Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 9 Royal mjólkurhiristingur Súkkulaði- eða jarðarbeijabragð hentar vel í ROYAL mjólkurhristing. RIKISSKIP Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Pósthólf 908, 121 Reykjavík. [Londsbyggðin ó góðo möguleiko ef hún lætur of borlóminum Fiskmarkaðir brýnt byggðamál Dagur á Akureyri birtir viðtal við Alþýðu- bandalagsmanninn og Dalvíkinginn Jó- hann Antonsson um byggðamál, fisk- markaði og veiðileyfagjald. Jóhann heldur því fram að fiskmarkaðir séu brýnt byggðamál og fiskveiðigjaldið þjóðhags- lega mikilvægt. Staksteinar glugga lítil- lega í þetta viðtal í dag. Fiskmarkaðir tilstyrktar stijálbýli Jóhann Antonsson á Dalvík segir í viótali við Dag: „Einn af göllum kvóta- kerfisins er sá að iiand- hafar kvótans geta ráð- stafað fiskinum, ekki bara hvað snertir veiðar heldur einnig til vinnslu og jafnvel sölu erlendis. Kerfið ltefur styrkt. stóru sölublokkimar, SIS og SH, enda em 80% af fisk- veiðiflotanuni í eigu vinnslunnar með einunt eða öðmm hætti. Vinnsl- uimi er því skipt milli risanna sem cinnig ráða yfir megninu af aflanum í sölu. Ef við segðum sent svo að þeir sem fá úthlutað kvóta ráði ekki yfir afl- anum að öðm leyti en að veiða hann og skyld- uðum þá til þess að selja hann á mörkuðum myndi kvótaúthlutunin ekki verða eins umdeild. Það gerði mhma til þótt kvót- hm safnaðist á fáar ltend- ur því allir yrðu jafn rétt- háh' á mörkuðununt að afla sér hráefnis til vinnslu. Þá yrði kvótatil- færsla ekki jafn sárs- aukafull fyrir byggðar- löght og fátæk sveitarfé- lög þyrftu ekki að eyða jafnmiklum peningum í að viðhalda kvóta og þau gera nú. Ef þessu fylgir að markaðimir eflast á landsbyggðinni færist markaðsþekkingin og.yf- irsýnin út á land og unt- svif þjónustu aukast þar. Við það myndi sjálfstæði hverrar einingar aukast.c Það er þvi brýnt byggða- mál að auka umsvif markaðanna úti um land.” Þjóðhagslegt gildi gjaldtöku Aðspurður um veiði- leyfagjald segir Jóhann Antonsson: „Það deilir engimt unt að þeir sent fá i hendur kvóta em að fá yfirráö yfir gífurlegum eignum. Það sést á því verði sem kvóthm er seldur á. Það liggur líka í eðli þess að veita aðgang að tak- markaðri auðlind. I sjáv- arútvegi halda meim því fram að kaup og sala á kvóta sé liður í nauðsyn- legri hagræðingu. Skip- um fækki og þeir sem kaupi kvóta geri það í þeirri von að þeim takist að hagræða í rekstrinum hjá sér. Þetta má vera rétt, en þegar hagræðingunni er náð í sjávarútvegi verður staða greinarinnar svo sterk að hætta er á að hún drepi af sér aðrar atvinnugreinar í krafti hás gengis. Þess vegna verður að taka peninga út úr greininni, við kom- umst hreinlega ekki hjá því af þjóðhagslegum ástæðum að hmheimta veiðigjald í einhverju fornii. Umræðan sem nú er í gangi snýst hhis veg- ur um réttlætið í þessari miklu eignamyndun. Það striðir gegn réttlætis- kennd okkar að aflienda svo mikla eign án þess að innheimta af hemii leigugjald. Það hniga því bæði efnahagsleg og sið- ferðileg rök að því að hinheimta beri veiði- gjald. Sumir vilja koma þessu á strax og gera það með þeim hætti að útveg- urinn stæði jafnréttur eftir. Þá mætti hugsa sér að ákveða tiltekið veiði- leyfagjald sem rynni í rikissjóð. Þvi næst yrði gengið fellt og til þess að bæta launafólki kaup- skerðinguna yröi virðis- aukaskatturiim lækkað- ur um sömu upphæð og kvótagjaldið nemur. Þar nieð yrði framfærsluvísi- talan óbreytt og ríkið, sjávarútvegurhm og launafólk héldi sínu. Hins vegar hefði staða iðnað- arins styrkst við gengis- fellinguna. Það yrði hægt, að þróa útflutningsiðnað sem væri samkeppnisfær á alþjóðamarkaði og þar með efla atvinnustarf- semina i landinu. Mcginhugsunin i þess- um tillögum er sú að sjáv- arútvegurinn sé svo hag- kvæmur að hami haldi uppi of háu gengi með þeim afleiöingum að aim- ar iðnaður og þjónusta er ekki sainkeppnisfær. Með þössu móti væri hægt; að breyta ástandinu án þess að nokkur hefði ástæðu til að kvarta.” Veröld sem var Jóhann segir enn: „Eg held að Iands- byggðin fari því aðehis illa út úr breytingum ef hún tekur ekki þátt í þeim. Ef memi bjóða nýja tima velkoinna, ef þeir ýta undh' þá þróun að allur fiskur fari á mark- að og reyna að ná sínum hlut úr þeirri öivun sem það hefur í för með sér, ef þeir nýta sér þá niögu- leika sem EES-samning- arnir bjóöa upp á, þá á þetta eftir að verða tdl góðs fyrir landsbyggð- hia. En ef vöm lands- byggðarinnar verður sú að reyna aö viðhalda ver- öld seni var, þá verður hún undh' í þróunimii. Sú barátta er fyrirfram töpuð... Helsti óvinur lands- byggðarinnar er þessi barlómur þai- sem fólk iniklar fyrir sér allsnægt- irnar fyrir sumian ... Stjómmálamemi hafa ýtt undir þcnnan barlóm með því aö segja okkur að við séum svo illa sett og að ekki sé búandi á landsbyggðinni. Þar étur hver upp eftir öðrum.” SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI Sími 28822. Fax 28830.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.