Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D
267. tbl. 79. árg.________________________________FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 ____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Iðnveldin sjö:
Sovétmenn fá
greiðslufrest
Bonn, Moskvu. Reuter.
FULLTRUAR sjö helstu iðnvelda heims ákváðu í gær að leyfa Sovét-
ríkjunum að fresta í eitt ár greiðslum af um það bil 70 milljarða doll-
ara erlendum skuldum ríkjasambandsins sem virðist vera að leysast
upp. I sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúanna og ráðamanna átta Sovét-
lýðvelda var lýst meginatriðum áætlunar um aðstoð ríkjanna sjö við
Sovétmenn. Einnig var sagt að til greina kæmi að veita frekari lán
gegn tryggingu í gullbirgðum landsins. Bandaríkin buðu Sovétmönnum
í gær lán að andvirði 1.250 milljónir dollara til kaupa á matvælum í
Bandaríkjunum og var því tekið með þökkum.
Reuter
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, tekur á móti Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Bonn í gær. Fáni Rúss-
lands blakti við hún og leikinn var nýr þjóðsöngur Rússlands í fyrsta sinn við slíkt tækifæri. Þetta er
fyrsta opinbera heimsókn Jeltsíns til annars lands eftir að hann var kosinn forseti í þjóðkjöri.
Talsmaður utanríkisráðuneytis Króatíu í samtali við Morgunblaðið:
Lið SÞ væri það ofurefli
sem gæti stöðvað Serba
Rewters-fréttastofan dregur til baka fréttir af fjöldamorðum á serbneskum börnum
ANTON Babic, talsmaður utan-
ríkisráðuneytis Króatíu, sagði í
gær í samtali við Morgunblaðið
að stjórnvöld í Króatíu vildu að
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) sendu
friðargæslusveitir til landsins.
Þannig væri hægt að stöðva sókn
júgóslavneska hersins og serb-
neskra skæruliða iun í Króatíu.
Reuters-fréttastofan hefur dreg-
ið til baka fréttir frá því í fyrra-
kvöld um meint dráp Króata á
41 serbnesku barni. Ljósmyndar-
inn sem þetta var haft eftir
Haiti;
Tugir flótta-
manna drukkna
Havana. Reuter.
SEXTÁN manns drukknuðu og
óttast var um 119 að auki eftir
að bátur með um 200 Haitibúa á
flótta til Bandaríkjanna fórst i
gær. Slysið varð við austurodda
Kúbu.
Slysið mun hafa orðið aðfaranótt
miðvikudags og var þá slæmt veður
á þessum slóðum og mikill sjór. Kúb-
verska fréttastofan AÍN sagði að 60
manns hefðu með vissu komist af.
Kúbverskar hjálparsveitir leituðu
áfram að skipbrotsmönnum en
fréttastofan taldi litlar líkur á að
fleiri væru á lífi.
Fjölmargir Haitibúar hafa flúið
sára fátækt og óstjórn undanfarin
ár og reynt að komast til Bandaríkj-
anna. Hafa mál þeirra valdið deilum
þarlendis þar sem óljóst er hvort
hægt er að líta á fólkið sem pólitíska
flóttamenn. Eftir stjórnarbyltingu
haítíska hersins nýlega getur flótta-
fólkið þó vísað til pólitískra ofsókna
heima fyrir.
reyndist ekki áreiðanleg heimild.
María Vujasin, starfsmaður upp-
lýsingaráðuneytis Króatíu, hefur
það hins vegar eftir flóttamönn-
um frá austurhluta Króatíu, að
fyrir þremur dögum hafi serbn-
eskir skæruliðar og júgóslavnesk-
ir hermenn myrt 27 óbreytta
borgara í þorpinu Nadin og 14 í
þorpinu Skapoljna.
Erfiðlega gengur að flytja flótta-
fólk frá borginni Vukovar sem féll
í hendur Serbum í vikunni. Bardagar
geisa umhverfis borgina og óttast
Króatar að næst reyni júgóslavneski
herinn að leggja undir sig borgina
Osijek þar sem búa 150.000 manns.
Sendiherra Þýskalands hjá Samein-
uðu þjóðunum, Detlev zu Rantzau
greifi, fór í gær fram á skyndifund
í öryggisráðinu um málefni Júgó-
slavíu. Fulltrúar í ráðinu hafa und-
anfama daga reynt að ná samkomu-
lagi bak við tjöldin um ályktun þar
sem kveðið yrði á um víðtækara eft-
irlit með vopnasölubanni, olíusölu-
bann og loks að framkvæmdastjóri
samtakanna, Javier Perez de Cuell-
ar, kannaði möguleikana á því að
friðargæslulið á vegum SÞ tæki sér
stöðu á átakasvæðunum strax og
vopnahlé kæmist á. Talsmenn aust-
urrískra stjórnvatda sögðu í gær að
yrði Ante Markovic, forsætisráð-
herra Júgóslavíu, sem er Króati,
leystur frá störfum og Serbi tæki
við gæti svo farið að Austurríki og
fleiri ríki viðurkenndu umsvifalaust
sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Talið
er líklegt að Markovic verði vikið frá
á næstu dögum.
Anton Babic sagði að þrátt fyrir
þrettán misheppnuð vopnahlé væru
króatísk stjórnvöld enn reiðubúin til
að finna friðsamlega lausn á stríðinu
milli Serba og Króata. „Við myndum
. fagna vopnahléi sem tæki strax gildi,
en þegar á okkur er ráðist hljótum
við að vetja hendur okkar.” Babic
sagði að eina leiðin til að binda enda
á átökin væri að SÞ sendu friðar-
gæslulið á vettvang. „Serbar láta sér
ekki segjast fyrr en þeir mæta ofur-
efli.” Babic sagði að slíkt lið þyrfti
ekki að vera mjög fjölmennt því
Serbar myndu vart ráðast gegn frið-
argæsluliðum SÞ.
Babic taldi að vopnasölubannið á
Júgóslavíu væri ranglátt því þar
væri ekki gerður greinarmunur á
árásaraðila og þeim sem veija þyrftu
hendur sínar. Serbar nytu ennfremur
góðs af því að hergagnaverksmiðjur
Júgóslavíu væru á þeirra landi auk
þess sem þeir hefðu fengið vopn
erlendis frá. Babic vildi þó ekki nafn-
greina þau ríki eða aðila sem sent
hefðu vopn til Serbíu.
Babic sagði að breska sjónvarpið
Ríkin sem ekki rituðu undir yfir-
lýsinguna voru Úkraína, Az-
erbajdzhan, Úzbekístan og Georgía
og báru þau því við að ekki hefði
enn náðst samkomulag um skiptingu
skuldabyrðarinnar milli lýðveldanna.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
kom í opinbera heimsókn til Þýska-
lands í gær. Hann sagðist ekki ætla
hefði í vikunni sýnt myndir af komu
Cyrus Vance, sendimanns SÞ tii
borgarinnar Vukovar. Í bakgrunni
hefðu verið serbneskir skæruliðar
sem sungu: „Milosevic [forseti Serb-
íu], sendu okkur salat, af kjöti verð-
ur nóg, því við ætlum að drepa Kró-
ata.”
María Vujasin, starfsmaður króa-
tíska upplýsingaráðuneytisins, segir
í samtali við Morgunblaðið, að Ser-
bar hafi fyrir nokkrum vikum haldið
því fram að Króatar hafi myrt tugi
bænda í Bilogora. Króatar hafi beð-
ið sendinefnd Evrópubandalagsins
að rannsaka málið og niðurstaða
hennar hafi verið sú að það hafi
verið serbneskir skæruliðar sem
drápu Króata en Serbarnir hafi reynt
að láta líta svo út sem það væru
serbneskir bændur er lægju í valn-
um.
að biðja um fjárhagsaðstoð en vildi
treysta tengslin milli landanna.
Hann sagði þó að auðveldara yrði
fyrir Rússa að þreyja veturinn ef
hjálp bærist en Þjóðveijar yrðu sjálf-
ir að ákveða hvernig þeir brygðust
við. „Þetta er upphafið að nýrri og
milliliðalausri samvinnu milli hins
nýja Rússlands og hins nýja Þýska-
lands,” sagði Jeltsín eftir að hafa
kannað heiðursvörð hermanna á
'flugvellinum með Helmut Kohl
kanslara. „Við verðum að ryðja burt
rústunum og hefja uppbyggingu,”
sagði hann. Jeltsín ferðaðist með
venjulegri farþegaþotu og sagði
Rússland ekki enn hafa efni á að
eignast sérstaka forsetaþotu:
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, sagði í viðtali við dag-
blaðið Die Welt að Þjóðveijar yrðu
að byggja upp tengsl er byggðust á
trausti milii þeirra og Jeltsíns, á
sama hátt og samband þeirra við
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta.
Áhrif Jeltsíns vaxa stöðugt og segir
breska blaðið The Independent að
hann varðveiti að staðaldri í svartri
tösku éinn af þrem dulmálslyklum
sem notaðir yrðu ef kjarnorkuher-
aflanum yrði beitt. Hinir tveir cru í
vörslu Gorbatsjovs og sovéska varn-
armálaráðherrans.
Talsmaður þýskra iðnrekenda,
Heinrich Weiss, sagði að rangt væri
að hefja fjárfestingar í Sovétríkjun-
um áður en búið væri að koma þar
á raunverulegu markaðskerfi og um
fjárhagsaðstoð sagði Weiss: „Allar
gjafir [til þeirra] detta enn sem kom-
ið er ofan í botnlausan pytt.” Fulltrú-
ar þýskra banka tóku ákvörðuninni
um frest á afborgunum sovéskra
lána kuldalega og sögðust ekki
myndu feta í fótspor ríkisstjórnar-
innar heldur krefjast vaxta og af-
borgana.
Peres vill ræða
við PLO
Shimon Peres, formaður Verka-
mannaflokksins í ísrael, til-
kynnti í gær, að flokkurinn vildi
taka upp beinar viðræður við
PLO, Frelsissamtök Palestínu-
manna. Er um að ræða mikil-
væga stefnubreytingu þótt ólík-
legt sé að hún nái einnig til
helsta stjórnarflokksins, Likud-
flokksins, og Yitzhaks Shamirs
forsætisráðherra. Nokkurrar
bjartsýni gætir þó meðal Israela
og Palestínumanna á framgang
samningaviðræðnanna um frið í
Miðausturlöndum og er sagt, að
í fyrsta sinn trúi hvorirtveggju,
að hinir vilji í raun ná samning-
um.
Reuter