Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1961 37'* Áhugaleiklist - Hver þarf á henni að halda ? eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur „Blómleg starfsemi og fjöldi leik- félaga hér á landi vitnar um að áhugaleiklistin er almenningseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu nýtir frítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist.” Á þessum orðum hefst menningarstefna Bandalags ís- lenskra leikfélaga. En nú er svo kom- ið að þessi blómlega starfsemi hlýtur ekki lengur náð fyrir augum stjórn- valda og mun því smám saman leggj- ast út af. í fjárlagafrumvarpi því sem leit dagsins ljós 2. október sl. hefur framlag ríkisins verið skorið niður um 12% til starfsemi leikfélaganna og 18% til skrifstofu Bandalags ís- lenskra leikfélaga. Þ.e.a.s. þegar aðeins er litið á upphæðirnar í krón- um talið, ef raungildi framlagsins skv. fjárlagafrumvarpinu er skoðað, kemur í ljós niðurskurður um 18% til starfsemi leikfélaganna og 24% til skrifstofunnar. Nægjusamur félagsskapur á borð við áhuga- hreyfinguna þarf ekki meira til að leggjast af. Ekki lengur menntaðir leikstjórar Ef niðurskurðurinn er skoðaður og menn reyna að gera sér grein fyrir á hveiju hann bitnar, þá er ljóst að fyrst hætta leikfélögin að ráða til sín leiklistarmenntaða leikstjóra en setja þess í stað þann áhugasam- asta úr félaginu í leikstjórastólinn. Við það tapast mjög mikilvægur þáttur úr vinnunni, nefnilega mennt- unar- og uppeldiseiginleikinn. Nú er það svo að leikfélögin líta gjarnan á hveija uppsetningu sem menntunar- ferli, þannig að hver leiksýning skilur eftir í félaginu aukna þekkingu á faginu og gerir þátttakendurna enn hæfari til að takast á við næsta verk- efni. Það hefur löngum verið aðals- merki íslenskrar áhugaleiklistar, þegar hún er borin saman við það sem gerist erlendis, að við höfum atvinnumenn í faginu, sem sækjast eftir því að vinna með áhugafólki. Á þann hátt mennta íslenskir leikstjór- ar sig í sinni grein og áhugaleikar- arnir auka við fæmi sína með hveiju verkefni. Með því að missa leiklistarmennt- að fólk úr leikstjórastörfunum er verið að gera áhugasömum áhugalei- kurum þann óleik að knýja þá út í starf, sem ekki er á færi nema örf- árra þeirra að rísa undir. Það væri líkt því er 10 ára munaðarlaust barn verður að ganga yngri systkinum sínum í foreldrastað. Bam sem lend- ir í slíku missir af æsku sinni og líf- snautn þess verður að víkja fyrir oki ábyrgðarinnar. Hæfileg ábyrgð er hins vegar öllum holl og Bandalag íslenskra leikfélaga hefur lagt áherslu á að mennta áhugaleikstjóra, svo félögin geti sparað sér leikstjóra- kaup þegar um smærri verkefni er að ræða. Þetta hefur virkað mjög hvetjandi á starfsemina og skilað sér í auknum fjölda uppsetninga. Enn eitt sem tapast úr vinnunni við að slíta tengslin við atvinnu- menn, er leiklistaruppeldi almenn- ings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að áhugaleikhúsfólk er ötul- ast leikhúsáhorfenda og sækir allar sýningar sem það getur komist yfir. Um leið og ánægja þeirra og áhugi á starfinu í eigin leikfélagi er drep- inn, hættir það að sækja atvinnuleik- húsin og þá er um leið kippt fótunum undan atvinnustarfseminni, sem verður að byggja allt sitt á aðsókn. Svona haldast hlutirnir í hendur og svona keðjuverkan verða stjórnvöld að hafa í huga þegar niðurskurðar- hnífnum er beitt sem aldrei fyrr. 50 félög með 75 frumsýningar Nú skulum við aðeins líta á starf- semi áhugaleikfélaganna og umfang hennar. Aðildarfélög Bandalagsins eru 81 talsins, öll virk þó í mismun- „í fjárlagafrumvarpi því sem leit dagsins ljós 2. október sl. hefur framlag ríkisins verið skorið niður um 12% til starfsemi leikfélaganna og 18% til skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga. Þ.e.a.s. þeg- ar aðeins er litið á upp- hæðirnar í krónum tal- ið, ef raungildi fram- lagsins skv. fjárlaga- frumvarpinu er skoðað, kemur í ljós niður- skurður um 18% til starfsemi leikfélaganna og 24% til skrifstofunn- ar. Nægjusamur félags- skapur á borð við áhugahreyfinguna þarf ekki meira til að leggj- ast af.” andi mæli sé. 50 félög setja upp styrkhæfar leiksýningar ár hvert, 75 frumsýningar á síðasta leikári, og enn fleiri setja upp kabaretta, árshá- tíðardagskrár eða halda uppi fjörinu á sumardaginn fyrsta og sjómanna- daginn. Styrkveitinar til þessara félaga ganga þannig fyrir sig að fjárlagaliðnum „Starfsemi áhuga- leikhópa” er skipt upp milli starfandi félaga eftir ákveðnum reglum, sem stjóm Bandalagsins hefur unnið í samvinnu við menntamálaráðuneyt- ið. Ráðuneytið úthlutar svo styrkjun- um að fenginni umsögn stjórnar Bandalagsins, sem metur verkefnin á grundvelli menningargildis þeirra. Enn er því í heiðri haft ákvæði úr gömlum leiklistarlögum, sem voru aflögð árið 1974, en það hljóðaði svo: „Stefnt skal að því að leikrit, sem sýnd eru á vegum félaga sem styrks njóta samkvæmt lögum þess- um, séu menningarlegs eðlis, en eigi sýnd eingöngu eða fyrst og fremst til fjáröflunar.” Þannig hlýtur ís- lenskt verk hæstan styrk mögulegan, en í ár var sú upphæð kr. 216.000 pr. leikfélag. Það er lækkun frá árinu 1990. Þá var sami styrkur að upphæð 222.000 og árið 1989 var sambæri- legur styrkur kr. 258.000. Hér er ekkert tillit tekið til verðlagsbreyt- inga, þetta eru þær krónutölur sem veittar voru. Þær fara lækkandi ár frá ári vegna þess að starfsemin eykst og af því hér er einungis um eina upphæð að ræða þá lækkar það sem hvert félag fær í sinn hlut eftir því sem fleiri starfa. Ef ekki fæst leiðrétting á framlaginu sem félög- unum er ætlað samkvæmt fyrirliggj- andi ijárlagafrumvarpi, stefnir í að styrkurinn á næsta ári verði kr. 180.000 fyrir að setja upp veglega íslenska leiksýningu. Þar með er grundvellinum kippt undan starfínu. Rétt er að taka fram að lengi hefur verið við það miðað að upphæð sú, sem leikfélag hlýtur í styrk, nægi fyrir launum leikstjóra. Lág- marksgreiðsla samkvæmt gjaldskrá er núna á bilinu 206 til 247 þúsund. Af þessu sést að það verður sá áhugasamasti í félaginu, sem verður píndur út í leikstjórnina og þá fer svo sem lýst hefur verið hér að fram- an. 4.500 manns, sem að jafnaði starfa að áhugaleiklist á hveiju ári, verða súrir og niðurlútir, hætta að vinna störfin sín jafn vel og verið hefur, því hvað er það sem heldur lífinu í fólki sem t.d. vinnur lon og don við verðmætasköpun þjóðarinnar í sjávarútvegi, ef ekki skapandi tóm- stundir? Og þegar þessir 4.500 hætta að leika leikritin þá verða hinir 45 þúsund, sem hafa komið að .njóta. Kolbrún Halldórsdóttir leiksýninganna jafn súrir og niðurlút- ir. Við erum að tala um velferð þjóð- arinnar og áframhaldandi menning- arlíf í þessu landi. Skrifstofa - Þjónustumiðstöð Þá er komið að öðrum lið niður- skurðarins, þ.e. niðurskurði á fram- lagi til skrifstofu Bandalagsins. Skrifstofa þessi hefur verið starfrækt frá stofnun Bandalags íslenskra leik- félaga eða í 41 ár og auk þess að þjónusta aðildarfélögin er hún í raun eina leiklistarmiðstöðin í landinu, þar sem öllum sem þess óska er veitt þjónusta með hvað eina er lýtur að leiklistinni. Þar fást upplýsingar um leikrit á íslensku, fyrir börn eða fuli- orðna, í fullri lengd eða einþáttunga, þar ber fólk upp spurningar á borð við þessar: Hvar er hægt að fá leigða búninga? Hvar er hægt að fá leigða kastara og ljósaborð? Hver selur lit- afilmur í ljóskastara? Hvar er hægt að leigja reykvél? Er til eitthvað sem heitir skýjavél? Hvar er hægt að fá keyptan leikhúsfarða? Hvar er hægt að komast á leiklistarnámskeið? Er hægt að læra að hjóla á einhjóli hér á íslandi? En að gleypa eld? Er til leikrit fyrir 12 sextán ára stelpur, 2 stráka og einn hund? Hvernig er hægt að setja Kardemommubæinn upp án þess að hafa hringsvið? Hvar fínnur maður nótur af músikinni í „Gretti”? Hvernig er hægt að búa til haus á asna? Það verður að segjast eins og er að fólk hættir að fá svör við þessum spurningum sínum frá og með ára- mótum nema því aðeins að fjárlaga- liðurinn verði hækkaður aftur. Því Bandalagið verður trúlega að reka annan starfskraft sinn, hætta að gefa út Leiklistarblaðið, stytta opn- unartíma skrifstofunnar og þar með er ekki lengur svigrúm til að þjón- usta nema þau aðildarfélög, sem þijóskast við að reyna að halda úti einhveiju starfi. Sannleikurinn er sá að Bandalagið hefur undanfarin 3 ár lagt á það ríka áherslu að fá hækkun á framlagi ríkisins til skrif- stofunnar upp í 4,5 milljónir, svo mögulegt sé að þjónusta alla þá sem þangað leita, en auk áhugaleikfélag- anna eru það allir skólar á landinu, jafnt grunnskólar sem framhalds- skólar, atvinnuleikhópar og einstakl- ingar, sem hafa hug á leiklist- arstarfi af einhveiju tagi. Þróunin á framlaginu til skrifstofunnar hefur verið á þessa leið: Árið 1988 1.200 þúsund, 1989 2.770 þúsund, árið 1990 2.979 þúsund, í ár 3.040 þús- und og á næsta ári er aðeins gert ráð fyrir 2.500 þúsundum. Þessu verður að breyta. Hér er um byggðamál að ræða vegna þess að leiklistin, sem áhuga- leikfélögin út um allt land standa fyrir, hvert í sínu bæjar- eða sveitar- félagi, er í nánast öllum tilvikum eina lifandi leiklistin, sem bæjarbú- um gefst kostur á að sjá. Því ekki hafa atvinnuleikhúsin fjárhagslegt bolmagn til að ferðast svo mikið með sínar sýningar. Og það er alkunna að þegar menningarlíf í litlu plássi úti á landi er lamað, þá flytur fólk í burtu, jafnvel þó það sé næg at- vinna, það flytur samt í burtu. Höfundur er framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga. Veljið aðeins það besta — veljið heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið Gustavsberg Fæstíhelstu vityvom, SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ■ ALLA- FJÖLSKYLDUNA * Stinga ekki ->Úr fínustu merinóull ®Mjög slitsterk o Má þvo viö 60°C SKATABUÐIN SN0RRABRAUT 60, S. 624145 Krakkar í angóruull hía á veturinn I nærfatnaði úr angóruull verður veturinn leikur einn. Angóruullin gefur meiri einangrun og er fínni og léttari en aðrar ullartegundir. Hún hrindir vel frá sér vatni og síðast en ekki síst klæjar krakkana ekki undan henni. í nærfatnaði úr angóruull er krökkunum ennþá heitt þegar þeir koma heim eftir að hafa leikið sér úti allan daginn. Fáanleg í hvítu og bláu. sími 666006 Fæst í öllum helstu apótekum eg heilsubúóum um lond allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.