Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1991 MIÐAUSTURLANDARAÐSTEFNAN I M A I) R I D * Avarp Bush Bandaríkjaforseta: Jöfn áhersla á ör- yggi Israels og rétt Palestínumanna Madríd. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sigldi milli skers og báru er hann setti friðarráðstefnuna í Madríd í gær með því að taka bæði undir sjónarmið araba og Israela í deilunni fyrir botni Miðjarðar- hafs. Hann minntist ekki einu orði á landnám Israela á hernumdu svæðunum. Lagði hann jafna áherslu á nauðsyn þess að tryggja öryggi Israelsríkis og finna sanngjarna lausn á máli Palestínu- manna. í ræðunni varaði Bush fulltrúa sem komnir voru til ráðstefnunn- ar við og sagði ábyrgð þeirra mikla gagnvart næstu kynslóð- um tækist þeim ekki að leysa deilur sínar með samningum. Skoraði hann bæði á ísraela og araba að forðast orð eða athafn- ir sem stofnað gætu sáttaumleit- unum þeirra í hættu. Frá sjónarhóli araba skipti sá hluti ræðu Bandaríkjaforseta mestu máli þar sem hann sagði að friður yrði að grundvallast á brottflutningi ísraeia- frá svæð- um sem þeir hemámu árið 1967 og finna yrði sanngjarna lausn á máli Palestínumanna. „Aðalatr- iðið er að finna málamiðlun í landamæradeilunni,” sagði Bush. Þessi orð lét Bush falla ein- ungis nokkrum klukkustundum eftir yfirlýsingu Yitzhaks Sham- irs, forsætisráðherra ísraels, þess efnis að ísraelar útilokuðu að ræða þann möguleika að skila svo miklu sem smásneið af herte- knu svæðunum sem væru eigri gyðinga. Til þess að friða ísraela sagði Bush að Bandaríkjastjóm myndi ekki setja þeim úrslita- kosti sem þeir gætu ekki sætt sig við. Ennfremur tók Bush af- stöðu með ísraelum er hann sagði að semja yrði um fullan pg algjöran frið milli araba og ísraela, sem hefði í för með sér fullt stjórnmálasamband, gagn- kvæm viðskipti, samstarf á sviði menningarmála og óhindruð ferðalög milli landanna. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti hélt einnig ræðu við setningu friðarráðstefnunnar þar sem hann tók undir það sem Bush hafði áður sagt. Gorbatsjov varði þó jafnmiklum tíma til að fjalla um erfiðleika Sovétmanna heima fyrir og um deilumar fyrir botni Miðjarðarhafs. Sá munur var á ræðum þeirra að Gorbatsjov fjall- aði almennt og óljóst um stöðu mála í Miðausturlöndum en Bush gerði einstökum atriðum skil. Á yfírborðinu voru viðbrögð fulltrúa á friðarráðstefnunni í Madríd við ræðu Bush jákvæð. Lögðu þeir allir áherslu á þau atriði sem hent- uðu eigin málstað. Dan Ashbel, tals- maður ísraelska utanríkisráðuneytis- ins, sagðist ekki geta farið út í einstök atriði ræðunnar þeg- ar hann var spurður um þau ummæli Bandaríkjaforseta að ísraelar yrðu að láta hertekin svæði af hendi í skiptum fyrir frið, en sagði að þegar á heildina væri litið hefði ræða forsetans verið já- kvæð. Reuter Forsetar risaveldanna, Míkhaíl Gorbatsj- ov (t.v.) Sovétforseti og George Bush Bandaríkjaforseti, takast í hendur við upphaf friðarráðstefnunnar í Madríd í gær. Reuter Andstæðingar friðarviðræðna araba og ísraela halda á mynd af trúarleiðtoga írans, Ali Khamenei, á útifundi í Beirut í gær. Þátttakendur í ráð- stefnunni réttdræpir - segir helsti trúarleiðtogi Irana og undanskilur ekki arabana Teheran, Jerúsalem, Beirut, Amman. Reuter. AYATOLLAH Ali Khamenei, æðsti leiðtogi írans í trúarefnum og arftaki Ayatollah Khomeinis í því embætti, fordæmdi í gær friðarráðstefnuna í Madrid, sagði að hún væri svik við málstað múslima og hvatti til þess að allir sem tækju þátt í viðræðunum yrðu drepnir. Stúdentar í hinni heilögu borg Qom efndu til að- gerða vegna ráðstefnunnar og sögðu að til stæði að svíkja Palest- ínumenn í hendur Israel. Þeir hétu því að berjast til að frelsa Jerúsalem. Um 10.000 manns mótmæltu í gær ráðstefnunni á götum Beirut, höfuðborgar Líbanons, og til slagsmála kom milli stuðningsmanna og andstæðinga viðræðnanna á hernumdum svæðum Palestínumanna. Yfirvöld í Israel hafa mikinn viðbúnað og segjast búast við auknum árásum ofsatrúarmanna á gyðinga. íranski harðlínuklerkurinn Ali Akbar Mohtashemi tók undir um- mæli Ayatollah Khameneis. „Sam- kvæmt Sharia islams (trúarlögum múslima sem ná einnig til verald- legra efna) verður að líta á alla þátttakendur í ráðstefnunni sem Mohareb, menn sem heyja stríð gegn islam og þeir verða því að horfast í augu við dauðarefsingu. Það er skylda múslima um allan heim að framfylgja þeim dómi.” Mohtashemi hefur náin tengsl við Hizbollah-skæruliðahreyfing- una í Líbanon sem fordæmir ráð- stefnuna í Madrid. Að undanförnu hefur hreyfingin látið lausa nokkra af vestrænum gíslum sem hún hefur rænt í Líbanon á undanförn- um árum og stjórnvöld í íran hafa reynt að bæta sambúðina við Vest- urlönd enda efnahagur landsins mjög bágborinn. Mohtashemi sagði að viðræðurnar í Madrid væru harmleikur en Hizbollah-liðar myndu leita hefnda. „Niðurtaln- ingin er hafin. í dag hefjast átökin milli 1.200 milljóna múslima og ísraela”. íbúar ísraels eru innan við fimm milljónir. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti írans, sagði á mánudag að íranar væru reiðubúnir að senda her til að beijast með Palestínu- mönnum gegn ísrael. Ekkert hefur heyrst opinberlega frá Saddam Hussein, forseta Iraks, um Madrid- fundinn en blöð stjórnvalda í Bagdad fordæma viðræðurnar óg segja þær samsæri, runnið undan rifjum George Bush Bandaríkjafor- seta og ísraela. Mest seldu rúmin í Bandaríkjunum. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. Marco Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14. Langholtsvegi 111, sími 680690, ÓáfengTir bjór 1 mikilli sókn í Bandaríkjunum Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÓÁFENGUR bjór nýtur æ meiri vinsælda í Bandaríkjununi. Neyslan tvöfaldaðist á árinu 1990 og nam um 179 milljónum lítra. Enn er neysla óáfengs bjórs þó ekki nema 1% af öllu því magni sem neytt er af bjór. Ekki er langt síðan þessi drykk- ur var einungis talinn höfða til þeirra, sem annaðhvort vildu ekki eða máttu ekki neyta áfengra drykkja. Nú hallast þeir, sem vilja hafa gát á þyngd sinni eða varast hætturnar sem geta stafað af neyslu áfengra drykkja, æ meir að óáfenga bjórnum. Samkvæmt markaðs- rannsóknum og spám mun neysla slíks bjórs nema 441,2 milljónum lítra á árinu 1995, eða 1,9% af allri bjórframleiðsl- unni. Tvö af stærstu bjórfyrirtækj- um landsins, Anheuser-Busch og Miller, riðu á vaðið og sendu óáfengan bjór á markaðinn. Nýlega kom þriðja tegundin á markaðinn frá Coors undir heit- inu Cutter. Óáfengi bjórinn er framleiddur úr humlum og malt- korni eins og venjulegur bjór en annað ger er notað, svo alkó- hólmagnið er innan við 0,5% að rúmmáli á móti a.m.k. 3,2% í venjulegum bjór. Hitaeiningarn- ar eru einnig mun færri, til að mynda eru 77 hitaeiningar í hverri dós af Cutter-bjómum, en 105 í dós af léttasta áfenga bjórnum frá Coor’s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.