Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.1991, Blaðsíða 44
IBM PS/2 KEYRIR STÝRIKERFI FRAMTÍÐARINNAR: IBMOS/2 VÁTRYGGING SEM BRÚAR BILIÐ MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SIMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Forseti Alþjóða handboltasambandsins: Hús fyrir 7 þúsund eða engin keppni ERWIN Lanc, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik árið 1995 færi ekki fram á íslandi nema íþróttahöll, sem tekur 7.000 áhorfendur, verði til staðar. Fyrir einu og hálfu ári gerðu ríkis- valdið og Kópavogsbær samning þess efnis að reist yrði íþróttahús í Kópavogi vegna HM, sem fullnægði kröfum IHF, þar sem meðal annars var kveðið á um rými fyrir 7.000 áhorfendur. Framlag ríkissjóðs skyldi vera 300 milljónir króna. Um helgina var þessum samningi rift með fyrirvara um samþykki bæjar- fstjórnar Kópavogs á þeirri forsendu að Kópavogsbær taldi framlag ríkis- ins, 300 milljónir, ekki nægjanlegt til að ráðast í eins dýrar fram- kvæmdir, en áætlaður kostnaður er sjö hundruð til þúsund milljónir. í framhaldi af þessu viðraði Hand- knattleikssamband íslands hug- myndir í þá átt að hægt væri að semja við IHF um byggingu húss fyrir færri áhorfendur og hafa tölur frá 5.000 til 6.500 verið nefndar. Lanc sagði að slík breyting kæmi ekki til greina. „Heimsmeistara- keppnin fer fram á íslandi ef húsið verður byggt, annars ekki.” Sjá nánar bls. 43. Búist við skæðum inflúensufaraldri INFLÚENSUFARALDUR sem búist er við að breiðist út um Evr- ^ópu á næstu vikum og mánuðum er talinn skæðari en flensufaraldr- ar undanfarinna ára, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðar- landlæknis. Miðað við reyslu undanfarinna ára ætti inflúensan að berast hingað síðar í vetur. Byrjað er að bólusetja gegn henni. stakar aðstæður, t.d. sjómönnum og einum heimilismanni á hveijum sveitabæ. Þá sagði aðstoðarland- læknir að allir sem það vildu gætu fengið bólusetningu á eigin kostn- að. Bólusett er gegn inflúensu af þremur stofnum, flensan sem nú er að byija að stinga sér niður í Evrópu er af einum þeirra. í frétt í vikublaðinu The Europ- ean segir að búist sé við skæðasta inflúensufaraldri sem komið hafi í Evrópu um árabil og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hvetji fólk til að láta bólusetja sig, ekki síst sjúklinga og gamalmenni. Matthías Halldórsson sagði í samtali við Morgunblaðið að fótur væri fyrir því að inflúensufar- aldurinn væri eitthvað skæðari en faraldrar undanfarinna ára. Sam- kvæmt upplýsingum sem land- iæknisembættið hefur aflað sér er inflúensan byijuð að heija á fólk í Austur-Evrópu og í Bandaríkjun- um er búist við skæðum inflú- ensufaraldri í ár. Að sögn Matthíasar má búast við að inflúensan berist hingað síðar í vetur. Ekki taldi hann ástæðu til sérstakra aðgerða. Byij- að er að bólusetja og er öldruðu fólki og sjúku ráðlagt að láta bólu- setja sig að sögn Matthíasar, einn- ig fólki á vinnustöðum með sér- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þeir voru búralegir skipverjarnir á Klakki þegar þeir lönduðu búranum í Eyjum í gær. Drýgja kvótann með veiðum á búra Vestmannaeyjum. KLAKKUR VE landaði í gær 40 tonnum af búra sem skipið fékk í síðustu veiðiferð. Klakkur landaði einnig búra að Iokinni veiði- ferðinni á undan og var hann fluttur á markað í Frakklandi þar sem gott verð, 110 krónur á kílóið, fékkst fyrir hann. Búri er djúpsjávarfiskur sem lítið hefur veiðst af hér við land. Vaxtarhraði físksins er afar hæg- ur og verður hann ekki kynþroska fyrr en um fimmtugt. Páll Þór Guðmundsson, stýrimaður á Klakki, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þeir hefðu fengið 10 tonn af búra í einum túr í vor og hefði sá afli verið unnin hér heima. „Við fengum 15 tonn af búra í þar síðasta túr og núna fengum við 40 tonn af þessu. Þetta fékkst allt á smá bletti, en það verður ekki gefíð upp hvar hann er. Við fengum ágætis höl þarna, upp í 20 tonn,” sagði Páll. Hann sagði að fyrir utan þessa túra hefðu þeir einungis fengið einstaka búra. Búri er utan kvóta og því góð búbót ef hægt er að ná í eitthvert magn af honum þar sem verð fyrir hann er hátt. Grímur Lítið miðar í kjaradeilu háseta á kaupskipaflotanum: Útflytjendur keppast við að koma fiski úr landi í vikunni ISLENSKIR fiskútflytjendur | dag, komi afar illa við hagsmuni segja að boðað verkfall háseta á þeirra vegna lítilla birgða erlend- kaupskipaflotanum sem hefjast á is og breytinga sem orðið hafa á kukkan 13 næstkomandi föstu- | viðskiptaháttum á undanförnum Bakkafiskur á Eyrarbakka segir upp 90 manns: "Tekið hefur verið tilboði í eina bát fyrirtækisins BAKKAFISKUR hf. á Eyrarbakka sagði upp öllu starfsfólki sínu, um 90 manns, um síðastliðin mánaðamót. Þá hefur verið tekið tilboði í eina bát fyrirtækisins Stakkavík AR 107, en það er um 250 tonna stálbátur, sem hefur kvóta sem jafngildir um 600 þorskígildum. Sala bátsins er nú til umfjöllunar í sveitarstjórn Eyrarbakkahrepps. 500-600 manns eru búsettir á Eyrarbakka og er Bakkafiskur stærsta atvinnu- ^^yrirtækið á staðnum. Hjörleifur Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Bakkafisks, segir að til uppsagnanna sé gripið vegna fjár- hagslegrar endurskipulagningar fyr- irtækisins, en það hafí ekki lengur verið rekstrarhæft miðað við aðstæð- ur. Astæður þess séu meðal annars þær að fyrirtækið hafi ekki setið við —r*sama borð og önnur sambærileg fyr- irtæki að stærð og mikilvægi fyrir byggðarlög, en það hafí nær enga fyrirgreiðslu fengið úr Atvinnutrygg- ingarsjóði. Vandi fyrirtækisins væri meðal annars fólginn í óhagstæðri skuldasamsetningu. Þeir væru nú að fara yfir stöðuna með endurskoðend- um fyrirtækisins og stæðu í viðræð- um við lánastofnanir í Reykjavík og viðskiptabanka fyrirtækisins um skuldbreytingar og niðurfellingu skulda, en það væri ljóst að til þess þyrfti að koma til að rekstur fyrir- tækisins teldist lífvænlegur. Aðspurður hvort fyrirtækið hefði ekkert komið inn í þær sameininga- •viðræður fískvinnslufyrirtækja sem átt hafa sér stað á þessu svæði, sagði hann að þeir hefðu lýst yfir vilja til að taka þátt í þessum viðræðum en hefðu þrátt fyrir það ekki verið tekn- ir með í þær ennþá. Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps, sagði að sveitar- stjórnin myndi taka þessa viku til að skoða málið. Hann sagðist gera ráð fyrir að sveitarstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að halda þessum kvóta í byggðar- laginu, en hann væri um helmingur af öllum kvóta Eyrbekkinga. árum. Birgðir eru litlar meðal annars vegna lítillar veiði að und- anförnu og er keppst við að koma eins miklum fiski úr landi og kostur er áður en verkfallið skell- ur á. Stöðug fundahöld hafa ver- ið hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilunnar undanfarna daga og var fundað í allan gærdag og áfram í gærkveldi, en lítið hefur enn miðað til samkomulags. „Það er mjög alvarlegt mál fyrir okkur ef við komum ekki frá okkur vörum vegna þess einfaldlega að það er búin að vera tiltölulega litil framleiðsla að undanförnu þannig að birgðastaðan er tæp og við þurf- um því á mjög reglubundnum sigl- ingum að halda,” sagði Bjarni Lúð- víksson, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann sagði að ef verkfallið dræg- ist á langinn myndi það hafa veru- legar truflanir í för með sér. „Það er orðið stutt til jóla og þessi tími er hefðbundinn sölutími margra fisktegunda. Hann getur runnið okkur úr greipum, en það er eins og alltaf er að það eru kannski hin saklausu fórnarlömb verkfallanna sem mestu tapa,” sagði Bjarni. Sæmundur Guðmundsson, að- stoðarframkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða, sagði að verkfallið kæmi sér mjög illa eins og við væri að búast því í hverri einustu viku væri verið að senda eitthvað út. Með gámavæðingunni hefði salan gjörbreyst og nú sendi fyrirtækið megnið af sínum vörum út í gámum til Bretlands, meginlands .Evrópu og Japans. Hins vegar væri skip nýfarið til Bandaríkjanna með fryst- an físk. Hann sagði að þeir reyndu að senda eins mikið út og þeir gætu i þessari viku. Ef verkfallið yrði langt gæti það skaðað fyrirtækið mikið. Síldarvertíð stæði yfir og öll hús á Austfjörðum væru að vinna síld upp á hvern dag. Þau hefðu ekki sérstak- lega stórar frystigeymslur og ætlun- in hefði verið að flytjá' síldina í hús annars staðar á landinu, en nú lokaðist sá möguleiki vegna verk- fallsins. Það væri ekki gott að segja hve fyrirtækin þar gætu starfað lengi við þessar aðstæður. Magn- ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fískfram- leiðenda, sagði að verkfallið kæmi sér illa. Nú væri að hefjast fram- leiðsla á físki sem þyrfti að komast á markað fyrir jólin og ef verkfallið yrði langt þá drægi úr möguleikum að koma framleiðslunni á markað. A móti kæmi að staða á mörkuðum væri í jafnvægi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.