Morgunblaðið - 06.11.1991, Side 14

Morgunblaðið - 06.11.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1991 t Gleymum ekki þeim gleymnu eftir Halldór Halldórsson Sennilega eru um 1.400 íslend- ingar með heilabilun (elliglöp) meirihluti þeirra með Alzheimers- sjúkdóm. Tíðni er svipuð og hjá nágrannaþjóðum okkar og talið er að ljórði hver Svíi látist af völd- um Alzheimerssjúkdóms þó að skráð dánarorsök sé oft lungna- bólga eða hjartasjúkdómur. Saga um heilabilun, sem gæti verið sönn Anna og Jón nutu lengi ham- ingju og farsæls fjölskyldulífs. Anna var myndarleg húsmóðir, reglusöm og þrifin og tók virkan þátt í félagslífi, t.d. bæði í kvenfé- lagi og kirkjukór. Jón var hæglátur og annaðist skrifstofustörf af samviskusemi. Uppkomin börn þeirra, María orðin kennari og Geir skurð- læknir, bæði fjölskyldufólk og bú- sett í nágrenninu. Þegar Anna var um sjötugt fór Jón að furða sig á að hún var ekki lengur eins reglusöm og áreiðanleg og fyrr. Óhreinar fata- hrúgur söfnuðust fyrir eða þá hún gleymdi að strauja og ganga frá þvotti sem hún hafði þvegið. Hún gleymdi fundum og söngæfingum, en líka að standa fyrir heimboðum fjölskyldna bama þeirra sem hún hafði lagt svo mikla rækt við áður. Oreiða varð á heimilishaldinu sem áður hafði verið í svo föstum skorðum. Hann var ekki viss um það hvort hún tók eftir þessu sjálf. Hún var ekki eins létt í lund sem fyrr. Líklega var það bara ellin? Hún virtist þó líkamlega vel á sig komin, lystug, svaf vel og hafði ánægju af heimsóknum. Ef hann minnti hana á það sem hún hafði gleymt virtist hún móðgast og setti sig í varnarstöðu. Jón hafði lag á að láta líf þeirra haldast með svipuðu sniði og fyrr, fann það sem hún týndi, þvoði og strauj- aði eftir að hún var háttuð. Hann tók við heimilisbókhaldi og inn- kaupum, þó að hún væri áfram þátttakandi og annaðist þau störf sem hún réði við, en smám saman varð ábyrgð allra heimilisstarfa á hans herðum. Þau höfðu í langri sambúð orðið mjög samtaka og þekktu tilfinningar, hugsanir og hreyfingar hvors annars. Hann var svo laginn við að bæta upp glopp- ur hennar, jafnvel að leggja henni orð í munn, að aðrir urðu þeirra lítt varir, jafnvel ekki börn þ.eirra sem virtust njóta þess að koma í heimsóknir sem endranær. Er þetta hafði gengið í 4 ár varð Jón bráðkvaddur í sjónvarps- stólnum. Anna skildi ekki hvers vegna hann svaraði henni ekki. Kvíðin, reið og ringluð ráfaði hún út og gat hvorki sagt frá því hvað var að heima né hvert hún ætl- aði. Eftir útför Jóns var augljóst að Anna gat ekki búið ein. María tók hana á heimili sitt í hinum enda bæjarins. Anna var mjög rugluð og snarversnaði við að flytja í framandi umhverfi. Stund- um kallaði hún dóttur sína mömmu. Vissulega gerði María flest fyrir hana sem móðir gerir fyrir barn sitt; klæddi og af- klæddi, þvoði og baðaði, matreiddi og hvatti hana til að borða og drekka. Hin mikla breyting var sú að Jón hafði alltaf verið nálægur og gat gripið inn í þegar Anna „Þegar um heilabil- un/elliglöp er að ræða eru það fyrst og fremst sjúklingarnir sjálfir sem þjást og tapa smám saman flestum eða öll- um andlegum og líkam- legum hæfileikum sem einkenna mennina. En þeir sem annast þessa sjúklinga eiga líka erf- itt, makar börn, eða systur ogjafnvel bræð- ur, stundum vinir, ná- grannar eða vinnufé- lagar.” þurfti hjálp, en María þurfti bæði að sinna fjölskyldu sinni og starfi. María og fjölskyida hennar ent- ust lengur við að annast Önnu vegna aðstoðar frá öldrunarþjón- ustunni. Anna var í dagvist meðan María kenndi og fékk endurteknar hvíldarinnlagnir á hjúkrunardeild. Þetta gekk í rúmt ár en Önnu hrakaði hratt, varð erfiðari í um- gengni vegna ráps og árekstra, er hún tók hluti og færði úr stað. María varð úrvinda enda nægði sólarhringurinn tæpast til að sinna kennslu og heimilisstörfum auk þess að annast fyrirhafnarsaman sjúkling. Þetta varð mikið álag fyrir alla íjolskylduna. Þegar Anna hætti að hafa stjórn á þvaglátum og hægðum var ekki um aðra lausn að ræða en að vista hana varanlega á hjúkrunardeild og enn liðu 10 ár áður en hún „fékk lausnina”. En hvemig stóð sonurinn sig, skurðlæknirinn? Geir gat ekki sætt sig við þá breytingu sem varð á móður hans. Hann heim- sótti hana sjaldan, en studdi fjöl- skyldu systur sinnar með ráðum og dáð og varð góður vinur mágs síns. María heimsótti móður sína nærri daglega og um leið flesta aðra á deildinni, spjallaði við ætt- ingja sem voru líka í heimsókn og einnig við starfsfólkið. Hjálpsemi hennar og jákvætt hugarfar var smitandi og stuðlaði að betra „andrúmslofti”. A 9. ári Önnu á hjúkrunardeild urðu heimsóknir Maríu stijálli vegna alvarlegra veikinda hennar. Þó að hún yrði rúmföst á sjúkahúsi hafði hún samband við hjúkrunardeildina með sendibréfum og eins heim- sótti starfsfólk deildarinnar hana í banalegu hennar. Dauðinn virtist aldrei ætla að miskunna sig yfir Önnu sem var löngu orðin rúm- liggjandi. Nokkrum vikum eftir að María kom í síðustu heimsókn- ina var komið að Önnu látinni í rúminu. María gat nú hætt að hafa áhyggjur af móður sinni og beið dauða síns með æðruleysi. Raunveruleikinn Þegar um heilabilun/elliglöp er að ræða eru það fyrst og fremst sjúklingarnir sjálfir sem þjást og tapa smám saman flestum eða öllum andlegum og líkamlegum hæfileikum sem einkenna mann- inn. En þeir sem annast þessa sjúkl- inga eiga líka erfítt, makar, börn Halldór Halldórsson og eða systur og jafnvel bræður, stundum vinir, nágrannar eða vinnufélagar. í langvarandi sjúkdómsstríði, stundum í 10-15 ár eða lengur, mæðir mjög á heilbrigðisstéttum, starfsfólki heimaþjónustu og dag- vista en síðar starfsfólki dvalar- heimila/sambýla og loks starfs- fólki hjúkrunardeilda. Mikilvægt er fyrir alla þessa aðila að sam- vinna, skilningur og samhjálp sé góð. Víða um heim fara fram rann- sóknir á eðli og orsökum sjúkdóma sem valda heilabilun/elliglöpum. Þegar svör hafa fundist við gátum sem glímt er við eru miklar líkur til að læknandi meðferð finnist. Léieg þjónusta Hér á landi er þjónusta við sjúkl- inga með heilabilun og aðstand- endur þeirra í mörgu ábótavant, Kalsíumglúkónat tuggutöflur 100 stk. (BEGSÖF3 /Eskilegur dagskammtur: 5-6 perlur RUUgSMi dagskornmlur «1 A-vllomlnl «f 1000 mQ og ul D-vltonrlnl 10 „q. «{xjirum og kOldum alaO I lokuOum umbutun 0 ABCDin Vnr, 19 98 51 Hvor InWol IrKlehoWor: A-vilomln 6,000 I.E. Oj-vítnmrn 600 IE. HímlnnltrW (Ot-vilnmln) 3 mg RHxrtlnvln (Bj-vtlnmln) 3 mg Htkolinnmltl » mg fýridoxlrtklörkl > mg pantotonsyro (som Ca-aait) 6 AskorWnayro 76 mg fEBROSAN Kohonhovn Formula iot H1ÍTSÍ jf s" a IW3B ttWi} III wi 0 CAPSULES Druesukker 5'O'WíW* •í'WWIit. Cj - tabletter 100 STK. GI’R HURTIG ENERGI IU-w Súrmjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.