Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991
Ijiiiiiininiiim'Hniiiiii
Verð með vsk.: Kr.6.420,"án efnis
Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og
tryggið gangöryggi bílsins í vetur!
FÓLKSBÍLALAND H.F.
FOSSHÁLS11, SÍMI 67 39 90
ir GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
ENDURMENNTUN
MÁLMIÐNAÐARMANNA
MÁLMSUÐA
GRUIMNNÁMSKEIÐ
Námskeið samanstendur af fræðilegum og verklegum
þáttum. Fræðilegi þátturinn inniheldur m.a.: samsetning-
ar - raufar, suðuaðferðir, rafmagnsfræði, efnisfræði,
suðuspennur, suðustaðla, suðuferla, suðugalla, gæða-
eftirlit og prófanir, öryggismál. í verklega þættinum er
soðið með mismunandi aðferðum og vírum í ólíkum
uppstillingum, suðan metin og dæmt eftir stöðlum.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað málmiðnað-
armönnum með reynslu og þekk-
ingu í málmsuðu. Það er skilyrðis-
laus undanfari sérgreindra suðu-
námskeiða.
Lengd námskeiðs: 40 klukkustundir, (20 bóklegir og
20 verklegir tímar).
Þátttökugjald: 15.000,- kr. (Námsgögn og efni
innifalið).
Tími: Haldin verða tvö námskeið á tíma-
bilinu 28. októbertil 11. nóvember.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING:
FRÆÐSLURÁÐ MÁLMIÐNAÐARINS
SÍMI: 91-624716
VINNUVERND
Vöðvabólg’a
eftir Helga
Guðbergsson
Að minnsta kosti annar hver
maður fær einhvem vott af vöðva-
bólgu eða vöðvagigt á ári hverju
ef eitthvað er að marka athuganir
sem hér hafa verið gerðar. Þessi
sjúkdómur veldur miklu vinnutapi
og er því dýr fyrir þjóðfélagið og
einstaklinga, þótt hann ógni ekki
lífinu. Vöðvagigt er svo tíð að fólk
lítur jafnvei á hana sem óhjá-
kvæmilegan fylgifísk tilverunnar
og það er hún að sumu leyti, að
minnsta kosti ef miðað er við
venjulega nútíma lifnaðarhætti.
Orsakaferli vöðvagigtar er ekki að
fullu þekkt, en þó er talsvert vitað
um orsakir hennar og nóg til að
draga úr líkum á að fá vöðvagigt,
minnkahana þegar hún kemur eða
í versta falli að draga úr einkenn-
um hennar. Allt getur það stuðlað
að betri heilsu.
» Orsakir
Ytir orsaka má leita í þremur
áttum: í starfí, á heimili og í tóm-
stundum. Á hinn bóginn er ein-
staklingurinn með sína eiginleika
áskapaða og áunna og samspil
hans við umhverfíð og aðlögun að
því. Alltof oft er reynt til hins ýt-
rasta á aðlögunarhæfni manna, en
ekki að laga umhverfið að fólkinu.
Hvort tveggja er nauðsynlegt.
Menn aðlagast störfum meðal ann-
ars með fagmenntun, starfsþjálfun
og líkamsþjálfun. Kennsla á vinnu-
stöðum og í vinnubrögðum er oft
rýr. Menn eru látnir réka sig á.
Margir eru þreklausir og með
slappa vöðva og stuðlar það að
vöðvagigt. Þetta getur meðal ann-
ars verið beinlínis vegna þess að
álag vinnunnar er óheppilega lítið.
Það breytir engu þótt menn striti
myrkranna mifli. Ef vinnunni fylg-
ir ekki hreyfmg og hæfíleg
áreynsla fyrir hjarta, vöðva og
stoðkerfi kemur langur vinnutími
og áreynsla á einstaka líkamshluta
oft að litlum notum. Sú þróun sem
átt hefur sér stað í störfum, tækni
og vinnubrögðum veldur áreiðan-
lega miklu um hversu tíð vöðvag-
igt er. Það er því flestum alveg
nauðsynlegt að þjálfa sig hæfi-
lega utan vinnutíma. Auk þess
er rétt að leggja áherslu á mikil-
vægi starfsþjálfunar og fag-
mennsku. Þeir sem fengið hafa
sérstaka starfsmenntun og kunna
vel til verka verða að jafnaði
sjaldnar gigtveikir en hinir.
Vinnuvistfræði
Iðjufræði eða vinnuvistfræði
Helgi Guðbergsson
(„ergónómía”) snýst um það
hvernig laga má vinnuumhverfíð
að manninum. Margt hefur verið
vel gert í þeim efnum. Oft er verið
að reyna að draga úr óheppilegu
álagi á líkamann, til dæmis vegna
slæmra vinnustellinga eða lélegra
verkfæra er hafa í för með sér
álag á liðamót eða líkamshluta sem
ekki er í samræmi við líkamsbygg-
ingu manna eða eðlilega líkams-
beitingu. Ekki er grunlaust um að
sh'kar lagfæringar eigi sér einkum
stað í starfí þeirra sem þegar eru
komnir með gigt. Sjálfsagt er að
lagfæra hjá þessu fólki, en best
væri að koma hlutum vel fyrir
áður en sjúkdómar gera vart við
sig. Best er að vinnan feli í sér
hæfilegt andlegt og líkamlegt álag.
Alag’sþættir
Of mikið eða óheppilegt álag í
vinnu er margvíslegt. Samhæfing
hugar og handa með aðstoð sjónar
er snar þáttur í daglegum störfum.
í mörgum nútímastörfum gengur
allt út á þetta samspil. Menn sitja
eða standa, dálítið álútir, með
þyngdarpunkt höfuðsins á litlu
vöðvana aftan á hnakka og á hálsi.
Til þess að sjá viðfangsefnið vel
er mikilvægt að halda höfðinu
kyrru með þeim vöðvum sem á það
tengjast, ekki síst að aftan. Hönd-
unum er beitt og ekki er óalgengt
að menn lyfti öxlum dálítið til að
ná betra valdi og stjóm á þeim.
Það virðist gefast mörgum vel að
lyfta öxlunum til að halda hand-
leggjunum stöðugum og auka
fæmi fingra, sérstaklega ef við-
fangsefnið krefst einbeitingar, ná-
kvæmni og hraða. Efsti hluti lík-
amans er þá oft „frystur” að meira
eða minna leyti. Ofan á þetta má
svo hlaða andlegum kröfum vegna
gæða, samkeppni og þar fram eft-
ir götum. Heildamiðurstaðan er
langvarandi vöðvaspenna. Oft er
bætt um betur með því að vinna
í kulda eða dragsúg, í hávaða, með
titrandi verkfæri, ónóga eða
óheppilega lýsingu. Einnig er al-
gengt að fólk gefi sér ekki tíma
til að slaka augnablik á af og til
á meðan verkin em unnin, en kepp-
ist við og safni öllu slíku í lengri
hvíldir. Hvaða skynsamlegu hlut-
um menn snúa sér svo að í „pásun-
um” ætla ég ekki að fjölyrða um.
En víst er að sumt af því er frem-
ur fallið til að auka streitu og gigt
en að draga tennur úr þeim stall-
systmm. I þessu dæmi hafa verið
taldir upp margir hlutir sem nefna
mætti áhættuþætti vöðvagigtar.
Sjaldan ríða þeir við einteyming.
Og oftast tekur vöðvagigtin sér
bólfestu í hálsi og herðum eða í
baki. Áhættuþættirnir koma víðar
fyrir en á vinnustað og ekki má
gleyma áverkum, smáum og stór-
um, sem menn verða fyrir í vinnu,
tómstundum eða í umferðinni og
byija oft að snúa vöðvagigtarhjól-
inu.
Vítahringur
Margir þeirra sem fá vöðgagigt
lenda í vítahring sem erfitt er að
losna úr. Meðal þess sem kemur
honum af stað er óhóflegt líkam-
legt eða andlegt álag eða meira
álag en viðkomandi þolir ef hann
er illa í stakk búinn til að mæta
álagi. Slys og sjúkdómar koma hér
einnig við sögu. Þessir hlutir geta
af sér stöðuga vöðvaspennu en
seja má að hún sé hið illa afl sem
leysir vöðvagigtina úr læðingi. Með
stöðugri vöðvaspennu á sér stað
óhagstæð vinna í vöðvanum, hann
notar tiltölulega mikla orku og
úrgangsefni safnast fyrir, en flutn-
ingur á þeim í burtu og á orku-
og næringarefnum til vöðvans
ganga ekki nægilega greiðlega.
Þetta leiðir til verkja, verkimir til
stöðvunar hreyfinga, stirðleika og
loks vöðvaslappleika. Slíkt ástand
getur af sér meiri vöðvaspennu við
lítið álag og svo koll af kolli.
Streita, taugaspenna og kvíði eru
einnig undirrót vöðvaspennu og
þesar gárur á geðheilsunni spila
inn í svefn, hvíld og þreytu. Fleira
getur tengst vítahringnum. Æski-
legt er að reyna að ijúfa hann á
sem flestum stöðum með slökun,
hitameðferð til að auka blóð-
rennsli, verkjalyfjum og gigtarlyfj-
um, liðkandi og styrkjandi æfing-
um, aðgerðum til að draga úr
streitu o.s.frv. Best er þó að hrinda
honum ekki af stað, byggja sig
upp til að mæta líkamlegu og and-
legu álagi og laga umhverfið að
fólki svo álagið verði hollt en ekki
heilsuspillandi.
Höfundur er læknir og starfar
að heilsuvernd.
Hvers vegna verða
svo ntargir gjaldþrota?
Opinn fundur Neytendasamtakanna um fjármál heimil-
anna verður haldinn í Borgartúni 6 laugardaginn 26.
októberkl. 13-16.
Erindi og frummælendur
Ragnar Hall, borgarfógeti,
og Erla Þórðardóttir, félagsráðgjafi.
Sólrún Halldórsdóttir,
viðskiptafræðingur Neytendasamtakanna.
Jón Magnússon, formaður Neytendafélags
höfuðborgarsvæðisins, og Tryggvi Axelsson,
lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu.
Fundarstjóri:
María E. Ingvadóttir,
varaformaður Neytendasamtakanna.
Mj ólkursamsalan:
Biomjólk
komin á
markaðinn
MJÓLKURSAMSALAN hefur
sett á markaðinn Biomjólk með
jarðabeijum og aðeins 1V4% fitu
eins og léttmjólk. Um er að ræða
nýja kynslóð af sýrðum mjólkur-
vörum, en fyrsta afbrigði þeirra
hérlendis er MS þykkmjólkin sem
kom á markað fyrir ári síðan,
að því er segir í frétt frá fyrir-
tækinu.
Örverurnar sem notaðar eru til
sýringar í þessum mjólkurvörum
stuðla að jafnvægi í örverusamfé-
lagi meltingarvegarins. Bragðein-
kenni afurðanna er milt súrbragð,
sem fellur vel að ávöxtum og sýru-
stigið helst jafnt allan tímann, en
áferðin er jöfn og mjúk og æskileg
þykkt næst án hjálparefna, segir
ennfremur.