Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Tillögur framkva^mdastjórnar EB í sjávarútvegsmálum: 1997 myndutollar á íslenskar fiskaf- urðir lækka um 85% TOLLAR af íslenskum sjávarafurðum á markaði Evrópubandalagsins myndu lækka um 85% árið 1997 frá því sem nú er, og tollgreiðslur lækka úr 2 milljörðum á ári í 300 milljónir, samkvæmt 'þeim tillögum, sem framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins lagði fyrir fastafulltrúa aðildarríkja bandalagsins til lausnar samningunum um evrópskt efna- hagssvæði. Þessar hugmyndir voru ræddar á ráðherrafundi EFTA og EB í Lúxemborg í gærkvöldi. I tillögum framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins fólst, að tollur félli niður af ísuðum, flökuðum og heilfrystum þorski, ýsu, ufsa, grá- lúðu og lúðu við gildistöku samninga um evrópskt efnahagssvæði í árs- bytjun 1993. Einnigyrði blautsaltað- ur þorskur, og önnur söltuð flök toll- ftjáls, þó að undanskildum lax- og grálúðuflökum, og tollar féllu niður af skreið. Þá var gert ráð fyrir að tollar af flestum öðrum sjávarafurðum, sem heyra undir bókun 6 og hafa ekki verið tollftjálsar, lækki um 60% á tímabilinu 1993 til 1997. Þetta á aðallega við um toll af karfa-, löngu-, keilu- og kolaflökum. Loks lækki tollar af söltuðum þunnildum, gellum og þurrkuðum saltfiski um 60%. Ekki var hins vegar gert ráð fyrir að tollar á laxi, síld, makríl, humar, hörpudiski, og rækju lækki. Tollur á saltsíld er nú 12%, og 8-20% á humri, en enginn á rækju og enginn á ferskri eða frystri síld á vertíðar- bundnum útflutningstíma íslend- inga. Til viðbótar þessu var í tillögunum gert ráð fyrir að tilboð íslendinga frá í sumar stæði, um sjávarútvegssamn- ing sem innifæli m.a. að floti EB fái að veiða sem svari 3.000 tonnum af karfa í íslenskri lögsögu, gegn því að íslendingar fái að veiða jafngildi af loðnu og rækju í lögsögu EB við Grænland. Miðað hefur verið við af íslands hálfu, að EB veiði 900 tonn af karfa að hámarki og afgangurinn verði langhali, en frá EB hafa komið innar að samningi yrði markaður fyrir íslenska saltsíld í Evrópu líklega úr sögunni, þar sem verð á síldaraf- urðunum yrði of hátt vegna tollanna. Yfír 90% af saltsíldarafurðum íslend- inga hafa farið til Rússlands, Pól- lands, Finnlands og Svíþjóðar. Nú hefur Rússlandsmarkaður lokast. Pólveijar hafa ákveðið að taka upp tollskrá EB frá næstu áramótum, og margt bendir til þess að Svíar og Finnar gangi í EB. Einar Benediktsson framkvæmda- stjóri Síldarútvegsnefndar sagði við Morgunblaðið, að innan Evrópu- bandalagsins væru mjög þýðingar- miklir markaðir fyrir saltsíldarafurð- ir, einkum í Danmörku, Hollandi og Þýskalandi. Þannig væri talið að heildarsíldameysla Þjóðveija næmi um 280 þúsund tonnum árlega. ís- lendingar hefðu undanfarin ár veitt 90-100 þúsund tonn árlega og fram- leitt um 25 þúsund tonn af saltsíld árlega. Frá slysstað á Hverfisgötu. Morgunblaðið/Ingvar Gangandi vegfarandi varð fyrir bifhjóli GANGANDI vegfarandi slasaðist mikið en var þó ekki talinn í lífshættu eftir að hann varð fyrir bifhjóli á Hverfisgötu aðfara- nótt sunnudagsins. Alls komu bifhjól við sögu í þremur umferðar- slysum um helgina. Maðurinn var á gangi á Hverf- isgötu skammt austan Vitastígs er hann varð fyrir bifhjóli sem ekið var austur Hverfisgötu. Öku- maður hjólsins var einnig fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg, að sögn lög- reg|u. Ókumaður bifhjóls og farþegi hans voru fluttir á slysadeild eftir árekstur við bifreið á mótum Vest- urlandsvegar og Þverholts. Meiðsli þeirra voru ekki talin lífs- hættuleg. Þá varð ökumaður skellinöðru fyrir minniháttar meiðslum, að sögn lögreglu, er hann varð fyrir bíl á mótum Skúlagötu og Rauðarárstígs í gærmorgun. Pilturinn var að aka framúr á Skúlagötu þegar bíl var beygt af Rauðarárstíg í veg fyrir hann. Erlendur maður kærð- ur fyrir fjársvik: Látinn laus að úrskurði Hæstaréttar MAÐUR, sem ber islenskt nafn og namibískt vegabréf og var kærður fyrir fjársvik gagnvart tveimur aðilum í Reykjavík eftir að hafa orðið margsaga um störf sín og uppruna, hefur verið lát- inn laus úr gæsluvarðhaldi að boði Hæstaréttar, sem hnekkti gæsluvarðhaldsúrskurði saka- dómara. Eftir að maðurinn var látinn laus úr haldi úrskurðaði sakadómur Rætt um að herða inntökuskilyrði í Háskóla íslands: gangist undir inntökupróf kröfur um að stærri hluti aflans verði karfí. Verði tilboð framkvæmdastjórnar- Farmannadeilan: Fundað verð- HÁSKÓLARÁÐ hefur rætt hugmyndir um að komið verði á inn- tökuprófi í Háskóla íslands til að ýta undir betri undirbúning stúd- enta fyrir háskólanám. Að sögn Þorsteins Vilhjálmssonar, for- manns kennslumálanefndar HÍ, eru háskólayfirvöld að ræða fleiri hugmyndir um hert inntökuskilyrði í háskólann til þess að fækka þeim fjölmörgu stúdentum, sem falla á fyrstu misserum háskóla- náms. ur a morgun KJARADEILA farmanna og við- semjenda þeirra er á borði Ríkis- sáttasemjara. Formlegur samn- ingafundur er boðaður á morgun. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari segir að lítil hreyfing sé i málinu eftir fyrsta fund hjá honum í gær. „Það eina sem gerðist á þess- um fyrsta fundi var að menn ræddu möguleikana í stöðunni en engin nið- urstaða fékkst,” sagði Guðlaugur. Þorsteinn Vilhjálmsson sagði í samtali við Morgunblaðið að það ylli erfíðleikum hversu illa undir- búnir margir nemendur kæmu til háskólanáms. Sumir ættu einfald- lega ekki erindi í háskóla af þeirri tegund, sem HÍ væri, og væru á réttri hillu annars staðar, til dæm- is í annars konar námi á háskóla- stigi. Bæði þýddi það aukinn kostn- að að fólk eyddi fleiri árum í nám- ið en ætlazt væri til, og eins ylli það ákveðnum vandkvæðum í Húsavík: Beið bana í 4) Þorvalds- staðará Húsavík. ÞAÐ sviplega slys vildi til á Húsavík síðastliðinn laugardag að ungur maður, Höskuldur Goði Þráinsson, féll í Þorvalds- staðará og beið bana. Hann fór að heiman frá sér síðia laugardags og ætlaði í göngutúr en slíkt va.r hann vanur að gera. Þegar hann kom ekki heim á tilsettum tíma var farið að svipast um eftir honum og við leit fannst hann á einni sinni venjulegu gönguleið ofan golfvallarins í Þor- valdsstaðará, sem er mjög grunnt vatnsfall. Talið er að hann hafí ætlað að stikla yfír ána en fallið Höskuldur Goði Þráinsson með þeim afleiðingum sem fyrr getur. Höskuldur Goði var 29 ára, fæddur 29. mars 1962, ókvæntur og barnlaus en lætur eftir sig aldr- aðan föður, Þráin Kristjánsson. kennslu að nemendahópurinn væri óþarflega ósamstæður og með mis- góðan undirbúning. Þorsteinn sagðist vonast til þess að inntökupróf í Háskólann gæti haft áhrif til breytinga í framhalds- skólunum, þannig að námið þar yrði markvissara. „Við erum með þessum hugmyndum ekki að gagn- rýna framhaldsskólana,” sagði hann. „Námið þar hefur orðið fjöl- breyttara og þeir hafa brugðizt við vaxandi ásókn í menntun. Það má segja að það sé eðlilegt næsta skref að skilgreina betur undirbúning fýrir þessa tegund af háskóla, sem Háskóli íslands er. Stúdentspróf er ekki endilega fullnægjandi und- irbúningur fyrir nám í Háskóla íslands, en það getur verið undir- búningur fyrir margt annað; ann- ars konar háskóla eða lífið.” eða vinnuveitendum. Þorsteinn Vilhjálmsson sagði að ekki væri ákveðið hvenær inntöku- prófum yrði hrint í framkvæmd, en það krefðist mikils undirbún- ings. Hann sagði að varlega yrði fárið í sakimar til að byija með og árangur á inntökuprófi ekki látinn vega þungt er metið yrði hvort menn fengju skólavist. Einn- ig væri líklegt að aukið tillit yrði tekið til einkunna á stúdentsprófi, en ómögulegt væri að láta ein- kunnirnar ráða eingöngu, þar sem stúdentsprófið væri mjög sundur- leitt eftir framhaldsskólum. Hann sagði að um efnisatriði inntökuprófsins væri einkum horft til Bandaríkjanna og Svíþjóðar. Markmiðið væri að prófa nemend- ur í ýmiss konar færni, sem menn áynnu sér á löngum tíma, en ekki beinum þekkingaratriðum, sem hægt væri að innbyrða á einni viku. Hann sagði líklegt að prófað yrði í kunnáttu í íslenzku, færni í lestri, orðaforða, rökhugsun og vissri meðferð á gögnum. Prófíð kæmi ekki í stað stúdentsprófs sem mælikvarði á hæfni manna til að heija háskólanám, heldur sem við- bót við það. I kennslumálanefnd eru einnig uppi hugmyndir um að nemendur gætu styrkt umsóknir sínar um skólavist í HÍ með með- mælabréfum eða umsögnum, til dæmis frá fyrrverandi kennurum HJÁLMAR Vilhjálmsson fyrrver- andi ráðuneytissljóri er látinn 87 ára að aldri. Hann fæddist að Hánefsstöðum í Seyðisfirði þann 16. júlí 1904, sonur hjónanna Vilhjálms Árnasonar bónda þar og Bjargar Sigurðardóttur. Hjálmar lauk stúdentsprófí í Reykjavík 1925 og embættisprófí í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1929. Hann var fulltrúi sýslumanns í N-Múlasýslu og bæjarfógeta á Seyðisfirði frá 1930 til 1936 er hann var skipaður sýslumaður í Rangárvallasýslu. 1. júlí 1937 var Hjálmar skipaður sýslumaður N-Múlasýslu og bæjar- fógeti á Seyðisfirði. Jafnframt var hann bæjarstjóri á Seyðisfirði frá 1938 til 1939. 1953 gerðist Hjálm- ar skrifstofustjóri félagsmálaráðu- neytisins. Ráðuneytisstjóri varð hann 1970 og lét af störfum 1. júlí 1973. Hjálmar sat á embættisferli sín- um í ijölmörgum nefndum sem fjöll- uðu um og undirbjuggu lagasetn- Hjálmar Vilhjálmsson hann í farbann til 30. þessa mánað- ar að kröfu RLR og einnig hefur verið kveðinn upp dómsúrskurður um að maðurinn skuli láta lögreglu í té fíngraför og láta taka af sér mynd. Hvoru tveggja hafði maður- inn neitað og hefur Ragnar Aðal- steinsson lögmaður hans einnig kært úrskurðina til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa ekki fengist svör erlendis frá um hvort maður þessi sé eftirlýstur erlendis eða hvort hann eigi sér sakaferil, meðal ann- ars vegna þess að fingraför og ljós- myndir hafa ekki fengist. Með far- bannsúrskurðinum var manninum gert að sæta ákveðnum skilmálum um mætingu hjá lögreglu og hefur hann staðið við þá eins og til var ætlast, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Hugmyndir um að stúdentar Þorsteinn vildi taka fram að hugmyndir þessar væru enn á umræðustigi og ákvarðanir hefðu ekki verið teknar. „Próf af þessu tagi eru við Iangflesta háskóla í nágrannalöndum okkar. Ég veit varla um neinn háskóla í heimin- um, sem er jafnopinn og Háskóli íslands,” sagði hann. „Með prófinu yrði tryggt að allir, sem hæfu nám í HI, væru nægilega undirbúnir. Þeir, sem kæmu að lokuðum dyrum vegna ófullnægjandi árangurs á prófinu, væru nokkurn veginn sama fólkið og nú flosnar upp á fyrsta ári.” Hjálmar Vilhjálmsson fv. ráðuneytissijóri látinn sveitarstjórnarmála. Hjálmar Vilhjálmsson kvæntist árið 1930 Gyðríði Sigrúnu Helga- ingu é sviði almannatrygginga-og -dóttur og eignuðust þau 4 börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.