Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 0£ 21 Ronald Coase, nýr nóbelsverðlaunahafi í hagfræði: . Skilgreindi stofnana- mynstur hagkerfisins Stokkhólmi. Reuter. RONALD Coase, prófessor við Chicago-háskóla, hlaut Nó- belsverðlaunin í hagfræði fyrir árið 1991. Sagði í rökstuðn- ingi sænsku vísindaakademíunnar, að hann hlyti verðlaunin fyrir að hafa fyrstur skilgreint „stofnanamynstur hagkerfis- ins" og fyrir að hafa uppgötvað og útskýrt „mikilvægi við- skiptakostnaðar og eignarréttinda í efnahagsstarfseminni". Coase er fæddur á Englandi árið 1910 en hefur starfað við háskólann í Chicago frá því snemma á sjöunda áratugnum og vinnur þar enn við rannsókn- ir. Lars Werin, prófessor við Stokkhólmsháskóla og félagi í vísindaakademíunni, sagði í gær, að Coase hefði gert lögmálin um viðskiptakostnað og eignarrétt- indi að kenningu, sem aukið hefði mönnum skilning á efna- hagsstarfseminni. Hóf hann þetta starf þegar á fjórða áratug aldarinnar en það naut ekki al- mennrar viðurkenningar fyrr en á áttunda og níunda áratugnum. Coase sýndi fram á, að venju- legar efnahagskenningar væru ófullnægjandi vegna þess, að þær tækju ekki tillit til kostnað- arins við viðskipti og til stjórnun- arkostnaðar. „Þessi kostnaður er hins vegar umtalsverður og ekki lítill hluti af því fjármagni, sem notað er í efnahagslífinu," sagði í rökstuðningi vísindaaka- demíunnar. Coase gerði greinarmun á ýmsum tegundum viðskipta- kosthaðar og „ruddi þar með brautina fyrir kerfisbundinni greiningu á stofnunum í hag- kerfinu og mikilvægi þeirra". Hann kenndi einnig, að nauðsyn- legt væri að skilgreina réttinn til að nota vörur og framleiðslu- tæki en ekki aðeins vörurnar og framleiðslutækin sjálf. Sagði í áliti akademíunnar, að þessi rétt- ur eða „eignarréttindi" væru einn af hornsteinum rétts skiln- ings á stofnanamynstri hagkerf- isins. Ronald Coase var í sumarfríi í Frakklandi þegar tilkynnt var um Nóbelsverðlaunin en verð- launaféð er um 60 milljónir ísl. kr. Eru hagfræðiverðlaunin raunar ekki runnin frá Alfred Nobel sjálfum því að þau voru fyrst veitt árið 1969 og þá fyrir tilstilli sænska seðlabankans. Þetta er annað árið í röð, sem fræðimaður við Chicago-háskóla fær hagfræðiverðlaunin en í Ronald Coase fyrra hlaut þau Merton Miller. Aðrir Chicago-menn, sem hafa hlotið þau, eru George Stigler, 1982; Theodore Schultz, 1979; Milton Friedman, 1976; Herbert Simon, 1978, og Paul Samuel- son, 1970. Háskólinn í Chicago á .aldarafmæli á þessu ári og á þessum tíma hafa honum og starfsmönnum hans fallið 62 Nóbelsverðlaun í skaut. Kemst enginn annar skóli með tærnar þar sem hann hefur hælana í því efni. Danmörk: Vatnsflóð tefur gerð ganga undir Stóra-Belti Kaupmannahöfn. Reuter. VATN og aur streymdu á mánu- dag inn í lestagöng, sem verið er að bora undir Stóra-Belti í Danmörku. Gríðarstórir borar fóru í kaf og starfsmenn urðu að flýja úr göngunum. Þeir björ- guðust allir. Ekki var ljóst hvort vatnið kom niður um loft ganganna eða hvort borað var í á sem rennur neðan- jarðar. Göngin eiga ásamt brú að tengja Sjáland og Jótland og áætl- aður kostnaður þeirra er um 19 milljarðar danskra króna (173 milljarða ÍSK). Fjölmörg vandamál hafa komið upp frá því hafist var handa við boranir fyrir fjórum árum. Ráðgert var í fyrstu að ljúka göngunum fyrir lok ársins 1994 en boranirnar eru þegar ári á eft- ir áætlun. Búist er við að slysið á mánudag tefji framkvæmdir enn frekar. Mið-Austurlönd: Friðarráð- stefna hefjist í Lausanne 29. október Damaskus, Amman. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hélt í gær frá Jórdaníu til Damaskus til fundar við Assad Sýrlandsfor- seta. Er talið að hann ætli m.a. að hvetja Sýrlendinga til að hefja tvíhliða viðræður við Israela um ýmis málefni, s.s. afvopnun og skiptingu á vatnslindum. Pa- lestínskir heimildarmenn sögðu í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt til að ráðstefna um frið í Miðausturlöndum færi fram í Lausanne í Sviss frá 29. október. Enn eru mörg önnur málefni óleyst ef halda á friðarráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda í lok mánaðarins eins og Baker stefnir að. Ber þar hæst deilu um hvernig eigi að velja fulltrúa Palestínu- manna á ráðstefnuna. Háttsettir fulltrúar Palestínu- manna á hemumdu svæðunum áttu í gær viðræður við stjórnvöld í Jórd- aníu. Komu þeir til höfuðborgarinn- ar Amman um svipað leyti og Bak- er hélt þaðan eftir viðræður sínar við Hussein konung. Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa á undanförnum dögum reynt að semja um betri skilmála varð- andi þátttöku Palestínumanna á ráðstefnunni. Telja margir innan raða PLO að ekki sé hægt að ganga að þeim kröfum sem ísraelar hafa sett upp en stjórnvöld í ísrael krefj- ast þess m.a. að þau verði að fá að samþykkja alla fulltrúa Pa- lestínumanna á ráðstefnunni. í dag ætlar miðstjórn PLO að koma saman í Túnis og ákveða hvort af þátttöku Palestínumanna á ráðstefnunni verður. Helst hefur verið talið koma til greina að Jórd- anir og Palestínumenn sendi sam- eiginlega sendinefnd á ráðstefnuna. Þú svalar lestrarþörf dagsins PS/2 Fyrirmynd annarra tölva Enn tekurlBMforystunai f IBM hefur sett á markaðirtn nýja tölvu, sem leysir af hólmi PS/2 30 og 30-286 tölvurnar, sem notið hafa mikillavinsælda. Nýju tölvurnar eru IBM PS/2 35SX og PS/2 35LS. IBM PS/2 35 einkatölvan erenn ein rós í hnappagat IBM. Hún hentar jafnvel til eihka- nota, sem sjálfstæð vél ífyrirtækjum eða tengd innátölvunet. IBM - valkostur fyrir vandláta Óáýr og góð lausn Nýr samningur við IBM gerir okkur mögulegt að bjóða IBM PS/2 35 tölvurnar á verði sem allirráðavið. IBM PS/2 35-043 borðvél/gólfvól - 386SX20MHZ - 2 MB vinnsluminni, stækkanlegt - 40MBhraðvirkurdiskur17MS - 1.44 MB 3.5" disklingadrif - 8515VGAIitaskjár - Dos5.0 Verð frá kr. 144.900,rm/vsk. Brautarholti 8, Pósthólf 5193,125 Reykjavík Sími615833,fax621531.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.