Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 31. OKTÓBER 1991 15 ■ BÓKA ÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Bláskjár eftir þýska skáldið Franz Hoff- mann í þýðingu Hólmfríðar Knudsen. Þetta er fimmta útgáfa sögunnar, en hún kom fyrst út á íslensku árið 1915. í kynningu For- lagsins segir: „Fáar sögur hafa notið jafn mikillar hylli meðal ís- lenskra barna og ævintýrið um Bláskjá, drenginn með bláu augun sem flökkufólkið rændi og vistað; hjá sér í dimmum helli. Ekkert þráði hann heitar en að sleppa út og sjá sólina, þó ekki væri nema einu sinni. Loksins rættist sá draumur og Bláskjá tókst að flýja frá svarta Eiríki og hyski hans. En flótti drengsins hafði afdrifaríkar afleið- ingar fyrir hann.” Vilborg Dag- bjartsdóttir, skáld og kennari, rit- aði eftirmála þessarar nýju útgáfu. Bláskjár er 60 bls. í stóru broti, prýdd myndum frumútgáfunnar. Ragnheiður Kristjánsdóttir gerði kápu. Prentsmiðjan Oddi prent- aði. Forlagið hefur einnig gefið út þrjár nýjar bækur í ritsafninu Æv- intýri barnanna. Þær eru Gosi, Litla stúlkan með eldspýturnar og Þyrnirós. Áður hafa komið út níu ævintýri í þessu safni og hefur Þorsteinn skáld frá Hamri þýtt öll ævintýrin. í kynningu Forlagsins segir: „Gömlu, góðu ævintýrin eru alltaf í fullu gildi og hér eru sögð óborganleg ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Þau eru endursögð við hæfi yngstu bamanna og mynd- skreytt af frægum spænskum lista- mönnum.” Ævintýri barnanna eru 32 bls. hver bók. Bækurnar eru prentaðar á Spáni. ■ Á HÓTEL BORG á föstudags- kvöldið 1. nóvember munu Bubbi Morthens og Rúnar Júl. og félag- ar þeirra í hljómsveitinni G.C.D. stíga á svið í síðasta skipti, í bili að minnsta kosti. Eftir tónleikana verður spilað af plötum fram eftir nóttu. Forsala aðgöngumiða verður á Hótel Borg á föstudag frá kl. 9-18. Þórarinn Eldjárn Ferðalagið í mörgum Ijóðum bók- arinnar er eins og án fyrirheits, sporin virðast stigin í sandi. Fortíð- arþrá jafnt sem óskháttarfíkn byrgja sýn til framtíðar, sjá t.d. Fundarboð og / fatahengi Hótel Blönduóss hangir Palestínusjal. En samt er enginn bölmóður í ljóðunum og ósætti við tilveruna varla merkj- anlegt. Stundum er útgönguleið mælandans sú að láta eins og und- arlegur nútíminn komi honum ekki við. Andi værukærðar og íróníu svífur yfir, sbr. seinasta erindið í Lognið logna: Þó að tíminn togni teika ég mitt skott mitt í lognu logui. Læt það heita gott. Það er freistandi að lesa ýmis ljóð bókarinnar með hliðsjón af þjóðfélagslegum umbreytingum sem átt hafa sér stað í heiminum á seinustu misserum. Mannkyns- sagan tók sprett og hljóp langt fram úr forspárgetu fræðimanna. Fagrar hugmyndir náðu aldrei lengra en að verða að steinrunnum nátttröll- um. í þessari bók Þórarins smitar forgengileikinn alls staðar út en samt stendur værukær mælandinn yfirleitt allt af sér. Ljóð hans eru full af sáttfýsi við ósáttfúsa tilverui VOLVO 940 GLT VERÐ: 3.190.000,- KR. CHEVROLET BLAZER S-10 VERÐ: 3.100.000,- KR. FORD EXPLORER XL VERÐ: 2.562.000,- KR. NISSAN PATHFINDER TERRANO VERO: 2.413.000,- KR. ISUZU TROOPER SE 260 PONTIAC GRAND PRIX LE CITROEN XM AMBIANCE SUBARU LEGACY WAGON VERÐ: 2.400.000,-KR. VERÐ: 2.390.000,-KR. VERÐ: 2.399.000,-KR. VERÐ: 1.473.000,-KR. SUZUKI VITARA JLX VERÐ: 1.438.000,- KR. NISSAN PRIMERA SEDAN SLX DAIHATSU APPLAUSE 16L NISSAN SUNNY SLX VERÐ: 1.275.000,- KR. VERÐ: 979.000,- KR. VERÐ: 869.000,- KR. SUZUKI SWIFT GA CITROEN AX II TRS VERÐ: 716.000,- KR. VERÐ: 691.000,- KR. NISSAN MICRAL 1000 VERÐ: 620.000,- KR. DAIHATSU APPLAUSE 16L NISSAN SUNNY SLX SUZUKI SWIFT GA VERÐ: 979.000,-KR. VERÐ: 869.000,-KR. VERÐ: 716.000,-KR. STÖNDUM MEÐ ÞEIM ÓTRÚLEGIR VINNINGAR • MIÐAVERÐ 450,-KR. HAPPDRÆTTI OLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS Gísli B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.