Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 18
18 J2aima, EM zfov ST Tlituí Heldur utan um 09 prentar skýrslur fyrir stéttarfélagií lífeyrissjóíinn og staðgreiðsluna Sér alfarií um uppsafnaðan persónuafslátt Safnar saman öllum tölum til útprentunar á launamiða f árslok 19.Í8.40 30 daga skilaréttur IVI .^píSœnt Ármúla 38 108 RaykjavTk Sfraar : 688 933 98S-30347 Ljósritunarvélar mikið úrval í nútímaviðskiptum dugar engin næstum því lausn. Aðeins hágæða tækni- búnaSur sem endist og skilar verki sínu fljótt og vel. Verið velkomin í söludeild okkar að Síðumúla 23 og kynnið ykkur kosti Konica. Siðumúla 23- 108 Reykjavík Sími: 91 - 679494.- Fax: 91 -679492 ________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991_ Kostir einkaframtaks... aftur á móti til þess, að næg at- vinna verður ekki í boði í landinu sjálfu, að ekki verður unnt að sinna menntun og heilbrigðisþjónustu sem skyldi, að ekki verður kleift að tryggja betur hag þeirra, sem verst eru settir, né heldur að snúa sér af atorku að nýjum viðfangsefn- um, svo sem umhverfismálum eða aðstoð við fátækar þjóðir. Sé tekið mið af því, sem gerst hefur annars staðar í heiminum, er það engin fjarstæða að gera sér í hugarlund, að ísland geti á einum til tveimur áratugum dregist afturúr flestöllum löndum Vestur-Evrópu og sitji þá á bekk með þjóðum, sem við höfum aldrei áður borið okkur saman við. Hættur og Evrópuþróun Það er ekki hlutverk mitt að gera grein fyrir éinstökum þáttum þeirra róttæku umbóta sem hljóta að vera framundan, og sem mér er ljóst að verið er að vinna að í ýmsum atriðum. í samræmi við það markmið, sem ég setti fram í upp- hafi þessa máls, að skoða landið úr fjarska og átta sig á helstu drátt- um og einkennum, vil ég þó stutt- lega fjalla um þijá málaflokka, sem ég tel einna mestu skipta. Þeir eru tengslin við efnahagssamstarfið í Evrópu, einkavæðing og skipulag opinberrar þjónustu og loks stefnan í sjávarútvegsmálum. Á árunum á milli 1960 og 1970 voru tengsl íslands við markaðs- bandalögin í Evrópu viðkvæmara mál en viðreisnin sjálf. Þetta er í» raun ekki að undra, þar sem þessi tengsl snerta sjálfan kjama þess, sem mestur ágreipingur hefur stað- ið um, sérstöðu íslands og íhlutun stjórnvalda um atvinnu- og efna- hagsmál. Breytt stefna Evrópu- bandalagsins gagnvart öðrum ríkj- um eftir stækkun þess leiddi hins vegar til þess, að íslandi stóð til boða, ásamt nokkrum öðrum lö’nd- um, að leysa mál sín með hagstæð- um viðskiptasamningum, sem telj- andi ágreiningur gat ekki verið um innan þessara landa. Frekari stækkun bandalagsins ásamt miklu nánari og víðtækari tengslum innan þess, sem nú eru að ganga í gildi, hefur hins vegar valdið þjóðum utan bandalagsins nýjum vanda, sem ekki er bundinn við vöruviðskiptin ein heldur nær til allra greina viðskipta og tengsla. Til lausnar þeim vanda hefur stofn- un svonefnds Evrópsks Efnahags- svæðis verið til umræðu um nokk- urt skeið án þess að endanleg niður- staða hafi fengist. Stofnun slíks svæðis myndi fela í sér fulla sam- ræmingu við reglur bandalagsins að því er snertir viðskipti með vörur og þjónustu, íjármagnsflutninga og atvinnuréttindi, og um leið tryggja gagnkvæman aðgang að mörkuð- um. Á hinn bóginn myndu lönd utan bandalagsins ekki verða aðilar að töku neins konar ákvarðana. Að því er Islendinga snertir, snýst þetta mál aðeins að litlu leyti um beina hagsmuni sjávarútvegs og annarra útflutningsgreina. Þeir hagsmunir eru í meginatriðum tryggðir með gildandi viðskipta- samningi og aðild að efnahags- svæðinu myndi í því efni tiltölulega litlu við bæta. Málið snýst um það frá íslensku sjónarmiði, hvort landið vill að fullu taka upp þá hætti í viðskipta- og atvinnulífi, sem Evr- óplöndin hafa komið á, og fylgjast með í þróun þeirra hátta, eða hvort það vill halda í hugmyndimar um sérstöðu landsins og gildi pólitískrar íhlutunar. Hér á ég ekki aðeins við viðskiptahætti í þröngum skilningi, heldur einnig við þá stefnu og regl- ur, sem fylgt er í peninga- og vaxta- málum, í gengismálum og opinber- um fjármálum, og sem ráða úrslit- um um stig verðbólgu. Velji menn fyrri kostinn, þá er aðild að Evr- ópska Efnahagssvæðinu sjálfsögð og eðlileg leið, standi þeir fyrirvarar til boða, sem smáþjóð þarf á að halda sér til öryggis, en litlar líkur eru á að til þurfi að grípa. Þegar ég úr fjarlægð reyni að fylgjast með umræðum um þessi mál hér á landi, verð ég satt að segja oft furðu lostinn. Mér virðist í þeirri umræðu gæta ríkrar til- hneigingar til þess að láta það ógna sér einna mest, sem síst þarf að varast, og sækjast eftir því framar öðru, sem helst ber að forðast. Hættan er ekki sú, að erlent fjár- magn flæði yfir landið, heldur að það fjármagn, sem á þarf að halda, standi ekki til boða. Hættan er ekki sú, að erlent vinnuafl streymi til landsins, heldur að íslendingar neyðist til að leita atvinnu og úr- ræða á erlendri grund. Hættan er ekki sú, að við verðum að draga úr velferð vegna erlendra fyrir- mæla, heldur að naumur og þverr- andi efnahagur komi í veg fyrir eðlilega framþróun velferðarmála. Hættan er ekki eyðing íslenskrar menningar vegna vaxandi erlendra áhrifa, heldur hnignun hennar vegna þess að sá efnahagsgrun- dvöllur, sem hún þarf sér tii stuðn- ings, nær ekki að þróast með eðli- legum hætti. Velferðarmál eru efnahagslegs eðlis Einkavæðing er nú hvarvetna ofarlega á baugi. í löndum Mið- og Austur-Evrópu er hún beinlínis for- senda fyrir þjóðfélagsumbótum sem sóst er eftir. í öðrum löndum, þar sem minna hefur kveðið að ríkis- rekstri, svo sem í Vestur-Evrópu, er hún mikilvægt tæki til að ná aukinni hagkvæmni og hagsæld. Opinber rekstur samræmist ekki þörfum heilbrigðs atvinnulífs á sí- felldum umbreytingum og aðlögun. Ábyrgð eiganda, agi samkeppni og sveigjanleiki í stjórnun hafa hvar- vetna reynst skilyrði góðs árang- urs. Einstaklingum og fyrirtækjum þeirra getur skjátlast í vali fram- kvæmda og mistekist í rekstri. En mistökin geta ekki staðið til lengd- ar. Annaðhvort bætir fyrirtækið ráð sitt eða það líður undir lok og önn- ur koma í þess stað, sem betur duga. Það er því aðeins að opinber aðild eða ábyrgð komi til sögunnar, að til langframa er unnt að breiða yfir mistökin og fremja ný. Mér er ekki kunnugt um, hversu mikil hlutdeild opinbers rekstrar er í íslensku atvinnulifí. Ég geri þó fastlega ráð fyrir, að hún sé mun meiri en tíðkast i Vestur-Evrópu, þar sem hún er yfirleitt á bilinu 10—15 af hundrað miðað við virðis- auka. Það er því full ástæða til að fylgja einkavæðingu fast eftir hér á landi. Á hinn bóginn eru engar einfaldar forskriftir til um fram- kvæmd einkavæðingar, hvorki um það hverri röð eigi að fylgja, hveij- um aðferðum eigi að beita eða hvern tíma eigi að ætla sér. Á að láta einkavæðingu illa rekinna fyrir- tækja hafa forgang, eða á að snúa sér fyrst að þeim fyrirtækjum, sem eru betur rekin og betur stæð og eru því væntanlega auðveldari sölu- vara? Á að selja fyrirtækin til starfsmanna og stjórnenda, eða ein- göngu á markaði? Á að dreifa hluta- bréfum í stórum fyrirtækjum til almennings á lágu eða engu verði? Hefði það t.d. verið góð hugmynd að senda öllum landsmönnum hluta- bréf í Landsbankanum í pósti á 100 ára afmæli bankans? Væri rétt að stofna eignarhaldsfélög í eigu al- mennings, sem ættu og versluðu með hlutabréf opinberra fyrirtækja? Allt þetta og margt fleira er nú verið að reyna víðs vegar um heim og allt þetta kemur til greina hér á landi. I þessum efnum verður að fara með gát. Sé það hins vegar talið rétt að skjóta einkavæðingu mikilvægra fyrirtækja á frest, skiptir það rniklu máli, að þeim sé sem fyrst breytt í hlutafélög í opin- berri eigu, stjómendur séu valdir án tillits til pólitískra sjónarmiða og öllum beinum afskiptum stjóm- valda af létt. Þetta á einkum og sér í lagi við viðskiptabanka og fjárfest- ingasjóði í eigu ríkisins. Um þá þjónustu á sviði menntun- ar, heilbrigði og annarrar velferðar, sem víðast hvar á Vesturlöndum hefur verið á vegum opinberra að- ila, gildir nokkru öðru máli en um atvinnurekstur. Það eru hvergi uppi hugmyndir um einkavæðingu þeirr- ar þjónustu nema að takmörkuðu leyti. Hitt er alkunna, að velferðar- kerfi eiga hvarvetna við mikinn og erfiðan vanda að etja, annars vegar skort á fjármunum, hins vegar ónóga og jafnvel brestandi hag- kvæmni í rekstri. Sá vandi, sem við blasir á íslandi í þessum efnum, er ekki annar en sá, sem vel er þekkt- ur í öðrum löndum, nema að því leyti sem horfur á langvarandi stöðnun atvinnulífsins dýpka hann og skerpa. í þeim iðnríkjum, sem lengst hafa náð í þróun velferðar, var fyrst brugðist við þessum vanda með ai- menn'um sparnaðaraðgerðum. Þetta skilaði árangri, en leiddi jafn- framt til þess að sívaxandi eftir- spurn var ekki fullnægt, biðraðir mynduðust og grípa varð til skömmtunar af ýmsu tagi. Varan- legri og hagkvæmari lausna er nú leitað í þessum löndum eftir tveim- ur meginleiðum. Annars vegar er reynt að hafa hemil á eftirspurn með gjaldtöku, án þess áð gengið sé of nærri þeim, sem trauðlega ráða við að inna slík gjöld af hendi. Hins vegar er reynt að efla sjálf- stæðan rekstur og auka samkeppni á meðal þeirra, sem láta þjónustuna í té. í því sambandi er vert að minna á, að enga nauðsyn ber til þess að opinberar stofnanir séu einar um að inna af höndum þá þjónustu, sem greidd er af opinberri hálfu á grund- velli skattheimtu eða af almanna- tryggingum. Hér er um vandasöm og viðkvæm mál að ræða og lítil reynsla enn fengin af þeirri nýbreytni, sem til framkvæmda hefur komið. íslend- ingar hljóta að reyna að fylgjast vel með þróun þessara mála í ná- lægum löndum og freista þess að hagnýta sér það, sem góða raun virðist gefa, og laga það að innlend- um aðstæðum. Þá er jafnframt rétt . að hafa það í huga, sem stundum virðist gleymast, hversu augljóst sem það er, að velferðarmál eru öðrum þræði efnahagslegs eðlis. Ekkert velferðarkerfí fær staðist til lengdar, né getur eflst og dafnað, nema því sé haganlega fyrir komið og það hvíli á traustum grunni batn- andi efnahags. .síöasta HRAÐLESTRARNÁMSKEIDID! it it ir Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér allt nám með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? * Vilt þú ná betri árangri á prófum með bættri tækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á síðasta námskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 30. október. Skráning í síma 641091. NÁMSKEIÐ MEÐ ÁBYRGÐ Á ÁRANGRI! HRAÐLESTRARSKOLINN 10 ARA Sjávarútvegurinn og festa í efnahagslífinu Sjávarútvegur hefur, eins og kunnugt er, þróast hér á landi fyrst og fremst sem einkarekstur. Veiga- miklar undantekningar frá þessu eru bæjarútgerðir á sínum tíma og síldarverksmiðjur. Eigi að síður hefur sjávarútvegur í ríkum mæli, jafnvel ríkara mæli en nokkur önn- ur atvinnugrein að landbúnaði und- anskildum, verið háður opinberri íhlutun. Stefnan í gengismálum hefur hvað eftir annað haft gagn- ger áhrif á viðgang þessarar atvinn- ugreinar allt frá miðjum þriðja ára- tugnum fram á síðustu ár. Ovissan um þá stefnu hefur bæst við þá óvissu, sem fyrir var af hálfu hvik- ulla aflabragða og stopulla mark- aða. Um langt skeið var sjávarút- vegurinn háður síendurteknum ákvörðunum stjórnvalda um út- flutningsbætur og önnur hlunnindi, breytilegum allt eftir veiðiaðferð- um, aflategundum og verkun. Á hinn bóginn naut þessi atvinnugrein hlunninda umfram aðrar greinar í fijálsum, ókeypis aðgangi að fískimiðum. Gegn þessu var þó leit- að mótvægis í háum tollum og bein- um innflutningshöftum, sem a.m.k. óbeint íþyngdu sjávarútveginum. Versti bjarnargreiðinn voru þær ríf- legu ríkisábyrgðir og ódýru lánveit- ingar, sem sjávarútveginum stóðu til boða, og stuðluðu að óhag- kvæmri fjárfestingu í veiðum jafnt sem vinnslu og óheilbrigði fjárhags- legri uppbyggingu fyrirtækja. Ekki bætti úr skák, þegar enn var aukið við þessar ábyrgðir og lánveitingar í nafni byggðastefnu. Það réð svo úrslitum um offjárfestingu í grein- inni, að aðgangur að fískimiðum var ekki takmarkaður, hvorki með afgjöldum eða skömmtun, um leið og Islendingar öðluðust einir umráð yfír fískimiðum umhverfis landið. í störfum mínum á erlendum vettvangi á undanfömum árum hefur þeirri spumingu oftar en einu sinni verið beint til mín, hvort ís- lendingar væm ekki reiðubúnir til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri sjávarútvegs í þróunarlönd- um. Ég hefí orðið að svara því til sem satt er, að þessi íslenska at- vinnugrein, betur vædd að tækjum, þekkingu og reynslu en sjávarút- vegur flestra annarra landa, væri svo illa í stakk búin fjárhagslega og ætti í svo miklum rekstrarerfið- leikum að slík þátttaka kæmi trauð- lega til greina. Ég hefði getað bætt því við, að eigendur og stjórnendur fyrirtækja í þessari grein á íslandi ættu við meiri örðugleika að glíma frá degi til dags en svo að þeir gætu lyft huganum til átaka við verkefni í fjarlægum löndum. Enda þótt afli hafí nú fyrir nokkru náð því marki, sem mið þola til langframa, mun sjáarútveg- ur á næstu áratugum geta lagt dijúgan skerf til hagvaxtar eins og hann hefur gert í svo ríkum mæli á þessari öld. En þennan skerf verð- ur nú að leggja fram með öðrum hætti en áður, þ.e. með aukinni hagkvæmni í rekstri og verðmætari úrvinnslu. Fyrir þessu hvorutveggja er vafalítið talsvert svigrúm. Til þess að það svigrúm geti nýst þarf ’að búa sjávarútvegi traustari og heilbrigðari skilyrði en lengstum áður hefur verið. Þetta á ekki að gera með ríkisábyrgðum, ekki með ríflegum lánveitingum, ekki með styrkjum eða öðrum hlunnindum. Það á að gera með því að halda festu í efnahagslífinu, með því að halda sköttum og afgjöldum í hófí, með því að varast opinbera íhlutun, hvort sem hún er í nafni byggða- stefnu eða á öðrum grundvelli, og síðast en ekki síst með því að veita öryggi um aðgang að fiskimiðum og mörkuðum eftir því sem ytri aðstæður leyfa. Svo vel vill til, að grundvöllur fyrir framkvæmd slíkrar stefnu er nú betri en oftast nær áður. Að- gangur að fískimiðum hefur verið takmarkaður með kvótum, sem geta gengið kaupum og sölum með tiltölulega fijálslegum hætti. Þá löggjöf, sem þennan grundvöll myndar, mætti sjálfsagt bæta með ýmsu móti, einkum með því að út- hluta kvótum til lengri tíma og auðvélda kaup þeirra og sölu. Eigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.