Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 19 Hluthafar í Útvegsfélagi samvinnumanna hf. Nafnverð % 1. íslenskar sjávarafurðir hf. 2. Iceland Seafood Corp. USA 169.000.480 58,9 22.523.981 7,8 3. Samvinnusjóður íslands 10.672.783 3,7 4. Kaupf. A-Skaftfellinga, Höfn 6.997.587 2,4 5. Fiskiðjusaml. Húsavíkur 6.884.053 2,4 2,0 6. Iceland Seafood Ltd. England 5.775.349 7. Fiskiðja Sauðárkróks ' 5.159.196 1,8 8. Fáfnirhf.,Mngeyri 4.496.202 1,6 9. Fiskvinnslan hf., Bíldudal 4.442.964 1,5 10. Tangi hf., Vopnafirði 4.327.822 1,5 11. Fiskiðjan Freyja 4.246.185 1,5 12. MeítJllinn hf., Þoriákshöfn 4.099.321 1,4 13. Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum 3.498.022 1,2 14. Kaupf, Eyfirðinga, Dalvík 3.344.934 1,2 15. Hraðfrh. Stöðvarfjarðar hf. 3.329.076 1,2 16. Búlandstindur hf. 3.090.013 1,2 17. Hraðfrh. Grundarfjarðar hf. 3.062.385 1,1 18. Hraðfrh. Fáskrúðsfjarðar hf. 2.866.235 1,0 19. Hólmadrangur hf. 2.769.765 1,0 20. Haförninnhf. 2.527.082 0,9 21. Hraðfrh. Breiðdæla hf. "22. Kaupf. Eyfirðinga, Hrísey 2.130.686 2.117.354 0,7 0,7 23. Hraðfrh. Þórshafnar 1.759.521 0,6 0,6- 24. Hraðfrh. ht, Hofsósi 1.606.081 25. Stakksvíkhf. 1.390.027 0,5 26. Hraðfrh Patreksfjarðar hf. 1.204.651 0,4 27. Kaupf. Steingrímsfjarðar 845.828 0,3 28. Hraðfrri. Drangsness hf. 840,291 0,3 29. Hraðfrh. Dýrfirðinga hf. 718.233 0,3 30. Söltunarfélag Dalvíkur hf. 578.488 0,2 31. Kirkjusandur hf. - 469.807 0,2 32. Fiskiðja Sauðárkr./v Hofsós 223.937 0,1 Útvegsfélag samvinnumanna hf: Hiutafé neffiur 287 milljónum króna UTVEGSFELAG samvinnu- manna er stór hluthafi í Meitlin- um í Þorlákshöfn, Freyju á Suð- ureyri og Fiskvinnslunni á Bíldudal, en þessi fyrirtæki hafa verið í fréttum undanfarið vegna rekstrarerfiðleika. Útvegsfélag- ið er eignarhaldsfélag með lítinn sem engan eigin rekstur en hlutafé félagsins nemur nú 287 milljónum króna. Stærsti einstaki hluthafmn í Út- vegsfélaginu eru íslenskar sjávaraf- urðir sem eiga 59% hlut eða 169 milljónir króna. Þessi hlutur var áður í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Aðrir stórir hlut- hafar eru Iceland seafood í Banda- ríkjunum með 22,5 milljónir og Samvinnusjóður íslands með 10,6 milh'ónir króna. Utvegsfélag samvinnumanna var stofnað árið 1987. Þau frystihús sem seldu afurðir sínar í gegnum Sambandið lögðu til á ári hverju ákveðna upphæð til félags þessa en Sambandið síðan sömu upphæð á móti sem hlutafé. Þar að auki lögðu sölusamtök Sambandsins á fiskafurðum erlendis fram ákveðnar fjárhæðir svo og Samvinnusjóður Islands eins og sést á meðfylgjandi töflu. Á síðasta ári var síðan hluta- fjársöfnun þessari lokið. Bíldudalur óskar aðstoðar: Byggðastofnun lán- ar 25 milljónir kr. Skuldir hreppsins nema 96 milljónum kr. FORRÁÐAMENN Bíldudals- hrepps og Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf. hafa óskað aðstoðar af hálfu hins opinbera vegna erfiðleika í rekstri fyrirtækisins og erfiðrar skuldastöðu hrepps- ins. Ákveðið hefur verið að Byggðastofnun láni Fiskvinnsl- unni á Bíldudal 25 milljónir króna vegna fjárhagserfiðleika fyrirtækisins. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggða- stofnunar segir að jafnframt verði athugaðir þeir kostir sem til eru til hagræðingar í rekstri fyrirtækisins, ef til vill með sam- einingu við önnur fiskvinnslufyr- irtæki. Skuldir Bíldudalshrepps aftur á móti nema nú 96 milljón- um króna. Forráðmennirnir áttu nýlega fund með forsætisráðherra og fjár- málaráðherra^ þar sem þessi mál voru rædd. Einar Mathiesen sveit- arstjóri á Bíldudal segir að hann geti ekki rætt um þetta mál að svo stöddu en hinsvegar sé ljóst að kvótaskerðingin í ár hafi verið hreppnum og fiskvinnslunni á staðnum mikið áfall svipað og ger- ist með önnur sjávarpláss á landinu. Sökum skuldastöðu hreppsins var gripið til víðtækra skuldbreyt- inga á hans vegum í fyrra og segir Einar að þeim hafi gengið vel að halda í horfinu frá þeim tíma. At- vinna fram að þessu hefur verið næg í plássinu og atvinnuleysi ekk- ert. Að sögn Einars endurspegla erfiðleikarnir á Bíldudal ástandið almennt í minni sjávarplássum en aðspurður um fundinn með ráðherr- unum segir hann að þeir hafi rætt við þá um byggðamál almennt og ekkert sé óeðlilegt við slíkt. Bíldudalshreppur er næststærsti hluthafinn í Fiskvinnslunni á Bíldudal hf með 28,5% hlut. Stærsti hluthafinn er Hlutafjársjóður með 48,5% hlut en aðrir stórir hluthafar eru Útvegsfélag samvinnumanna og Olíufélagið. Kynning á breskum vörum og matvælum í Kringlunni DAGSKRA tileinkuð Bretlandi og breskum vörum undir yfir- skriftinni: „I þjónustu hennar hátignar" hefst í Kringlunni á morgnn, fimmtudaginn 17. okt- óber, með setningarathöfn kl. 16, en dagskráin stendur til 26. okt- óber. Að dagskránni standa jðn- aðar- og verslunarráðuneyti Bretlands, breska sendiráðið og fyrirtæki í Kringlunni. Húsið verður sérstaklega skreytt af þessu tilefni, og fyrirtæki í Kringlunni leggja áherslu á að kynna breskar vörur og matvæli með tilboðum og sérstökum kynningum, en samkeppni verð- ur milli fyrirtækjanna um bestu útstillinguna. Ljósmyndasýning breska ljós- myndarans Patrick Lichfield verður á þriðju hæð Kringlunnar þá daga sem dagskráin stendur, en á henni verða einkum portrettmyndir af bresku konungsfjölskyldunni og örðu frægu fólki, svo sem kvik- mynda- og poppstjörnum. Sýning verður á nákvæmum eftirlíkingum af djásnum bresku krúnunnar, t.d. kórónum, sverðum og veldissprot- um, en þær hafa verið sýndar við miklar vinsældir víða um heim. Tvær furðuvélar eftir breska teikn- arann og háðfuglinn Rowland Emett verða sýndar, en vélar hans eru flókin fyrirbæri, sem hafa þann tilgang einan að koma fólki til að brosa. Þá verður haldin sérstök tísk- usýning á fatnaði eftir unga breska hönnuði, en um er að ræða dæmi ai pví fremsta sem bréskií' ungir hónnuðir geta státað af um þessar mundir, og eru fötin send sérstak- lega til Islands af þessu tilefni. Sýnt verður nokkrum sinnum á meðan dagskráin stendur, og einnig verað verslanir í Kringlunni með eigin tískusýningar. Fjölmargir breskir gestir verða staddir í Kringl- unni þá daga sem dagskráin stend- ur, og munu þeir koma fram og skemmta víðsvegar í húsinu oft á dag og heimsækja auk þess sjúkra- hús, barnaheimili o.fl. A sama tíma og dagskráin er í Kringlunni mun Háskólabíó sýna nýjar og gamlar breskar kvikmyndir. I samvinnu við Flugleiðir og breska ferðamálaráðið, Stöð 2 og Bylgjuna verður efnt til keppni milli íslenskra stúlkna á aldrinum 6 til 12 ára um það hver líkist mest Lísu í Undralandi. Verðlaunin verða ferð fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu til Wales og dvöl þar. Þá verður spurningaleikur fyrir við- skiptavini í Kringlunni alla hátíðar- ctágana, og verður dregið úr réttum lausnum í beinni útsendingu á Bylgjunni á lokadegi dagskrárinn- ar. Áðalvinningur verður nokkurra daga ferð fyrir tvo til London. 3,5 millj. gesta hafa komið í Þjóðleikhúsið AÐEINS örfáa gesti vantar upp á að þrjár milljónir og fimm- hundruð þúsund manns hafi séð sýningar á Stóra sviði Þjóðleik- hússins síðan það opnaði 21. apríl 1950. Nú um helgina er von á þeim gesti sem fyllir þessa tölu, en ekki verður Ijóst fyrr en eftir að miðasölu á viðkomandi sýn- ingu er lokið hver hinn heppni áhorfandi er. Þjóðleikhússtjóri, Stefán Bald- ursson, tilkynnir í lok sýningarinnar hver áhorfandinn er og verður hon- um færður Minningarpeningur Þjóðleikshússins, gjafakort fyrir tvo á allar sýningar Þjóðleikhússins í vetur, bæði á Stóra sviði og Litla sviði og einnig fær hann aðgöngu- miða sinn endurgreiddan. Um helgina verður Gleðispilið eftir Kjartan Ragnarsson sýnt föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld og Búkolla eftir Svein Á myndinni má sjá Sigurð Sigur- juuaa"ii i muivi-i lU ninii 1 UieOl- spilinu eftir Kjartan Ragnarsson sem verið er að sýna í Þjóðleik- húsinu. Einarsson verður sýnt laugardag og sunnudag. 5DAGA vegna hreytinga á versluninni 20-50% AFSLÁTTUR á nokkrum gerðum gólfefna. FLÍSAR — TEPPI — MOTTUR — TEPPASTYKKI — BÚTAR— RENNINGAR — AFGANGAR Takið málin með ykkur og prúttíð um verðið! TEPBVBUÐIN Gólefnamarkaður Suðurlandsbraut 26, sími 681950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.