Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 47 Nyja kirkjan a Skagaströnd. Morgunblaðið/ólafur Bernódusson Skagaströnd: Fjölmenni við kirkjuvígslu Biskup og- safnaðarmeðlimir fyrir altarinu. Skagastrond. FÁNAR blöktu við hún og það var hátíðablær yfir Skagaströnd sunnudaginn 20. október. Þá vígði biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, nýja kirkju Hólanessóknar. Við at- höfnina söng kór Hólaneskirkju undir stórn Julians Hewlett og Jóhanna Linnet söng einsöng. Mikið fjölmenni var við vígsluna og auk biskupsins voru viðstaddir vígslubiskuparnir séra Bolli Gúst- avsson og séra Sigurður Guð- mundsson ásamt sóknarprestinum séra Agli Hallgrímssyni og prestum úr nágrenninu. Þar fyrir utan voru viðstaddir þrír fyrrverandi prestar safnaðarins sem allir hafa lagt hönd á plóginn við byggingu nýju kirkjunnar. Athöfnin hófst með því að nokk- ur sóknarbörn báru kirkjumuni inn í nýju kirkjuna þar sem biskup kom þeim fyrir á altarinu. Þá var frum- flutt nýtt tónverk fyrir flautu og orgel eftir organista kirkjunnar Julian Hewlett. Hefur hann tileink- að kirkjunni þetta verk sem hann flutti ásamt konu sinni Rosemary Hewlett. Eftir að biskup hafði vígt kirkj- una fiutti Kristján Hjartarson ljóð sem hann hafði ort í tilefni vígsl- unnar en að lokum tók til máls Lárus Ægir Guðmundsson formað- ur byggingarnefndar. Fram kom í máli hans að upphafið að byggingu kirkjunnar mætti í raun rekja til úttektar á gömlu kirkjunni sem gerð var á vegum biskupsembætt- isins fyrir 18 árum. Þar kom fram að kirkjan væri mjög illa farin og erfitt mundi reynast að gera' við hana. Eftir nokkra umhugsun var síðan ákveðið að byggja nýja kirkju og var fyrsti fundur byggingar- nefndar haldinn í júní 1978. Fyrstu fimm skóflustungurnar tók síðan séra Pétur Þ. Ingjaldsson þáver- andi sóknarprestur þann 29. sept- ember 1979 og mynduðu þær krossmark. Verklegar fram- kvæmdir hófust síðan í maí árið 1981 og má því segja að bygging- artími kirkjunnar sé 10 ár. í fyrstu var Guðmundur Lárusson bygging- armeistari kirkjunanr en er hann flutti af staðnum tók Helgi Gunn- arsson við og kláraði verkið. Útlits- hönnun kirkjunnar var í höndum arkitektanna Örnólfs Hall og Orm- ars Þórs Guðmundssonar hjá Arki- tektastofnuninni sf., innanhúss- hönnun var í höndum Gunnars Ein- arssonar og verkfræði- og tækni- þjónustu sáu Fjarhitun hf. og Raf- teikning hf. um. I máli Lárusar kom einnig fram að kostnaður við byggingu kirkj- unnar væri kominn í 70 milljónir og hefur byggingin notið margra góðra gjafa frá einstaklingum og fyrirtækjum þannig að gjafafé mun nema um 25% af kostnaðinum. Að lokum afhenti Lárus formanni sóknarnefndar, Aðalbjörgu Haf- steinsdóttur, stóran lykil sem tákn um að byggingarnefndin skilaði kirkjunni af sér fullbúinni til sókn- arnefndarinnar. Að lokinni athöfninni í kirkjunni var öllum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu þar sem kirkjunni bárust gjafir og heillaóskir, ræður voru fluttar ásamt ýmis konar tón- listarflutningi. Félag íslenskra orgelleikara 40 ára: Norrænt kirkjutón- listarmót undirbúið AÐALFUNDUR FÍO var haldinn 15. september sl. í Hailgrímskirkju. Félagið var stofnað vorið 1951 og var dr. Páll Isólfsson fyrsti formað- ur þess. Tilgangur félagsins er að efla kirkjutónlist í landinu og standa vörð um hagsmuni organista. Félagið varð snemma aðili að norræna kirkjutónlistarráðinu, en lilutverk þess er að kynna og standa fyrir flutningi þess nýjasta i kirkjutónlistinni. I skýrslu formanns á aðalfundin- um kom fram, að nú er unnið að undirbúningi næsta norræna kirkju- tónlistarmótsins, en þau eru haldin fjórða hvert ár og er nú komið að Islandi. Einnig kom fram að á síð- astliðnu starfsári voru undirritaðir kjarasamningar milli félagsins og Reykjavíkurprófastsdæmis, þar sem margar leiðréttingar fengust, enda fyrri samningur frá 1975 löngu úrelt- ur. Frá árinu 1968 hefur félagið stað- ið að útgáfu eigin málgagns, sem ber nafnið „Organistablaðið”, en það færir fréttir af því sem er að gerast hveiju sinni á kirkjutónlistarsviðinu og tekur til umfjöllunar hin margvís-Jr legustu mál þess efnis. Stjórn félagsins var öll endurkjör- in, en hana skipa: Kjartan Siguijóns- son formaður, Hörður Áskelsson rit- ari, Kristín Jóhannesdóttir gjaldkeri, Helgi Bragason og Bjöm Steinar Sólbergsson meðstjómendur. Vara- menn era Marteinn H. Friðriksson og Gróa Hreinsdóttir. Á fundinum var Jakob Tryggva- son, fyrram organisti Akureyrar- kirkju, kjörinn heiðursfélagi. (Fréttatilkynning) Nýkjörin stjórn FÍO, f.v.: Helgi Bragason, Hörður Áskelsson, Björn Steinar Sólbergsson, Kjartan Sigurjónsson og Kristín Jóhannesdóttir. Suður-Þingeyjarsýsla: Sprungurnar reynd- ust frostsprungur Húsavík. EYSTEINN Tryggason jarðeðlis- fræðingur hefur nú skipt um búsetu og er fluttur frá Reykja- vík til Húsavíkur. Hann verður þó áfram starfsmaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar og vinnur að sérstökum verkefnum fyrir hana. Hann mun síst vera verr settur hér en fyrir sunnan því eldfjallasvæði er mikið í ná- grenninu. Eysteinn hefur haft á hendi ýms- ar athuganir hér um slóðir í sam- bandi við Kröfluelda. í gær fór hann upp á Reykjaheiði og kannaði sprungur sem bóndi nokkur hafði séð og talið óeðlilegar. Eysteinn segir að Tiér sé um algengar frotspr- ungur að ræða sem séu tíðar á hálendinu en sjaldgæfari þegar nær sjó dregur. Hann telur þessar sprungur ekki fyrirboða frekarrff? inda en segir ágætt ef menn láti vita ef þeir telji sig sjá eitthvað sérstakt þó það virðist ekki alvar- legur fyrirboði neins. -fréttaritari. Alþýðubandalagið: Nýta ber kosti markaðsbúskapar inn- an ramma róttækrar jafnaðarstefnu - segir í drögum að nýrri stefnuskrá sem verða lögð fyrir landsfund í næsta mánuði DROG að nýrri stefnuskrá Alþýðubandalagsins voru til umræðu á fundi miðstjórnar flokksins fyrir skömmu og verða þau lögð fyrir landsfund Alþýðubandalagsins, sem fer fram dagana 21.-24. nóvemb- er. I drögunum er hlutverki flokksins lýst svo: „Alþýðubandalagið er flokkur jafnaðarstefnu og félagshyggju, róttækur flokkur sem byggir á grunnhugmyndum jafnaðarstefnunnar, sósíalismans, um jafnrétti, félagslegt réttlæti og lýðræði.” Framkvæmdastjórn flokksins hef- ur að undanfömu unnið að gerð nýrr- ar stefnuskrár og hafa Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og Már Guðmundsson hagfræðingur samið endanleg drög eins og þau verða lögð fyrir landsfundinn. Aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna I stefnuskrárdrögunum er lögð áhersla á aukið vægi þjóðaratkvæða- geiðslna og möguleika alþingis og alrdaiiiiávaldsi ítili \éá jiánnsaka og upplýsa mál sem varða almanna- heill. „Sérhver einstaklingur á rétt á að njóta hæfíleika sinna sem best, svo lengi sem hann skerðir ekki rétt annarra þjóðfélagsþegna,” segir m. a. í kafla um lýðræðislegt samfélag. I kafla sem ber heitið „hagkerfi og markaður” segir m.a.: „Það þjóð- félag jöfnuðar og lýðræðis sem Al- þýðubandalagið stefnir að verður aðeins reist á róttækri jafnaðarstefnu sem hefur hagsmuni alls almennings að leiðarljósi. Það getur því ekki grundvallast á fijálshyggjunni, hinni blindu trá á óheftan markaðsbúskap. Þáð 'gétur því síður byggst á alráðri forsjárhyggju ríkisins né á stefnu einangranar eða á hagsmunum sér- réttindahópa. Innan ramma róttækr- ar jafnaðarstefnu ber að nýta kosti markaðsbúskapar á margvíslegum sviðum, en þó ætíð með það að leiðar- ljósi að markaðurinn á að vera þjónn en ekki herra, tæki en ekki trúar- brögð. Þar sem markaðurinn bregst verður að grípa inn í með margvísleg- um hætti. í slíku blönduðu hagkerfi hefur ríkið það hlutverk að skapa almennan ramma um efnahagsstarf- semina.” Fiskstofnar sameign landsmanna „Alþýðubandalagið lítur á helstu auðlindir landsins, þ.m.t. fiskstofna og orku fallvatna og jarðhita, sem sameign landsmanna. Nýta ber þess- ar auðlindir með þetta að leiðarljósi og gæta þess að arðurinn af þeim renni öllum landsmönnum í skaut,” segir í kafla um „auðlindir, umhverfi og atvinnulíf.” Ekki er minnst á stór- iðju en áhersla lögð á skynsamlega auðlindanýtingu og umhverfisvernd sem forsendu atvinnuþróunar. Hvergi er vikið beinum orðum að bandaríska hernum, Atlantshafs- bandalaginu eða Evrópubandalaginu í stefnuskrárdrögunum en í kafla um utanrikismál segir: „Alþýðubanda- lagið berst fyrir því að Island verði friðlýst og herlaust land utan hernað- arbandalaga, í samræmi við þá stefnu að komið verði á fót alþjóð- legu öryggiskerfi friðar og samráðs sem byggist á þeirri grandvallarreglu að engin þjóð haldi her í landi ann- ars. íslandi ber að taka með fullri reisn þátt í samstarfi þjóðanna með frið, afvopnun og efnahagslegar framfarir að leiðarljósi, samhliða því sem sjálfstæði þjóðarinnar, menning hennar og tunga er varðveitt og full yfirráð yfir sameiginlegum auðlind- um eru tryggð. Þjóðinni er mikilvægt að opið og sanngjarnt alþjóðlegt við- skiptakerfi sé við lýði sem veiti þjóð- um heimsins aðgang að heimsmark- aði fyrir vörar og þjónustu án mis- mununar.” Már sagði í samtali við Morgun- blaðið að drögunum hefði verið vel tekið af miðstjórn en þau verfl%! áframhaldandi umræðu fram að landsfundi. Mótmæla áformum um minni samkeppni í samgöngumálum Á miðstjórnarfundinum var sam- þykkt ályktun þar sem mótmælt er að ríkisstjórnin hafi með opinberam miðstýringartilskipunum reynt að tryggja hagsmuni þeirra stórfyrir- tækja hérlendis sem á undanförnum áratugum hafí keppt að einokunarað- stöðu í krafti lokaðs hagkerfis og pólitískra ítaka. „Miðstjómarfundur- inn mótmælir þeim áformum rftcL- stjómarinnar að draga svo úr sam- keppni í siglingum að eitt fyrirtæki nái fullkomnum undirtökum á því sviði,” segir í ályktuninni og er harm- að að snúið hafi verið af braut sam- keppni í flugi og tekur miðstjórn undir gagnrýni Neytendasamtak- ánna „á þá hagsmunavörslu á kostnj að almennings sem birst hefur í íflSgÁ málum að undanförnu,” eins og seg- ir í ályktuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.