Morgunblaðið - 06.11.1991, Page 3

Morgunblaðið - 06.11.1991, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1991 3 Hoechst C3l. FYRST VAR ÞAÐ HAMPURINN Allt frá því að HAMPIÐJAN var sett á laggirnar, árið 1934, hefur þar aðeins verið notað besta fáanlega hráefni, til að tryggja gæði framleiðslunnar. í þá daga var hampur álitinn besta hráefnið í gerð veiðarfæra og var hampur notaður í framleiðslu þeirra fyrstu þrjá áratugina. SVO KOM BYLTINGIN Á sjöunda áratugnum varð mikil tæknibylting á þessu sviði og í kjölfar hennar hóf HAMPIÐJAN notkun á gerfiefnum í veiðarfæri sín. Þar með var plastið komið til sögunnar. Enn sem áður var rík áhersla lögð á fyrsta flokks hráefni og árið 1966 hófust viðskipti við þýska alþjóðafyrirtækið HOECHST. HOECHST er einn stærsti framleiðandi heims á sviði efnaiðnaðar og telur um 172 þúsund starfsmenn í 120 löndum. HOECHST stendur mjög framarlega á sviði hvers kyns rannsókna og vöruþróunar. Sem dæmi má nefna, að 15 þúsund starfsmenn vinna á þeim sviðum eingöngu og hvern starfsdag er að jafnaði varið 660 milljónum króna í vöruþróun og rannsóknir. OG 25 ÁRUM SÍÐAR Og nú, 25 árum síðar, fær HAMPIÐJAN enn stóran hluta af hráefni sínu frá HOECHST. Aldarfjórðungs samvinna þessara tveggja fyrirtækja hefur borið hróður íslenskra veiðarfæra um heimsins höf, þar sem þau eru þekkt fyrir afbragðs endingu og styrkleika. VIÐ FÖGNUM ÁRANGURSRÍKRI SAMVINNU VIÐ HAMPIÐJUNA í 25 ÁR m "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.