Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 „Utanstefnur vilj- um vér engar hafa" eftir Hrafnkel A. Jónsson Samningar um Evrópskt efna- hagssvæði eru komnir á lokastig, en þrátt fyrir miklar umræður um samningana þá er allur almenning- ur í landinu illa upplýstur um þá. Ég er í þeim stóra hópi. Það að vita lítið um eitthvert mál á að vera trygging fyrir því að málefnið sé látið afskiptalaust. Flestir láta sér þekkingarleysið að kenningu verða. Þess vegna eru það sérfræðingar og hagsmunaaðilar gera heimilið glæsilegt Ert þú að leita að vönduðum innihurðum? Þó bjóðum við hjó TS einar vönduðustu fulninga- hurðirnar ó markaðnum. Innihurðir í miklu úrvali. Massívar grenihurðir frá kr. 17.800,- ' Spónlagðar hurðir fró kr. 14.300,- TS husgögn og hurðir, Smiðjuvegi 6, Kópovogi, sími 44544. sem ráða ferðinni og taka ákvarð- anir í málum eins og samningunum um Evrópska efnahagssvæðið. Þrátt fyrir það ætla ég að lýsa yfir andstöðu gegn þessum samn- ingum. Þessa afstöðu tek ég vegna þeirra skilmála sem Efnahagsbandalag Evrópu hefur sett í viðræðum sínum í samningunum um Evrópska efna- hagssvæðið og virðast vera grund- vallaratriði af hálfu EB. Ég sakna þess jafnframt að ís- lendingar skuli ekki ganga til þess- ara samninga með jafn skýrt dreg- in grundvallarsjónarmið og EB, ég tel að ísland verði að setja sér mjög ótvíræð mörk sem ekki megi víkja frá þegar rætt er við aðrar þjóðir um jafn náið samstarf og í samning- um um Evrópska efnahagssvæðið felast. Þeir fyrirvarar sem ég tel mikil- vægast að ísland víki ekki frá í samningum við EB eru: 1. Island má ekki undir neinum kringumstæðum ganga undir yfir- þjóðlegt vald einhvers Evrópudóm- stóls. Utanstefnur viljum vér engar hafa. 2. Islendingar mega aldrei sam- þykkja rétt erlendra aðila til fjár- festinga í undirstöðuauðlindum landsins, sjávarútvegi og orkulind- um. 3. ísléndingar mega aldrei af- henda erlendum aðilum rétt til nýt- ingar á auðlindum í hafinu um- hverfis landið qg á hafsbotninum innan lögsögu íslands. 4. íslendingar verða að hafa óumdeilda fyrirvara varðandi rétt íbúa EB-landa til vinnu á íslandi. Um það er deilt hvort ofangreind- ir fyrirvarar séu til staðar af hálfu íslendinga í viðræðunum. Að mín- um dómi hefur ekki af íslands hálfu verið sagt skýrt og skorinort að um þessi atriði verði ekki samið. Á meðan það liggur ekki fyrir afhálfu ísland þá er ég á móti samningum við EB um þá aukaaðild að banda- iaginu sem í samningum um Evr- ópskt efnahagssvæði felast. Vissulega er það okkur mjög mikilvægt efnahagslega að ná hag- stæðum viðskiptasamningum við ríki EB, á sama hátt er okkur nauð- synlegt að halda óhindruðum við- skiptum við þær þjóðir EFTA sem Hrafnkell A. Jónsson „Ég tel að ísland verði að setja sér mjög ótví- ræð mörk sem ekki megi víkja frá þegar rætt er við aðrar þjóðir um jafn náið samstarf og í samningum um Evrópska efnahags- svæðið felast." eru á leið inn í EB. Þessir hagsmun- ir verða hins vegar að vegast á móti því endurgjaldi sem krafist verður af okkur. ísland hefur ekki ýkja margt að bjóða sem nágrannar okkar í Evr- ópu sækjast eftir. Tvennt er þó sem við eigum og telja verður eftirsókn- arvert, það er annars vegar fiskur- inn í sjónum umhverfis landið og hins vegar orkulindir landsins. Ég tel að ef við erum staðföst þá getum við samið við EB um tolla- fríðindi án þess að afhenda banda- l'aginu óhindraðan aðgang að þess- um auðlindum, ef ekki þá ber okkur að róa á önnur mið en Evrópumark- að.^ Ég treysti því að forysta Sjálf- stæðisflokksins knýji ekki í gegn samninga um Evrópskt efnahags- svæði án þess að þjóðin fái stað- góða kynningu á því um hvað verð- ur samið. Jafnframt heiti ég á efasemdar- mennina í Sjálfstæðisflokknum, sem ég veit að eru margir, að láta í sér heyra, við eigum ekki að þegja ef það er trú okkar að forysta flokksins fari villur vega. Verði niðurstaða samningana á þann veg að grundvallarsjónarmið EB verði samþykkt af íslendingum og samningur með því innihaldi verði síðan staðfestur af Alþingi, þá er tímabært að líta á þær hug- myndir sem nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, hefurgert til- lögu um, þ.e.a.s. að Norðurlöndin gangi sem efnahagsleg og pólitísk heild inn í EB. Höfundur er formaður _ Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi Mér er sama eftírÁrna Helgason Þetta eru ljót orð ef menn meina nokkuð með þeim. Ríkisstjörnin er tekin til starfa af fullum krafti og auðvitað verður ekki hjá því komist að breyta um stefnu. Viðhorfin skipa svo fyrir blátt áfram. Við getum ekki alltaf aukið skuldirnar, ekki allt- af eytt og svikið og sett í gjaldþrot. Við getum ekki alltaf eytt meiru en aflað er og heldur ekki talað um velferðarkerfi meðan við látum alls konar lýð naga rætur þess. Nei, nú þurfa ráðamenn að segja híngað og ekki lengra. Byrja að hreinsa kring- umsjálfa sig. Ég var að horfa á umræður um húsbréfakerfið og kom mér ekkert á óvart að það var fasteignasali sem fannst óþarfi að vera að minnka þar um. Með allt að grátstafinn í kverk- unum taldi hann mestu firruna vera að lána ekki helst allt að 80% af byggingarverði, en hvergi var minnst á að lánin þyrftu að endurgreiðast eða með hvaða hætti. Það kom hvergi fram hvernig sá sem kaupir getur lagt á sig slíkar drápsklyfjar. Og það er ekki um lélegar tekjur eða atvinnu hjá þeim sem rísa undir afborgunum og vöxtum slíkra drápsklyfja. Og er það þá ekki rétt að hjónin verði að vinna bæði til að geta lifað. En fast- eignasalar segja svo að það sé eng- inn vandi að kaupa ef húsbréfin séu nógu há. Já, þá sé allt í lagi. Og HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? ir Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? -•* Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? < * Vilt þú hafa betri tfma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, ska|tu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 17. okt. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og mörgönnur félög styrkia félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOUNN ~\ 10 ÁRA Ræðunámskeið Takmarkaður fjöldi ó hvert nómskeið. Hver nemandi fær persónulega róðgjöf. Upplýsingar í síma 91-46751. „Eldra fólkið vill leggja á sig ef það gæti or ðið þjóðfélaginu til bless- unar og yrði fyrst til að rétja fram sína hendi ef að gagni gæti komið. Nei, þessar raddir eru frekar frá þeim sem hafa nóg og ekkert vilja missa." hvað er svo langt í að svona leiðsögn endi með nauðungaruppboði? Þá eru það námslánin. Þeim má alls ekki hreyfa, hvað þá athuga hvernig þeim er varið. Það var þungt hljóðið í námsmönnum. Það er eins og þeir eigi að vera svo miklir að lifað af í nútímaþjóðfélagi án þess að láta nokkuð á móti sér. Láns- tíminn mátti ekki styttast né vextir koma á. Seinasta greiðsla yrði þá um leið og ellilaunin kæmu til greina og vextir svo freistandi að menn gætu lagt þetta í alla annað, sem sagt. Ekkert að leggja á sig eins og sagt var í gamla daga og þóttu held- ur köld orð. Vita menn ekki að ríkið er í stórskuldum vegna námslán- anna, þær skuldir nema milljörðum og veitti ekki af að fá slíkar upphæð- ir til að grynnka á ríkisskuldum. Væri nú nokkur goðgá að skoða betur meðferðina á þessu öllu því það getur aldrei sakað. Þá skal nokkuð rætt um meðölin og meðferð þeirra. Það er gott rann- sóknarefni næstu árin fyrir eina nefndina enn, því ekki munar um einn kepp í sláturtíðinni. En um hækkun — hversu lit.il sem er — á meðulum er alltaf vitnað til sjúklinga og gamalmenna. Þetta komi svo hart niður á þeim. Nei, það eru ekki þeir sjúku og öldruðu sem kvarta. Þessar raddir koma úr allt öðru horni. Eldra fólkið vill leggja á sig ef það gæti orðið þjóðfélaginu til blessunar og yrði fyrst til að rétta fram sína hendi ef að gagni gæti komið. Nei, þessar raddir eru frekar frá þeim sem hafa nóg og ekkert vilja missa. Svo má engu breyta í heilbrigðis- og mennta- kerfinu. Þá kemur það niður á blessuðum börnunum. Allt má nú heimskum segja. Er ekki einungis verið að efla hugsunarháttinn sem veður uppi í dag: Baksað er og bara eytt. Borgað aldrei neitt. Nei, það er hugarfarið sem þarf að hreinsa. Hressa upp á heiðarleik- \ Árni Helgason ann. Og minnka lygina og hálfsann- leikann og hræsnina. Ný ríkisstjórn er komin af stað. Nú er bara að þora og fara ekki í sama fen og hin fyrri. Hún á að þora að vera leiðsögumaður þjóðar- innar á misvindasömum og erfiðum tímum. Það byrjar ekki vel með kaup- um og sölum á nýjum glæsibifreiðum en fólk má ekki búast við að ráðherr- ar sýni sig á reiðhjóli. Fyrr má nú vera en fólk verður að gera þá kröfu að ráðamenn sýni trú sína í verki og muni að það kemur að skuldadög- unum. Það er ekki.víst hvenær auð- Iindum okkar hefir verið komið svo fyrir að þangað sé minna að sækja. Fordæmið verður að koma ofan frá. Þetta vona ég og veit að ríkisstjórn- in skilur og vill gera sitt og verða það leiðarljós sem fólkið lítur upp til og treystir. Hún verður að vera sjálf- stæð, þora að gera það sem hún veit að er til blessunar og láta ekki villu ljóssins, sem nóg er af í þjóð- félaginu, hrekja sig af leið. Hbfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Stykkishóhni. Náttúra og galdrar Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Norræna húsið „TUPILA" og „UAAJEERNEQ" Silamiut-leikhópurinn frá Græn- landi var hér í heimsókn um síðustu helgi og sýndi tvö verk, Tupila og Uaajeerneq. Leikhópurinn var stofnaður haustið 1984, í Nuuk, og hefur það takmark að efla skilning á Inuitamenningu og veruleika íbúa Grænlands. Fyrra verkið, Tupilak, segir frá því að í gamla daga réðu menn yfir öflum sem við á síðari tímum gerum ekki lengur. Menn kunnu ýmislegt fyrir sér og oft var gripið til svarta galdurs. Eitt af því sem menn gerðu var að búa til óheilla- veruna Tupilak. Það voru galdra- menn og -konur sem bjuggu Tupil- ak til og í þeim eina tilgangi að drepa. En það er ekki auðvelt að búa til Tupilak, því ef fórnarlambið hefur sterka hjálparanda eða kraft snýr Tupilak aftur til skapara síns, drepur hann og eyðir þar með sjálf- um sér. Sýningin Tupilak er nútímalegur dans, án talaðs máls og mjög ólíkt öllu sem við eigum að venjast hér í leikhúsinu. Atökin í verkinu er milli náttúru og galdra, tjáningin er hrá og hispurslaus og til dæmis ekki sýnt undir rós að skapari Tupil- aks hefur mök við hann. Uaajerneq merkir grímu-sjón- leikur. Mannfræðingar álíta að slík- ir leikir hafi komið fram fyrir 3000 árum, en í dag er Uaajeerneq að; eins leikinn á Austur-Grænlandi. I verkinu eru þrjú meginatriði: I fyrsta lagi, skrípalæti, skemmtiat- riði þar sem menn gretta sig og gera sig eins ljóta og þeir mögulega geta og gera grín að sjálfum sér og öðrum. í öðru lagi Helgisiðir I frjóseminnar, þar sem fólk skiptir um kynhlutverk, og í þriðja lagi, að kenna börnum eðli hræðslunnar, þannig að þau kynnist sönnum ótta og geti því brugðist við án óðagots þegar hættu ber að höndum. Uaaje- erneq er leikið um allan áhorfenda- salinn, persónurnar glenna sig og geifla og skaka sér framan í áhorf- endur, smjúga inn á milli sætarað- anna og klifra yfir stóla og fólk. í Silamiut-leikhópnum sem sýndi í Norræna húsið um helgina voru leikendur þau Simon Lövström, Rink Egede, Laila Hansen, Hiels Egede Höegh, Anda Kristiansen, Agga Olsen og Marius Olsen. Verk- in sem þau sýndu voru lífleg og skemmtileg, þótt Uaajerneq hafi ekki verið eins skemmtileg útfærsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.