Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐYIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991
ot
41
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
891282 KL. 10-12
FRA MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS -
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
Hvíldar-
dagurinn
„Halda skaltu hvíldardaginn
heilagan" er eitt af 10 boðorðum
frelsarans og oft er um það talað
i Biblíunni að halda boðorðin, það
sé skilyrði fyrir góðu og kristilegu
lífi. Við þurfum ekki að fara í nein-
ar grafgötur með það að ef hver
og einn heldur boðorðin og treyst-
ir á forsjá Guðs og frelsarans hlýt-
ur öllum að vegna vel. Að taka
Guð alvarlegan og brjóta ekki hans
boð, er gæfa hvers manns sem
verður aðnjótandi slíkra fjársjóða.
Þetta hefur aldrei brugðist í ald-
anna rás. Því vek ég athygli á
þessu að mér finnst heimurinn í
dag ekki gera svo mikið til þess
að halda þetta í heiðri. Líklegast
er þetta boðorð oftast brotið. En
ég held að enginn auðgist á því
að brjóta það.
Ég man þegar ég var í sveit,
þá var aldrei unnið á sunnudögum
á þeim bæ sem ég var á, nema
elda matinn og gefa blessuðum
stfepnunum heyið sitt. Ég man að
konurnar sem ég var hjá sögðu
að sín reynsla væri sú að með því
að halda hvfldardaginn heilagan
kæmi því meiri guðsblesun í búið
og fyrstu dagar vikunnar nýttust
betur eftir góða hvíld. Þessu er
ekki að fagna í dag. Gróða- og lífs-
gæðakapphlaupið lætur engin'tæk-
ifæri ónotuð, hvort sem þau eru
heilög eða ekki, og það er ekki
langt síðan ég heyrði auglýsingu
í útvarpinu einn sunnudagsmorg-
un: Slátursalan opin í dag. Hvað
kemur næst?
Árni Helgason.
Heilrædi
Rjúpna-
veiðimenn
Á þessum árstíma skipast
veður oft skjótt í lofti. Kynnið
ykkur því veðurútlit áður en
lagt er upp í veiðiferðina. Klæð-
ist ávallt ullarfötum og hafið
meðferðis léttan hlífðarfatnað
í áberandi lit.
Vandið fótabúnaðinn.
Grannskoðið allan búnað ykkar
og vandið hann af stakri um-
hyggju. Sýnið forsjálni og
gætni á öllum leiðum og tillits-
semi við þau er heima bíða.
Kynnið ykkur hin mismun-
andi tákn merkjaskota. Rauðu
skotin má aðeins nota í neyð.
fráMúlalundi...
. þær duga sem besta bók.
Múlalundur 1
SÍMI:62 84 50 S
Kindur átu kálið
Ég er áhugamanneskja um kart-
öflurækt og almenna garðrækt. Ég
var með garð í Kópavogslandi í sum-
ar og allt gekk vel í þessu góða
veðri. Rófurnar voru orðnar mjög
fallegar sem og kálið. Ég tók upp
kartöflurnar en ákvað að geyma
aðeins kálið og rófurnar. Þegar ég
kom svo og ætlaði að klára að taka
upp þá höfðu kindur traðkað niður
og bitið allt kálið sem eftir var.
Þarna eiga engar skepnur að vera
og ég hef aldrei orðið fyrir þessu
fyrr. Mér finnst þetta skelfilegt og
fjáreigendur hljóta að vera ábyrgir
fyrir kindum sínum og þeir geta
ekki látið þær ganga svona sjálfala.
Ég hef heyrt að íbúar í Efra-Breið-
holti hafí orðið fyrir miklum ágangi
sauðfjár í görðum sínum en allt
skepnuhald á að vera bannað innan
borgarmarkanna.
Annað sem míg langar að koma
á framfæri er í sambandi við þessa
ungu menn sem skulda hótelvist og
flugmiða í útlöndum. Afhverju eru
svona menn aldrei látnir vinna af
sér skuldina, sem og aðrir sem eyði-
leggja og skemma verðmæti ann-
arra? Ég held að það sé besta
kennslustundin í mannasiðum að
láta menn vinna fyrir þeim spjöllum
sem þeir hafa valdið. Ég hejd að
menn læri ekkert inn í fangelsi og
refsingar gera fólk bara biturt og
illt en það vantar tilfinnanlega
vinnubúðir eða vinnuskóla fyrir
þetta fólk.
D.G.
Ljós fyrir
blaðbera
Nú þegar langar og dimmar
veturnætur fara í hönd eru
áskrifendur Morgunblaðsins
vinsamlegast beðnir um að láta
útiljósin loga til hægðarauka
fyrir blaðberana. Það er oft
erfitt fyrir þá að fóta sig í
myrkrinu og margar skrámur
hafa hlotist þegar þeir hafa
hrasað í vetrardimmunni.
Kuldaskór
Stærðir
39-46
**\
*3
Philcovélamarsembæði
Áhyggjulaus þvottur frá upphafi til enda.
Spara pláss, engin barki, engin gufa. Vélarnar spara orku með því
að taka inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þægilegra getur það ekki verið
LAMBRXT
• Tvöföld vél í einu tæki
• Tekur 5 kg í þvott,
25, kg í þurrkun
• Allt að 1000 snúninga vinda
• Flæðivari
• Yfirhitunarvari
• Ryðfríttstálíytrioginnribelg
LA1046
• Tvöföld vél í einu tæki
• Nýjung: Tekur 6 kg í þvott,
þurrkar 3,5 kg
• 400 til 1000 snúninga vinda
• Rofi sem metur tímaþörf
• Rafeindasfýrð hleðslujöfnun
• Flæði- og yfirhitunarvari
i"'
Heimilistækí hf
SÆT0NI8SÍMI691515BKRINGLUNNISÍMI69152D
¦ ,,