Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 46
\ 46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Gustavsberg Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið Gustavsberg Fæstíhelstu igarvöruvers umlandallt. Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins: Kyrrstaðan ekki rofin nema með nýjum leiðum í stjóm efnahagsmála Hér á eftir fer stjórnmála ályktun flokksráðsfundar Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var síðastliðinn föstudag: I í samræmi við úrslit þingkosn- inganna í apríl hefur Sjálfstæðis- flokkurinn axlað ábyrgð á forystu í landstjórninni. Á skömmum tíma var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins mynduð. Þar með sköpuðust allt aðrar forsendur í stjórn landsmála en ríkt hafa und- anfarin 20 ár, þegar Framsóknar- flokkurinn hefur verið í úrslitaað- stöðu á Alþingi og í ríkisstjórn. Þessi umskipti ein valda auknum hita í stjórnmálabaráttunni og kalla á ný vinnubrögð. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur sett sér að höfuðmarkmiði að ijúfa langvar- andi kyrrstöðu í atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar. Ríkisstjórnin vill hefja framfarasókn á nýjum forsendum. Á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því að ríkisstjórn- in var mynduð hefur hún orðið að takast á við erfiðari verkefni en nokkurn óraði fyrir. Fyrrverandi ríkisstjórn skildi við fjárhag ríkisins á ákaflega veikum stoðum og hafði auk þess tekið misheppnaðar ákvarðanir í atvinnumálum þjóðar- innar. Ríkisstjórnin ætlar að taka fjár- mál og rekstur ríkisins til róttækrar endurskoðunar. Annars vegar til að tryggja að velferðarþjóðfélagið standi í framtíðinni á varanlegum grunni. Hins vegar til að skapa atvinnulífinu aukið svigrúm og örv- andi starfsskilyrði. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir heilshugar stuðningi við þessi markmið ríkisstjórnarinnar og hvetur til samstöðu sjálfstæðis- manna og þjóðarinnar allrar um þau. II Horfur í atvinnu- og efnahagslífí Islendinga um þessar mundir eru ískyggilegri en um langt árabil. Áfram er búist við samdrætti í landsframleiðslu og þjóðartekjum vegna erfiðra ytri skilyrða og mis- heppenaðrar hagstjórnar undanfar- unni og þeir studdir til sjálfsbjargar. III Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fagnar þeirri heilsteyptu og metn- aðarfullu stefnu sem lýst er í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar. Áform stjórnarflokkanna um breyt- ingar á ríkisrekstrinum, einkavæð- ingu, eflingu atvinnulífs, nýsköpun velferðarkerfisins og aðlögun Is- lands að alþjóðlegu efnahagslífi eru í sögulegu samhengi sambærileg við þær miklu breytingar á efna- hagslífinu sem viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir í upphafi sjöunda áratugarins. Þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum eiga einnig að leiða til sambærilegs lífskjara- bata og þá varð. IV V- -i rr'€-T' n^raíl^ SVQ h fjd fefrW ð. //Irtj n\l /t... - . I f .innilllj./ív'I i 'li •; 1 • 1.... ■ o I., .ij;d■> r t(i ul.ilír.ja n: í.5 > } l. ci.iI.JO' i. ( í ca.)j inna ára. Eftir 20 ára setu Fram- sóknarflokksins i ríkisstjórn er byggðastefna og framkvæmd henn- ar í kaldakoli. Þess sjást merki um land allt, þar sem störfum fer fækk- andi. Þessari þróun verður að snúa við, annars er hætta á alvarlegri og varanlegri byggðaröskun. Mat Þjóðhagsstofnunar er að ekki sé að óbreyttu að vænta hagvaxtar fyrr en 1993, gangi áform um byggingu álvers á Keilisnesi eftir. Kjarasamn- ingum nú á haustmánuðum er því afar þröngur stakkur sniðinn. Kyrrstaða í atvinnulífinu verður ekki rofin nema farnar séu nýjar leiðir við stjórn efnahagsmála. Efla verður markaðsbúskap og búa ein- staklingum og fyrirtækjum hvetj- andi starfsumhverfi með sanngjörn- um leikreglum og stöðugleika í efnahagslífí. Taka verður mið af þeirri skipan efnahags-, viðskipta- og atvinnumálá sem við lýði er í nágrannalöndunum. Hætta verður beinum afskiptum ríkisins af ein- stökum atvinnugreinum og fyrir- tækjum. Á sviði ríkisfjármála, pen- inga- og gengismála verður að beita almennum ráðstöfunum til að tryggja stöðugleika. Undanfarin misseri hefur ríkt þjóðarsátt um kaup og kjör á vinnu- markaði. Hún hefur kostað fórnir en einnig skilað mikilsverðum árangri sem ljóst er að allur almenn- ingur kann að meta. Áframhaldandi sáttargjörð um sanngjörn kjör er forsenda þess að Islendingar geti yfirunnið hinn mikla vanda sem við blasir og sótt fram til öruggrar hagsældar á grundvelli nýrrar og heilbrigðrar efnahagsstefnu. Stað- inn skal vörður um afkomu þeirra, sem minnst mega sín í lífsbarátt- yjtfv&m SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR • ALLA- FJÖLSKYLDUNA ®Stinga ekki ®Úr fínustu merinóull @Mjög slitsterk « Má þvo viö 60°C SKÁTABÚÐIN SNORRABRAUT QQ, S. 624145 . Flokksráð Sjálfstæðisflokksins lýsir ánægju sinni yfir því að stjórn- kerfi kommúnista er hrunið í Sovét- ríkjunum. Þeir atburðir hafa enn staðfest gildi þeirra hugsjóna mannúðar, mannréttinda og virð- ingar fyrir eignarréttinum, sem búa að baki sjálfstæðisstefnunni. Vindar frelsis og sjálfstæðis fara um Evrópu. Um leið og sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna er innilega fagnað lýsir flokksráðið yfir stuðn- ingi við sjálfstæðisbaráttu annarra þjóða, sem eru að losna undan oki kommúnismans. Sjálfsákvörðunar- rétt þjóða ber að virða um leið og stuðlað skal að friðsamlegri lausn deilumála, sem kunna að fylgja sjálfstæðisbaráttunni. Hvetur flokksráð til þess að ríkisstjórnin taki mið af því að Júgóslavía er ekki lengur eitt ríki og þar eru þjóð- ir, Slóvenar og Króatar, sem hafa sett fram réttmætar óskir um viður- kenningu á sjálfstæði sínu. Flokksráðið styður heilshugar frumkvæði Bandaríkjastjórnar og Atlantshafsbandalagsins til að fækka kjarnorkuvopnum, ekki síst um borð í herskipum og kafbátum. Það sýnir best að með hruni kom- múnismans hafa skapast nýjar að- stæður í heimsstjórnmálum. íslend- ingar verða áfram að leggja sinn skerf af mörkum til að tryggja frið og stöðugleika á Norður-Atlants- hafi. Samningaviðræður um evrópskt efnahagssvæði virðast á lokastigi. Er miklvægt að hagsmuna íslands verði gætt til hins ýtrasta þar til lyktir fást. V I kosningabaráttunni í vor héldu sjálfstæðismenn því fram að þjóðin ætti um skýra kosti að velja. Ann- ars vegar framhald vinstri stjórnar sem leitt hefði til aukinna ríkisum- svifa og piiðstýringar og stórfelldra skattahækkana. Hins vegar frjáls- lynda og víðsýna stefnu Sjálfstæðis- flokksins sem leggur áherslu á auk- ið frelsi, svigrúm og sjálfstæði ein- staklinganna til athafna í atvinnu- og menningarlífi. Góður sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum tryggði að unnt var að mynda ríkisstjórn sem vinnur að því að koma í framkvæmd fyrir- heitum og hugsjónum um aukið frelsi, aukna hagsæld og velferð á varanlegum grunni. Miklu skiptir að ríkisstjórnin fái víðtækan stuðn- ing við þá miklu og erfiðu vinnu sem framundan er. Heill og ham- ingja þjóðarinnar veltur á því að nú takist að brjóta í blað og sækja fram til bættra og öruggra lífskjara. T&iteuicb Heílsuvörur nútímafólks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.