Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991
tofJnR
FOLK
¦ WALES gæti sett mark sitt á
knattspyrnusöguna í Evrópu með
því að vinna þýsku heimsmeistara-
na í Niirnberg í kvöld og tryggja
sér þar með sæti í úrslitum Evrópu-
mótsins í Svíþjóð á næsta ári.
Wales, sem-er ein minnsta knatt-
spyrnuþjóð Evrópu, hefur þriggja
stiga forskot í 5. riðli og þarf að-
-'eins eitt stig til að tryggja svo gott
sem sætið í úrslitakeppninni í fyrsta
sinn í 34 ár.
¦ TERRY Yorath, landsliðsþjálf-
ari Walesverja, sagði að þeir hefðu
ekkert að óttast í leiknum gegn
Þjóðverjum. „Við teflum fram
sterkasta liði sem Wales hefur
nokkru sinni átt. Það væri gott fyr-
ir okkur að ná jafntefli. Ef við
næðum að vinna þyrftum við ekki
flugvél til að fljúga heim," sagði
Yorath. Ef Wales nær jafntefii
þarf liðið aðeins að vinna Luxem-
borg í síðasta leiknum til að tryggja
sér farseðilinn til Svíþjóðar.
¦ ÞJÓÐVERJARjerða. án Matt-
hiasar Sammer, frá Stuttgart,
^sem er meiddur. Berti Vogts, þjálf-
ari þýska liðsins, ætlar ekki að gefa
upp byrjunariið sitt fyrr en rétt
fyrir leik. Karlheinz Riedle, sem
meiddist í síðustu viku, hefur náð
sér og verður með í kvöld.
¦ GRAHAM Taylor, landsliðs-
þjálfari Englendinga, hefur sagt
leikmönnum sínum að það sé nóg
að vinna Tyrki með einu marki
gegn engu í Evrópuleiknum í dag.
En Englendingar búast við stórsigri
sinna manna. „Væntingar fólksins
•eru miklar og það er ekki okkar
mál. Við megum ekki vanmeta and-
stæðinga okkar því það kann ekki
góðri lukku að stýra," sagði Tayl-
or. Tyrkir hafa slæmar minningar
frá síðustu heimsókn sinni á Wem-
bley, fyrir fjórum árum, er þeir
töpuðu 8:0.
¦ FRANK Rýkaard, sem lýsti
því yfír eftir HM á ítalíu að hann
væri hættur að ieika með hollenska
landsliðinu, hefur snúist hugur og
leikur með Hollendingum gegn
Portúgal í Rotterdam í kvöld.
Hollendingar eru efstir í riðlinum
með jafnmörg stig og Portúgalar,
en hagstæðara markahlutfall. Leik-
urinn hefur því mikla þýðingu fyrir
7-liðin þar sem þau eiga bæði aðeins
einn leik eftir gegn Grikkjum.
¦ JÚGÓSLAVAR leika gegn
Færeyingum í Landskrona í Sví-
þjóð í kvöld. „Á þessum erfiðum
tímum í heimalandi okkar eru allir
leikir jafn mikilvægir fyrir okkur.
Við verðum að ná upp stemmningu
hjá leikmönnum sem gæti reynst
erfitt við þessar aðstæður," sagði
Ivica Osim, þjálfari Júgóslava.
Júgóslavar verða án Darko Pancev
og Dragan Stojkovic, sem meidd-
ust í æfingaleik gegn 1. deildariiði
Zelieznicar á laugardaginn.
¦ PÁLL Guðlaugsson, þjálfari
Færeyinga, sagði að ieikmenn sín-
ir væru orðnir þreyttir þar sem
' þeir væru ekki vanir að leika svo
marga leiki á alþjóðlegum vett-
vangi. „Við munum þó reyna að
gera okkar besta gegn Júgóslavíu,
en leikmenn verða mjög fegnir að
komast í frí eftir erfitt tímabil,"
sagði Páll.
KNATTSPYRNA
Eins og
hver önnur
vítleysa
- segirformaður knattspymudeildar
Fram um beiðni þess efnis að félaga-
skipti ÞorvaldarÖrlygssonarverði könnuð
„ÉG lít á þetta sem hverja aðra vitleysu. Félagaskipti Þorvaldar
til okkar voru alveg fortakslaus og hann var ekki á neinum samn-
ingi við [Nottingham] Forest meðan hann lék með okkur," sagði
Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram við Morg-
unblaðið, íframhaldi af frétt blaðsins ígær um ósk miiliþinga-
nef ndar þess ef nis að stjórn KSÍ kanni hvort löglega haf i verið
staðið að f élagaskiptum Þorvaldar Örlygssonar til Fram í vor, í
Ijósi þess að hann væri nú farinn afturtil enska félagsins. Stef-
án Konráðsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir það skoðun sína
að löglega haf i verið staðið að málum.
Halldór B. Jónsson sagði féiaga-
skiptin algjörlega fortakslaus,
sem fyrr segir, „að undan skildu
því að ef Þorvaldur næði að vekja
á sér athygli og komast aftur í at-
vinnumennsku yrði það gert í gegn-
um Forest. Það tókst ekki en sam-
komulag tókst milli hans og forr-
áðamanna félagsins að hann gerist
atvinnumaður hjá þeim aftur."
Ákveðið var, þegar Þorvaldur
gekk til liðs við Fram, að félagið
yrði að afsala sér leikmanninum
aftur 3. október, án þess að nokkur
greiðsla fengist frá Forest, enda
greiddi Fram ekkert fyrir hann á
sínum tíma.
Löglegt á allan hátt
Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnusam-
bandsins, sagðist í gær telja ljóst
að löglega hefði verið staðið að
málum Þorvaldar á allan hátt.
Málið hefði verið í höndum enska
knattspyrnusambandsins, það
heimilað félagaskiptin og síðan KSI
eftir það.
„Hann skipti í Fram eftir lögleg-
um leiðum og aftur til Forest eftir
löglegum leiðum. Félagaskiptin
voru fullkomlega eðlileg," sagði
Stefán, og bætti við að enska knatt-
spyrnusambandið hafa vitað ná-
kvæmiega hvernig málið hefði
gengið fyrir sig.
Stefán sagði mái þetta ekki eins-
dæmi — nefndi einnig Guðmund
Guðmundsson, leikmann Breiða-
bliks, sem stundar nám í Danmörku
og er í herbúðum Lyngby í vetur,
eins og reyndar sl. vetur. Þegar
Þorvaldur Örlygsson fagnar marki sínu gegn Spánverjum á Laugardalsvell-
inum fyrir skömmu. Formaður knattspyrnudeildar Fram og framkvæmdastjóri
KSí segja allt löglegt varðandi félagaskipti hans milli Nottingham Forest og
Fram.
danska sambandið, hefði gefið fé-
lagaskiptaheimild hefði KSÍ gert
það einnig, með því skilyrði að hann
yrði laus málá aftur 15. apríl í vor,
þannig að hann yrði orðinn löglegur
með UBK á ný þegar Islandsmótið
hefst. „Þetta er eins og með Þor-
vald. Mér finnst það aukaatriði þó
hann hafí verið atvinnumaður,"
sagði Stefán.
Verður að fá úr því skorið hvort
Þorvaldur var laus allra mála
- segir formaður nefndarinnar, sem óskaði eftír athugun á félagaskiptum Þorvaldar
Lúðvfk S. Georgsson, stjórnar-
maður í knattspyrnudeild
KR, er formaður umræddrar milli-
þinganefndar, sem skipuð var á
síðasta ársþingi KSÍ til að fylgj-
ast með leikmannasamningum og
félagaskiptareglum. Þetta er eft-
iriitsnefnd á vegum þingsins til
að fylgjast með hvernig til hafi
tekist við breytingar á reglum um
leikmannasamninga og félaga-
skipti, eins og Lúðvík orðaði það
í gær, en reglum þessum var
breytt á síðasta þingi.
Lúðvfk sagði í gær að kveikjan
að bréfí nefndarinnar væri sú að
mönnum léki forvitni á að vita'
hver staða Þorvaldar væri; hvort
hann hefði verið laus allra mála
hjá enska félaginu eins og sagt
hefðí verið. „Menn hafa ekki haft
neitt höndunum fyrr en nú þegar
,það er ljóst að hann þurfti að
mæta þar á æfingu eftir þriðja
október. Við teljum að það hljóti
að vekja mjög alvarlegar spurn-
ingar um að hann hafí ekki verið
laus allra máia hjá Nottingham
Forest, og því þurfi að fá úr því
skorið hvort svo hafi verið eða
ekki. Við viljum fyrst og fremst
komast að því hvort þarna sé ver-
ið að skapa fordæmi, og að ekki
sé starfað gegn anda reglugerðar-
innar. Ef þarna er verið að gera
hluti sem menn töldu að ekki
væri hægt að gera þarf að laga
reglugerðina. Annars gæti þetta
hugsanlega verið fordæmi þess
að leikmenn^ séu lánaðir milli
landa, jafnt íslendingar sem út-
lendingar. Það er ekki leyfilegt
hér á landi, en er það reyndar
víða á Norðurlöndum. En við
bendum á í bréfinu að ef menn
vilja leyfa það þá er það mál KSÍ
þingsins. En eins og staðan er í
dag þá er það ekki Ieyfilegt,"
sagði Lúðvík.
Fimm menn eru í umræddri
milliþinganefnd; Páll Bragason,
Stjömunni, Gunnar Sigurðsson
ÍA, Magnús Harðarson, ÍK og
Guðmundur Pétursson, fulltrúi
KSÍ, auk Lúðvíks og stóðu þeir
allir að bréfinu til stjórnar KSÍ.
Ikvöld
Handknattleikur
Landsleikur
Laugardalshöll:
Ísland-Tékkóslóvakía......kl. 20
Körfuknattleikur
Japisdeild:
Stykkishólmur:
Snæfell-Tindastóll.......;..kl. 20
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD
Grindvíkingar f ögnuðu
- hafa unnið þrjá leiki í röð, en Valsmenn máttu þola enn eitt tapið
$kokknámskeið ^L
Sigurðar Péturs /$i
Vetrarskokk
Námskeið fyrir alla sem áhuga hafa á skokkí og al-
mennri hreyfingu fyrir byrjendur jafnt sem lengra
komna.
20. Okt, Reykjavík [þróttamiðstöð ÍSÍ, Laugardal kl. 10.00-17.30.
27. Ikt. HalnarllBrtyr, íþróttahúsið Kaplakrika kl. 10.00-17.30.
fiðalleiölieinanöi: Sigurður Pétur Sigmundsson, maraþonhlaupari
Þátttökugiald: 2.500 kr. Innifalin gögn, kaffi og léttur hódegisverður
SkránÍOO: í seinasta lagi 3 dögum fyrir nómskeið í sima 91-626380
(dagur), og, 91-657635 Ckvöld).................
..|.M7,;U j.M, lí; :,I , %Ai. . .IV--1 .4-» -'¦ "!>' .(.•!'-':
GRINDVIKINGAR unnu sinn
þriðja sigur í Úrvalsdeildinni í
körfuknattleik er þeir lögðu Val
að velli 75:72 í Grindavík ígær-
kvöldi.
Sigurinn hafði með mikilli bar-
áttu en leikurinn var í járnum
allan tímann og munurinn aldrei
¦¦¦¦¦¦¦ mikill. Valur hafði
Frímann eítt stig yfir í hálf-
Ólafsson leik 39:38 og jafnt
skrifar var a öllum tölum
uppí 53:53. Þátókst
Grindvíkingum að ná 7 stiga for-
skoti sem Valsmenn náðu ekki að
vinna upp þó naumt hafi verið í
lokin. Grindvíkingar fögnuðu mikið
í lokin enda að vinna lið sem hefur
verið spáð mikilli velgengni í vetur.;
i.j i i: ir \a i f-i í i; , . i . \ )„ \
Leikmenn beggja liða sýndu
ágætis baráttu en hittnin var frekar
slök hjá báðum liðum. Valsmenn
sýndu samt í þessum leik að þeir
verða ekki auðsigraðir í vetur og
þegar leikmenn liðsins hafa náð að
stilla strengi sína saman verða þeir
skeinuhættir. Grindvíkingar reyndu
mikið að halda Franc Booker niðri
og tókst það ágætlega og þrátt
fyrir að skora mest Valsmanna átti
hann mörg misheppnuð skot. Matt-
hías Matthíasson var drjúgur fyrir
Valsmenn. Heimamenn áttu ágætis
spretti í fyrri og seinni hálfleik en
duttu niður þess á milii. Guðmundur
Bragason og Dan Krebbs áttu góð-
an leik hjá þeim ásamt Bergi Hin-
rikssyni sem átti góðan fyrri hálf-
leik og Mareli Guðlaugssyni eftir
URSLIT
Grindavík - Valur 75:72
íþróttahúsið í Grindavík, Úrvalsdeiidin í
körfuknattleik (Japisdeildin), þriðjudaginn
15. október 1991.
Gangur leiksins: 0:2, 8:5, 18:15, 22:22,
27:32, 38:39. 40:45, 47:47, 53:53, 60:53,
66:57, 70:69, 75:72.
Stig UMFG: Guðmundur Bragason 21, Dan
Krebba 20, Pálmar Sigurðsson 11, Marel
Guðlaugsson 11, Bergur Hinriksson 8,
Rúnar Arnason 2, Hjálmar Hallgrímsson 2.
Stig Vals: Franc Booker 21, Matthías
Matthíasson 17, Tópas Holton 12, Ragnar "
Jónsson 10, Símon Ólafsson 8, Ari Gunnars-
son 4.
Áhorfendur: 250
Dómarar: Kristinn Albertsson og Krisján
.Möller. Elæmdu ágætlega.í heildma'
i :-i ;S i .T< ,;i... tö uosn as