Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1991 Atlantslax: Horaður og trúlega sýktur lax í kerum STEINN Steinsson, héraðsdýralæknir, skoðaði töluvert magn af horuðum og sennilega sýktum eldislaxi í kerum fiskeldisfyrirtækis- ins Atlantslax á Reykjanesi síðdegis á mánudag. Framkvæmdastjóri Atlandslax segir að ekki hafi verið til fjármagn til þess að ala lax- inn að fullu en ástandið horfi til bóta þar sem von sé á erlendu fjár- magni í reksturinn. Steinn sagði að hann hefði feng- ið upplýsingar um að ekki væri allt með felldu frá lögreglunni í Grinda- vík. Hann hefði því ákveðið að kanna ástandið sem hefði komið afar flatt upp á hann. „Aðkoman var heldur leiðinleg. Fiskurinn var horaður og eitthvað af honum var uggaskemmt. Inn á milli var mikið um dauða fiska og mjög sennilega sjúkdómur í fískinum,” sagði Steinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að fiskurinn væri í 6 kerum. Mismikið væri í hveiju keri og verst væri ástandið þar sem fjöidinn væri mestur. „Fiskunnn virðist því vena of þétt miðað við fóðurmagn ef eitthvað er gefíð,” sagði hann. Sigurþór Þorgilsson, fram- kvæmdastjóri Atlantslax, sagði að fiskurinn hefði alltaf fengið fóður. „Hann hefur að vísu hvorki fengið fullt fóður né stöðugt vegna skorts á fjármagni en ástandið stendur til bóta þar sem við eigum von á að norskt fyrirtæki, sem byggt hefur fiskeldisstöðvar út um allan heim, komi inn í reksturinn og fullbyggi stöðina,” sagði Sigurþór. Aðspurður sagðist hann eiga von á að fjár- magn frá norska fyrirtækinu kæmi innan hálfs mánaðar þar sem þá lægi fyrir gjaldþrotabeiðni á fyrir- tækið. Sagði Sigurþór að þrjár tegundir af laxi væru í kerunum. Þar væri lax sem aldrei hefði tekið fóður, lax á kynþroskaskeiði sem myndi ná sér með tímanum og matfiskur sem mætti gera að markaðsvöru með góðri fóðrun í 3-4 vikum. Hann sagði að sér fyndist meðferðin á laxinum ekki slæm þar sem hann hefði alltaf fengið eitthvert fóður. Aftur á móti hefði hann ekki náð að halda holdafari sínu vegna þess að fóðurgjöfín hefði ekki verið nægilega mikil. Ef allur fiskurinn kemst upp er um 60 til 70 tonn að ræða. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 16. OKTÓBER YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1030 mb hæð en vaxandi 980 mb lægð um 400 km suður af Vestmannaeyjum hreyfist austur. 995 mb smálægð skammt suður af Jan Mayen þokast suðsuðvestur og grynnist. SPÁ: Norðan og norðaustan hvassviðri. Snjókoma eða slydda norð- anlands en annars þurrt að mestu. Hiti -h4 til +3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan og norðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi og kalt. Él um norðanvert landið en þurrt og víðast létt- skýjað sunnanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg norðvestlæg átt og fremur kalt. Léttskýjað um sunnan- og austanvert landið en annars skýjað en þurrt að kalla um allt land. Svarsfmi Veðurstofu Íslands — Veðurfregnin 990600. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [Tv Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hhi veður Akureyri 0 skýjað Reykjavík 2 skýjað Bergen 10 rigning og súld Helsinki 9 rigningogsúld Kaupmannahöfn 13 rigning Narssarssuaq +4 heiðskírt Nuuk 4-5 helðskírt Ostó 9 skýjað Stokkhólmur 9 rigning og súld Þórshöfn 7 léttskýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 15 skýjað Barceiona 17 mistur Bertín 18 iéttskýjað Chicago 2 léttskýjað Feneyjar 17 rigning Frankfurt 12 þokumóða Glasgow 11 skýjað Hamborg 14 skýjað London 14 mistur Los Angeles vantar Lúxemborg vantar Madríd vantar Malaga 21 léttskýjað Mallorca 21 skýjað Montreal 8 skýjað NewYork 15 skýjað Orlando vantar París 17 iéttskýjað Madeira 21 hálfskýjað Róm 20 rigning Vfn vantar Washington 1 vantar Winnípeg +7 léttskýjað Morgunblaðið/Finnur Magnússon Rottueitrið sem var óvarið í Engey. Óvarið rottueitur í Engey Ekkí hættulegt fólki, segir forstöðu- maður hreinsunardeildar borgariimar ÞAÐ vakti athygli fólks sem var á ferð um Engey um helgina að rottueitur lá þar óvarið og fyrir hvers manns fótum. Pét- ur Hannesson forstöðumaður hreinsunardeildar Reykjavíkur- borgar segir að eitrið sé ekki hættulegt fólki en reynt sé að koma því þannig fyrir að það sjáist ekki. Tveir pokar af rottueitri voru í opnum kassa skammt frá vit- anum í Engey þar sem fólk er talsvert á ferli og gætu böm hæglega komist í pokana og rifið þá og komist þannig í snertingu við eitrið. „Eitrið á að sjálfsögðu ekki að vera á bersvæði þar sem fólk kemst í það. Það er reyndar engin hætta af þessu en það vekur óhug hjá fólki að sjá þetta,” sagði Pétur Hannesson forstöðumaður hreinsunardeild- ar borgarinnar í gær. „Það er það veik blanda sem notuð er að fólki stafar engin hætta af eitrinu. Það er venju- lega sett í fjöruna, þar.sem rott- an er á ferðinni og reynt er að setja pokana undir steina þann- ig að eitrið sjáist ekki, en auðvit- að getur þetta skolast til þannig að eitrið liggi á bersvæði,” sagði Pétur. Boðað verkfall háseta: Míkil röskun á sigl- ingum skipafélaga FUNDUR samninganefnda háseta á kaupskipum og kaupskipaútgerð- anna hjá ríkissáttasemjara í gær stóð í hálfa aðra klukkustund og lauk án þess að skila árangri. Undirnefndir munu funda í dag og síð- an er gert ráð fyrir öðrum fundi á morgun fimmtudag, en boðað verkfall kemur til framkvæmda föstudaginn 18. október. Verkfallið mun hafa veruleg áhrif á siglingar kaupskipa skipafélag- anna sem eru í áætlanasiglingum, að sögn talsmanna skipafélaganna. Verkfallið er boðað frá og 18.-25. október og aftur 11.-15. nóvember hafi lausn ekki fundist á kjaradeilu aðila fyrir þann tíma. Verkföllin koma til viðbótar yfírvinnubanni sem hefur verið í gildi í heimahöfnum undanfarnar vikur. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri hjá Eimskipafélagi íslands, sagði að verkfallið hefði veruleg áhrif á siglingar skipa félagsins. Áætlunarskipin Dettifoss og Brúar- foss myndu stöðvast fram yfir helg- ina og röskun yrði á siglingum strandflutningaskipanna Reykjafoss og Stuðlafoss. Þórður sagði að verkfallið hefði í för með sér mikin kostnað bæði hér og þó aðallega erlendis. Félagið væri að gera ráðstafanir til að rösk- unin hefði sem minnst áhrif á þjón- ustuna meðal annars með því að flytja vörur á milli hafna erlendis. Stefán Eiríksson, staðgengill framkvæmdastjóra Samskipa, sagði að verkfallið hefði áhrif á áætlun- ar-, strand-, og olíuflutninga félagsins. -----»_♦_«---- Reyndu að svíkja út lyf TVEIR karlar og kona, voru hand- tekin í fyrrakvöld fyrir að reyna að svíkja lyf út á stolna lyfseðla. Annar karlanna kom í Garðs Apó- tek með útfylltan lyfseðil á eyðublaði frá lækni í Reykjavík. Starfsmenn Apóteksins vissu að lyfseðlum hafði veirð stolið frá lækninum og gerðu lögreglu viðvart. Maðurinn var hand- tekinn og í framhaldi af því einnig kona og karl. Málþing um höfuðverk: Nýtt mígrenilyf lofar góðu MÁLÞING um höfuðverk var haldið laugardaginn 12. október á vegum félags íslenskra heimilislækna, taugalækningafélags íslands og Glaxo á íslandi. Málþingið var að mestu helgað mígrenihöfuð- verk, einkennum hans og nieðferð. inn á sér vefrænar orsakir í tauga- og æðakerfi. Sjúkdómurinn er mis- slæmur en að meðaltali fá sjúkling- ar um tvö mígreniköst í mánuði, sumir miklu oftar og aðrir jafnvel einungis nokkrum sinnum á ævinni. Þannig fá um 13% sjúklinganna 40% kasta og hefur vinnutap mígrenisjúklinga mselst Á fundinum var gerð grein fyrir helstu lyfjum sem notuð er í með- ferð mígrenis og kom fram að allra nýjasta lyfið við mígreni lofar góðu en verkunarmáti þess er mjög sér- hæfður og aukaverkanir hverfandi. Fram kom að orsakir mígrenis eru vísindamönnum ekki enn full- ljósar er víst er þó að sjúkdómur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.