Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 2

Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 Berar sig fyr- ir bömum UNDANFARN AR vikur hafa lög- reglunni borist óveiýumargar til- kynningar um mann sem flettir sig klæðum í návist barna, eink- um í grennd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem margra barna er að vænta. Að sögn lög- reglu virðast lýsingar benda til að í flestum tilvikum sé um sama mann að ræða. Síðdegis í fyrradag bárust tvær tilkynningar til lögreglu um að maður hefði flett sig klæðum fyrir framan 8-11 ára telpur. Annað at- vikið varð á lóð Austurbæjarskóla og hitt á lóð Skóla ísaks Jónsson- ar. Á þriðjudag varð maður ber að samskonar athæfí í Húsdýragarðin- um í Laugardal. Á síðustu vikum hefur einnig verið tilkynnt um mái af þessu tagi í Smáíbúðahverfinu, í Vesturbænum, bæði við Sundlaug Vesturbæjar og Melaskóla, og einn- ig við Miídatún. Þeim manni sem var á ferð við Austurbæjarskóla og ísaksskóla er lýst þannig að hann sé 30-40 ára, dökkhærður og fremur hávaxinn, klæddur í bláan og gulan mittisjakka og með gleraugu. Lögreglan beinir því til fólks að tilkynna um atvik af þessu tagi en mál sem þessi eru send RLR til meðferðar. ------♦ ♦ ♦ Selfoss: KGA Félagsfundur Dagsbrúnar var fjölmennur en þar var samþykkt tillaga um verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðarmannaráði. RLR rannsak- ar meint kyn- ferðisafbrot Rannsóknarlögregla rikisins verst frétta af rannsókn þeirri sem Morgunblaðið greindi frá í gær að stæði yfir á meintum kynferðisafbrotum tveggja manna gegn telpum á aldrinum 12-14 ára en unnið er að málinu í samráði við barnaverndaryfir- völd. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru til rannsóknar sam- skipti að minnsta kosti fjögurra telpna við báða mennina, hvom í sínu lagi og hvom í sínu hverfi borgarinnar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er talið að annar hafi átt við þær mök en hinn leitað á þær og tekið af þeim ljósmyndir. Báðir hafi mennirnir veitt telpun- um áfengi. Dagsbrún samþykkir verkfallsheimild: Hægt að boða tíma- eða svæðisbundið verkfall Víðtæk leit að manni Selfossi. LEIT hófst í gær að 36 ára göml- um manni frá Selfossi, Kristjáni Páli Gestssyni. Hans varð síðast vart á Selfossi um klukkan 15 í gær. Kristján er meðalmaður á hæð, með svart alskegg, klæddur í gráan samfesting og leðurúlpu utanyfir. Björgunarsveitarmenn í neðan- verðri Amessýslu taka þátt í víð- tækri leit að Kristjáni. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Kristjáns eru beðnir að láta lögregl- una á Selfossi vita. Sig. Jóns. Hætt við mótframboð gegn stjórn Dagsbrúnar HÁTT í fimm hundruð manna félagsfundur Dagsbrúnar sam- þykkti með öllum atkvæðum gegn þremur að veita stjórn og trún- aðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. Tillagan sem sam- þykkt var á fundinum síðdegis í gær hljóðar svo: „Félagsfundur ... heimilar stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins að boða til vinnu- stöðvunar takist ekki samningar um kaup og kjör. Heimild þessi nær jafnt til tíma- og svæðisbundinna vinnustöðvana sem allsherj- arvinnustöðvunar.” Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar sagði á fundinum að félagsfundur yrði ekki kallaður saman sérstaklega ef stjórn og trúnaðarmannaráð myndu ákveða að beita tíma- eða svæðisbundnum verkföllum en það yrði gert ef ákveðið yrði að fara í allsheijarverkfall. Umræðan um framangreinda tillögu á fundinum hófst á því að Halldór Bjömsson varaformaður Dagsbrúnar gerði fundarmönnum grein fyrir stöðunni í kjaramálum og kom m.a. fram hjá honum að leitað væri þessarar heimildar þar sem hvorki hefði gengið né rekið í viðræðum Dagsbrúnar við at- vinnurekendur um sérkjarasamn- inga félagsins. Væru samninga- menn Dagsbrúnar orðnir þreyttir á þessari biðstöðu. Nú væru í gildi yfir 20 sérkjarasamningar fyrir hina ýmsu félagsmenn og hefðu sumir þeirra ekki verið hreyfðir árum saman, jafnvel í áratug. Til- lögur félagsins um breytingar á 10 sérkjarasamningum hefðu legið fyrir fullmótaðar þann 21. október sl. og þá hefðu hafist viðræður við vinnuveitendur. Enn hefðu engin svör borist við þessum tillögum frá vinnuveitendum önnur en nauðsyn á ýmiskonar hagræðingu í rekstri og þau að breytingar á sérkjara- samningum mættu ekki kosta fyr- irtækin neitt. „Staða Dagsbrúnar er erfið, Ríkisframlag til Ríkisskipa 830.000 krónur á dag sl. 10 ár: Styrkurinn 2.500 kr. á tonn á móti 2.200 kr. flutningstekjum mjög erfið í þessu máli en við telj- um okkur illa geta unað þessari kyrrstöðu,” sagði Halldór. „Við eigum ekki margra kosta völ, einn þeirra er verkfall og þetta er spurningin um hvort við þurfum ekki að fara að knýja á um önnur svör en hagræðingu í rekstri.” Guðmundur J. Guðmundsson sagði að verkfall í desembermán- uði væri vandmeðfarið fyrirbæri en hinsvegar teldi stjórn félagsins rétt að hafa slíka heimild í höndun- um. „Það er farið að síga í okkur og við getum ekki lengur hlustað á bullið eða almenna hagfræði- kjaftæðið í viðsemjendum okkar,” sagði Guðmundur. „Við munum ekki boða til félagsfundar ef við ákveðum að beita tíma- eða svæð- isbundnum verkföllum en ef við göngum lengra mun félagsfundur fjalla um slíkt.” Einn þeirra sem tók til máls á fundinum var Jóhannes Guðnason. Hann lýsti því yfir að hann væri hættur við mótframboð sitt gegn stjóm Dagsbrúnar í kosningum þeim sem halda á í janúar. Þetta sagði hann gert til að efla sam- stöðuna innan félagsins á þessum erfíðu tímum og svo til þess að núverandi stjórn geti einbeitt sér að komandi kjarasamningum. RÍKISSTYRKUR til Skipaút- gerðar ríkisins, öðru nafni Rík- isskipa, hefur numið rúmlega þremur milljörðum króna síð- astliðin 10 ár, sé miðað við nú- gildandi verðlag. Þetta kemur fram í skýrslu Endurskoðunar Akureyrar um strandsiglingar, sem gerð var fyrir samgöngu- ráðuneytið. Styrkupphæðin svarar til þess að fyrirtækið hafi fengið 830.000 krónur á dag úr ríkissjóði síðastliðinn áratug. Ríkið borgar 2.500 krónur með hveiju fluttu tonni, en tekjur fyrirtækisins eru 2.200 kr. á tonn. Þórhallur Jósepsson, að- stoðarmaður Halldórs Blöndal samgönguráðherra, segir að sú leið til einkavæðingar Ríkis- skipa, sem Guðmundur Einars- son forstjóri fyrirtækisins hefur lagt til, losi ríkið ekki undan þessum styrkveitingum. „Þessi leið, sem Guðmundur og félagar tala um, felur ekki í sér það markmið ríkisstjórnarinnar að létta af ríkissjóði þessum halla- rekstri. Leið Guðmundar felur í sér að haldið verði áfram í nokkur ár að borga með þessu,” sagði Þór- hallur í sæntali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef ekki séð að það eitt að breyta Skipaútgerðinni í hlutafélag geti komið henni á rétt- an kjöl.” Tillögur forstjórans gera ráð fyrir að stofnað verði nýtt hlutafé- lag um rekstur Ríkisskipa, sem geri samning við ríkið, til dæmis til sjö ára, um að ríkissjóður greiði stiglækkandi upphæð fyrir þjón- ustu fyrirtækisins. Ekki hefur komið fram hver sú upphæð ætti að vera. í skýrslu Endurskoðunar Akur- eyrar kémur fram að ríkisstyrkur- inn til Ríkisskipa nemi um 2.500 krónum á hvert flutt tonn, miðað við að fyrirtækið flytji um 122.000 tonn árlega. Hins vegar voru flutn- ingstekjur fyrirtækisins 2.200 krónur á tonn á síðasta ári. Fram hefur komið hjá Guðmundi Einars- syni að farmgjöld fyrirtækisins þurfi að hækka um 40-50% til að koma rekstri fyrirtækisins á núll- punkt. í skýrslu endurskoðunarfyr- irtækisins kemur fram að á síðasta ári hafí rekstrargjöld verið 45,5% hærri en rekstrartekjur, án þess að tekið sé tillit til afskrifta og ijármagnskostnaðar. Niðurstaða endurskoðendanna er að félagið sé ekki tilbúið til aukinnar sam- keppni vegna þessarar rekstrar- stöðu og reksturinn geti ekki geng- ið án verulegra styrkja. ♦ ♦ ♦---- Alþýðubandalagið: Birting með tillögu um kvótaleigu FÉLAGAR í Birtingu ætla að leggja fram tillögur á lands- fundi Alþýðubandalagsins til stuðnings fiskmörkuðum, kvóta- leigu og um afnám einokunar- réttar SH og SÍF, að sögn Kjart- ans Valgarðssonar, formanns Birtingar. Birtingarmenn ætla einnig að endurflytja tillögu á landsfundin- um um að Alþýðubandalagið kanni aðild að Alþjóðasambandi jafn- aðarmanna, en sams konar tillögu var vísað frá á landsfundi flokksins árið 1989. Sjá fréttir af Iandsfundin- um á bls. 24. Minnkandi veiðilendur hamla viðkomu þorsksins SAMDRÁTT í þorskafla á undanförnum árum, slaka nýliðun og hægan vöxt þorsksins má fyrst og fremst rekja til minnkandi „veiðilenda” þorsksins siðan á árunum upp úr 1965. Hafísárin ollu umtalsverðum breytingum til hins verra á lífríki sjávar og hefur það ástand lítið lagazt enn. Þvi geta menn með engu móti ætlað að þorskafli geti að jöfnu orðið sá sami nú og fyrir 1965 að mati Svend Aage Malmbergs, haffræðings á Hafrannsókna- stofnun. Svend Áage ritar grein um ástand sjávar og viðgang helztu nytjastofna hér við land i Morgun- blaðið í dag. Þar segir hann með- al annars: „Samantekið, þá hefur þorskafli á Islandsmiðum fallið úr 500.000 tonnum á ári þegar best lét á.öldinni j um 350.000 tonn eða minna. Á Grænlandsmiðum hefur aflinn minnkað úr 400.000 tonnum í 50.000 fonn á ári eða minna. Engu öðru verður um kennt í fyrstu en minni nýliðun og þroska í versnandi árferði, og þá minni „veiðilendum” eða „beit” ásamt of mikilli sókn miðað við þessar breyttu aðstæður.” Að lokum, engan skal undra að fiskstofnar minnki og stækki eftir því sem lendur þeirra breyt- ast að víðáttu og ástandi.” Sjá nánar á miðopnu: Hvers vegna ekki 400 þús- und tonn? I I í. I I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.