Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991
3H*«0itiifylafrifc
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Bjöm Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Miðhálendið verði
gert að þjóðgarði
Ráðstefna Ferðamálaráðs,
sem haldin var í síðustu
viku, samþykkti tillögu um
ferðaþjónustu og umhverfismál,
þar sem m.a. er lagt til, að mið-
hálendi landsins verði gert að
þjóðgarði. Þessari samþykkt ber
að fagna. Full ástæða er til að
hafa áhyggjur af þróun mála á
hálendinu, bæði vegna mikillar
umferðar ferðamanna og ekki
síður vegna framkvæmda, sem
þar hefur verið unnið að í tengsl-
um við orkuverin.
Morgunblaðið fj'allaði um þá
hugmynd að gera miðhálendið
allt að þjóðgarði í Reykjavíkur-
bréfi 10. ágúst sl. Þar sagði m.a.:
„Hernaðurinn gegn landinu,
sem Halldór Laxness skrifaði um
fyrir tveimur áratugum, er í full-
um gangi og menn verða að
snúast til varnar. Ákvörðunin
um að gera allt miðhálendið að
þjóðgarði mundi koma í veg fyr-
ir, að mennirnir með reiknistokk-
ana, svo vitnað sé tilorðaskálds-
ins á Gljúfrasteini, geti farið um
allt þetta svæði að vild sinni og
gert það, sem þeim sýnist. Þeir
yrðu a.m.k. að hafa samráð við
aðra áður en í framkvæmdir
yrði ráðizt.
Hitt er svo annað mál, að slík
friðlýsing gæti reynzt býsna erf-
ið í framkvæmd, ef hún yrði
gerð á grundvelli núgildandi
náttúruverndarlaga og spurning,
hvort sérstök löggjöf á Alþingi
um friðlýsingu þessa svæðis yrði
ekki áhrifaríkari. Alltjent er hér
um að ræða verðugt umhugsun-
arefni fyrir Eið Guðnason, um-
hverfismálaráðherra."
Eiður Guðnason ræddi þessa
hugmynd í ræðu á ferðamálaráð-
stefnunni í Hveragerði og sagði
m.a.:
„Við verðum að auka eftirlit
með ferðamönnum á hálendinu.
Mönnum finnst það ef til vill
ekki aðlaðandi hugmynd, en
undan henni verður ekki vikizt."
Ráðherrann sagði hugmyndina
um að gera miðhálendið að þjóð-
garði „aðlaðandi", en til þess að
að gera hana að veruleika þyrfti
eignarhald ríkisins á svæðinu að
vera ótvírætt, en svo væri ekki
nú. Það breytti því hins vegar
ekki, að hugmyndin hlyti að vera
markmið okkar til lengri tíma
litið.
Ferðaþjónusta er mikilvæg og
vaxandi atvinnugrein, sem
spannar 5-6 þúsund ársverk,
skilar um 11 milljarða árlegum
gjaldeyristekjum og mælist um
6-7% af landsframleiðslu. Þegar
horft er til nýs hagvaxtarskeiðs,
framtíðaratvinnuöryggis, auk-
inna þjóðartekna og batnandi líf-
skjara er ekki sízt horft til orkuf-
reks iðnaðar, sem breytir orku
fallvatna í störf og lífskjör, hugs-
anlegs útflutnings raforku um
sæstreng og aukinnar ferðaþjón-
ustu.
En það gildir óhjákvæmilega
hið sama um þessar atvinnu-
greinar, orkubúskapinn og
ferðaþjónustuna, sem hina hefð-
bundu atvinnuvegi, iandbúnað
og sjávarútveg. Við verðum að
sameina það tvennt, bæði sem
þjóð og einstaklingar, að lifa á
gögnum og gæðum lands og
sjávar og í sátt við umhverfi
okkar, náttúru þess* og lífríki.
Forgangsverkefni í ferðaþjón-
ustu ættu að vera þessi: Að
lengja ferðamannatímann,
dreifa ferðamönnum á fleiri
mánuði ársins, til að nýta betur
fjárfestingu og aðstöðu. Að
-dreifa ferðamannastraumnum á
fleiri landshluta og héruð. Og
síðast en ekki sízt að stórefla
varðstöðuna um náttúru lands-
ins, vernda náttúruauðlindir,
ýmis náttúruundur og viðkvæm
gróðursvæði, einkum á hálend-
inu. Hugmyndin um að gera
miðhálendið að þjóðgarði eða
friðlýsa það með öðrum hætti
fellur því vel að forgangsverk-
efninu.
í starfsáætlun ríkisstjórnar-
innar segir, að skipuð verði
„samstarfsnefnd samgöngu- og
umhverfisráðuneyta til að
tryggja samvinnu allra aðila um
verndun íslenzkrar náttúru,
samhliða eðlilegum ferðamanna-
straumi". Þar segir og að „há-_
lendið verði afmarkað og settar
reglur um skipulags- og bygg-
ingarmál þar. Sett verða ný lög
um skipulags- og byggingarmál
þar sem tekið verður aukið tillit
til umhverfis... Ríkisstjórnin
mun ötullega styðja einstaklinga
og félög í baráttu gegn landeyð-
ingu og fyrir gróðurvernd, m.a.
með landgræðslu og skógrækt.
Lög verði sett um eignarhald og
afnotarétt þjóðarinnar af landi
sem ekki er í séreign. Þjóðgörð-
um verður fjölgað og viðkvæm
svæði þarf að friða fyrir búfé...
Sett verði lög um vatnsvernd".
Tilmæli Ferðamálaráðs, þess
efnis, að miðhálendið verði gert
að þjóðgarði sýnast koma heim
og saman við stefnumörkun
stjórnarsáttmálans: „Með sam-
vinnu og samstarfi við þá sem
sinna ferðamálum og ferðaþjón-
ustu verður tryggt eftir fremsta
megni að stefnan í þeim málum
samrýmist markmiðum um-
hverfisverndar."
a—feHBtiii---------^—
Utandagskrárumræða á Alþingi um málefni St. Jósefsspítal
Ráðherra óskar eftir
um frá stjórn sjúkrah
Mótmælalisti með nöfnum 10.322 íbúa afhentur heilbrigðisráðherra
SIGHVATI Björgvinssyni heilbrigðisráðherra og Salóme Þorkelsdóttur
forseta Alþingis voru upp úr hádegi í gær afhentir undirskriftalistar
með nöfnum 10.322 íbúa Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps, þar sem mótmælt er áformum um að leggja niður St. Jósefssp-
ítala í Hafnarfirði sem deildaskipt sjúkrahús og skorað á þingmenn
og ráðherra að standa vörð um óbreytta þjónustu spítalans. Kl. 13.30
hófst svo umræða utan dagskrár á Alþingi um málið að ósk Guðmund-
ar Árna Stefánssönar, bæjarsrjóra í Hafnarfirði, sem situr nú á þingi
sem varaþingmaður Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra.
Guðmundur hóf mál sitt á Alþingi
á því að vitna til þess að afdráttar-
lauear yfirlýsingar íbúa sveitarfélag-
anna þriggja lægju fyrir. Sagði hann
að meðal þeirra væru 8.168 undir-
skriftir Hafnfirðinga. „Ég tel nauð-
synlegt að undirstrika alvöru þess
máls í þingsölum. Gerð er tillaga
um helmings niðurskurð á rekstrarfé
til St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði
í frumvarpi til fjárlaga. Nái þær til-
lögur fram að ganga hefur rekstrar-
grundvelli sjúkrahússins verið kippt
undan því. Hér er ekki verið að
ræða tillögur til sparnaðar eða ha-
græðingar," sagði Guðmundur.
Sagði hann að heilbrigðisþjónusta í
Hafnarfirði hefði verið byggð upp
markvisst og skipulega á löngum
tíma og gott samstarf tekist á milli
aðila í heilbrigðisþjónustu. Hefði
löngum verið litið til St. Jósefsspít-
ala sem fyrirmynd sjúkrahúsa í fag-
legu sem fjárhagslegu tilliti. „For-
svarsmenn St. Jósefsspítala, bæjar-
yfirvöld í Hafnarfirði sem og Hafn-
firðingar almennt eru vissulega
reiðubúnir til að leggja sitt af mörk-
um til aukins sparnaðar og hag-
kvæmni í heilbrigðiskerfinu. I góðri
samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í
þessu landi er vafalaust hægt að ná
landi hvað varðar rekstur St. Jó-
sefsspítala. Öðru máli gegnir um
eðlisbreytingar á starfsemi sjúkra-
hússins eins óhjákvæmilegar og þær
eru miðað við óbreytt fjárlagafrum-
varp. Ekki verður unað við slík
áform," sagði þingmaðurinn.
Beindi Guðmundur þeirri spurn-
ingu til heilbrigðisráðherra hvort
mætti treysta því að áfram yrði
unnið að lausn málsins í þeim anda
sem kæmi fram í undirskriftasöfn-
uninni. „Menn eiga að hreinsa arf-
ann og annað illgresi í garðinum
sínum en láta ósnertar eða í besta
falli hlúa að rósunum rauðu í fullum
blóma," sagði hann.
Óhjákvæmilegar breytingar
Heilbrigðisráðherra tók þvínæst
til máls og sagði að miklar breyting-
ar hefðu orðið í sjúkrahúsaþjónustu
síðastliðin tíu ár. „Öll tækniþróun
hefur verið í þá átt að draga úr
þörf fyrir almenn sjúkrarými en
auka þörfina í staðinn fyrir vistunar-
rými aldraðra og endurhæfingar-
pláss. Það er löngu orðið tímabært
að skoða skipulag sjúkrahússþjón-
ustu á höfuðborgarsvæðinu," sagði
Sighvatur.
Hann sagði það staðreynd að þjóð-
félagið hefði ekki lengur fé til að
borga fyrir óbreytta starfsemi og
þyrfti að draga úr þjónustunni ef
ekkert yrði að gert. A höfuðborgar-
svæðinu væru 100 sjúkrarúm sem
ekki væru í notkun árið um kring.
Sagðist ráðherra hafa óskað eflir
því að fá að hafa samstarf við for-
ráðamenn St. Jósefsspítala líkt og
ráðamenn annarra sjúkrastofnana á
höfuðborgarsvæðinu um endur-
skipulagningu og óskað eftir að þeir
gerðu sjálfir tillögu um breytingar
á skipulagi og starfsháttum spítal-
ans. „Á fundi sem ég átti með for-
ráðamönnum St. Jósefsspítala fyrir
nokkrum dögum, féllust þeir á að
gera slíkar tillögur og báðu um tíu
daga frest til þess," sagði hann. „Ég
vil- að St. Jósefsspítalinn taki fullah
þátt í þeirri skipulagsbreytingu sem
verið er að gera á höfuðborgarsvæð-
inu en verði þar ekki einhver af-
gangsstærð. Til að svo geti orðið
þurfa stjórnendur spítalans að eiga
samvinnu við heilbrigðisráðherra,"
sagði hann.
Miðstýring ekki lausn
Árni M. Mathiesen (S-Rn) sagði
að útgjaldavandinn í heilbrigðis-
kerfinu væri mikill og hann þyrfti
að leysa. „Þessi vandi verður hins
vegar ekki leystur með sífellt meiri
samþjöþpun stofnana og miðstýr-
ingu, þannig að í landinu verði að-
eins tveir spítalar sem rísa undir
nafni, ríkisspítalar, staðsettir í
Reykjavík, eins og fram hefur komið
í tillögum hæstvirts heilbrigðisráð-
herra," sagði þingmaðurinn.
Árni sagði að nauðsynleg hag-
ræðing og sparnaður næðist aðeins
með samstarfi sjálfstæðra stofnana
sem veittu hver annarri aðhald með
samanburði og samkeppni. Sagði
hann að afstaða ráðuneytisins í garð
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði væri
furðuleg. „Það er því afar undar-
legt, sem jafnvel vekur tortryggni,
að ekkert samráð virðist hafa verið
haft við bæjarstjórn eða bæjarstjóra
fyrr en tilskipun um niðurskurð barst
Konur í ábyrgðarstöðu
sér annt um daglegt líf
- segir Mary Robinson, forseti írlands
MARY Robinson, forseti írlands, segir í samtali við íslenska blaða-
menn að það sé engin tilviljun að Vigdís Finnbogadóttir sé fyrsti
erlendi þjóðhöfðinginn sem sæki frland heim eftir að hún tók við
embætti forseta í lok síðasta árs. Báðar séu þær konur, lýðræðislega
kjörnar til æðsta embættis þjóða sinna, og heimsóknin geri það að
verkum að það sé að verða eðlilegur hlutur að konur séu í aðalhlut-
verki þegar þjóðhöfðingjar hittast. En Robinson leggur áherslu á
að hún og Vigdís eigi fleira sameiginlegt og nefnir hún einkum ást
á leiklist, bókmenntum og menningarmálum almennt.
Mary Robinson fæddist 21. maí
1944. Hún nam lögfræði við Trinity
College í Dyflinni og lauk embættis-
prófi 1967. Árin 1969-75 vár hún
prófessor í stjórnskipunarrétti og
refsirétti við Trinity College. 1975-
1990 kenndi hún Evrópubandalags-
rétt við sama skóla. Hún átti sæti
í öldungadeild írska þingsins frá
1969-1989. í öldungadeildinni sitja
fulltrúar úr háskólum landsins og
frá ýmsum hagsmunasamtökum.
Öldungadeildarþingmenn eru 60,
þar af sex kjörnir af háskólum
landsins, og var Robinson einn
þeirra. Deildin hefur umsagnarrétt
um lagafrumvörp en getur ekki
stöðvað lagasetningu. Mary Robin-
son hefur setið í mörgum þing-
nefndum og stjórnskipuðum nefnd-
um sem fjalla um lögfræðileg efni.
Árið 1970 giftist hún Nicholas
Robinson sem einnig er lögfræðing-
ur og eiga þau þrjú börn. Nicholas
á lögfræðistofu og að sögn viðmæl-
enda Morgunblaðsins þarf hann
ekki nauðsynlega að sinna dagleg-
um rekstri hennar og getur því fylgt
eiginkonu sinni í opinberum erinda-
gjörðum hennar.
Forsetinn nýtur ekki
málfrelsis
Mary Robinson beitti sér mjög í
kvenréttindamálum áður en hún var
kosin forseti. Einn heimildarmanna
Morgunblaðsins sagði að hún væri
nú í mjög erfiðri stöðu vegna þess
að samkvæmt stjórnarskránni hefur
hún ekki fullt málfrelsi. Og það sem
meira er; þau málefni, sem hún
má ekki tjá sig um, lúta einmitt
að því sem hún hafði beitt sér hvað
mest fyrir áður en hún var kosin,
þ.e. rétti til hjónaskilnaða, fóstur-
eyðinga og getnaðarvarna.
Á meðan heimsókn Vigdísar
Finnbogadóttur til írlands stóð yfir
2.-4. þessa mánaðar féllst Mary
Robinson á að veita fréttamönnum
frá Ríkissjónvarpinu, Ríkisútvarp-
inu og Morgunblaðinu viðtal sam-
tímis. Áður en viðtalið hófst fór
ráðgjafi forsetans yfir spurningar
fréttamannanna og minnti á að hún
væri bundin af stjórnarskránni 'og
mætti ekki tjá sig um ýmis viðkvæm
efni nema mjög almennum orðum.
I samtalinu við íslensku frétta-
mennina sagði Mary Robinson að
það væri engin tilviljun að Vigdís
Finnbogadóttir væri fyrsti erlendi
þjóðhöfðinginn sem kæmi í opinbera
heimsókn til írlands í forsetatíð
sinni. „Vigdís hefur gott orð á sér
sem kjörinn forseti lítils Evrópurík-
is með merkilega sögu. Vigdís er
kona og hún færir okkur heim já-
kvæða mynd af landi sínu. Af þess-
um sökum var það mikilvægt fyrir
mig að Vigdís yrði fyrsti þjóðhöfð-
inginn sem ég tæki á móti."
Robinson sagði að heimsókn Vig-
dísar væri ekki fyrstu kynni sín af
íslendingum. Þegar hún starfaði
sem lögfræðingur hitti hún Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra á fundi um lögfræðilegar hlið-
ar tengslanna milli Evrópubanda-
lagsins og Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA), en hann var þá í
forsæti EFTA-ráðsins. „Eftir kynn-
in við hann gerði ég mér ljóst að
við ættum sameiginlega hagsmuni
og menningarlega samleið."
Hönd sátta og kærleiks
í ræðu sem Robinson hélt er hún
tók við embætti rétti hún íbúum
N.
sp
vs
ui
la
m
til
si
«!
a<
ai
Þ
hi
al
bi
hl
sí
ei
st
st
61
is
Þ
st
a:
ei
of
as
m
1><
hi
hj
vi
Ul
ei
t€
á
.(jUí'. itinnö c 'iií j
'íj^ Oöíi-OUfc íi