Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991
23
ítala í Hafnarfirði:
: tillög-
hússins
rra og forseta Alþingis
til stjórnenda spítalans," sagði hann.
Árni sagði ánægjuefni að heil-
brigðisráðherra virtist hafa ákveðið
að endurskoða fyrri áætlanir og ósk-
að eftir samráði við stjórnendur spít-
alans. Sagði hann einnig óeðlilegt
að sá spítali sem hefði náð hvað
lengst í hagræðingu skuli skorinn
niður við trog á sama tíma og aðrir
spítalar fengju 10-15% hækkun
framlaga á milli ára. „Það læðist að
mér sá grunur að þessi hugmynd
hafi skotið upp kollinum á síðustu
stundu þegar 120 milljónir vantaði
upp á að settu marki um niðurskurð
væri náð og hafi verið einskonar
afgangsstærð. Ég ætla að láta
hæstvirtan heilbrigðisráðherra vita
hér og nú að Hafnfirðingar, Garðbæ-
ingar og íbúar Bessastaðahrepps eru
ekki og verða ekki einhver afgangs-
stærð og þeirra málstað verður hald-
ið fram við afgreiðslu fjárlaga hér
á Alþingi," sagði Árni.
5
i
Morgunblaðið/KGA
Hópur íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps afhentu
heilbrigðisráðherra og forseta Alþingis í gær áskorun um að standa
vörð um St. Jósefsspítala. Undir mótmælin höfðu 10.322 íbúar á þess-
ara sveitarfélaga ritað.
Hámarkssparnaður 20 millj.
Svavar Gestsson (Ab-Rv) sagði
að ekki hefði verið gerð grein fyrir
hvernig ætti að skera niður framlög
til spítalans úr 223 millj. í 116 millj.
og það væri ljóst að forráðamenn
spítalans myndu ekki gera tillögu
til ráðherra eins og hann gerði kröfu
um. Sagðist hann hafa átt viðræður
við forstöðumann St. Jósefsspítalans
þar sem fram hafi komið að gerðar
yrðu tillögur um lítilsháttar breyt-
ingar á þjónustunni og að hámarki
væri hægt að ná fram sparnaði upp
á 20 millj. kr,. Spurði hann heilbrigð-
isráðherra hvar hann hygðist taka
þá fjármuni sem á vantaði til að
tryggja rekstur spítlalans óbreyttan.
„Var þetta mál kynnt í þingflokkum
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins þegar fjárlögin voru lögð
fyrir? Var Alþýðuflokkurinn blekkt-
ur?" spurði Svavar.
Kynnt í þingflokkunum
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að áform varðandi St. Jós-
efsspítala hefðu verið kynnt í báðum
þingflokkum stjórnarflokkanna.
„Það er áríðandi að menn missi ekki
sjónar af þeim áformum um hagræð-
ingu og sparnað í heilbrigðiskerfinu
sem nauðsynlegt er að ná fram ef
heilbrigðiskerfið á að standast,"
sagði Davíð.
„Nú er komið að því að hagræða
á sjúkrahúsum og það er algerlega
nauðsynlegt að líta til sjúkrastofn-
ana á svæðinu í heild," sagði Davíð.
Lýsti hann fullum stuðningi sínum
við aðgerðir heilbrigðisráðherra.
Finnur Ingólfsson (F-Rv) sagði
að ef Guðmundur Árni Stefánsson
hefði vitað um tillögurnar þegar þær
hefðu verið kynntar í þingflokki Al-
þýðuflokksins væri hann nú með
lýðskrum gagnvart kjósendum sín-
um í Hafnarfirði. Rakti Finnur til-
raunir sem gerðar hefðu verið í tíð
fyrrv. heilbrigðisráðherra til endur-
skipulagningar sjúkráhúsa á höfuð-
borgarsvæðinu en sagði að tillögur
hefðu allar strandað á þáverandi
borgarstjóra.
Minnstu stofnanirnar
lagðar niður
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-
Rv) minnti á að málefni St. Jósefssp-
ítla væru ekki einangruð heldur
tengdust umræðu um tilflutning
verkefna á milli sjúkrastofnana.
„Það á að leggja niður litlar og svo-
kallaðar óhagkvæmar rekstrarein-
ingar. 54 rúma sjúkrahús þykir of
lítið, 25 rúma hjúkrunarheimili þykir
of lítið^og tíu rúma fæðingarheimili
þykir of lítið. Þessar stofnanir eiga
það líka sameiginlegt að fólki var
ekki fyrir alls löngu tahn trú um að
framtíð þessara stofnana væri
tryggð þegar þær flyttust frá sveit-
arfélögunum að stórum hluta til rík-
isins," sagði þingmaðurinn.
Ingibjörg Sólrún sagðist óttast að
í hagræðingarmálunum væri einblínt
á tölur. Ekki ætti að spyrja hvað
kostaði að reka þessar stofnanir,
heldur hvernig gengi að manna þær
og halda í starfsfólk.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði að þessi umræða
væri ekki tímabær því heilbrigðis-
ráðherra hefði lýst sig reiðubúinn'
til að taka upp viðræður við forráða-
menn St. Jósefsspitala um að þeir
legðu fram spamaðartillögur. „Það
á einfaldlega að bíða eftir því að
fagleg umfjöllun um þær fari fram,"
sagði hann.
Jón Baldvin sagði að ekki væri
verið að veitast að hagsmunum
' Hafnfirðinga því um væri að ræða
eitt samfellt heilbrigðisþjónustu-
svæði. „Meginmarkmiðið er að taka
á þeim vanda sem er til orðinn vegna
þeirrár þróunar sem orðið hefur á
tíu tii fimmtán árum. Það er skortur
á hjúkrunarrými fyrir aldrað fólk en
það er offramboð á almennum
sjúkrarúmum og það eru tillögur
uppi um að breyta þessu með því
að nýta þetta svæði í heild sinni.
Það tekur ekki bara til St. Jósefsspít-
ala heldur til viðamikilla skipulags-
breytinga varðandi stóru sjúkrahús-
in í Reykjavík," sagði Jón Baldvin.
" Hann sagði einnig að þessar til-
lögur hefðu verið ræddar rækiiega
í þingflokki Alþýðuflokksins, þær
væru sameiginlegar tillögur ríkis-
stjórnarinnar og á ábyrgð þingflokka
hennar.
Skrökvað að almenningi?
Páll Pétursson (F-Nv) sagði að
Guðmundur Árni væri vonarstjarna
og væntanlegur formaður Alþýðu-
flokksins og ætti því að hafa aðstöðu
til að koma vitinu fyrir heilbrigðis-
ráðherra innan eigin flokks. Hvatti
hann stjórnarþingmenn til að taka
höndum saman við stjórnarandstöð-
una til að tryggja áframhaldandi
rekstur St. Jósefsspítalans við af-
greiðslu fjárlagafrumvarpsins.
Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn)
sagði að formaður Alþýðuflokksins
héldi uppteknum hætti að hirta eigin
þingmenn í þingsalnum. Sagði hann
merkilégt að formenn stjómarflokk-
anna hefðu lýst yfir að tillögur um
að leggja niður St. Jósefsspítala í
núverandi mynd hefðu verið ræddar
í þingflokki Alþýðuflokksins og væru
á ábyrgð stjórnarþingmanna. „Hvað
á það að þýða fyrir þingmenn stjórn-
arflokkanna að mæta í Hafnarfirði
með okkur hinum, forsvarsmönnum
spítalans og Hafnarfjarðarbæjar og
þykjast ekki kannast við neitt," sagði
þingmaðurinn. „Ef þeir mótmæla
ekki orðum forsætisráðherra og ut-
anríkisráðherra stendur það eftir,
að þessir þingmenn hafa skrökvað
að almenningi í Hafnarfirði og
Reykjaneskjördæmi," sagði Ólafur
Ragnar.
Guðmundur -Bjarnason (F-Ne)
sagði að lagðar væru til kerfisbreyt-
ingar í heilbrigðisþjónustunni. Sagði
hann hagræðingu nauðsynlega en
þessar tillögur væru flausturslegar
og óyfirvegaðar. „Mér sýnist að ver-
ið sé að ráðast að stofnunum, sem
ef til vill geta gert aðgerðir á ódýr-
ari máta en í hinum stóru og dýru
stofnunum. Þar álít ég hins vegar
að sé möguleiki á að spara. Það á ;%
að gera með þvi að efla samstarf
og samvinnu allra sjúkrahúsanna
þriggja í Reykjavík," sagði Guð-
mundur.
Pólitískur bófahasar
Guðmundur Árni Stefánsson tók
aftur til máls og sagðist láta gagn-
rýni stjórnarandstæðinga, sem hann
kallaði pólitískan bófahasar, liggja
á milli hluta. „En af því hér er spurt
beint, vil ég láta koma skýlaust fram,
að vitaskuld var sá sem þetta mælir
á móti öllum lausum og föstum hug-
myndum um eðlisbreytingar á starfi
St. Jósefsspítala á öllum stigum og
stundum," sagði hann. Guðmundur
minnti einnig á að Hafnfírðingar
ættu enga aðild að Samstarfsnefnd
sjúkrahúsa í Reykjavík og hefðu
byggt upp sína heilbrigðisþjónustu
sjálfstætt. „Hvers vegna á að breyta
því núna án nokkurra gildra raka?"
spurði Guðmundur Árni.
Skv. þingskaparlögum má um-
ræða utan dagskrár ekki standa
lengur en í 30 mín. og tilkynnti for-
seti þingsins að ekki væri hægt að
gefa fleiri þingmönnum orðið. Sva-
var Gestsson kvaddi sér þá hljóðs
um þingsköp og benti á að skv. nýju
ákvæði þingskaparlaga væri þing-
mönnum heimilt að kveða sér hljóðs
til andsvara og hvatti formann þing-
flokks Alþýðuflokksins að nýta sér
það til að svara spurningum sem
fram hefðu komið. Ossur Skarphéð-
insson (A-Rv) tók þá til máls og kom
fram í ræðu hans að tillögur um St. v
Jósefsspítalann hefðu verið ræddar
í þingflokki Alþýðuflokksins. „Ein-
stakir liðir fjárlagafrumvarpsins
voru ekki lagðir fyrir til endanlegrar
afgreiðslu," sagði hann.
Samstarf við forsvarsmenn
sjúkrahúsanna
Heilbrigðisráðherra kom aftur í
ræðustói og sagði að þar til Alþingi
afgreiddi málið yrði tíminn notaður
til að reyna„að ná samkomulagi við
stjórnendur sjúkrahúsa um óhjá-
kvæmilegar aðgerðir. Heilbrigðis-
ráðherra sagðist vegna spurninga
Svavars Gestssonar telja tilgangs-
laust að lýsa niðurstöðum sem ef íiF
vill yrðu af samningayiðræðum sem
. væru nýlega hafnar. Ólafur Þ. Þórð-
arson (F-Vf) sagði að umræðan hefði
leitt í ljós að fjárlögin væru í reynd
ósamþykkt af Alþýðuflokknum.
umláta
ffólks
• Norður-írlands sáttahönd. Hún var
- spurð um viðbrögð við þessu: „Ég
i var að reyna-að breyta samskiptun-
; um milli hinna tveggja hluta ír-
i lands. Fram að þessari yfirlýsingu
minni höfðu mennhér syðra hneigst
til að líta á N-írland sem upp-
i sprettu vandræða — flókins póli-
s tísks vandamáls. Það vildi gleymast
i að þetta er fallegur hluti lands okk-
i ar þar sem býr fólk eins og við.
S Þegar ég starfaði sem lögfræðingur
heimsótti ég N-írland og veit því
af gamalli reynslu að það þarf að
breyta samskiptunum á milli lands-
hlutanna. Ég rétti því fram hönd
sátta og kærleiks; hið síðarnefnda
er ekki algeng^ hjá manni í minni
stöðu. En viðbrögðin hafa verið
stórkostleg og innileg bæði frá kaþ-
ólskum og mótmælendum, þjóðern-
issinnum og sambandsmönnum.
Þeir þrá samskipti. Hingað í þessa
stofu hafa komið konur frá Belf-
ast, bæði kaþólskar og mótmæl-
endatrúar. Þær komu saman í lest
og sögðu mér frá erfiðu lífi í Belf-
ast. Þær vissu að það er ekki í
mínu valdi að breyta daglegu lífi
þeirra en þær vissu einnig að ég
hef áhuga á kjörum þeirra og gat
hjálpað þeim að komast í samband
við samtök kvenna hjá okkur, eink-
um á vesturströndinni, en þær eru
einnig óánægðar með stöðu sína."
Robinson var spurð hvort hún
teldi að konur myndu leysa vandann
á Norður-írlandi. „Að mörgu leyti
Mary Robinson
er, gott að hafa konur í opinberum
stöðum. Við innleiðum okkar eigin
starfshætti, eigið tungutak og
hugsun. Það sem gleður mig við
heimsókn Vigdísar er að hér hittast
tveir kvenforsetar þannig að slíkt
er að verða eðlilegt. Ég held að við
auðgum stjórnmálin með áhuga
okkar á fólki. Ég hef sjaldan hitt
konu í ábyrgðarstöðu sem ekki læt-
ur sér annt um daglegt líf fólks.
Annað sem tengir mig og forseta
íslands er áhugi á leikhúsi, ljóðlist
og menningu. Mér þótti einnig sér-
staklega vænt um að með ökkur
tókst ekki einungis vinátta heldur
skapaðist djúpstæður skilningur og
gagnkvæmur áhugi, við hefðum
getað spjallað tímunum saman."
Robinson gat þess að sér hefði líkað
vel hvaða staði Vigdís óskaði eftir
að sjá á írlandi. Val hennar bæri
vott um djúpa tilfinningu fyrir
menningu þjóða. Þar nyti hún þekk-
ingar sinnar á leiklist og tungumál-
um. „Ég veit að þeir sem hittu
hana í Newgrange [þar sem er
5.000 ára gömul grafhvelfing] og
Trinity College voru djúpt snortnir
sökum þessa, og hins hversu opin
hún var fyrir írskri menningu.
Heimsókn hennar hefur eflt tengsl-
in milli okkar tveggja og landa
okkar."
Morgunblaðsviðtal minnisstætt
Blaðamaður rifjaði upp ummæli
Mary Robinson í viðtali sem Morg-
unblaðið tók við hana í síma að
kvöldi kjördags 7. nóvember 1990
og birt var á forsíðu daginn eftir
en áður en hann gat borið upp
spurninguna greip forsetinn fram í
og sagði: „Það var mér ekki einung-
is mikið gleðiefni að_ slíkur áhugi
væri fyrir hendi á íslandi heldur
einnig að fyrsta stuðningsyfirlýs-
ingin skyldi koma þaðan." En
spurningin sem blaðamaður bar síð-
an upp var þessi: í viðtalinu sagðist
þú vilja færa forsetaembættið nær
þjóðinni næðir þú kjöri. Hefur þetta
tekist?
„Já. Ég hef ferðast mikið. Ég
hef kynnst því hvernig almenningur
reynir að varðveita menningararf-
leifðina. Þar á ég ekki .einungis við
arfleifð víkingatímans sem við heyr-
um svo mikið um hér í Dyflinni,
Waterford og Limrick. Ég hef hitt
samtök æskufólks og komist að
raun um hvernig það reynir að efla
samfélag sitt á hverjum stað. Þetta
er nauðsynleg þróun því félagslegu
vandamálin eru ærin, einkum at-
vinnuleysi meðal ungs fólks, mennt-
aðs fólks sem verður að yfirgefa
írland vegna þess að það fær ekki
tækifæri hér. Þegar ég ferðast hitti
ég iðulega skólabörn og e.t.v. vegna
þess að ég er kona met ég áhuga-
mál þeirra mikils. Þau hlusta líka
gjarnan á það hvað felst í því að
vera íri, og með þeim vex sjálfsvit-
und, og trú á lýðræðið í landinu.
Fimm, sex ára gömul vita þau hvað
það er að vera íri. Og þau þekkja
mig, ekki sem forsetann, heldur
sem Mary eða Mary Robinson."
írskan verði hversdagsmál
Forsetinn var nú spurð hverju
hún vildi helst fá áorkað í starfi
sínu. „Ég minntist áðan á aukin
samskipti milli írska lýðveldisins
og N-írlands. En ég vil einnig auka
tengslin milli íra um allan heim. í
hverju því sem ég tek mér fyrir
hendur vil ég endurspegla nútíma-
legt írland, Evrópuríki sem byggir
á ævafornri menningu. En því mið-
ur stöndum við íslendingum að
baki að því leyti að írska er ekki
fyllilega lifandi mál. Vissulega hafa
sumir írar hana að móðurmáli en
fjölmargir tala hana ékki. Ég vil
reyna að gera hið fallega gelíska
tungumál, írskuna, að hversdags-
máli í stað enskunnar."
Þegar Mary Robinson var spurð
hvort hún hefði lengt stefnt að þvi
að verða forseti svaraði hún því til
að lengst af hefði það ekki hvarflað
að sér. „Ég var lógfræðingur fyrst
og fremst og naut starfsins og
málanna sem ég fékkst við. Þetta
hefur hjálpað mér í forsetaembætt-
inu. Eins og lögræðingi er tamt
geri ég mér far um að vera vel
undirbúin áður en ég tekst á við
ný verkefni eða heimsæki ókunna
staði. Að þessu leyti myndi ég vílja
bera mig að saman við Vigdísi Finn-
bogadóttur sem býr í starfi sínu að
reynslu sem leikhúsmaður og unn-
andi tungumála. Það er gott fyrir
forseta að hafa sérsvið af þessu
tagi þangað sem hann getur sótt
efnivið til að auðga starf sitt."
PÞ