Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ Vmsnpn/AIVINNUIÍF Í’RIÐJL'DAGUR ll OKTÖBER 1991 29 Bankar Englandsbanki vill herða regl- ur um reikningsskil fyrirtækja Forráðamenn Englandsbanka vilja herða verulega reikningsskilaregl- ur fyrirtækja með það fyrir augum, að auðveldara verði að átta sig á raunverulegri stöðu þeirra. Vilja þeir með öðrum orðum koma í veg fyrir, að unnt sé að láta stöðuna eða afkomuna líta betur út í ársreikn- ingum en hún raunverulega er. Kom þetta fram hjá Pendarell Kent, aðstoðarforstjóra Englands- banka, á ráðstefnu í London um reikningsskil fyrirtækja en þar sagði hann, að mörg gjaldþrot stór- fyrirtækja að undanförnu hefðu ljóslega sýnt hvað reikningsskilum væri oft og tíðum áfátt. Sagði hann, að verið væri að vinna að nýjum Þrenn samtök í Bandaríkjunum hafa brugðist hart við nýrri auglýsingu frá Honda-verk- smiðjunum japönsku en með henni virðist gefið í skyn, að nýr og sparneytinn Honda Civic sé einkar hollur umhverfinu. Tals- maður Honda segir, að gagnrýn- in sé á misskilningi byggð. í auglýsingunni er Honda Civic VX sýnd umvafin grænum gróðri regnskógarins og undir myndinni stendur að flestra skilningi: „Veltu því fyrir þér hveiju má bjarga.” Talsmenn samtakanna, sem eru Competitive Enterprise Institute, The Nationa! Centre for Public Policy Research og The U.S. Busi- ness and Industrial Council, segja, að þótt Honda Civic kunni að vera sparneytin, hafi bifreiðin ekkert að gera með björgun regnskóg- anna enda sé ekkert samband á milli eyðingar þeirra og eldsneyti- snotkunar. Talsmaður Honda brást til varn- Tölvur Nýr vörulisti frá Tæknivali TÆKNIVAL hf. hefur gefið út nýjan vörulista sem er sameigin- legur fyrir tölvusvið, rekstrarvör- ur, iðnstýrideild og hugbúnaðar- deild. Vörulistinn er rúmlega 90 litprentaðar siður. Ýmsar nýjungar eru í vörulistan- um þ.á.m. upplýsingar um hugbún- aðardeildina sem varð til við samein- mgu Hugtaks hf. og Tæknivals hf. í hugbúnaðardeildinni er aðallega unnið við ýmsar lausnir fyrir fyrir- tæki í sjávarútvegi. Þá er að finna í listanum upplýsingar um netkerfi og nethugbúnað, brýr og nettengi- hugbúnað frá Retix. Tæknival hefur nú gerst umboðsaðili fyrir japanska fyrirtækið Omron og nær samstarfið til svonefndra iðnstýringa og sjálf- virkni í iðnaði. og strangari lagaákvæðum og taldi, að þær nytu víðtæks stuðnings í Ijármálaheiminum. Eru þær nú til umíjöllunar hjá ýmsum samtökum atvinnulífsins og stjórnarstofnun- um. Kent sagði, að íjárfestendur ættu ekki að reiða sig eingöngu á árs- skýrslur fyrirtækjanna og hann ar með því að segja, að með auglýs- ingunni hefði aðeins verið átt við, að bíllinn eyddi litlu, ekki væri haldið fram, að hann hjálpaði náttúrunni með öðrum hætti. Með slagorðinu hefði sem sagt verið átt við, að bíllinn „sparaði” bensín. Þess má geta, að hér er um ræða ensku sögnina „save” en hún getur ýmist merkt að bjarga eða spara. kvað nauðsynlegt að gera miklu nánari grein fyrir tekjum þeirra. Með því væri unnt að koma í veg fyrir, að reikningarnir væru notaðir í blekkingarskyni og til að breiða yfir erfiðleika. Englandsbanki legg- ur einnig áherslu á meiri stöðlun, þar á meðal á betri upplýsingar um starfsemi erlendis og erlendar tekj- ur og á það hvaða áhrif uppkaup á öðrum fyrirtækjum eða sameining hafa haft á stöðu fyrirtækisins: Kent sagði, að strangari staðlar hjálpuðu stjórnendum fyrirtækja við að axla ábyrgðina á reikningun- um og gerðu einnig öll mál, sem ■ snerust um svik eða lögbrot, auð- veldari viðfangs. „Það eru stjórnendur fyrirtækj- anna, sem bera meginábyrgð á undirbúningi_ og samþykkt reikninganna, ekki endurskoðend- ur,” sagði Kent. „Á það verður seint nógsamlega minnst.” Sagði Kent að lokum, að núver- andi staðlar gæfu endurskoðendum allt of mikið svigrúm til að ákveða hvað væri „satt og rétt” í reikning- um fyrirtækjanna. „Það er einmitt á þessu sviði, sem mestra úrbóta er þörf.” Við vinnslu myndar á forsíðu viðskiptablaðs sl. fimmtudag láðist að setja kvarða á efra línurit þar sem synd var þróun á fjölda nýskráðra og brautskráðra nemenda í viðskipta- og hagfræðideild. Jafnframt vantaði skýringar á myndina. Myndin er því birt hér að nýju um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum. + GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Auglýsingar Honda færgagnrýni Konditori - veisluföng annast allar tegundir veisluforma, allt fró gerð sérlagaðs konfekts til glæsilegra kaldra borðo fyrir stórar veislur og smóar. Linda lærði konditor hjó hinum þekkta Gert Sarensen Chef konditor í Tívolí í Kaupmannohöfn og er matreiðslumeistari fró Hótel og veitingaskóla Islands. Meðal þess sem Konditori veisluföng býður eru: skírnartertur - brúðartertur - afmælistertur - útskriftatertur sérlagað konfekt - borðskraut t.d. úr sykri, marsipan eða súkkulaði. Brauðtertur - litlar pitzur - pinnasnittur - kaffisnittur. Ýmsa smórétti í kokteilboð - kalt borð - quiche loraine o.fl. SIGTÚNI 51 - SÍMI: 688884 Afbragðs sogstykki ná til ryksins, hvar sem er NILFISK er vönduð og tæknlléga ósvikin vara, löngu landsþekkt fyrir frábæra eiginleika og dæmalausa endingu. Njottu 3ja ára ábyrgðar og fullkominnar varahluta-og viðgerðarþjónustu okkar. Verðið kemur þér þægilega á óvart, því NILFISK kostar aðeins frá kr. 20.450,- (19.420,- stgr.). /rQnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420_ nilfisk: STERKA RYKSUGANl Öflugur mótor með dæmalausa endingu. 10 lítra poki og frábær ryksíun. Stillanlegt sogafl á þægilegan hátt. t f í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.