Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Ljósmynd/Carsten
Útgáfunefndin: Herdís Ólafsdóttir, Ingibjörg Bergþórsdóttir og Katr-
ín Georgsdóttir.
„Vinnaiidi hendur
með eld í æðum”
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Og þá rigndi blómum, smásögur,
ljóð og leikrit eftir 142 borgfirsk-
ar konur.
Umsjón og efnisval: Ingibjörg
Bergþórsdótir.
Útg.: Samband borgfirska
kvenna og Hörpuútgáfan Akra-
nesi, 1991.
Lékum við okkur hjá lækjum,
lundin var afar glöð þær stundir.
Heyrðum við óm af orðum
einatt í hólum og steinum,
leið þaðan ljúfur kliður.
Lögðum við eyrun og þögðum.
Ljóð voru í lækjamiði,
ljóð voru í blænum þýða,
Ijóð voru í litríkum blöðum,
ljóð voru í fuglakliði.
(Bls. 261.) SB
Bók þessi var gefin út í vor í til-
efni af 60 ára afmæli SBK. Það er
sannarlega mikill og eftirtektar-
verður dugnaður að safna skáld-
skap eftir borgfirskar konur í 267
blaðsíðna bók. Auk Ingibjargar
Bergþórsdóttur voru þær Herdís
Ólafsdóttir og Katrín Georgsdóttir
í útgáfunefnd.
í formála getur Ingibjörg þess
að elsti höfundur í bókinni sé Stein-
unn Finnsdóttir, danskvæða- og
rímnaskáld (f. kringum 1640).
Einnig á þar ljóð Júlíana Jónsdóttir
Trá Rauðusgili, sem var fýrst ís-
lenskra kvenna til að gefa út ljóða-
bók. Yngsti höfundurinn er Jenna
Huld Eysteinsdóttir, aðeins fjórtán
ára. Annars er það áberandi að því
nær sem dregur nútímanum virðist
borgfirskum skáldkonum fara
fækkandi — ef dæma má af inni-
haldi bókarinnar.
Hér eru ljóð í meirihluta, næst
smásögur, sögukaflar og leikþættir.
Heildarsvipur ljóða minnir um
margt á bókina íslensk alþýðu-
skáld, sem Ragna Steinunn Eyjólfs-
dóttir safnaði í og út kom 1990.
Þó eru nokkuð skörp skil þar á því
að hér mæla einungis konur og
þeirra reynsluveröld setur sterkan
svip á skáldskapinn.
Sjóndeildarhringur flestra skáld-
anna er markaður af lífsferli og
ævistörfum sem oftast eru bundin
sveit, búi og börnum. Yfir hvílir
viss ró þess sem þekkir hvorki
heimslist né heimsósóma. Næm
augu fyrir fegurð og stórfengleik
náttúrunnar verður rauður þráður.
Erfiðleikar dags og tíma birtast
fremur í auðmýkt gagnvart því
óumflýjanlega en uppreisn gegn
því. Kannski vegna þess er lítið um
dramatískan skáldskap í bókinni?
Það vakti ekki fyrir útgáfunefnd
að gefa út úrval, heldur sýnishorn
eftir allar þær borgfirskar konur —
bæði lífs og liðnar — er til náðist
í efni frá. Skáldskapurinn er því
upp og ofan. Þegar horft er til þess
að næstum hver íslendingur á ein-
hvern skáldskap í fórum sínum, þá
verður spurn á vörum. Þekktar
skáldkonur eru hér nokkrar og bera
þær -bókina uppi. Þó eru hér marg-
ar lítt og ekkert þekktar sem eiga
vandaðan skáldskap. Meðal smá-
sagna má þar nefna söguna á bls.
133. — Svo gripið sé niður í ljóð
(bls.‘ 202):
Vakna blóm
á, vordögum
eiga nætur
í móðurmoldu,
brosa við sólu,
en blaðskrúði
flettir fjallablær.
Tveir karlmenn eiga ferskeytlur
í bókinni (bls. 224 og 234) og einn
á hálfa (bls. 290). Æ, þurftu þeir
endilega að vera með? Mistök?
Margar ferskeytlanna eru snjallar.
Og þá rigndi blómum ber vott
um mikla framtakssemi og bók-
menntalegan áhuga þeirra er að
henni standa,- því hlýtur hún að
vera kærkomin þeim er skyggnast
vilja inn í hugarheim kvenna, borg-
fírskra, gegnum áratíð.
Allur frágangur á bókinni er með
ágætum og kápuljósmynd hreint
augnayndi.
Að lokum verður hér gripið niður
í listilega smásögu (bls. 314):
„Mamma hennar snarstansaði
skelfingu lostin í framan. Hún greip
fyrir andlitið. Hún kraup fyrir fram-
an hana á stígnum og tók báðar
hendur hennar í sínar og bað hana
fyrirgefningar, öldungis miður
sín . . .”
„Um söknuðinn,
ástina og dauðann”
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Margrét Lóa Jónsdóttir: Avextir.
(55 bls.) Mál og menning 1991.
Ávextirnir í þessari bók eru ekki
allir sömu gerðar, sumir hafa ekki
náð fullum þroska meðan aðrir virð-
ast skemmdir. Og enn aðrir eru
auðvitað eins og best verður á kos-
ið, fullþroska og safaríkir.
Með þessu á ég við að höfundur-
inn slær á furðumarga strengi í
ekki lengri ljóðabók. Hann skilur
eftir í huga lesandans margs konar
þanka og mismunandi kenndir.
Bókin skiptist í fjóra hluta sem
bera þessi heiti: Þögnin undir iljum
þínum, Ávextir, Úr orðabók dauð-
ans, og Eftirmæli.
Ljóð bókarinnar eru flest tilfinn-
ingalegs eðlis fremur en vitsmuna-
legs. Fyrsti hlutinn, sem er lengst-
ur, virðist mér hafa að geyma mesta
breidd að þessu leyti.
Hér eru saknaðar- og ástarljóð
(/ minningu Önnu, Nánd) og ljóð
um brostnar vonir (Örlag). Endur-
fundir flytja okkur kaldhæðnisleg
hversdagssannindi um mannleg
samskipti:
Sólin sefur á hliðinni
í einsmannsrúrai fyrir vestan.
Þú fieytir kerlingar með
konfektmola. Hótar að rífa
úr þér augun og fleygja þeim í
vatnið. Þú hefur áhyggjur af því
að mér þyki ekki vænt um þig!
Að því leytinu til skipti ég
þig máli.
Annar hluti bókarinnar, Ávextir,
hefur að geyma sniðuga hugmynd
sem mér sýnist samt ekki ganga
upp-. Hér eru fjögur Ijóð sem bera
heiti ákveðinna ávaxta. Óvíst er
hvort ávextirnir hafi táknræna til-
vísun, sé svo þá er hún harla óljós.
Seinustu tveir hlutarnir hverfast
um dauðann. Og það er fleira dauði
en líkamsdauði. Sjötta ljóðið í Úr
orðabók dauðans er svo:
Margrét Lóa Jónsdóttir
undarlegt að menn skuli alltaf
bregðast eins við þegar þeir elska
og nota jafnvel sömu orðin
upp aftur
og aftur
Samkvæmt þessu „deyja” bæði
athafnir manna og ásetningur,
verða að einskisverðum klisjum.
Ekki svo að skilja að dauðamótívið
beri bara að skilja yfirfærðum
skilningi.
Tvö ljóð af þessum toga sýnást
mér kallast á í bókinni, Langþráð
nótt í fyrsta 'hluta og þetta nafn-
lausa ljóð í seinasta hluta:
hugleiðir
lífslöngun
deyjandi manns
á meðan þú
kastar þér fram af
gegn kraftinum
gegn lönguninni
í mörgum ljóðunum býr dauðinn
yfii' miklu aðdráttarafli sem erfitt
er að standa gegn. Lífsviljinn, þótt
sterkur sé, víkur fyrir þessu seðj-
andi og lamandi fyrirbrigði, dauða-
hneigðinni.
Minimal
innsetningar
Myndlist
EiríkurÞorláksson
Innsetningar ívars Valgarðs-
sonar, sem nú standa yfír í vestur-
sal Kjarvalsstaða í boði menning-
armálanefndar Reykjavíkurborg-
ar, eru sennileg ein erfiðasta sýn-
ingin sem almennum listunnend-
um hefur verið boðið upp á þar
á bæ á þessu ári. Það er freist-
andi fyrir sýningargesti að vísa
henni einfaldlega frá sér; en það
er of auðveld lausn, flótti frá
mótlætinu, sem engum hugsandi
manni er samboðin. Því þarf að
takast á við viðfangsefnið og
reyna að brjóta það til mergjar.
ívar Valgarðsson hefur allt frá
upphafi síns ferils einkum unnið
í anda tveggja listastefna, sem
komu frá á sjöunda áratugnum,
Minimalisma annars vegar og
konceptsins eða hugmyndalistar-
innar hins vegar. Því verða sýn-
ingargestir að hafa örlitla innsýn
í þessar listastefnur til að geta
nálgast verk ívars á þessari sýn-
ingu.
Minimalisminn kom upp í
Bandaríkjunum og gjörbreytti um
tíma viðhorfum manna til högg-
myndarinnar. Við gerð verka í
þessum anda skildi aðeins unnið
út frá frumformum rúmfræðinnar
(sívalning, kúlu, kubb o.s.frv.) og
þannig byggja upp höggmyndir,
þar sem persónuleg frásögn, tján-
ing og úrvinnsla er með öllu úti-
lokuð; áhrif verksins áttu að
byggjast á samspili eins fárra og
einfaldra formatriða og mögulegt
var, þannig að einungis innsta
eðli listarinnar stæði eftir.
Hugmyndalistin var eðlilegt
framhald þessa. Þar var gildi list-
hugtaksins sjálfs dregið i efa,
þ.e. hvort það eigi sér nokkra til-
vísun í umheiminum, og þar með
hvort lista„verk” hafi nokkurt
Iistrænt gildi; í stað efna eins og
málningar og marmara tóku lisfa-
menn því að nota hugtök sem
hráefnií listaverk. Þar sem hug-
tök þurfa ekki formgerð höfnuðu
listamenn hefðbundnum tjáning-
arleiðum í listinni en notuðu þess
í stað ritað mál, ljósmyndir, kort,
kvikmyndir og videomyndir. ís-
lenskir listunnendur hafa fengið
góð tækifæri til að kynnast verk-
um af þessu tagi í ýmsmn sýning-
um á þessu ári, t.d. sýningu Yoko
Ono og sýningu Sigurðar
Guðmundssonar í Listasafni
Islands.
Á áttunda áratugnum voru
þessar listastefnur kynntar sem
trúboð, lausn listanna úr hlekkj-
um listasögunnar (m.a. með
herópinu „málverkið er dautt), en
síðan hefur vegur þeirra minnk-
að, og þær eru nú aðeins hluti
af fjölbreyttri flóru myndlistar-
innar. Báðar lifa þó enn góðu lífí,
og hafa t.d. átt nokkurri
endurnýjun að fagna vestan hafs
allra síðustu ár.
ívar Valgeirsson yrkir jörðina
í þessum listræna garði, og hann
er mjög sjálfum sér samkvæmur
í því sem hann gerir. Því miður
er gestum ekki boðið upp á neinn
vegvísi nema þeir kaupi faglega
unna sýningarskrá, og þar er
megintexti frekar miðaður við þá
sem vita en hina, sem vilja kynn-
ast; það er misráðið. Viðhorf lista-
mannsins er hins vegar skýrt og
sett fram á hnitmiðaðan hátt:
„Verk mín eru úr tilbúnum
efniseiningum sem hafa eingöngu
vísanir til eigin eðlis og veruleika.
Formgerð og uppröðun ræðst af
þeim hugmyndum sem ég geri
mér um slík efni. Endurtekning
er áhersluauki og ákveðið hlut-
fall er fullnægjandi. Ég hafna
varanlegri efnisgerð. Ekkert er
varanlegt, ekki heldur viðhorf.
Ég forðast tilfinningalega nálgun
með verkin fíngraför, nudd, hnoð,
og hafna persónulegri tjáningu.
Litir eru mjög mikilvægir, þess
vegna nota ég mjög lítið af þeim.
Listamenn hafa ábyrgð.
Það er því ljóst að hér er mik-
il alvara á ferð; tilfínningar og
persónuleg tjáning er útilokuð,
og varanlegri efnisgerð er hafn-
að. Gestum er ekki boðið upp á
neinar skýringar eða hugvakn-
ingar. í samræmi við höfnun á
varanlegri efnisgerð eru efnin í
innsetningarnar t.d. fengin að
láni, og verður skilað þegar sýn-
ingunni lýkur.
í hugum sumra felst gildi
myndlistar í framsetningunni
einni saman, og samkvæmt því
tekst þessi sýning þokkalega, því
hún er fáguð, reyndar nærri
dauðhreinsuð; en um leið er sýn-
ingin í raun eintal listamannsins
yið listasöguna, sem einupgis uer
JlHlKi-----------------
ívar Valgarðs-
son: „Hvítt,
hvítt.” Hvít
innanhúss-
málning. 1991.
á færi hinna innvígðu að fylgjast
með. Fleiri telja þó að gildi mynd-
listar felist í þeim neista, sem
stundum nær að kvikna milli
áhorfenda og einstakra lista-
verka. - Hér er áhorfandinn hins
vegar útilokaður frá verkunum,
og honum nánast ekkert færi
gefið á að nálgast listina - og
slík höfnun leiðir af sér gagn-
kvæma höfnun. Á því fellur sýn-
ingin.
Einstök verk hér eru ekki þess
eðlis, að um þau þurfi að hafa
mörg orð. Þau eru hins vegar öll
efnislega tengd byggingarstarf-
semi mannsins og hafa því víð-
tækari tilvísanir en eingöngu til
efnisins, hvað sem listamaðurinn
segir. Þetta eru hráefnin; verkið
sjálft er eftir, og í þeirri hugsun
geta áhorfendur ef til vill helst
náð að tengjast því sem hér er á
ferðinni.
Sýning ívars Valgarðssonar í
vestursal Kjarvalsstaða stendur
tii .sunnudagsins 8, desjember.