Morgunblaðið - 06.11.1991, Page 26

Morgunblaðið - 06.11.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1991 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: EES fyrsta skrefið inn í Evrópubandalagið SKYRSLA Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um niður- stöður samninga um evrópskt efnahagssvæði var til umræðu þriðja sinni á Alþingi í gær. Framsóknarmenn vilja enn athuga málið betur. Kvennalistinn er því andvígur og telur að margt eigi eítir að koma i ljós, sem sýni tvíeggjaða blessan. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) upplýsti m.a. að það verður ekki svo einfalt að kaupa erlenda bifreiða- tryggingu á íslandi. Morgunblaðið/RAX Námsmenn fylgjast með umræðum á Alþingi um stöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Menntamálaráðherra um stöðu LÍN: Umræðu um skýrsluna var síðast frestað 25. liðins mánaðar. Jón Helgason (F-Sl) var fyrstur á mæ- lendaskrá í gær. Hann vakti athygli á því að enn hefðu þingmenn ekki fengið samninginn í hendur sem þingskjal og að formaður utanríkis- málanefndar hefði látið þess getið að ennþá lægu mjög takmarkað fyr- Vantar á annan milljarð til að standa við lánsloforð í ár Stefnt að afgreiðslu nýrra laga LÍN fyrir næstu jól STEFNT er að því að ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði afgreidd frá Alþingi fyrir næstu jól, og munu fulltrúar námsmanna að öllum líkindum fá sæti í nefnd er skipuð verður á næstu dögum til að undirbúa lagafrumvarpið. Þetta kom fram í máli Olafs G. Einarsson- ar menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum um stöðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna á Alþingi í gær. Menntamálaráðherra sagðist telja að ná mætti meginmarkmiðum laga um lánasjóðinn með þvi að námsmenn nytu lánafyrirgreiðslu á sérkjörum í tiltekinn tíma, teknar yrðu upp beinar styrkveitingar úr sjóðnum og þeir sem lengra væru komnir í námi fengju kost á lánum sem bæru einhveija vexti. Fjöldi alþingismanna tók til máls í umræðum um stöðu Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, og í máli flestra þeirra kom fram að þeir væru and- vígir þeim hugmyndum sem fram komu í tillögum nefndar er í sumar vann að endurskoðun gildandi námslánakerfis, en tillögumar fjalla meðal annars um að lánstími verði styttur og endurgreiðslur hertar. Guðrún Helgadóttir hóf umræðuna um stöðu sjóðsins, sagði hún tiliögur nefndarinnar miða að því að gera þeim tekjulægstu erfitt með að stunda nám á háskólastigi. Hún sagði það vekja athygli að enginn fulltrúi námsmanna hefði átt sæti í nefndinni, og beindi - hún þeirri spurningu til menntamálaráðherra hvort ekki væri tryggt að námsmenn fengju sæti í nefnd sem skipuð yrði til að semja nýtt frumvarp til daga um Lánasjóðinn. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra gerði grein fyrir stöðu LÍN í dag, og í máli hans kom meðal annars fram að á þessu ári vantar á annan milljarð króna til þess sjóð- urinn geti staðið við þau lánsloforð sem gefin hafa verið. Hann sagðist telja afskipti fyrrverandi ríkisstjórn- ar af fjármálum LÍN vera um margt dæmigerð fyrir ábyrgðarleysi þeirrar ríkisstjórnar yfirleitt á sviði ríkisíjár- mála, og af því stafaði meginvandi lánasjóðsins nú. Núverandi ríkis- stjórn hefði tekið við miklum vanda þar sem lánasjóðurinn væri, en fyrr- verandi menntamálaráðherra og fyrrverandi ríkisstjórn hefðu staðið í því að hækka námslánin og lækka framlögin til sjóðsins, en með því hafi verið grafið undan sjóðnum og og hann skuldsettur til frambúðar. „Núverandi ríkisstjórn þarf að bjarga Lánasjóði íslenskra náms- manna og reyna að tryggja framtíð hans sem sjóðs, sem hefur það hlut- verk að tryggja jafnrétti til náms; að bágur ijárhagur hindri ekki fólk í að afla sér menntunar. Ef áfram hefði verið rekin stefna fyrrverandi ríkisstjórnar varðandi sjóðinn, þá er Ijóst að í gjaldþrot stefndi,” sagði hann. Ólafur sagði ljóst að breyta þyrfti Iögum um lánasjóðinn, en hann sagðist vonast til að það gæti orðið nú á haustþingi, og breyta þyrfti úthlutunarreglum sjóðsins í kjölfar þeirrar lagabreytingar. Hann sagði að á allra næstu dögum yrði skipuð nefnd til að semja lagafrumvarp, og sér þætti ekki ólíklegt að fulltrúar námsmanna fengju beina aðild að þeirri nefnd. Ólafur sagði þær fyrir- liggjandi tillögur nefndar um breytt- ar útlánareglur LÍN einungis vera hugmyndir, sem ásamt tillögum námsmannahreyfmgarinnar og öðr- um tillögum yrðu notaðar til að vinna nýtt frumvarp um sjóðinn. Hann sagðist hlynntur því að aðstoð hins opinbera við námsmenn yrði með þrennum hætti. I fyrsta lagi yrði um rétt manna í tiltekinn afmarkaðan tíma til að njóta lánafyrirgreiðslu á sérkjörum úr lánasjóðnum, í öðru lagi kæmi til greina að taka upp beinar styrkveitingar hjá sjóðnum og í þriðja lagi sýndist sér koma til greina lánaflokkur sem bæri ein- hveija vexti. Umræðu um Byggðastofnun frestað: Allir nema Kvennalisti bera ábyrgð á þróun byggðamála segir Egill Jónsson CODAN LOGSUÐUSLÖNGUR ÁRVfK ÁBMÚU t - REYKJAVÍK - SlMI 687222 -TELEFAX 687285 EKKI tókst að ljúka umræðum um skýrslu forsætisráðherra um Byggða- stofnun í fyrrakvöld. Egill Jónsson (S-Al) taldi alla flokka að Kvenna- lista frátöldum bera nokkra sök á illu ástandi byggðamála. Hann for- dæmdi ómarkvissa og ógætilega umræðu, menn ættu að fara varlega í að fella dóma. Þetta ætti einnig við um ráðherra ríkisstjórnarinnar. Umræðum um skýrslu forsætis- alistinn'sem enn hefði ekki komist ráðherra var frestað um laust eftir kl. 19 í fyrrakvöld en kl. 21 tóku þingmenn aftur til við að ræða mál- efni Byggðastofnunar og vanda landsbyggðarinnar. Stjórnarand- stæðingar gagnrýndu enn sem fyrr málflutning Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, einkum og sér í lagi lýsingar hans á ráðstöfunum fyrri ríkisstjórnar í byggða- og atvinnu- málum og því mati ráðherrans að vandamálum hefði verið slegið á frest og þau jafnvel verið gerð verrrviður- eignar. Stjórnarandstæðingum þóttu það einnig mikil tíðindi að Matthías Bjarnason (S-Vf) hafði fyrr um dag- inn lýst sig ósammála ýmsu sem stæði í stefnu- og starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar, svonefndri „hvítbók”. Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) vildi fá að vita hvað stöðu og stuðn- ing þetta skjal hefði innan stjórnar- liðsins. Egill Jónsson (S-Al) gagn- rýndi ómarkvissa og að sumu leyti ógætilega umræðu um vandamál Iandsbyggðarinnar. Og þá ætti hann sérstaklega við ríkisstjórnina. Það væri góður kostur fyrir menn í ábyrgðarstöðum að láta hveiti- brauðsdagana líða áður en þeir færu að fella mikla dóma. Sannleikurinn væri sá að ailir flokkar nema Kvenn- til áhrifa í ríkisstjórn bæru ábyrgð á ástandinu í þessu þjóðfélagi; á ástandinu í byggðamálum. Egill sagðist fyrr hafa heyrt að byggða- stefnan hefði bragðist en hann mat það á sama veg og Matthías Bjarna- son að margt hefði brugðist byggða- stefnunni. Þingmenn ræddu byggðamálin fram eftir kvöldi og kom til nokkurra orðaskipta milli Jóns Helgasonar (F-Sl) og Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra um ráðstafanir og úrræði sem lögð voru til síðsumars árið 1988. Jón sagði að sjálfstæðis- menn hefðu gert tillögu um sjóð sem vistaður skyldi hjá Byggðastofnun, taldi hann að þetta væri til vitnis um að sjálfstæðismenn hefðu ekki verið svo fráhverfir sérstökum sjóð- um. Þorsteinn Pálsson sagði þessa sjóðsstofnun hafa verið tillögu til málamiðiunar þar sem framsóknar- menn hefðu ekki viljað fallast á þá gengisleiðréttingu sem hefði verið nauðsynleg. Gengisfellingu sem þeir hefðu þó krafist fyrr en snúið svo við blaðinu. Tekið pólitískan leikara- skap fram yfir lausn á vanda at- vinnuveganna. Einar K. Guðfínns- son (S-Vf) og Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra deildu og nokkuð um það hve mikil áhrif út- gáfa húsbréfa hefði á lánamarkað- inn. Félagsmálaráðherra var orðinn langþreyttur á því að húsbréfunum væri kennt um flest ef ekki alit sem miður færi á fjármagnsmarkaðinum. Næturvinna og ferðalög Þegar kom fram yfir miðnætti innti Guðni Ágústsson (F-Sl) þing- fotseta eftir því hvort ekki ætti að fresta umræðu. Guðni vildi síður ræða þetta mikilvæga mál í skjóli myrkurs. Fleiri stjórnarandstæðing- ar tóku undir þessar óskir; fallist hefði verið á kvöldfund en ekki næt- urfund. Davíð Oddsson forsætisráð- herra vakti athygli á því að hann yrði fjarverandi þessa viku en hann fyrir sitt leyti setti sig ekki gegn því að kvöldfundur yrði haldinn fyrir þessa umræðu síðar. Stefán Guð- mundsson (F-Nv) gagnrýndi harka- lega flarveru sumra ráðherra á þing- fundum og taldi nauðsynlegt að þing- menn hefðu ferðaaætlnir ráðherr- anna til að unnt væri að eiga við þá orðaskipti. Ðavíð Oddsson forsætis- ráðherra þóttist ekki hafa vanrækt að sitja þingfundi. Að minnsta kosti væri langt í það að hann yrði 66 daga fjarverandi á árinu eins og fyr- irrennari sinn í embætti hefði verið á árinu 1990. Kl. 00.28 frestaði Gunnlaugur Stefánsson varaforseti Alþingis þess- ari umræðu um skýrslu forsætisráð- herra um Byggðastofnun. Bauð þing- mönnum góða nótt og sleit fundi. ir skriflegt. Margt væri óskýrt og við óljós svör vöknuðu fleiri spurn- ingar. Ræðumaður rakti og ítrekaði nokkur þau atriði sem Framsóknar- menn hafa haft efasemdir um eða borið ugg í brjósti vegna, s.s. um eignarhald á landi, þ.e. að svonefnd- ar girðingar haldi. Einnig væru í samningsdrögum vísað til „gildandi laga” þjóðríkja. Jón taldi þörf á að það væri skýrt kveðið á um tíma í þessu sambandi. Hvenær stafir yrðu settir undir. Hvenær samningur tæki gildi. Hann lagði og áherslu á að þingmenn yrðu að fá sem allra ná- kvæmastar upplýsingar og skýring- ar til að hægt væri að taka ákvörð- un byggða á raunsæju mati. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) þótti sem utanríkisráðherra hefði í ræðum sínum í síðasta mán- uði ekki svarað sumum spurningum en á hinn bóginn varið ræðutíma í að svara fyrir atriði sem ekki hefði verið spurt eftirt.d. um væntanlegan þróunarsjóð. Ingibjörg Sólrún reifaði nokkur atriði sem valda andstöðu Kvennalistakvenna. Þær óttast m.a. að íslensk fyrirtæki verði undir í samkeppninni á evrópsku efnahags- svæði. Fyrirtæki hér á landi séu smá og markmið efnahagssvæðisins sé m.a. að láta stærðina fá að njóta sín. Kvennalistinn efast einnig um að fyrirvarar, girðingar og öryggis- ákvæði muni halda jafnvel og ýmsir ætla. Ræðumaður benti á að menn hefðu talað um lækkað verð á vöru og þjónustu. Menn gætu t.a.m. hringt til Þýskalands og pantað bíla- tryggingu. Málið væri bara ekki svona einfalt. Fram hefði komið á fundi í utanríkismálanefnd að það þyrftu að vera sjóðir í viðkomandi landi, væntanlega vegna þess að ið- gjaldagreiðslur byggðu á umfangi tjóna á hveiju svæði og hér á ís- landi væru tjónin mikil, þótt hún ætlaði ekki að bera blak af íslenskum tryggingafélögum sem eflaust gætu haft sín iðgjöld eitthvað lægri. Ræðumaður taldi sýnt að nokkurt skrifstofubákn myndi fylgja með í kaupunum á evrópsku efnahags- svæði og virtist henni að sú upp- bygging myndi vera fyrirkomulag sem yrði þungt í vöfum og ólýðræðis- legt. Ingibjörg Sólrún lá ekki á þeirri skoðun sinni að með aðild að evr- ópsku efnahagssvæði væri fyrsta skrefið inn í Evrópubandalagið stig- ið. í ræðulok varaði talsmaður Kvennalistans við því að kokgleypa 34 ára uppsafnaða matseld Evrópu- bandalagsins. Henni væri ljóst að við yrðum að aðlaga okkur að EB en við yrðum að gera það á eigin forsendum og hraða. Páll Pétursson (F-Nv) sagði þingmenn einungis hafa fengið „uppkast að drögum” og utanríkis- ráðherrann hefði þeyst um landið svo frekar minnti á trúboð heldur en kynningarstarf. Ámælti hann ráð- herrann fyrir að tíunda kostina en láta þess ógetið sem gæfi tilefni til íhugunar eða efasemda. ítrekaði Páll enn og aftur ýmsar efasemdir framsóknarmanna, t.a.m. varðandi að bann við fjárfestingu erlendra aðila í útgerð og fiskvinnslu myndi fullkomlega halda. Páll taldi einnig sýnt að íslensk ákvæði um bann við fjárfestingu í orkulindum yrðu að víkja. Einnig taldi ræðumaður nær ógjörlegt að reisa þær girðingar í íslenskum lögum um fjárfestingar í fasteignum og löndum að þær héldu útlendingum utangarðs. í ræðulok sagði Páll Pétursson að þingmenn þyrftu upplýsingar og þjóðin einnig því að um þetta mál ætti að greiða þjóðaratkvæði. Stundarfjórðungi fyrir kl. 19 frestaði Björn Bjarnason umræðunni en boðaði að henni skyldi fram hald- ið kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.