Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1991 Dalvík-Arskógsströnd: Sparisjóðirnir greiða niður skíðahjálma Sparisjóðirnir á Dalvík og Ársskógsströnd hafa greitt niður skíða- hjálma fyrir börn á stöðunum tveimur síðastliðin tvö ár. Jón Hall- dórsson, í Sportvík á Dalvík, sagði að hjálmurinn hefði smám saman orðið hluti af skíðaútbúnaði krakkanna. Jón sagði að hugmyndin að því að greiða niður hjálmana hefði orð- ið til hjá sparisjóðsstjóranum á Dalvík fyrir um það bil tveimur árum eftir að skíðamaður hefði orð- ið fyrir_ alvarlegum meiðslum á höfði. „Ákveðið var að greiða hjál- mana niður um þúsund krónur en þeir kosta um fjögur þúsund krón- ur. Smám saman hefur hjálmurinn svo orðið hluti af skíðaútbúnaði krakkanna en sérstaka athygli vakti að allt skíðalið Dalvíkinga var með hjálma á síðustu Andrésar andar leikunum á skíðúm,” sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hjálmarnir væru svipaðir mótorhjólahjálmum. Þeir væru að vísu hvorki með hökuhlíf né gleri en að öðru leyti lokaðir, næðu fram á ennið og niður fyrir eyrum. Tekið væri úr fóðrinu fyrir eyrunum svo heyrnin skertist ekki. í samtalinu kom fram að eftir að farið hefði verið að bjóða afslátt af skíðahjálmum hefði sala á hjóla- hjálmum lifnað við en hún hefði áður verið lítil sem engin. Aukin starfsemi hjá Geð verndarfélaginu STARFSEMI Geðverndarfélags Akureyrar verður stóraukin í vetur, en félagið hefur nú fengið til afnota húsnæði að Gránufé- lagsgötu 5, á horni Laxagötu og Gránufélagsgötu. Skrifstofa félagsins verður þar til húsa, en hún er opin á mánudög- urh og fimmtudögum frá kl. 10 til 12 og á þriðjudögum frá 16 til 19. Starfsmaður félagsins verður við þennan tíma og veitir aðstoð og svarar í síma. Allir þeir sem óska upplýsinga eða ráðlegginga um hvert þeir geti sótt aðstoð eru hvatt- ir til að notfæra sér þessa þjónustu. Á miðvikudagskvöldum í vetur verður opið hús frá kl. 20 til 22 og eru allir velkomnir í kaffi, til að spjalla eða spila. Fyrsta opna húsið verður annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 23. október, en þá verður starfsemi félagsins jafnframt kynnt. - Fyrirhugað er að halda fyrir- lestra á vegum félagsins í vetur um ýmislegt er varðar geðheilbrigðis- mál, en þeirverða auglýstir sérstak- lega. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Kúnar Þór Trésmiðum afhent prófskírteini. Frá vinstri í efri röð: Jóhann Svanur, Halldór og Karl, í neðri röð eru Guðlaugur, Halldór, Guðmundur S. Jóhannsson, prófdómari, Sverrir, Torfi Leósson, forstöðumaður smíðadeildar Verkmenntaskólans á Akureyri, Haukur og Egill. 11 tresmiðir ljúka námi ELLEFU trésmiðir á Akureyri luku sveinsprófi í iðninui í haust og fengu þeir prófskírteini sín afhent við athöfn á Fiðlaranum á föstudag. Þetta er ívið stærri inni miðað við síðustu ár. Það voru Trésmíðafélag Akur- eyrar og Meistarafélag bygginga- manna á Norðurlandi sem stóðu að athöfninni og sagði Guðmund- ur 0. Guðmundsson formaður Trésmíðafélagsins að menn hefðu viljað gera meira úr þessu tilefni, en fram til þessa hefðu nýútskri- faðir trésmiðir ekki fengið skír- teini sfn afhent með viðhöfn. „Okkur hefur fundist gildi verk- menntunar heldur fara halloka hópur sem lýkur námi í grein- síðari ár á kostnað bóknámsfag- anna, en þetta er viðleitni í þá átt að bæta úr því,” sagði Guð- mundur. Alls voru trésmiðimir ellefu sem útskrifaðir voru að þessu sinni og er það heldur stærri hóp- ur en verið hefur síðustu ár, fyrri hluti þessa áratugar hefði verið slakur og fáir sótt í þetta nám, en eftir 1986 hefði nemum farið fjölgandi.' Morgunblaðið/Rúnar Þór Líf og fjör í leikhúsi Grunnskólanemum í Eyjafirði gefst kostur á að sjá sýningu Þjóðleikhússins á Næturgalanum þessa dagana, en alls verða tólf sýningar á leikritinu í Samkomuhúsinu á Akureyri á íjórum dögum. Það var mikil spenna í loftinu þegar krakkarnir úr Síðuskóla á Akureyri komu í leikhúsið í gærmorgun og þau hlökkuðu greinilega til að sjá Næturgalann, en verkið er byggt á samnefndu ævintýri eftir H.C. Anders- en. Þegar sýningum lýkur á Akureyri verður farið með leikritið í leikför um allt Norðurland. Iðja hefur aflað sér verkfallsheimildar: Ekkert hefur verið ákveðið um beitingu heimildarinnar Ekki á döfinni að afla verkfallsheimildar hjá Einingu STJÓRN og trúnaðarmannaráði Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, hefur verið veitt heim- ild til verkfallsboðana, en það var samþykkt; á almennum félags- fundi Iðju á laugardag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvernig heimildinni verður beitt. Hjá Verkalýðsfélag- inu Einingu er ekki á döfinni að afla heimildar til verkfallsboðun- ar á þessu stigi. „Nú þegar stefnir í langvinna og erfiða samningalotu telur almennur félagsfundur að stjórn og trúnaðar- mannaráð félagsins verði að hafa allan þann stuðning sem félagið getur gefið. Heimild sú sem nú er veitt er öflugasti stuðningur sem félagið getur gefið sínum samning- amönnum,” segir í fréttatilkynn- ingu frá Iðju vegna framkominnar heimildar til verkfallsboðunar. I tilkynningunni segir einnig, að Tvær líkams- árásir kærðar rétt sé að fram komi, að enn hafi ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort eða hvernig verkfallsheimild- inni verði beitt. Sú ákvörðun bíði fundar stjórnar og trúnaðarráðs félagsins og þeirrar þróunar sem mun eiga sér stað í samningamálum félagsins og Landssambands iðn- verkafólks á næstu vikum. Þá kemur einnig fram að fundur- inn átelji framkomnar hugmyndir ríkisstjórnarinnar, sem endurspegl- ist í fjárlagafrumvarpinu, um fé- lagslegan niðurskurð á ýmsum svið- um og fyrri ályktanir um verndun velferðarkerfisins eru ítrekaðar. Sævar Frímannsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar sagði að ekki yrði farið út í að afla verk- fallsheimildar á vegum félagsins á þessu stigi. Fólk ætlaði að bíða og sjá til hvernig þróun mála yrði. „Það er ekkeit sem knýr okkur til að fara út í verkfall á undan öllum öðrum, þegar ekkert hefur gerst í samningamálum,” sagði Sævar. „Það verður ekki farið út í neinar aðgerðir fyrr en við vitum hvernig okkar viðsemjendur taka á málum í viðræðum þeim sem framundan eru.” ----*-*-*--- Neitaði að greiða fyrir aksturinn FARÞEGA í leigubíl var gefinn kostur á að kanna fangaklefa lögreglunnar á Dalvík aðfaranótt sunnudags, eftir að hafa þráfald- lega neitað að greiða fyrir akst- urinn. Maðurinn tók leigubíl á Akureyri og var honum ekið til Dalvíkur, en er komið var á umbeðinn áfanga- stað neitaði farþeginn að greiða fyrir farið. Farþeginn hafði fengið sér í staupinu og var allölvaður. Lögregla skarst í leikinn og kom síðar í ljós að um misskilning hafði verið að ræða varðandi greiðsluna af hálfu mannsins, en hann reiddi fram fé strax og misskilningurinn hafði verið leiðréttur. TVÆR líkamsárásir voru kærðar DBlldllkRppill SktlkSíIllllltlllClSlllSI Sveitir Skákfélags Akureyrar í efsta og neðsta sæti í 1. deild til Iögreglunnar á Akureyri eftir helgina. Báðar urðu árásirnar í miðbænum aðfaranótt laugar- dags. Ráðist var á mann í miðbænum skömmu eftir lokun dansstaða og hann sleginn, en hann missti m.a. tönn eftir hressilegt kjaftshögg. Hin árásin var að sögn varðstjóra fólskuleg, en auk þess sem maður- inn er fyrir henni vai’ð var laminn sparkaði árásarmaðurinn til hans þar sem hann lá í götunni. Maður- inn var fluttur á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Báð- ir árásarmennirnir eru fundnir. Þá var einnig tilkynnt um stuld á útvarpstækjum úr bílum, fjórir smáárekstrar urðu um helgina, en engin teljandi slys á fólki, fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar og þrír voru teknir fyrir meinta ölv- un víð akstur. ■, , SKÁKSVEITUM Akureyrar gengur misjafnlega í deikla- keppni Skáksambands Islands sem nú stendur yfir í Reykjavík. A-sveit Skákfélags Akureyrar er í efsta sæti í 1. deild, en B-sveit- in í því neðsta. Fyrstu íjórar umferðirnar voru tefldar um síðustu helgi, en Skákfé- lag Akureyrar er með tvær sveitir í 1. deild og skipa þær sér í efsta og neðsta sæti deildarinnar eftir Ijórar fyrstu umferðirnar. Bestum árangri í A-sveitinni náði Margeir Pétursson, stórmeistari, 3,5 vinningum af 4, Jón Garðar Viðarsson og Rúnar Sigurpálsson 3 vinningum af 4. í B-sveitinni fengu Helgi Hauksson og Bjarni Einars- son 2 vinninga af 4. A-sveit Skákfélags Akureyrar hefur hlotið 21 vinning, Taflfélag Garðabæjar, A-sveit, 20,5 vinninga og Taflfélag Reykjavíkur, N.V., 18,5 vinninga. í 2. deild tefldi C-sveit Skákfé- lags Akureyrar, en hún er að mestu skipuð unglingum. Júlíus Björnsson stóð sig best í C-sveitinni, hlaut 4 vinninga af 4 mögulegum. Á Akureyri var Norðurlandsriðill í 3. deild, þar sigraði B-sveit Ung- mennasambands Eyjaljarðar, D- sveit Skákfélags Akureyrar varð í öðru sæti og Skákfélag Sauðár- króks í því þriðja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.