Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 25
MORGÖNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGÓR 81. OKTÓBKR 1991 25 Afstaða pólskra stjórnmálaflokka: Taka dræmt í tillögn um sljórnarforystu Walesa Varsjá. Reuter. LEIÐTOGAR helstu stjórnmálaflokkanna í Póllandi tóku í gær dræmt í tillögu Lechs Walesa forseta um að hann gegndi einnig embætti for- sætisráðherra til að afstýra stjórnarkreppu í landinu. Endanleg úrslit lágu ekki fyrir í gærkvöldi en samkvæmt spám pólsku fréttastofunnár PAP eftir að atkvæði höfðu verið talin í öllum kjör- dæmum nema einu voru minnkandi líkur á því að Lýðræðisbandalag vinstrimanna, fyrrverandi kommún- istaflokkur landsins, yrði stærsti flokkur iandsins. Hins vegar var ljóst að flokkar, sem eiga rætur að rekja til Samstöðu, fengju meirihluta á þinginu, en á meðal þeirra ríkir djúp- Sovéskir embættismenn; Efasemdir um efna- hag’stillögnr Jeltsíns Kornuppskera mun minni en í fyrra Moskvu, Washington, Madrid. Reuter. EMBÆTTISMENN sovéskra stjórnvalda hafa tekið róttækum efnahagstillögum Borís Jeltsíns Rússlandsforseta fremur vel en láta þó ljós efasemdir um að rétt sé að gefa allt verðlag frjálst í einni svipan um áramótin. Að sögn TASS-fréttastofunnar sagði Ivan Sílajev, er gegnir embætti sovésks forsætisráðherra til bráðabirgða, að tillögurnar ættu að hvetja so- vésku lýðveldin 12 til að samræma umbætur sínar. Skýrt var frá því í gær að kornuppskera Sovét- manna yrði um 160 milljónir tonna á þessu ári en í fyrra var hún 237 milljónir tonna. Arkadíj Volskíj, sem á sæti í bráðabirgðanefnd er kemur í stað sovéskrar ríkisstjórnar sem stendur og er staðgengill Sílajevs, sagðist hlynntur því að komið yrði á fijálsu verðlagi í áföngum. Vitað er að verð- lag á nauðsynjum mun snarhækka ef tillögur rússneska forsetans verða að veruleika en Jeltsín segir að án frelsis í verðlagsmálum sé allt tal um markaðsbúskap markleysa. Efnahagsmálaráðherra Sovétríkj- anna, Vladimír Gríbov, sagði að ekki mætti koma til mikilla launahækk- ana í kjölfar hærra verðlags, þá væri óðaverðbólga óhjákvæmileg. Hann sagðist vera á móti því að verð á orku yrði hækkað. Jeltsín bað í gær þing Rússlands að veita sér aukið vald til að koma á efnahagsum- bótum, þannig að hann gæti stjórnað með tilskipunum án takmarkana. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti eyddi miklum tíma í ávarpi sínu á friðarráðstefnunni í Madrid í að lýsa þeim vanda sem Sovétmenn ættu við að stríða vegna umskiptanna yfir í markaðsbúskap. Hann lagði áherslu á þær hættur sem steðjuðu að ef illa EB: Samið um verndun fiskstofna Lúxemborg. Reuter. Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) náðu á mánu- dagskvöld samkomulagi eftir tveggja ára viðræður um aðgerðir til að sporna við útrýmingu fiski- stofna. Takmörkuð verður notkun rekneta og möskvar neta í Norð- ursjónum verða stækkaðir. Þorsk- og ýsustofnar í Norðursjón- um eru taldir í mikilli hættu. Frá 1. júlí 1992 verður minnsta leyfileg möskvastærð þar 90 mm. Eftir 1993 má lengd rekneta sem skip EB nota við túnfiskveiðar á Norður-Atlants- hafi ekki verða meiri en 2,5 km nema hægt sé að sanna með vísindalegum fökum að takmörkunin sé óþörf. færi, meira væri í húfi en í nokkrum svæðisbundnum átökum annars staðar í heiminum. stæð óeining. Þá benti flest til þess í gær að alls fengju 29 flokkar menn kjörna á þing, eða mun fleiri en spáð hafði verið. Þar af fengi 21 flokkur minna en 5% fylgi og 17 flokkar færri en fimm þingsæti. Pólsk dagblöð voru almennt þeiir- ar skoðunar að ógjörningur yrði að mynda sterka og varanlega stjórn. Leszek Miller, einn af forystumönn- um kommúnistaflokksins fyrrver- andi, sagði aðeins koma til greina að Ewa Letowska, umboðsmaður pólska þingsins, yrði næsti forsætis- ráðherra. Letowska var skipuð um- boðsmaður þingsins árið 1988, er kommúnistar voru enn við völd, og nýtur mikilla vinsælda í Þóllandi. Miller dró þó yfirlýsingu sína til baka síðar á blaðamannafundi með öðrum leiðtogum flokksins. Tadeusz Mazowiecki, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Lýðræð- issambandsins, er sennilega verður stærsti flokkurinn, vildi ekki tjá sig um hvort hann væri hlynntur eða andvígur tillögu Walesa. Reuter Sjálfboðaliði ver Króatíu Bandarískur sjálfboðaliði býr sig undir bardaga í búðum króatí- skra þjóðvarðliða í þorpinu Laszlovo í austurhluta Króatíu. Til átaka kom við og við í þessum hluta lýðveldisins í gær. Króatísk- ir embættismenn, einnig forseti Júgóslavíu, sem er Króati og hundsaður af Serbum, og þúsundir óbreyttra borgara fóru í gær með fetju og um 50 bátum til hafnarborgarinnar Dubrovnik til að vekja athygli umheimsins á neyð 50.000 Króata sem eru inn- lyksa í borginni er sambandsherinn situr um. MOTTAKA SORPS Gjaldskrá 1. nóvember 1991 Bvst. 187,3 Gildistími nóvembei - desembei 1991. 1. HUSASORP Aö meirihluta til lífrænn úrgangur t.d. frá heimilum, veitingahúsum og matvælaiðnaði. VERÐ ÁN VSK. 101 Bagganlegt 3,10 kr/kg 102 Óbagganlegt 6,20 kr/kg 2. a FRAMLEIÐSLU- ÚRGANGUR Að meirihluta til ólífrænn úrgangur. VERÐ ÁN VSK. 201 Bagganlegt 1-100 KG 4.500 kr/farm 202 Bagganlegt >1.101 KG 4,50 kr/kg 210 Bagganlegt forpressað 3,90 kr/kg 2. b ÓBAGGANLEGT SORP sem krefst meðhöndlunar fyrir böggun s.s. grófur byggingaúrgangur, stórir hjólbarðar, °-S-^rV' VERÐÁNVSK. 250 Byggingaúrgangur, ekki mjög grófur. 4,65 kr/kg 251 Mjög grófur úrgangur og sérstaklega erfiður. 6,20 kr/kg 3. ENDURVINNANLEGUR ÚRGANGUR 4. YMIS AFBRIGÐILEGUR ÚRGANGUR 401 Sérstakt samkomulag 5. EYÐING TRÚNAÐAR- SKJALA VERÐ ÁN VSK. 501 Magn 0-400 kg 2.800 kr/afgreiðslugjald 502 Magn 401 - 1.000 kg 5.000 kr/afgreiðslugjald 503 Magn > 1.001 kg 4.0 kr/kg AFGREIÐSLUTIMI Móttökustöð SORPU í Gufunesi er opin: Mánudaga kl. 06:30-17.00 og þriðjudaga til föstudaga kl.07:30-17:00 Tímastýrð gjaldskrá (ekki eyðing trúnaðarskjala) tilkl. 10:00 gildir 80% af gjaldskrá kl.10:00-15:30 100% af gjaldskrá kl.15:30-17:00 120% af gjaldskrá Gjaldskráin miðast við byggingavísitölu 187,3 stig og verður endurskoöuð á tveggja mánaða fresti í samræmi við breytingar á henni. Flutningsaðili er ábyrgur fyrir greiðslu móttökugjalds og verða reikningar sendir út einu sinni í mánuði. Sérstök gjaldskrá gildir fyrir móttöku spilliefna. 301 TIMBUR, vel flokkað án aðskotahluta. 302 PAPPI, vel flokkaður án aðskotahluta. VERÐ AN VSK. 1,60 kr/kg 2,00 kr/kg S@RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs. Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 676677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.