Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.10.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1991 Um 6% verðlækkun á íbúðum við Ásholt EIGNAMIÐLUNIN hf. hefur auglýst í fasteignablaði Morgunblaðs- ins sérstakt verð á síðustu íbúðunum í húsi Ármannsfells við Ásholt. Að sögn Þórólfs Halldórssonar fasteignasala er um að ræða 600 þús. kr. verðlækkun á 3ja og 4ra herbergja íbúðum og 500 þús. kr. verðlækkun á 2ja herbergja íbúð- um. Nær tilboðið til samtals sjö 3ja og 4ra herbergja íbúða og þriggja 2ja herbergja íbúða. Þórólfur sagði viðbrögðin við tilboðinu hafa verið mjög góð þrátt Lífsbjörg í Norðurhöfum: Magnús með framhalds- mynd í bígerð Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. Kvikmyndahópur frá íslandi er á Grænlandi þessa dagana og er þar á ferð Magnús Guð- mundsson, er gerði myndina „Lífsbjörg í Norðurhöfyin". Hann hyggst nú gera framhald myndarinnar. Markmiðið er sem fyrr að mæla gegn áróðri öflugra umhverfissamtaka sem berjast gegn því að hvala- og selastofnar séu nýttir. í framhaldsmyndinni verður hugað að þeim félagslegu áhrifum sem barátta umhverfissamtak- anna hefur haft á líf veiðimanna og sjómanna, einnig þeim áföllum sem einstaklingar hafa orðið fyrir. Magnús stefnir að því að mynd- inni verði lokið í vetur og verði þá hægt að sýna hana um allan heim. Þannig verði hægt að nota hana í tengslum við mikla, alþjóð- lega umhverfisráðstefnu sem hald- in verður í Brasilíu á næsta ári. » i > Maður með namíbískt vega- bréf, en íslenskt nafn: Fyrirspurnir um feril manns- ins í útlöndum Rannsóknarlögregla ríkisins handtók síðdegis í gær mann þann sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær að bæri namibískt vegabréf og íslenskt nafn og hefði fengið á sig tvær kærur vegna svika hér á landi undanfarna daga. Að sögn Karls Jóhannssonar lög- reglufulltrúa hjá útlendingaeftirlit- inu höfðu í gær ekki borist svör er- lendis frá við þeim fyrirspurnum sem gerðar voru um manninn, annars vegar um hvort hann væri eftirlýstur í öðrum löndum og hins vegar um hvort vegabréf hans væri ófalsað. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar lögreglufulltrúa hjá RLR verð- ur ljóst í dag hvort óskað verður eftir úrskurði um gæsluvarðhald yfir manninum. að meðaltali 1-6 dagar á ári. Tíðni mígrenis er milli 9 og 16% og kon- ur eru að jafnaði 2/3 hluta ^gjúklinganna en karlar 1/3. Önnur form af höfuðverk eru hins vegar algengari hjá körlum en konum. Stundum er hægt að finna þætti sem framkalla mígrenikast eins og til dæmis fæðuóþol, ofþreýtu og streitu en í mörgum tilfellum er ' óljóst hvað kemur mígrenikasti af stað. Meðferð mígrenis felst í fyrir- I byggjandi aðgerðum og meðferð mígrenikasta. Fyrirbygging kasta felst bæði í að forðast þá þætti sem valda mígreni og einnig í lyfjameð- : ferð en meðferð kasta felst fyrst J og fremst í lyfjameðferð. fyrir sölutregðu sem væri á ný- byggingamarkaðnum, en íbúðirn- ar væru þó ekki allar seldar. „Verðið á 3ja herbergja íbúðunum var frá 10.150 þúsund krónum og á 4ra herbergja íbúðunum var verðið frá 10.750 þúsund krónum,- en verðið er aðeins misjafnt eftir hæðum. Það er slegið 600 þúsund af þessum verðum. Þetta eru 103 og 114 fermetra íbúðir og allar fullbúnar ásamt stæði í bíla- geymslu." : V ::: zmtm íbúðirnar við Ásholt .sem Ármannsfell hefur byggt. Borgarráð: Börn fá end- urskinsborða OLL sex ára börn í .Reykja- vík munu í haust fá endurskinsborða frá Reykja- víkurborg. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu frá Skóla- málaráði um að veita kr. 480.000 til kaupa á endurskinsborðum handa öllum sex ára börnum í grunnskólum borgarinnar. Einnig var sam- þykkt að slík fjárveiting yrði frá og með þessu hausti veitt árlega. FJALLAGARPURINN L 200 - FRÁ MITSUBISHI FOUH WHEELER MAGAZINE HBHm ¦MU Bi Bíllinn sem vakti almenna athygli á sýningu ferðaklúbbsins 4x4 MEÐ EFTIRFARANDI SERBUNAÐI FRA BILABUÐ BENNA: / Yfirbygging upphækkuö um 3" / Brettakantar úr gúmmíi / Gangbretti úr áli /32x11 50R15LT radíaldekk / 15 x 8 álfelgur fneð plasthúð / Slökkvitæki - Sjúkrakassi / 6000 punda Warn spil / Svartur ljósabogi / 2 stk. Dick Cepek 130 w. ljóskastarar á toppi / 2 stk. D. C. 100 w. þokuljóskastarar á grind / Svört Warn grind að framan / Sérskoðun Sérstakt kynningarverð: kr. 1.685.000 stgr. m. vsk. með ofantöldum búnaði MITSUBISHI MOTORS HEKLA LAUGAVEG1174 SlMI695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.