Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 37
MÖÉGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJi1dA(ÍUR 22Í; ÓÍODÓBE^ íahl. Asu Þorsteinsdóttir Kristinsen - Minning Fædd 7. júní 1896 Dáin 13. október 1991 Kynslóð sú, sem upprunnin er á síðustu áratugum síðustu aldar, er nú óðum að renna sitt skeið og hverfa. Binn fulltrúi hennar, Ása Þor- steinsdóttir Kristensen, andaðist 13. þessa mánaðar eftir allerfiða sjúkdómslegu. Ása var yngsta dóttir hjónanna í Lækjargötu 10, Þorsteins Tómassonar, járnsmiðs, og konu hans, Valgerðar Ólafs- dóttur. Þorsteinn Tómasson, járn- smiður, setti niður smiðju þarna við lækinn og byggði sér íbúðar- hús við hliðina á lóð Lækjarkots, föðurleifð konu sinnar, skömmu fyrir 1880, og er það meðal elstu steinhúsa í Reykjavík. Það er úr höggnum steini og límt saman með kalki. Kalkið var unnið í Kalk- ofninum, sem var neðst við Arnar- hól skammt frá lækjarósnum. Ása bjó alla sína tíð í þessu húsi og má segja að nú hafi slitn- að sá strengur sem verið-hefur óslitinn síðan um 1880. Er mér til efs að hægt sé að tilgreina jafn- langa samfellda búsetu einnar ættar á sama blettinum í Reykja- vík fyrr eða síðar. Árið 1924 giftist Ása Aksel Kristensen, lyfsala, en honum var veitt lyfsöluleyfið í Kópavogi 1957, er þar var þá fyrst stofnað apó- tek. Hann rak apótekið við miklar vinsældir til 75 ára aldurs árið 1968. Aksel lét félagsmál til sín taka og var hann fyrsti formaður Lyfjafræðingafélags íslands 1932. Aksel lést á 80. aldursári árið 1973, en hann var.fæddur í Dan- mörku árið 1893. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en tóku í fóstur systurdótt- ur Aksels, Bodil Sahn, kennara við Menntaskólann í Reykjavík, er hún var 14 ára. Bodil giftist og átti einn son, Jón Snorra Halldórsson. Voru miklir kærleikar með þeim og mæðginunum, en Bodil og Jón Snorri eru bæði látin. Með þeim Ásu og Aksel bjó alla tíð systir Ásu, Ragnheiður Þor- steinsdóttir, en hún lést árið 1975. Okkur sem slitum barnsskónum í Lækjargötu og Skólabrú verður heimilið í Lækjargötu minnisstæð- ast fyrir það, hversu miklir aufúsu- gestir við vorum og er þó ekki örgrannt um, að ærslin og fyrir- ferðin hafi verið mikil á stundum. Ása bjó þeim hjónum einkar vistlegt og fallegt heimili. Hún stóð alla tíð fyrir svokölluðu 11- kaffí hvern virkan dag vikunnar, þar sem íbúarnir á blettinum og fleiri komu og gerðu stuttan stans. Það hagaði nefnilega þannig til, að bróðir Ásu, Ólafur, læknir, og synir hans tveir, Stefán, læknir, og Þorsteinn, tannlæknir, höfðu allir lækningastofur í næsta húsi og skutust yfír þegar tilefni gafst til. Þetta var fréttastofa í bestu merkingu og þarna var lífsgátan oft ráðin. Mjög er minnisstæður glugga- spegill einn mikill, sem sneri út að Menntaskólanum. Þar var hægt að sjá alla umferð í Lækjargöt- unni til beggja átta. Það þótti-hin besta skemmtun að fylgjast með bæjarlífinu í þessum spegli. Þá var ekki amalegt að vera í stúkusæt- um við 17. júní hátíðahöldin í Lækjargötunni á þessum árum. Einn var sá siður danskur, nefndur að slá köttinn úr tunnunni. Danir á íslandi efndu til skemmtunar á útmánuðum ár hvert, þar sem þetta var framkvæmt við geysi- lega kátínu viðstaddra. Það brást aldrei að Aksel og Ása byðu okkur með sér. Kemur þetta fram í hugann í dag, vegna þess að það var mikið tilhlökkunarefni að fara með þeim hjónum á „fastelavnsfest” eins og Danir kallar hátíð þessa. Við áttum góða, trausta og eftinninnilega vini í þessu fólki. Umhverfið og bragurinn í Mið- bænum í Reykjavík hafa breyst ótnilega mikið frá því þessi kyn- slóð lifði þar og bjó. Hvernig skyldi þessu fólki hafa fundist þróunin? Mikið er ég feginn, að það var aldrei spurt. Við kveðjum að leiðarlokum í dag drengskaparkonu með virð- ingu og þökk. Ólafur Þorsteinsson Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70 Fj ölskyldukvöld á Pizza Hut Þriðjudagskvöld eru fjölskyldukvöld hjá okkur á Pizza Hut. I*á bjóðum við upp á okkar geysivinsælu fjölskyldupizzu, sem er heil máltíð fyrir 4 til 6. Með fjölskyldupizzunni fáið þið að auki fría könnu af Pepsí svo allir hafí nóg að drekka. Gerið ykkur dagamun og komið á Pizza Hut í kvöld. Athugið, þetta tilboð er tímabundið. Pgia g] ■Hut» , QtA&Jotí' Hótel Esju • Suðurlandsbraut 2 • Sími 680809. Merrild setur brag á sérhvern dag Merrild kaffið er afar vinsælt og það á sér góðar og gildar ásæður: Hin frábæra fylling og mýkt í bragðinu helst lengur í munni en þú átt að venjast. Kaffiö er drjúgt og milt en aldrei rammt eða súrt. Það leynir sér ekki að það er blandað og brcnnt úr heimsins bragðbestu kaffitegundum frá Kólombíu, Brasilíu og Mið-Ameríku. Góð kaffíráð Gott hráefni er aðalsmerki Merrild kaffisins og mjúki pokinn tryggir að gæðin haldist svo að þú færð alltaf sama ilmandi kaffið og frábæra kaffibragðið. Tæmdu aldrei pokann í dós. Settu kaffipokann ofan í Merrild kaffi- dósina. Þannig kemst hvorki súrefni né birta að kaffinu og ilmurinn, bragðið og ferskleikinn haldast til síðasta dropa. t I // H íf *■« » * AU/M&l Langar þig í fallega kaffídós ? Klipptu strikamerkiö af rauða Merrild pakkanuni og fáðu kaffi-dós eins og þá sem þú sérð hér til hliðar. Allt sem þarf að gera er að geyma strikamerkin af 6 pökkum af rauðum Merrild 500 gr. og senda til okkar. Þá sendum við þér Merrild kaffidós þér að kostnaðarlausu. Einnig getur þú skipt strikamerkjunum í peninga ef þú vilt ekki kaffidósina. 2 strikamerki = 40 kr. 4 strikamerki = 80 kr. 6 strikamerki = 120 kr. Já, takk. □ (krossið við) ég vil gjarnan fá eina Merrild kaffi- dós og sendi hér með 6 strikamerki af rauðum Merrild 500 gr. I I (krossið við) ég vil gjaman fá greitt fyrir meðfylgjandi ________________stk. strikamerki samtals________________kr. Hámark 1 umslag og 6 strikamcrki á heimili. Nafn________ Heimilisfang Póstnr./bær_ Umslagið sendist til Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík. Síðasti innsendingar- dagur er 31.janúar 1992. Svona lítur strikamerkið út. Þú finnur það aftaná rauðum Merrild pakka. Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík. BOTT FÖLK/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.