Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1991 Ævintýri í Aust- urlöndum fjær eftir Ingólf Guðbrandsson Þrátt fyrir að við teljum okkur upplýst þjóðfélag, kemur íslend- ingum enn flest á óvart í fjarlæg- um löndum. Sú hefur orðið raun- in á í ferð heimsklúbbsins um „lönd morgunroðans”, Austur- lönd ijær, síðustu þijár vikur. Raunar má segja að ferðin hafi verið í þrívídd, þar sem þátttak- endur hafa rifjað upp aldalanga eða árþúsunda sögu og hefðir, grundvöll mikillar menningar, upplifað virknina og kraftinn í öflugustu löndum heimsins á sviði tækni og viðskipta í dag, og jafn- framt skyggnst inn í framtíðar- heim 21. aldar. Þátttakendur eru í senn undr- andi og heillaðir af þessu ævin- týri og sannfærðir um yfirburði Austurlanda á mörgum sviðum, einkum Japans. Margir sjá heim- inn í nýju ljósi eftir þessa reynslu og efast um forystuhlutverk Evr- ópu til frambúðar, ef svo heldur sem horfír. Hinn „gamli heimur” Austurlanda er að rísa upp með endurnýjuðum krafti og skeiða inn í 21. öldina langt á undan öðrum, án þess að týna sögu sinni, hefðum og menningu, en stækkar stöðugt, eflist og bætir ímynd sína. Þakstál með stíl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISVOR BYGGINGAREFNI Srhi 641255 [ lok ferðarinnar til Austurlanda fjær dvöldust félagar Heimsklúbbsins í viku á nýju hóteli á Jomtien- ströndinni í Thailandi. Hér sést hluti hópsins, sem taldi 90 manns, við eina af þremur risasundlaugum hótelsins, en framundan er strönd Síamsflóans, pálmum og blómum skrýdd. Svo vel féll íslendingum dvölin þarna, að Heimsklúbbur Ingólfs hefur ákveðið að setja upp tveggja vikna ferð þangað um miðj- an febrúar. Við höfum notið hins besta, sem Filippseyjar, Japan og Taiw- an hafa að bjóða gestum einum á ferðalagi. íjónusta og þægindi fer fram úr öðru, sem við höfum kynnst, af háttvísi og kurteisi fólksins eiga Vesturlandabúar enn margt ólært. Sumir komast þannig að orði, að enginn viti hvað þjónusta þýðir, fyrr en hann hefur notið hennar í Austurlönd- um. Frá Filippseyjum verður við- hafnarmóttakan á hótelinu í Man- ila eftirminnilegust, ásamt kano- siglingu á fljótinu við Pagsanjan- fossa á Luzon. Tókýó var notið á nóttu sem degi, og margir fóru að fagna sigri Islendinga í bridge- keppninni á heimsmeistaramóti í Yokohama. Dagsferð til Nikku verður ógleymanleg, þrátt fyrir skúraveður og skýin skyggðu á hið heiiaga Fuji-ijall, daginn sem við fórum þar hjá, en í Nara, Kyoto og Hiroshima fengum við ágætt veður. Dvölin í Japan verð- ur öllum ógleymanleg, en sama má segja um þijá daga í Taipoi og ferðina í Taroko-gjána, eitt sérkennilegasta náttúruundur heims. Nú í ferðalok hvílumst við í besta yfirlæti í Jomtion á Thai- landi í viku og sumir lengur. Kveðjuhófið okkar í kvöld, föstu- dag, verður glæsilegur fagnaður góðra vina og ferðafélaga. Öllum líður vel og með sælubros á vör senda þeir bestu kveðjur heim. 25. okt. Thailandi Höfundur er ferðamálafrömuður. s T Ú R K 0 S T L E G í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 15.00 Skólakór Kársness Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir Kór Öldutúnsskóla Stjórnandi: Egill Friðleifsson Dómkórinn Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson Kór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Karlakórinn Fóstbræður Stjórnandi: Árni Harðason Karlakór Reykjavíkur Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Kynnir: Baldvin Halldórsson Miðar scldir í Hljófæraverslun Poul Bernburg, Tónastöðinni Óðinsgötu 7, og I Háskólabfói. ALLUR ÁGÓDI RENNUR í HÚSBYGGINGASJÓÐ FÉLAGSÍSLANDS Orttil Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Þórarinn Eldjárn: Ort. Forlagið 1991. Þetta er sjötta ljóðabók Þórarins og ein af þrem verkum sem birtast eftir hann á þessu ári. Áður hefur komið út Hin háfleyga moldvarpa og þriðja verk höfundarins lítur dagsins ljós um þetta leyti, ljóðabók handa börnum, Oðfluga. Hreint ekki léleg afköst ef manni leyfist á annað borð að meta virkni höfundar eftir titlafjölda. Ort skiptist í fjóra hluta: Vísur, Orðlengjur og Sonnettur. Heiti hlut- anna eru býsna upplýsandi um formið. í Vísum eru ljóðin t.a.m. hefðbundin að ytra formi. Þau geyma þrjú til átta fjögurra lína erindi hvert. Endarím er ófrávíkjan- legt. Orðlengjur líta einna helst út fyrir að hafa þuluform, ýmist með eða án endaríms. Ekki eru þær samt allar langar, sjá t.d. Torh Meira torf í textann telja má það gleggstan vott um visku og dýpt. Bara að þar sé þýft þá er líft. Ef ádeilur væru í tísku dytti mörgum í hug að hér væri verið sáttar að sneiða að módemískri ljóðagerð. Af hlutunum þremur sýnist mér mest alúð hafa verið lögð í Sonnett- ur. Bleiksblús er svo: Trélimshvítir dijúpa dagar mínir þá dagar uppi í taum á miðju þili á hillunni eru hjólaskautar þínir heldur en ekki mannlausir í bili. Vel finnst það á hve Bleik er brugðið mikið en birtan yfir minningunum dofnar. í hveiju spori stígur hann á strikið á stéttunum og munstrið gamla rofnar. Mér finnst ég vera nykur nokkurs konar sem neitað er um viðeigandi skeifur eða bjarndýr Hjörleifs Hrómundssonar hundelt... (sá sem náðist var þó Leifur!) Jú, bananahýðum brautin mín er stráð en bil á milli þó ef að er gáð. Þetta ljóð er dæmigert fyrir margt í ljóðagerð Þórarins í þessari bók sem og reyndar líka í Hinni háfieygu moldvörpu. Umhverfi ljóðsins er hversdags- legt. Einstakir hlutir og brot úr umhverfinu gefa tilverunni gildi (hjólaskautar, hilla, þil, stéttir). Myndhverfingin í fyrstu línu er í þessum hversdagsanda: "Trélíms- hvitir dijúpa dagar mínir”. Sögulegar vísanir eru tíðar í ljóð- um Þórarins. í Bleiksblús er sögð sagan af fóstbróður Ingólfs sem þrælarnir göbbuðu út í skóg með því að Ijúga upp tilvist bjarndýrs- ins. Trúgirni Hjörleifs varð honum siðan að bana. Spurningin er hvað mælandi ljóðsins á við með því að líkja sér við skeifulausan nykur og bjarndýr sem aldrei var til. Líkleg- ast er hann að tala um þann sem er flestum til ama, þann sem boðar sjálfum sér og öðrum ógæfu („stíg- ur hann á strikið”). En þó að braut- in sé mörkuð slæmum fyrirboðum (bananahýðum) er niðurstaðan ekki alvond: Mælandinn getur drepið niður fæti á milli þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.