Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1991 Islenskur tónlistardagur 1991; Útihátíð á Lækjartorgi ÍSLENSKI tónlistardagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 26. október. Upphaflegur tilgangur þess að halda sérstakan tónlistar- dag var sá að vekja athygli á því tónlistarlífi sem dafnar í landinu, hvort heldur er í starfi mótaðra tónlistarmanna eða hinna fjölmörgu nemenda í tónlistarskólum en þeir munu vera nærfellt 9.000 um þessar mundir. Dagskrá íslenska tónlistardags- ins í ár verður með sérstaklega veglegum hætti, segir í fréttatil- kynningu frá tónlistardagsnefnd. Tónlistardagsnefnd Tónlistarband- alagsins stendur að undirbúningn- um og nýtur góðs stuðnings Reykja- víkurborgar og íþrótta- og tóm- stundaráðs. Söngatriði og fjölda- söngur verða í fyrirrúmi þar sem „Ár söngsins" verður sett þennan sama dag. Gengið verður í skrúð- göngu frá Hlemmi niður á Lækjart- org og hefst gangan kl. 15.00. Lúðrasveit Verkalýðsins verður í fararbroddi og fjölmargir kórar leiða fjöldasöng á göngunni niður Laugaveginn. A Lækjartorgi tekur við skemmtun þar sem ýmsir helstu tónlistarmenn og skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Þeir eru: Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Hinir 'góðkunnu söngvarar Guð- mundur Jónsson og Kristinn Halls- son taka lagið við undirleik Hólm- fríðar Sigurðardóttur. Spaugstofufélagar við undirleik Jónasar Þóris. Hljómsveitin Ný Dönsk. Dúett úr óperunni Töfraflaut- unni. Undirleikari er Iwona Jagla. Fjöldasöngur viðstaddra undir stjórn Jóns Stefánssonar. Stutt ávörp flytja Símon H. ívarsson, formaður Tónlistarbanda- lags íslands, og Valgeir Guðjóns- son. Kynnir verður Magnús Kjartans- son. Þeir sem fram koma gefa vinnu sína. Á laugardagsmorgni ættu borg- arbúar ekki að láta sér bregða þótt þeir vakni við lúðraþyt því þar eru á ferðinni hópar úr lúðrasveitinni Svani sem aka um borgina í vögnum og leika á hljóðfæri sín. Með þessu framtaki vilja þeir hvetja unga og aldna til að minnast íslenska tón- listardagsins og fylkja liði til hátíð- arhaidanna síðar um daginn. Opið hús í tónlistarskólum Fjölmargir tónlistarskólar í Reykjavík og úti á landi hafa opin hús fyrrihluta tónlistardagsins og gestum og gangandi er boðið að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi sem þar fer fram. Kenn- arar og nemendur leika jafnvel tónl- ist og skýra fyrir gestum eðli hljóð- færanna og tónlistarnámsins. Allir sem hafa áhuga á að sjá hvað fer fram í tónlistarskólunum eru hvatt- ir til að mæta. Þeir skólar sem víst er að standi fyrir dagskrá eru: Söngskólinn í Reykjavík: Opið hús frá 14.30-17.00. Tónskóli Sigursveins: Opið hús í Hellsundi 7 frá 13.30- 14.30. Þaðan verður gengið saman að Hlemmi. Einnig verður hljóðfær- akynning í Hraunbergi 2 frá 13.00- 15.00. Hafnarfjörður: Kórar og tónlistarskólinn halda saman tónleika í Þjóðkirkjunni. Garður: Opið hús í tónlistarskólanum. Mosfellsbær: Opið hús frá 10.00-12.00 í tón- listarskólanum. Akranes: Tónleikar í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Samvinna kóra og lúð- rasveita. Stykkishólmur: Opið hús í tónlistarskólanum. ísafjörður: Opið hús og tónleikar á klukku- tíma fresti um daginn. Bolungarvík: Samvinna milli tónlistarskóla, grunnskóla og kirkjukórs — sam- söngur verður úti við ef veður leyfir. Hvammstangi: Opið hús í félagsheimilinu á veg- um tónlistarskólans. Sauðárkrókur: Edda Erlendsdóttir leikur á tón- leikum í tónlistarskólanum kl. 17.00. Akureyri: Tónfundur líkt og venjulega. Húsavík: Tónlistarskólihn verður með tón- leika. Borgarfjörður eystri: Tónlistarskólinn og leikskóli staðarins gangast fyrir skrúð- göngu. Seyðisfjörður: Opið hús í tónlistarskólanum og kaffiveitingar. Hátíðartónleikar til styrktar byggingu tónlistarhúss verða haldnir í Háskólabíói sunnudaginn 27. okt. kl. 14.30. Á efnisskránni eru verk eftir Dvorák, Mozart og Prokofieff. Einleikari er Connie Shih, en stjórnandi er Petri Sakari. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera á íslenska tónlistardeginum en voru færðir til vegna hátíðar- halda dagsins. ísafjörður: Ráðstefna um atvinnu- mál kvenna RÁÐSTEFNA um atvinnumál kvenna á landsbyggðinni, verð- ur haldin í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði, helgina 26. og 27. október næstkomandi. Á ráðstefnuninni verður staða kvenna hér og á Norðurlöndum hugleidd, fjallað um átaksverkefni á Austfjörðum, verkefni í ullar- vinnslu og rætt um konur í land- búnaði, segir í frétt frá undir- búningshóp ráðstefnunnar. Að loknu kaffihlé verður rætt um stöðu kvenna á landsbyggðinni, konur í fiskvinnslu og greint frá tillögu að heimilisiðnaðarráðgjöf og hugmyndum að gerð minja- gripa. Síðari dag ráðstefnunnar fara fram almennar umræður og niður- stöður verða kynntar úr vinnuhóp- um. Frummælendur á ráðstefn- unni verða Valgerður Bjarnadóttir Akureyri, Elísabet Benediktsdóttir Reyðarfirði, Helga Thoroddssen Selfossi, Helga Dóra Kristjáns- dóttir Tröð, Unnur Kristjánsdóttir Blönduósi, Aðalheiður Steinsdóttir ísafírði, Snjólaug Guðmundsdóttir Borgarfirði og Þorsteinn Geir- harðsson arkitekt. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. ^* Edda Erlendsdóttir á EPTA-tónleikum EDDA Erlendsdóttir píanóleikari heldur aðra píanótónleika vetrar- ins á vegum EPTA (Evrópusambands píanókennara) í íslensku óper- unni mánudaginn 28. október kl. 20.30. Þessi tónleikar verða um leið útgáfutónleikar í tilefni útgáfu geisladisks með leik Eddu, sem út kemur um sama leyti. A geisladisknum, sem Skífan gefur út, leik- ur Edda eingöngu píanóverk eftir C.P.E. Bach, en þetta er fyrsti diskurinn með verkum eftir þennan höfund leikin á nútíma píanó. A fyrri hluta tónleikanna leikur Edda tvær sónötur og fantasíu eft- ir C.P.E, Bach en á þeim síðari tuttugu valsa op. 9a og sónötu i a-moll op. posth. 164 eftir Schubert. Edda Erlendsdóttir, sem fæddist í Reykjavík, lauk námi sínu við Tónlistarskólann í Reykjavík með einleikaraprófi árið 1973, en aðal- kennari hennar þar var Árni Krist- jánsson. Ári áður hafði hún lokið píanókennaraprófi. Edda hlaut styrk til náms við Tónlistarháskól- ann í París og lauk þaðan prófi 1978. Aðalkennari hennar var Pi- erre Sancan, en auk hans hefur Edda notið leiðsagnar Marie Franc- oise Bucquet. Edda hefur haldið fjölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum á íslandi, Frakk- landi og flestum Evrópulöndum. Hún hefur farið tónleikaferðir til Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Hún hefur leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands, gert fjölda upp- takna fyrir hljóðvarp og sjónvarp og leikið inn á hljómplötu verk eft- ir Schubert, Schönberg og Alban Berg. 49. þing Iðnnemasambands Islands: Fagmennska til framtíðar Þægilegt og öflugt verkfæri fyrir þá sem vinna ár upplýsingum. Gerð spjaldskráa, lista, límmiða, viðskiptakerfa..... A 12 klst. námskeið um vinsælasta gagnasafnsforritið á Macintosh. ^Hr Tölvu- og verkfræðiþjónustan qfb Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 © Edda Erlendsdóttir. Edda hefur verið virkur þátttak- andi í kammertónlist og átti frum- kvæði að kammertónleikum^ á Kirkjubæjarklaustri sl. sumar. Árið 1990 var Edda kosin~ fulltrúi við Yehudi Menuhin-stofnunina í París þar sem hún er nú búsett. Hún kennir við Tónlistarháskólann í Ly- on. Tónleikar Eddu verða að venju endurteknir í Kirkjuhvoli, Garðabæ, laugardaginn 2. nóvember kl. 17.00. 49. ÞING Iðnnemasambands ís- lands verður haldið dagana 26. og 27. október. Þingið sem ber yfirskriftina „Fagmennska til framtíðar" verður haldið á Holiday-inn og verður þingið sett kl. 9.00 laugardaginn 26. október með ræðu^ formanns Iðnnema- sambands íslánds. Að því loknu munu gestir þings- ins ávarpa það en það verða þeir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Örn Friðriksson formaður Málm- og skipasmíðasambands íslands, varaforseti ASÍ og fyrrverandi for- maður Iðnnemasambands íslands. Á þessu 49. þingi Iðnnemasam- bands íslands munu iðnnemar fjalla um kjaramál og iðnmenntun og móta stefnu samtakanna í þeim málaflokkum fyrir næsta starfsár. Á þessu þingi verða einnig tekin fyrir skipulagsmál samtakanna og liggja fyrir þinginu tillögur að nýju skipulagi Iðnnemasambandsins sem munu hafa í för með sér mun nán- ari tengsl iðnnema yið sveinafélög- um en verið hefur. Á þinginu munu iðnnemar kjósa nýja forustu Iðn- nemasambands íslands fyrir næsta starfsár. A þinginu verða einnig flutt er- indi. Á laugardag kl. 10.40 hefst umfjöllun um fagmennsku, gildi hennar fyrir íslenskt samfélag og gildi verknáms í samanburði við bóknám, þróun verknámskennslu og hvaða kröfur þarf að uppfylla til að iðnnemar verði góðir fagmenn að námi loknu. Málshefjendur verða Sölvína Konráðsdóttir sálfræðingur og Jón Hannesson formaður sveins- prófsnefndar í húsasmíði. Að lokn- um þessum umræðum og hádegis- verði mun Benedikt Jóhannesson fjalla um lífeyrissjóði, kosti þeirra og galla. Rétt til setu sem þingfulltrúar eiga 107 iðnnemar. Þingið er hins vegar opið til áheyrnar fyrir alla sem vilja meðan húsrúm leyfir. ? ? ? Vitni vantar Slysarannsóknadeild lðgregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að umferðaróhappi á Hafra- vatnsleið þann 18. ágúst siðastlið- Á blindhæð mættust grænn Range Rover jeppi og ljós japanskur fólksbíll. Jeppinn hafnaði utan veg- ar og slasaðist fólk sem í honum var. Fólksbillinn nam ekki staðar. Skorað er á þá sem í fólksbílnum voru að hafa tal af lögreglu. Goldstar símkerfi, þar sem ekkert er gefiðeftir. S fote[ Traust tyrirtœki sem tekur réttar GœÖÍ, þcegindi Og tŒknl Rúmlega 800 fyrirtœki og stofnanir, ákvarðanir, og er í góðu sambandi jFy=s--------------------------- hafa kosið símkerfi frá Istel. vió viðskiptavini sína. Pað velur ^asj GfOlClStCH"" Komdu við í Síðumúlanum, eða traust, fullkomið og tœknilegt sláðu á þráðinn. símkerfi frá Goldstar. Örugg þjónusta. Og tryggðu góðan árangur. SÍÐUMÚLA 37 SIMI 687570 [Hinniiiiniimiiiiiiiininiiiiniimtmiiuiiiiiiiiiiuil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.