Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 Fyrsta þingræða Þuríðar Pálsdóttur: Askorun fyrrverandi fjármálaráð- herra um leiðréttingu eigin mistaka Bæði hjúskaparstétt og búseta valda misræmi í skattlagningu Þuríður Pálsdóttir (S-Rvk) flutti sína fyrstu þingræðu í fjárlagaum- ræðu 22. október sl. Hún minnti á að Olafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi fjármálaráðherra, hefði eytt drjúgum hluta af ræðutíma sínum um stefnuræðu forsætisráðherra „í það að tala persónulega beint við mig, í opinni sjónvarpsútsendingu, um ekknaskatt. Þá flaug í gegnum hug minn: „Tungunni er tamast það sem hjartanu er kærast!” Ekknaskattur, sem sagt var að væri ekki til, nú viðurkenndur Þuríður Pálsdóttir sagði gleði- legt, að Ólafur Ragnar hefði um síðir kannast við afkvæmi sitt, ekknaskattinn. Sú hafí verið tíðin að hann hafí boðað til sérstaks blað- amannafundar til að lýsa því yfír að sá skattur væri ekki til. í fjár- málaráðherratíð hans hafí verið send út sérstök fréttatilkynning til dagblaða og fréttastofa, nr. 16 1989, sem bar yfírskriftina „Ekkn- askatturinn er ekki til!” Þar hafí verið tíundaðar rangar og villandi „upplýsingar”, þess efn- is, að aðeins fólk með meira en tólf og hálfrar milljónar skuldlausa eign, yfirfært á núvirði 18 milljón- ir, greiddu þennan skatt. Hið rétta var að skattleysismörkin voru þá tvær og hálf milljón krónur. Af næstu 4,5 m.kr. var eignarskatts- þrepið sem áður var 0,95% hækkað upp í 1,2%. Og af skuldlausri eign yfír 7,0 m.kr. bættist við háeigna- þrep 1,50%, sem gerði samtals 2,70%. Þá bættist við sérstakur eignarskattur, sem hafði áður verið lagður á og er markaður byggingu þjóðarbókhlöðu og endurbótum annarra menningarbygginga, 0,25% á eignarskattsstofn yfír 4,2 m.kr. Samanlagt þýddi þetta að einstaklingur sem átti skuldlausa eign yfir 7,0 m.kr. greiddi 2,95% í eignarskatt, sem þýddi hreina eignaupptöku á færri árum en hann hafði til að afla húseignarinnar. í ofanálag var skatturinn lagður á afturvirkt, sem reyndist mörgum þungur baggi. Fyrrum ráðherra biður um leiðréttingu eigin mistaka En hvernig var þetta fyrir fjár- málaráðherratíð Ólafs Ragnars, spurði þingmaðurinn. Skattleysis- mörk fyrir hækkun eignarskatts í desember 1988 voru tæpar 2,0 m.kr., álagningarhlutfallið var 0,95%, engin stigshækkun var á skattinum, mismunur álagningar milli einstaklinga og sambúðarfólks gat þá orðið mestur kr. 18.979, en varð eftir hækkunina mestur kr. 135.000. Það var þessi mismunun sem leiddi til viðurnefnis þessarar skattheimtu: ekknaskattur. „Það er athyglisvert,” sagði Þur- íður Pálsdóttir, „að háttvirtur þing- maður, Ólafur Ragnar Grímsson, skuli nú skora á mig að lagfæra hans eigin mistök!” Sá árangur hefur náðst að „há- eignaþrepið”, sem Ólafur Ragnar lagði upphaflega til að yrði 1,50%, var lækkað niður í 0,75%, eins og það er í dag, og að auki var það tekjutengt, þannig að í dag greiðir sá einstaklingur, sem hefur 168.000 kr. í mánaðarlaun efra þrepið að fullu, en séu tekjur undir 84.000 kr. á mánuði leggst skatturinn á samkvæmt lægra þrepi. Eftirlifandi maka var og veittur fímm ára frest- ur, ef hann situr í óskiptu búi, þann- ig að eignarskatturinn var lagður á hann sem um eign hjóna væri að ræða. Þetta var áfangi, en kom þó ekki þeim einstaklingum til góða sem nú eiga eignir undir 9,6 m.kr., þ.e. undir háeignaþrepi. Þama var því samþykkt lækkun á eignarskatti á þá sem meira áttu, en hækkunin á meðaleignir launafólks stóð óbreytt. Einbúar þjóðfélagsins settir skör lægra en aðrir Þingmaðurinn krafðist svars frá núverandi fjármálaráðherra, Frið- riki Sophussyni, „hvort áformað væri að setja aðrar og réttlátari reglur um álagningu þjóðarbók- hlöðuskattsins svonefnda, svo að minnsta kosti hv. þingmenn og ráð- herrar fái tækifæri til að vera með í þjóðarátakinu við uppbyggingu menningarbygginga, i stað þess að einbúar þjóðfélagsins standi að mestu undir þeirri greiðslubyrði. Þingmaðurinn sagði það ömur- Iega tímaskekkju að háskatta óarð- bært íbúðarhúsnæði og ganga þvert á anda laganna um málefni aldr- aðra [nr. 91/1982] sem kveða á um sjálfsákvörðunarrétt, m.a. til að geta búið sem lengst við eðlilegt heimilislíf, en forsenda þess sé rétt- urinn til að ráða yfír eigin eignum og ráðstafa eigin lífeyri. Þá megi ekki gleyma því að eign- arskattur sé lagður á eftir fasteign- amati ríkisins. Það mat sé lang- hæst í Reykjavíkur- og Reykjanes- kjördæmum. Misræmið komi því verst niður á einbúum á þessu svæði, sem búi í óarðbæru íbúðar- húsnæði. Það er því bæði hjúskap- arstaða og búseta sem veldur mis- ræmi í eignarskattsálögum. Misræmið bitnar einkum á konum Það er staðreynd, sagði Þuríður, að fleiri konur fara illa út þessu eignarskattsdæmi en karlar. Það eru rúmar 80.00 ekkjur í landinu en rúmlega 2.000 ekklar. í Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæmum voru 5.449 ekkjur árið 1989 en 1.383 ekklar. Þá eru fleiri fráskyld- ar og einstæðar konur í landinu en karlar, og að auki eru konur yfir- leitt tekjulægri en karlar, ef þær hafa vinnu á annað borð, og oft Lífeyrisréttindi hjúskapareign Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv) og Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) hafa lagt fram lagafrumvarp um að: „Ellilífeyrisréttindi hjóna, sem áunnist hafa meðan á hjónabandi stóð, skulu teljast hjúskapareign þeirra. Við slit á fjárfélagi hjóna við skilnað skulu þau ellilífeyrisrétt- indi, sem áunnust meðan hjóna- bandið stóð, skiptast jafnt milli þeirra.” I greinargerð segir m.a. að eðli- legt sé að líta á öflun ellilífeyrisrétt- inda sem eignamyndun sem aðilar hafa stuðlað að með ákveðinni verk- askiptingu. Það sé réttlætismál að líta eignamyndun sem sameiginlega eign hjóna, ekki eigi að skipta máli hvernig hjón hafi valið að skipta með sér störfum og tekjuöflun heimilisins. Frumvarp þetta hefur áður verið lagt fram á 112. og 113. löggjafar- þingi en þá var Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) fyrsti flutnings- maður. Mataræði Islendinga er ábótavant Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra hefur skilað Alþingi skýrslu um könnun á mataræði íslendinga. Ýmislegt virðist mega fara betur á matborði landsmanna. í skýrslunni kemur m.a. fram að íslendingar borða meiri fitu nú heldur en árið 1939. „Nánast helmingur þeirrar fitu sem nútíma íslendingar borða kemur úr smjöri, smjörlíki og olíum, það er að segja alls konar feiti sem notuð er við matargerð og sælgæt- isgerð, í bakstur, sósur, á brauð, kex og með mat. Fita úr ostum og með börn eða unglinga á framfæri. Þær búa í húsnæði sem er ekki bara húsnæði sem fasteignamat mælir í fermetrum, heldur heimili fólks, sem geymir dýrmætar minn- ingar og gefur því öryggistilfínn- ingu, gerir það sjálfbjarga. Það er lágmarkskrafa, að fólk fái að búa óáreitt á eigin heimili svo lengi sem það vill og treystir sér til. Það er og farsælla fyrir þjóðarbúið. Dag- gjöld á elliheimilum og hjúkrunar- heimilum geta verið þungur baggi. Síðan rakti þingmaðurinn ýmis töluleg dæmi um misrétti álagning- ar milli einstaklinga og hjóna. Hún kvaðst treysta því að núverandi rík- isstjórn yndi bráðan bug að lagfær- ingu þessarar brotalamar á skatta- kerfínu. Hvergi á Norðurlöndum eða í Evrópu greiði fólk eignar- skatta eftir samskonar álagningar- reglum og hér giida, þ.e. að hjú- skaparstaða fólks eða fráfall maka ráði þar úrslitum. Hvergi nema í Svíþjóð eru fasteignarskattar víð- líka háir og hér á landi, en þar eru líka alls konar undanþágur. í allf- mjólkurvörum er einnig töluverð og meiri en fyrir stríð.” Fæði eldra fólks þyrfti að vera bætiefnaríkara og um fjórðungur kvenna fær minna en ráðlagðan skammt af kalki. íslenskir karlmenn þurfa einnig að íhuga alvarlega hvað þeir láta ofan i sig: „Þeir smyija brauð- ið meira og velja oftar nýmjólk í stað léttmjólkur eða undanrennu. Hjartasjúkdómar eru algengari meðal karla en kvenna.” Önnur skýrsla um könnunina er væntaleg á þessu ári. Þar verður m.a. greint frá máltíðaskipan og mataræði eft- ir búsetu, tekjum, atvinnu, menntun og öðrum félagslegum þáttum. Frumvarp til breytinga á 107 lögum Fram hefur verið lagt viðamikið frumvarp til laga, sem tengist þeirri nýskipan réttarfars og fram- Valdir hafa verið fulltrúar Al- þingis í Norðurlandaráð og í Vest- norræna þingmannaráðið og Þingvallanefnd. Kosið var eftir listum og voru frambjóðendur ekki fleiri en þau sæti sem í boði voru. í Norðurlandaráð voru valdir sem aðalmenn: Geir H. Haarde (S-Rv), Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) Árni M. Mathiesen (S-Rn), Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn), Halldór Ásgrímsson (F-Al), Hjörleif- ur Guttormsson (Ab-Al) og Kristín Einarsdóttir (SK-Rv). Varamenn eru: Sturla Böðvarsson (S-Vl), Karl Stein- ar Guðnason (A-Rn), Arni Johnsen (S-Sl), Valgerður Sverrisdóttir Þuríður Pálsdóttir lestum löndum er íbúðareign upp að vissu marki eignarskattsfrjáls. Árið 1989 var miðað við 12 m.kr. ísl. í Danmörku og 15 m.kr. ísl. eign í Finnlandi. Þingmaðurinn vitnaði til starfs- áætlunar núverandi ríkisstjórnar og sagðist trúa því að hún færði þessi mál til betri vegar. Standa þurfi vörð um sjálfseignarstefnu hús- næðis. Hverfa frá þeirri miðstýr- ingu að skammta einstæðu fólki heimilisrými með háum eignars- köttum sem stuðla að beinni eigna- upptöku. kvæmdavalds ríkisins í héraði, sem kemst á við gildistöku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði (nr. 90/1989) 1. júlí 1992. í frumvarpinu er lagðar til breytingar á ákvæðum 107 laga og oft er um fleiri breytingar að ræða en eina á viðkomandi lögum. Refsivist breytt í ólaunaða samfélagsþjónustu Frumvarp til laga um viðauka við almenn hegningarlög, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, gerir ráð fyrir því að heimilt sé að breyta refsivist einstaklings, sem hefur verið dæmdur í allt að 10 mánaða fagelsi, í ólaunaða samfélagsþjón- ustu, „minnst 40 klukkustundir og mest 200 klukkustundir”. Breyting- in er háð ýmsum skilyrðum, sem sniðin er eftir löggjöf á Norðurlönd- (F-Ne), Svavar Gestsson (Ab-Rv) og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv). Til setu í Vestnorræna þing- mannaráðinu völdust sem aðal- menn: Árni Johnsen (S-Sl), Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), Jón Helga- son (F-Sl), Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) og Jóna Valgerður Kristj- ánsdóttir (SK-Vf). Varamenn eru: Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv), Karl Steinar Guðnason (A-Rn), Val- gerður Sverrisdóttir (F-Ne), Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) og Anna Ól- afsdóttir Björnsson (SK-Rn). I Þingvallanefnd: Björn Bjarna- son (S-Rv), Jón Sigurðsson (A- Rn) og Steingrímur Hermannsson (F-Rn). HASKOLI ISLANDS Endurmenntunarnefnd VERÐBRÉFA- OG FJÁRMAGNSMARKAÐURINN námskeið 6., 7., 13., og 14., nóvember kl. 16.00-19.00 Markmið námskeiðsins er að veita yfirsýn yfir helstu hugtök og aðferðir, sem notaðar eru á verðbréfa- og fjármagnsmarkaðnum og eru fyrirlesarar nokkrir af okkar fremstu sérfræð- ingum á þessu sviði. Námskeiðið er öllum opið. Efnisatrlði: (slenski fjámálamarkaðurinn. Helstu leiðir til að ávaxta fjármuni. Mat á greiðsluhæfni fyrirtækja. Mat á tryggingum. Skuldabréf. Mat skuldabréfa. Hlutabréf: Helstu tegundir og einkenni. Arðsemi, arður og verðtrygging. Verðmat hlutabréfa. Þróun hlutabréfamarkaðar á Islandi. Erlend verðbréfaviðskipti og ýmis erlend verðbréf. Hvernig eiga viðskipti sér stað á erlendum verðbréfa- mörkuðum? Hvers kyns verðbréf er verslað með á erlendum verðbréfa- mörkuðum? Möguleikar (slendinga varðandi verðbréfakaup erlendis. Hvers ber að gæta varðandi viðskipti með erlend verðbréf? Leiðbeinendur: Benedikt Jóhannsson, frkvstj. Talnakönnunar hf. Agnar Kofoed-Hansen, frkvstj. Greiðslumats hf. Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf. Sigurður B. Stefánsson, frkvstj. Verðbréfamarkaðar islandsbanka. Skráning er í síma 694940 en frekari upplýsingar fást hjá Endurmenntunardeild í símum 694923-24. Verð kr. 7.800,- Stuttar þingfréttir um. Kosið í ráð og nefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.