Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 omRon Sjálfvirknibúnaður Tæknival h.f. hefurtekiö aö sér umboö á íslandi fyrir sjálf- virknibúnaö frá japanska stórfyrirtækiriu OMRON, sem er gamalgróið og leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu slíks búnaðar. Úrvalið, sem OMRON býður er geysimikið og spannar yfir 100.000 vörunúmer, þar á meðal: Rofa, liða, nema, tímaliða, teljara, hitaregla og iðntölvur. Við munum kappkosta að eiga jafnan á lager fjölbreytt úrval af vörum frá OMRON, og leggjum metnað okkar í faglega þjónustu, sem veitt er af vel menntuðu starfsfólki með áralanga reynslu. ÍiTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 108 R. • S. 681665 Samstarfsráð heilsugæslustöðva verði lagt niður * eftir Olaf F. Magnússon Með nýjum lögum um heilbrigðis- þjónustu, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1990, var ákvarðana- taka í heilbrigðisþjónustunni færð frá sveitarfélögum yfir til ríkis- valdsins og þar með fjær vettvangi en áður. Gerð nýrra laga um heilbrigðis- þjónustu var talin nauðsynleg í kjöl- far lagasetningar um nýja verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga, þar sem ríkið varð fjárhags- lega ábyrgt fyrir heilbrigðisþjón- ustunni í landinu. Reynslan af bæði heilbrigðisþjón- ustu- og verkaskiptingarlögunum sýnir, að það var ekki heppilegt fyrir sveitarfélögin að fela ríkisvald- inu forræði í heilbrigðismálum. Ákvarðanir eru nú teknar af aðilum, sem oft hafa litla tilfinningu fýrir heilbrigðisþjónustunni á þeim stað, sem hún er rekin. Þolendum þess- ara ákvarðana finnst þær oft vafa- samar, eins og íbúar Hafnarijarðar, Stykkishólms og fleiri byggðarlaga geta vitnað um þessa dagana. Hverfum frá miðstýringunni Nauðsyn ber til þess, að hverfa frá þeirri miðstýringu, sem lýst er hér að framan. Auka þarf frelsi og ábyrgð fólksins sjálfs í heilbrigðis- þjónustunni. Bent hefur verið á það, að með sameiginiegum rekstri margra sveitarfélaga, jafnvel heilla kjördæma á sjúkrasamlögum, gætu myndast nógu sterkar einingar til að standa straum af kostnaði við heilbrigðisþjónustu um hinar dreifðu byggðir landsins. Með til- komu slíkra sjúkrasamiaga væri valddreifing tryggð í heilbrigðis- þjónustunni og ákvarðanataka færð í heimabyggð á ný. Þær hugmyndir, sem hér er lýst, eru stefna valfrelsis og valddreif- ingar í heilbrigðismálum og miða að því, að raunverulegar sjúkra- tryggingar komi í stað skömmtun- arvalds stjórnmálamanna. Þetta er í samræmi við sjálfstæðisstefnuna í heilbrigðismálum og það er skoðun mín, að núverandi ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks eigi að gangast fyrir gagngerri breyt- ingu á gildandi lögum um heilbrigð- isþjónustu, þar sem horfíð er frá sívaxandi miðstýringu í heilbrigðis- málum. Óviðunandi lög um heilbrigðisþjónustu Þegar frumvarp um ný lög um heilbrigðisþjónustu var lagt fyrir Alþingi haustið 1989 var því mót- mælt kröftuglega. Frumvarpið boð- aði stóraukna miðstýringu og yfir- byggingu í heilbrigðisþjónustunni. Litið var framhjá grundvallaratrið- um, eins og sérstöðu Reykjavíkur í heilbrigðismálum. Einnig var Horft framhjá því, að íslendingar búa við tiltölulega góða og hagkvæma heil- brigðisþjónustu, sem unnt er að þróa og bæta án kostnaðarsamra umbyltinga. Vöntunin er ekki mest á almennri heilbrigðisþjónustu hér á landi, heldur í þjónustu við aldr- aða, og er það sameiginlegt verk-' efni félagsmála- og heilbrigðisyfír- valda að bæta þar úr. Sérstaða Reykjavíkur Mörgum er eflaust enn í fersku minni andstaða borgarstjórnar Reykjavíkur við fyrirhugaðri yfir- töku ríkisins á Borgarspítalanum. Má fullyrða, að sameinuð barátta heilbrigðisstarfsfólks og kjörinna fulltrúa borgarbúa, hafi tryggt Reykvíkingum áframhaldandi for- ræði yfir þessari stofnun. En Reykjavík hefur ekki ein- göngu sérstöðu varðandi sjúkrahús- þjónustu, því auk mikils framboðs á heilbrigðisþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, þá njóta borgarbú- ar þjónustu Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fer fram víðtæk heilsuverndar- og forvarnarstarfsemi og þar hefur átt sér stað gagnmerkt brautryðjenda- starf, sem verðskuldar meiri at- hygli. í heilsuverndarstöðinni er mikilvæg miðstöð ungbarna- og mæðraverndar, skólaheilsuverndar, berklavarna, atvinnusjúkdóma- varna og heimahjúkrunar. Þar er aðsetur héraðslæknis og fram- kvæmdastjórnar heilsugæslustöðv- ar í Reykjavík, og þar er enn starf- rækt langlegudeild á vegum Borg- arspítalans. Rétt er að geta þess, að höfundar lagafrumvarps um heilbrigðisþjónustu virtust ekki gera sér grein fyrir mikilvægi heilsuverndarstöðvarinnar. í Reykjavík er, eins og áður seg- ir, fyrir hendi fjölbreytt heilbrigðis- þjónusta utan sjúkrahúsa, sem er greidd af sjúkratryggingum að verulegu leyti en oft rekin af starfs- fólkinu sjálfu, t.d. læknum, hjúkr- unarfræðingum og sjúkraþjálfur- um. Hefur sjálfstæð- starfsemi tveggja síðarnefndu hópanna færst í vöxt á undanförnum árum, en á sama tíma hefur verið gerð aðför að þeim læknum, einkum heimilis- læknum, sem vilja fremur starfa sjálfstætt en treysta forsjá ríkis- valdsins. Hrokafull afstaða Svo ekki fari á milli mála, hver afstaða heilbrigðisyfirvalda var gagnvart heilsuverndar- og heimil- islæknaþjónustu utan heilsugæslu- stöðva árið 1989, þá skal hér vitnað í umsögn með 10. grein áðumefnds lagafrumvarps um heilbrigðisþjón- Ólafur F. Magnússon „Að mínu mati hefur samstarfsráðið fremur stuðlað að stjórnunar- legri óvissu og sundr- ungu en samræmingu og ég hef áður lýst þeirri skoðun minni, að nafngift þess sé löngu orðin að öfugmæli. Eg legg því til, að sam- starfsráð heilsugæslu- stöðva verði lagt nið- ur.” ustu, er þar segir: „Það liggur ljóst fyrir, að eldra kerfí heimilislækninga og heilsu- verndar í Reykjavík hefur staðið í vegi fyrir nýju skipulagi heilsu- gæslu skv. lögunum ekki síst hverf- askiptingu heilsugæslunnar.” Að mínu mati lýsir setningin hér á undan hroka í garð þeirra aðila, sem hafa um árabil séð um heilsu- vemd og heimilislæknaþjónustu fyrir Reykvíkinga. Þarna er sjónar- miðið það, að ný starfsemi þurfi að ryðja annarri úr vegi til að geta vaxið og dafnað. Þetta er miðstýr- ingarhugsunarháttur í hnotskurn og í þessum anda starfar nú svokall- að samstarfsráð heilsugæslustöðva í Reykjavík. Það einlita heilsu- gæslukerfi, án valfrelsis eða sam- keppni, sem samstarfsráðið vill koma á í borginni, hefur mistekist í öðrum löndum, og þarf ekki að fara lengra en til Svíþjóðar til þess að sjá dæmin. Verk samstarfsráðs heilsugæslustöðva Eins og nánar verður vikið að, Goldstar símkeríi, þar sem ekkert er gefið eftir. ístel Traust fyrirtæki sem tekur réttar ákvarðanir, og er í góðu sambandi við viðskiptavini sína. Það velur traust, fullkomið og tœknilegt símkerfi frá Goldstar. Gœði, þœpindi OQ tœkni. Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir, hafa kosið símkerfi frá Istel. GoklStcir Örugg þjónusta. Komdu við í Síðumálanum, eða sláðu á þráðinn. Og tryggðu góðan árangur. X SIÐUMULA 37 SIMI 687570

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.