Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 30
/1 30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 Makossamaðurinn ÞAÐ hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að frægasti tónlistar- maður Afríku, kamerúnski saxófónjeikarinn Manu Dibango, en staddur hér á landi og leikur í Hótel íslandi í kvöld með tólf manna sveit sinni. Tónleikar Manus hér á landi eru vissulega tímamót, enda hefur af rísk tónlist hefur sótt verulega ísig veðrið á Vesturlönd- um á síðustu árum. Tónleikarnir eru liður í menningarsamskiptum Frakka og íslendinga, enda hann frá fyrrum franskri nýlendu og hefur dvalið langdvölum í Frakklandi. Manu Dibango fæddist íDouala í Kamerún 1934. Hann fór til Frakklands í nám 1949 og segir það hafa verið áhugaverðan tíma. Á jasssviðinu deildu menn um hefðbundinn jass og nýja strauma og Manu stóð meðþeim sem vildu veita nýjum hugmyndum inn í jass- inn. Hann fór að læra á píanó samhliða heiitispékinámi, til að geta fylgst betur með í tónlistinni en þegar foreldrar hans komust að því að hann væri að læra á píanó skrúfaði faðir hans fyrir alla peninga að heiman. Manu kynntist saxófóninum í Afríku og smám saman varð hann kjörhljóðfærið, en einnig lærði hann á orgel og fiðlu til viðbótar við áðurnefnt píanónám. Hann fór að troða upp á smástöðum og margir töldu hann svartan Banda- ríkjamann. [ París spilaði hann það sem til féll, en segist hafa lifað fyrir þær tíu mínútur á hverjum klukkutíma þegar sveitin spilaði tæran jass. Á endanum tók hann sig upp og fór til Brussel að leika með sveit frá Fílabeinsströndinni, en fjölmargir afrískir og karíbskir tónlistarmenn reyndu fyrir sér í Brussel. Sveitin lék latin-jass, afríska tónlist og kabaretttónlist og fríkvöldin fóru í að hlusta á þá tónlistarmenn sem lögðu leið sina um Brussel. í Brussel komst Manu í kynni við afríska frelsisbaráttu og 1960 fluttist hann aftur til Afríku og gekk í hljómsveit frumherja zaireskrar tónlistar, Josephs Kab- aseles. „Ég ætlaði að vera í mán- uð, en það teygðist í tvö ár. Það var á þeim tíma sem afrískri tón- list óx fiskur um hrygg og tónlist- armenn eins og Kabasele, Franco, Tabu Ley og Dr. Nico voru frægir um alla Afríku. Latin-jass var vin- sæll um alla Afrfku vegna conga- trommanna, Hvítir í Norður-Amer- íku leyfðu svertingjum ekki að leika á conga-trommur, vegna þess að það væri tónlist djöfuisins, en í Brasilíu og Kúbu fengu þrælarnir að halda trommunum og um leið tengslum við fortíð sína. Þetta heyrðu Afríkumenn og kunnu vel að meta." Með Kabasele lék Manu inn á tugi smáskífna sem seldust í millj- ónaupplagi og hann varð frægur um alla Afríku fyrir að spila afríska tónlist með jassáhrifum, enda var jassinn allsráðandi í upphafi sjötta áratugarins. „Louis Armstrong kom til Zaire 1960 og allir vissu hver hann var. Þó ekki hafi allir þekkt tónlist hans vissi almenn- ingur að hann var svartur maður sem náð hafði heimsfrægð og all- ir vildu því sjá Armstrong, þeim fannst það eins og að sjá Guð." Manu sneri heim til Kamerún 1963 og stofnsetti eigin-sveit. Þar átti hann erfitt uppdráttar til að byrja með, enda þótti mönnum hann full vestrænn og ekki bætti úr skák að hann kom með hvíta eiginkonu með sér frá Belgíu. „Menn gleymdu, eða vildu ekki muna, að ég hafði spilað með Kabasele í tvö ár. Þeir gátu ekki skilið að það eru ekki til svartir eða hvítirtónlistarmenn, bara tón- listarmenn." Eftir fjögur ár í Ka- merún ákvað hann að fara til Par- ísar aftur. „Þar þurfti ég að byrja á núlli, enda allir búnir að gleyma mér. Þá heyrði ég fyrst í soul-tónl- ist, James Brown, Otis Redding og Booker T. og fór að spila á Hammond-orgel. Ég hafði lengi dálæti á Jimmy Smith, en Booker T. kom með nýja vídd inn í spila- mennskuna, nýjan hljóm." Eftir því sem Manu kom undir sig fótunum í París fór að hann að leika undir hjá ýmsum popp- stjömum í sjónvarpi. Hann komst einnig á plötusamning, sem náði þó aðeins yfir útgáfu í Afríku og tók upp sínar fyrstu breiðskífur, þrjár alls, með afrískum bræðingi. 1971 ba'ð forseti Kamerún, Ahidjo, hann að semja þjóðlegan hvatningarsöng fyrir Afríkumeist- aramótið í knattspyrnu, sem átti að halda i landinu. Á B-hliðina á smáskífunni með laginu setti Manu lag sem hann hafði spilað á tónleikum lengi, Soul Makossa. Tveimur árum síðar fór plötusnúð- ur í New York að leika lagið í vin- sælum útvarpsþætti og hleypti af stað makossa-æði í borginni. í París áttuðu menn sig ekki á því að eitthvað væri á seyði, fyrr en Bandaríkjamenn komu til borgar- innar og keyptu þúsundir eintaka til að fara með til Bandaríkjanna og selja þar. „Ég var að spila í smáklúbb í París fyrir litla þóknun, þegar menn fóru að tala um að ég hefði slegið í gegn í Bandaríkj- unum. Þegar Ahmed Ertegun frá Atlantic kom síðan í klúbbinn og bauð mér samning fannst mér sem mig væri að dreyma." Lagið seldist í milljónum eintaká um heim allan og ekkert afrískt lag hefur náð viðlíka vinsældum. Manu fór til Bandaríkjanna til að fylgja laginu eftir og lék á fjölda tónleika um gervöll Bandaríkin. „Ég fór út í Harlem og það var eins og heima í Kamerún, Állir sem hittu mig úti á götu og höfðu séð mig í sjónvarpinu sögðu „Soul Makossa" og kölluðu mig „makos- samanninn". Ég átti að spila í Apollo-tónleikastaðnum og var stoltur af því og taugaóstyrkur um leið, en áður en við komum á svið byrjuðu áhorfendur að spila, það var annar hver maður með mar- akkas og tambórínu; fjölmennasta og sterkasta rytmasveit sem ég hef spilað með um ævina." í kjölfar Soul Makossa fylgdu fjölmargar breiðskífur; þar á meðal plata sem Mánu hljóðritaði á Jamaíka með Sly og Robbie. „Það var spennandi að spila reggí, fyrir mér er reggí litur, eins og zouk og makossa eru litir." Á síðustu breiðskífum Manus má glöggt heyra að hann er enn að blanda saman afrískum áhrifum og vest- rænum. „Ég vil skapa alvöru tón- list með alvöru tónlistarmönnum. Bresku rappi svipar ekkert til þess sem hæst ber í Bandaríkjunum, í Bretlandi er tónlist sveita eins og Soul II Soul afrísk/evrópsk. Ég held upp á bandarískan jass, en ekki bandarískan lífsmáta. Ungu mennirnir í dag, eins og Marsalis- Manu Dibango. bræður og Terry Blanchard, eru frábærir spilarar en frumleg sköp- un er annað mál, á meðan ungir evrópskir tónlistarmenn finna sköpunarstrauma á milli Evrópu og Afríku. Ég gerði plötu í Banda- ríkjunum, en það vantaði í hana hlýju. Á síðustu plötu minni, Poly- sonik, sem ég gerði með Simon Booth í Bretlandi er allt annað upp á teningnum." Manu segist vilja breyta ímynd afrískrar tónlistar: „Ég vil koma afrískri tónlist út af safninu og að fólk átti sig á að það er til rafmögn- uð Afríka, álfan er full af tónlistar- mönnum sem leika á saxófóna, píanó og hljóðgervla. í augum fólks á Vesturlöndum geta afrískir tónlistarmenn bara barið bumbur og kyrjað, en það er að breytast." Árni Matthíasson tók saman. Kvikmyndahátíð Listahátíðar: 1-2-3-4-5 Dimmalimm Kvikmyndir !©¦ Sæbjörn Valdimarsson 1-2-3-4-5, Dimmalimm. Sýnd í Regnboganum. Leiksljóri Vitali Kanevski. Aðalléikendur Pavel Nazarov, Dinara Droukarova, Elena Popova. Lcnfilm. 90 mín. Enskur texti Sovétríkin 1990. Ef verið hefur til Helvíti á Jörð þá hefur það verið í fullu fjöri aust- ur í Síberíu, gúlaginu, sem er víst enn við líði. Vestrænir kvikmynda- gerðarmenn hafa gert tilraunir til "Sð lýsa þessari ógnarveröld, Dagur í lífí Ivans Denisovich, gerð af Úr hinni hrollvekjandi þjóðfélagsádeilu 1-2-3-4-5 Dimmatimm. Caspar Wrede eftir sögu Nóbels- verðlaunaskáldsins Solzhenitsyn, kemur uppí hugann. En þótt ömur- leg væri er hún einsog Disneymynd í samanburði við 1-2-3-4-5... og það er tímanna tákn að þessi hrollvekj- Badmintontímar í vetur! Mán. 12.00 21.50 22.40 Þri. 21.50 22.40 Mið. 12.00 21.50 22.40 Fim. 21.50 22.40 Fös. 12.00 19.20 20.10 Lau. 09.20 10.10 11.00 14.20 15.10 16.00 17.40 Tennistímar! Sun. 09.20 10.10 11.00 11.50 12.40 15.10 16.00 16.50 17.40 Mán. 12.00 Þri. 12.00 Mið. 12.00 Fim. Fös. 12.00 Lau. Sun. 15.10 09.20 14.20 15.10 Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, Gnoðavogi 1, s. 812266. andi þjóðfélagsádeila er gerð af Sovétmanni. Austur á freranum, í litlum námubæ, hefur verið holað niður afbrotamönnum, geðsjúklingum, óvinum kerfisins og japönskum stríðsföngum — enda aðeins tvö ár liðin frá lokum seinna stríðs. I þessu jarðneska víti er tilgangslaust að finna nokkra lífsfyllingu, tveir tólf ára krakkar, rússneskur strákur og tatarastelpa reyna þó að finna ein- hverja hamingju og grafa upp örfá- ar gleðistundir sem enda með skelf- ingu. Myndin er dæmafá lýsing á mannlegri niðurlægingu, andlegri og líkamlegri eymd og volæði. Myndin hefst að vori, sem boðar tíma aurs og drullu uppí ökla. Fólk- ið er hraktir skuggar af sjálfu sér, helst að brennivínið bæti örlítið um stund þann óskapnað sem er tilvera þess. Það er allt ótrúlega skítugt, vanhirt og rotið. Meira að segja börnin líta út einsog smávaxin gam- almenni. Drengurinn og stúlkan eru einu ljósu punktamir í eymdinni, þau eiga ekki heima í grátónunum, bernska þeirra og hrekkleysi eru fyrirfram dæmd til refsingar. Það kemur ekki á óvart að 1-2-3- 4-5 Dimmalimm færði leikstjór- anum Kanevski Evrópuverðlaunin í fyrra fyrir besta frumraun. Hann er óragur við að stinga á eitt kýla þess óskapnaðar sem stjórnkerfi „Sambands hinna sóíalísku Sov- étríkja" ól af sér, jafnvel það sem þrútnast var af sjúkdómseinkenn- um hryllingsins — virðingarleysi gagnvart smælingjanum, óttann við frjálsa hugsun. Þá eiga þeir ungu leikarar sem fara með aðalhlutverk- in stóran þátt í að boðskapur mynd- arinnar kemst til skila og gerir 1-2- 3-4-5 Dimmaiimm eina af eftir- minnilegustu myndum síðari ára. Hugtakið að vera útskúfaður fær nýja og óhugnanlegri merkingu eft- ir að hafa upplifað hana. Homo Faber Homo Faber Leikstjóri og handritshöfundur Volker Schlöndorff. Byggð á samnefndri skáldsögu eftir Max Frisch. Aðalleikendur Sam Shepard, Barbara Sukowa, Julie Delpy. 117 mín. íslenskur texti. Þýskaland 1990. Eftir að hafa leitað fanga í bók- menntaverkum Henrichs Böll, Giinthers Grass, Arthurs Miller og Marcel Proust snýr Volker Schlönd- orff sér nú að svissneska rithöfund- inum Max Frisch. Sclöndorff tekur fyrir skáldsöguna Homo Faber, sem leikstjórinn lýsir sem heim- spekilegu verki sem klætt sé bún- ingi harmrænnar sápuóperu. Hér segir af Faber (Shepard), arkitekt sem er að nálgast miðjan aldur. Eftir að hafa lent í flugslysi og fengið vægt hjartaáfall fer þessi rökhyggjumaður að endurmeta líf- sviðhorfin, það endurspeglast ekki síst í óvæntu ástarsambandi við gullfallega, unga stúlku (Delpy). En aldurinn verður ekki umflú- inn, það sannast rækilega á átakanlegri lífsreynslu Fabers sem bandaríska leikritaskáldið Shepard leikur af jarðbundinni eðlisgáfu og trúverðugleik sem er svo nauðsyn- leg þessu dramatíska hlutverki. Eins er Delpy gædd þeirri brot- hættu og fínlegu fegurð sem er ómissandi í túlkun hinnar ungu, leitandi og ástföngnu stúlku. Schlöndorff skýrir titilpersónu sína á þá leið að þar fari maður sem telji sér trú um að geta umflúið dauðann með því að verða ástfang- inn af tvítugri stúlku. Engu að síð- ur snýst Homo Faber um ómann- eskjuleg örlög, lygilega röð tilvilj- ana sem snúast svo eftirminnilega gegn persónum myndarinnar að hún lætur engan ósnortinn. Við upplifum einar ógnvænlegustu eft- irhreytur stríðs sem sést hafa á hvíta tjaldinu, þökk sé nostursömu handbragði leikstjórans, skynsam- legu og hnitmiðuðu handriti og úrvalsleik. Tvímælalaust ein át- hyglisverðasta mynd hátíðarinnar þó hún standi 'ekki jafnfætis bestu verkum Schlöndorffs. Sýningar í dag: Vegur vonar (síðustu sýningar) Friðhelgi Gluggagægirinn Lögmál lostans Mjöll Svartur snjór 1-2-3-4-5 Dimmalimm. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.