Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 40
40 MÖRGÚNBLÁÐIÐ 'ÞftlÐJÚDAGlfft 22! ÖKTÖÖEft Í9Ö1 fclk f fréttum Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson Gunnar Þórðarson, höfundur laga á Landið fýkur burt, afhendir Sveini Runólfssyni forstjóra Land- græðslu ríkisins segulbandssnældur með tónlist Ríó tríó. F.v. á myndinni eru Ágúst Atlason, Helgi Pétursson, Gunnar Þórðarson og Ólafur Þórðarson Ríó tríó-menn, Stefán H. Sigfússon, Sveinn Runólfs- son og Andrés Arnalds frá Landgræðslu ríkisins, og Daníel Þórarinsson umhverfisstjóri Lions. Morgunblaðið/Árni Sæberg Steingrímur Guðmundsson við trommusettið. ÁSLÁTTUR Draumur trymbilsins Hvarvetna eru gítara- og hljóm- borðabúðir, en búðir fyrir aðra sem tónlist stunda eru fáar. Fyrir skemmstu tóku tveir trommu- leikarar, Steingrímur Guðmundsson og Martin van der Valk, sig til og settu á stofn verslunina Samspil á mótum Nóatúns og Laugavegs sem ætlað er að selja búnað fyrir trommu- og slagverksleikara fyrst og fremst, þó þar fáist allt frá Suzuki-kennsluhljóðfærum upp í hljóðmögnunartæki og hátalara, sem margt er selt í umboðssölu. Steingrímur segir að þeir hafi á bostólum slagverkstól fyrir allt frá byijendum í atvinnumenn og nefndi sérstaklega steinaspil, sem Elías Davíðsson gerði úr sérvöldu ís- lensku grjóti. Steingrímur sagði þá félaga hafa viljað veita þjónustu sem vantaði, þegar þeir voru búnir að aðstoða menn lengi við að sér- panta að utan. Enn væri mest að gera við sérpantanir, en þeim yxi fiskur um hrygg eftir því sem búð- in eltist. Því er svo við að bæta að næst- komandi laugardag verður opnun- arhátíð í verslun Steingríms. Þá munu koma fram hljómsveitirnar Orgill, Loðin rotta, Súld og Guð- mundur Steingrímsson og félagar, Friðrik Karlsson og fleiri. SÖFNUNARÁTAK í SJÓNVARPIOG ÚTVARPI - Ríó gefur hljómplötu til styrktar Landgræðslunni Þarna eru þær f.h. Sveinbjörg, Ósk, Guðbjörg, Ósk og Jóhanna. VIÐBURÐUR Fimm ættliðir Landið fýkur burt” heitir nýjasta hljómplata Ríó tríó og kemur hún út á næstunni. Heiti plötunnar er dregið af titillagi hennar, en þeir félagar hafa gefið Landgræðsl- unni útgáfurétt á plötunni og allan ágóða af sölu hennar í söluátaki sem fram fer í nóvember nk. Unnið er að því að Lions- og Lionessuklúbbar víða um land ann- ist sölu hljómplötunnar, en hreyf- ingin hefur lengi haft á stefnuskrá sinni stuðning við umhverfismál. Kaupþing hf. hefur tekið að sér að Ijármagna útgáfu plötunnar og veita ráðgjöf á því sviði. Saga Film mun leggja til vinnu við gerð tónlistarmyndbands og Rík- isútvarpið hefur sýnt málinu áhuga. Sérstakir þættir verða í dagskrá þess vegna söfnunará- taksins sem hefst um næstu mán- aðamót og lýkur 23. nóvember. Þann dag sinnir Rás 2 söfnunará- takinu í útsendingum sínum og um kvöldið verður bein útsend- ing í sjónvarpi og á Rás 2 frá Perlunni. Þetta er Ijórtánda LP-plata Ríó tríós en öll lögin á henni eru eftir Gunnar Þórðarson og textar eftir Jónas Friðrik Guðnason. Það er von Ríó-manna, Landgræðslunnar, Li- onshreyfingarinnar á íslandi og Kaupþings hf. að landsmenn láti sig varða þetta söfnunarátak og taki vel á móti sölufólki þegar þar að kemur. Fréttatilkynning. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0017 8092 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 2580 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0029 8481 Öil kort gefin ut af B.C.C.I. og byrja á 4507 10 4548 10 4541 80 4560 07 4541 81 4560 62 4966 07 AfgreiösJufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umlerö og sendiö VISA íslandi sundurklippt VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir aö klófesta kort og vísa á vágest. ^æmVISA ÍSLAND Hðfðabakka 9 • 112 Raykjavlk Sfmi 91-671700 egar skíra átti hina tveggja mánaða gömlu Jóhönnu Jó- hannsdóttur í Sandgerðiskirkju á dögunum gerðist það, að fimm ættl- iðir voru allt í einu samankomnir við athöfnina. Elsti ættliðurinn 84 ára, en sá yngsti 2 mánaða. Elst er Syeinbjörg Þorgilsdóttir, 84 ára, þá Ósk Valdemarsdóttir 60 ára, Guðbjörg Bjarnadóttir fertug, Ósk Benediktsdóttir tvítug og loks Jó- hann litla tveggja mánaða. 42. leikvika -19. október 1991 Röðin : X22-XX2-X1X-221 Vann þín fjölskylda? 1.001.969 kr. 12 réttir: 0 raöir komu fram og fær hver: 0-kr. 11 réttir: 1 raöir komu fram og fær hver: 250.490 - kr. 10 réttir: 8 raðir komu fram og fær hver: 31.311 - kr. Tvöfaldur pottur - um næstu helgi!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.