskil Norðurtanga og Frosta. Þá verður tryggt að 2500 tonn af fiski verði unnin árlega á Suðureyri. Norður- tanginn og Frosti skuldbinda sig til að auka hlutafé Fiskiðjunnar Freyju um 50 milljónir. Nettóskuldir Freyju eru um 500 milljónir. Gjaldfallnar og í vanskilum eru lausaskuldir upp á 70 milljónir og 100 milljóna lang- tímalán. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtangans, sagði að tilboðið væri framhald af góðu samstarfi Norðurtangans og Frosta undanfarin ár. „Við vonum að þetta tryggi áfamhaldandi rekstur á Suð- ureyri. Þetta er einnig vísir að auk- inni hagræðingu í sjávarútvegi á þessu svæði. Jarðgöng frá ísafirði til Súgandafjarðar skapa svo enn aukna möguleika á hagræðingu. Til þess að svo megi verða þurfum við að ná góðri samvinnu við heima- menn.” - segir Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala ÚTGÁFA í nýjum flokki liúsbréfa hjá Húsnæðismálastofnun hefst 21. október næstkomandi og eru þá liðnar þijár vikur frá því að af- greiðslu á bréfum í 2. flokki lauk. Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, sagði að þessi töf hefði leitt til vanskila. Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðismála- stofnunar, sagði að um leið og skuldabréfaskipti væru samþykkt hjá stofnuninni væru 'teknar frá upp- hæðir til að mæta þeirri afgreiðslu í viðkomandi flokki. Þegar búið væri að samþykkja fyrir andvirði fiokks- ins væri ekki hægt að samþykkja frekari skuldabréfaskipti fyrr en nýr húsbréfaflokkur hefði tekið gildi. Hann sagði að dregist hefði að fá svar um nýjan flokk frá ríkisstjórn- inni, einkum vegna þeirra efnahags- aðgerða sem í gangi voru og vegna fjárlagageröarinnar. 3. flokkur hús- bréfa 1991 var samþykktur í gær og búið væri að tilkynna Verðbréfa- þingi um það. Hins vegar giltu ákveðnar reglur um það hvenær Húsnæðisstofnun mætti byija að afgreiða húsbréfin og færi það eftir því hvenær Verðbréfaþinginu væri tilkynnt um ný markaðsbréf. Sam- kvæmt þeim mætti stofnunin hefja afgreiðslu úr þessum flokki. 21. okt- óber. Sigurður sagði margar afgreiðslur liggja fyrir en sagðist eiga von á því að afgreiðsla húsbréfa yrði kom- in í eðlilegt horf undir næstu mán- aðamót. Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, sagði að taf- irnar hefðu valdið því að ekki hefði verið hægt að halda kaupsamninga sem gerðir hefðu verið. „Það er afar slæmt þegar þetta gerist því fast- eignaviðskipti eru keðjuverkandi við- skipti. Þetta getur haft í för með sér töf í fimm til sex vikur hjá sum- um frá því að kauptilboð er sam- þykkt þar til gengið er frá kaup- samningi og greiðslur fara fram,” sagði Þórólfur. Hann kvaðst vita dæmi þess að fólk hefði lent í van- skilum og kynni vel svo að fara að þeim fjölgaði á næstunni. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði að stjóm stofnunarinnar hefði tekið tillit tii byggðasjónarmiða þegar hún sam- þykkti tilboðið, sem væri ekki hátt. Kvóti Elínar Þorbjarnardóttur er 2000 tonn, eða 1636 tonn í þorsk- ígildum, sem er metið á um 286 milljónir króna. Kvóti Sigurvonar er 414 tonn í þorskígildum, eða um 72,4 milljónir að verðmæti. Ríkharð Jónsson framkvæmda- stjóri Útvegsfélags samvinnumanna sagðist í gærkvöldi vera nýbúinn að fá fréttimar af tilboðinu og vildi því ekki tjá sig um hvort félagið félli frá forkaupsréttinum. Sjá enfremur fréttlr á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.