Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
„Hafiði talað við Kristgán?”
eftir Árna Gíslason
Umræðan um fiskveiðistjórnun-
ina heldur áfram. Enn sem fyrr eru
menn að velta sér upp úr afleiðing-
um kvótalaganna, en annaðhvort
vilja eða þora ekki að ráðast að
orsökunum, sjálfu þjóðarslysinu
sem fiskimálastjóri kallaði svo rétti-
lega, við setningu Fiskiþings. Þar
átti hann auðvitað við þann hluta
laganna sem leyfir óheft framsal
veiðheimilda á milli aðila, sem byija
á því að bijóta stjórnarskrána með
því að selja það sem aðrir eiga og
fremja svo aftur stjórnarskrárbrot
með því að bókfæra kaupin sem
eign, sem síðan er afskrifuð og af-
skriftirnar notaðar til lækkunnar
skattstofns. (Jafnvel forsætisráð-
herra tekur undir, að þetta standist
ekki samkvæmt stjórnarskrá, í
blaðaviðtali í Morgunlaðinu 17. nóv-
ember.) Allt gengur þetta daglega
undir nöfnunum „kvótabrask” og
„hagræðing”.
Frá eigin bijósti vil ég bæta við
að aflamarksaðferð núverandi kerf-
is hefur virkað mjög hvetjandi á
að menn hendi fiski aftur í sjóinn
(til að hámarka eigin afkomu!!) og
nú er svo komið að talað er um í
fullri alvöru að verðmætum fyrir
milljarða á ári sé hent. (Mannskepn-
an er alltaf söm við sig!) Ég vil einn-
ig minnast á að undir stjóm Aflam-
iðlunar (sem hefur sama heimilis-
fang og símanúmer og LJÚ) er
„hagrætt” óunnum fiski til útlanda
(hámarka skal afkomu útgerðarinn-
ar!). Þessi útflutningur, ásamt mik-
illi aukningu í afköstum frystitog-
ara vegna kaupa á auknum afla-
heimildum, nemur nú nálægt 35%
af bolfiskafla (250-300 þúsund
tonnum) og fer vaxandi. Það hljóta
allir heilvifa menn að sjá að þessi
þróun, sem núverandi kvótakerfi
veldur, getur ekki endað með öðru
en skelfingu. Nú eru í smíðum og
breytingum frystitogarar fyrir
marga milljarða og á sama tíma
grotna niður í landi vinnslustöðvar
fyrir ennþá fleiri milljarða. Við horf-
um upp á þessa dagana alvarlega
vísa að byggðahruni og vaxandi
atvinnuleysi. Lítum nú á umræðuna
undanfarið:
Ósvífinn fjármálaráðherra
Ýmislegt í hinni alvarlegu um-
ræðu undanfarið getur að sanni
flokkast undir grátbroslegar uppá-
komur.
Á dögunum kom bankastjóri
Landsbankans á skjáinn og blikkaði
aðvörunarljósum, eins og honum
ber að gera, í stöðu eins og núna.
Eins og honum er lagið gerði hann
þetta á m^ndrænan hátt og sagði
að sjávarútvegsráðherra og þorska-
fræðingum gæti ekki verið sjálfrátt
(var það furða!). Sjávarútvegsráð-
herra brást ókvæða við og sagði
að honum kæmi ekki við skulda-
staða Landsbankans og hótaði
bankastjóranum rannsóknarlög-
reglunni væri hann eitthvað að
brúka munn.
Varla var maður búinn að melta
þessar fréttir þegar formaður LÍÚ
birtist og nú við setningu þings LÍÚ.
Útskýrð var fyrir landslýð, með
tilheyrandi fúkyrðaívafi, sú ótrú-
lega ósvífni fjármálaráðherra að
vera formanninum ósammála í
kvótamálum.
Þetta varð svo aftur til þess að
fjármálaráðherra sá ástæðu til að
kalla fréttamenn beggja stöðva á
sinn fund og láta-þau boð út ganga
að: Þó svo formaðurinn væri valda-
mikill og kynni best við að hafa
sjávarútvegsráðherra í vasanum þá
gilti það ekki ennþá um fjármála-
ráðherra þessa lands (tilv. lýkur).
Það kæmi manni ekkert á óvart
að fljótlega sætum við uppi með
fjármálaráðherrann í tugthúsinu.(!)
Éftir að hafa verið að reyna að -tiá
tali af sjávarútvegsráðherra hefði
hann verið tekinn fastur fyrir til-
raun til vasaþjófnaðar niðri í LÍÚ.
Árni Gíslason
„Haldi þessu brjálæði
(frjálsu framsali kvóta)
áfram geta menn innan
örfárra ára lesið eftirf-
arandi auglýsingu: Sæ-
greifar athugið!!! —
Vegna lítillar sölu und-
anfarið höfum við mik-
ið úrval af góðum töp-
um til sölu á niðursettu
verði. Kvótar og þorp
geta fylgt.”
Á fundi með Steingrími
Fyrir um það bil einu og hálfu
ári gengum við fjórir fiskverkendur
frá Suðumesjum á fund þáverandi
forsætisráðherra. Við vorum vel
undirbúnir og reyndum að gera
ráðherra grein fyrir áhyggjum okk-
ar af því hvaða afleiðingar kvóta-
kerfið myndi hafa og t.d. hveijar
afleiðingarnar yrðu fyrir Suðurnes-
in. (Þetta hefur orðið ennþá skelfi-
legra en við sáum fyrir!)
Ráðherra horfði á okkur með
samúð í augnaráðinu, en sagði síð-
an: „Hafiði talað við Kristján?” -
og Halldór (hann fékk að fljóta
með!). Ekki höfðum við talað við
þessa tvo, en bentum á að hér
væri fundur með forsætisráðherra
og þar að auki þingmanni Reykja-
neskjördæmis.
Af Byggðastofnun
Á svipuðum tíma og ofannefndur
fundur átti sér stað var mjög til
umræðu vandamál á Patreksfirði,
sem hafði misst togarann sinn (með
kvóta) til Hafnarijarðar. Nú voru
góð ráð dýr. Byggðastofnun brá við
og „hjáipaði” til við að kaupa kvóta
handa Patreksfirði.
Frá þvi togarinn var seldur til
Hafnarfjarðar og þar til bátar höfðu
verið keyptir til Patreksijarðar í
staðinn, hafði það hinsvegar gerst
að „kvótaeigendur” höfðu „ýtt”
verði á kvótum það mikið uppávið
að Patreksijörður sat uppi með
minni kvóta en þeir höfðu haft, en
áttu þó að fá það sama fyrir aurinn.
Ég man að við lýstum þeirri skoð-
un okkar við ráðherra, að verð á
kvótakaupum þessum væri óraun-
hæft (of hátt), og þeir á Patró
kæmu til með að sitja uppi með
eftirfarandi:
1. Til að báturinn gæti borið sig,
yrði vinnslan að borga það hátt fisk-
verð að hún færi á hausinn.
2. Ef vinnslan borgaði það fisk-
verð sem hún þyldi, færi báturinn
á hausinn.
3. Væri reynt að fara milliveg-
inn, með sölu á mörkuðum, fengi
vinnslan of lítið og færi á hausinn,
og báturinn fengi samt sem áður
of lítið og færi á hausinn líka.
Þeir á Patró hefðu nefnilega orð-
ið að láta söluandvirði gamla togar-
ans rerina upp í gamlar skuldir, og
kæmu ekki við neinum arði af gjafa-
kvótaúthlutun og í framhaldinu
væru afskriftir af kvótakaupunum
ekki nóg til að „dekka” vitleysuna.
Ráðherra horfði vantrúaður á
okkur og sagði síðan: Nei, haldiði
það? Þessu trúi ég ekki.
Nýlega gaf hinsvegar að líta,
fréttir af því að vegna rekstrarerfið-
leika hefðu Patreksfirðingar orðið
að selja annan bátinn, sem þeir
keyptu í fyrra, með kvóta.
Til að bjarga vitleysunni síðan í
fyrra hafði Byggðastofnun (með
nýjum yfirmanni!) lánað Stöðvfirð-
ingum (50 millur) til að kaupa af
Patreksfirðingum (á hærra verði!)
bátinn með kvóta.
Ætli næsta skref (eftir svona
eitt ár) verði ekki, að sami kvóti
(með „hjálp” Byggðastofnunar!)
verði seldur vestur aftur, á ennþá
hærra verði, til að bjarga vitleys-
unni fyrir horn aftur. Og síðan koll
af kolli.
Bolungarvík
Á dögunum gat að líta frétt í
Morgunblaðinu um slæma skulda-
stöðu EG í Bolungarvík. (Staðan
er orðin það slæm að menn vilja
bara ræða þau mál á vestfirsku!)
Heildarskuldin er víst á annan millj-
arð.
Það, sem vakti athygli mína var,
að í fréttinni kom líka fram að ef
menn seldu togarana (með kvóta)
fengjust fyrir þá 800-900 milljónir.
(Auðvitað á óraunhæfa verðinu,
sem gæti sett kaupandann á haus-
inn!)
Sjá menn fyrir sér afleiðingarnar
yrðu togararnir seldir? Kvóti á Bol-
ungarvík? Aldrei meir — Aldrei
meir! EG myndi „reddast” (eða
þannig!)..Skítt veri með Bolvíkinga!
Haldi þessu bijálæði (fijálsu
framsali kvóta) áfram geta menn
innan örfárra ára lesið éftirfarandi
auglýsingu: Sægreifar áthugið!!! —
Vegna lítillar sölu undanfarið höf-
um við mikið úrval af góðum töpum
til sölu á niðursettu verði. Kvótar
og þorp geta fylgt. Upplýsingar hjá
Byggða-hruns-stofnun.
„Verður ekki að fara að tala við
hann Kristján?”
Höfundur er fiskverkandi og
fyrrverandi skipstjóri.
Nordia
Ensemblen
_____________Ténlist_____________
Jón Ásgeirsson
Sænsk kammersveit er nefnist Nordia Ensemblen
stóð fyrirtónleikum í Norræna húsinu sl. miðviku-
dag og flutti tónsmíðar eftir norræn kventónskáld.
Á sviði tónlistar hefur sá siður löngu verið aflagð-
ur, að tilgreina kyn tónlistarmanna sérstaklega. Það
sem skipt hefur máli er sjálf frammistaða tónlistar-
mannsins ogþar hafa allir setið við sama borð.
Á .sviði tónsmíða er það verkið sjálft, sem skiptir
máli og ef færri konur en karlar fást við tónsmíðar,
er ekki við aðra að sakast en þær sjálfar. Af yngri
tónskáldum okkar íslendinga hefur Karólína Eiríks-
dóttir staðið í fylkingarbijósti og sýnt það að hún
er gott tónskáld.
Tónleikarnir sem báru yfírskriftina „Dætur norð-
urljósanna” hófust á svítu fyrir blásarakvintett eftir
Pauline Hall (1890-1969). Hún var norsk og hennar
mótunartími hefur verið á tímabilinu 1910-20 en
þá var nýjast það sem Debussy og Ravel voru að
semja og mátti heyra það glöggt á þessu ágæta
verki, sem var þokkalega leikið.
Millikynslóðin í dag eru þau tónskáld sem fædd
eru á tímabilinu 1940-60 og í þeim hópi er sænska
tónskáldið Karin Rehnqvist (1957) en eftir hana er
flutt Dans fy.rir píanó. Það var léttur og leikandi
svipur yfir þeim flöktandi tónhugmyndum, sem að
mestu voru leiknar á efra sviði píanósins og að
mikiu leyti byggðar á hljómklösum. Gerdien Sten-
mark lék verið af þokka en trúlega má gera meira
úr því leikræna í verkinu en Stenmark gerði að
þessu sinni.
Eftir Ruth Bakke, frá Björgvin, var leikin Tröllas-
víta fyrir strengjakvintett og reynir tónskáldið að
tónsetja ýmist það er einkennir tröllin í norskum
þjóðsögum og endar verkið á trölladansi. Þetta var
svona heldur lítill skáldskapur og sama má segja
um Canvas fyrir flautu eftir finnska tónskáldið
Kaija Saaraiaho, er Patrik Wendel flutti all þokka-
lega.
Elsta tónskáldið á þessu tónskáldaþingi kvenna
Karólína Eiríksdóttir
var Elfrida Andrée (1841-1929), en eftir hana var
leikinn píanókvintett. Hennar mótunartími hefur
verið um 1860-70 og var verkið í klassískum-róman-
tískum anda Mendelssohns, ágætlega samið og
skemmtilegt áheymar. Þarna mátti heyra í miðkafla
verksins stefbrot er minnti á lag Inga T. Lámsson-
ar, O, blessuð vertu sumarsól.
Tónleikunum lauk með frumflutningi á Rapsódíu
eftir Karólínu Eiríksdóttur. í síðustu verkum hennar
má merkja miklar breytingar og "er hún að mestu
hætt við sparsemisstílinn og byggir nú á sterkari
andstæðum í hryn og hljómskipan og leggur jafnvel
áherslu á hryn-temtíska úrvinnslu, eins og í upp-
hafi verksins, þar sem tveggja tóna hrynstef birtist,
sem síðar er brotið upp á tematískan máta. Þetta
er ágætt verk og var, ásamt verki Andrée, best leik-
ið af Nordia Ensemblen, sem er þokkalega góð og
vel samæfð kammersveit.
Minnmgartónleikar um
Guðmund Ingólfsson
GUÐMUNDUR Ingólfsson píanó-
leikari féll frá í sumar, aðeins
52 ára að aldri. Minningartón-
leikar um Guðmund verða haldn-
ir á Hótel Sögu næstkomandi
sunnudagskvöld. Fjölmargir tón-
listarmenn koma fram á tónleik-
unum, en þeim verður útvarpað
beint á Rás 2.
Dagskrá tónleikanna hefst með
því að jasskvartett leikur lag Guð-
mundar Ingólfssonar, Blús fyrir
Birnu, en kvartettinn skipa Karl
Möller, Pálmi Gunnarsson, Guð-
mundur Steingrímsson, og Björn
Thorodsen. Þá tekur við kvintett
sem í verða Karl Möller, Gunnar
Hrafnsson, Stefán S. Stefánsson,
Guðmundur Steingrímsson og Rún-
ar Georgsson. Þvínæst kemur fram
tríó sem skipað verður Tómasi R.
Einarssyni og Guðmundi Stein-
grímssyni, en gestur verður Ólafur
Stephensen. Þá kemur fram tríó
sem skipað er Ómari Einarssyni,
Guðmundi Steingrímssyni og Gunn-
ari Hrafssyni. Þvínæst treður upp
jasskvartett sem skipaður Karli
Möller, Birni Thoroddsen, Guð-
mundi Steingrímssyni og Bjarna
Sveinbjömssyni, en gestur er Gísli
Helgason, sem flytur lagið Síðasta
sumarið af nýrri breiðskífu sinni,
sem tileinkað er Guðmundi Ingólfs-
syni. Þá koma ýmsir söngvarar
fram með kvartettnum, Andrea
Gylfadóttir, Haukur Morthens,
Linda Gísladóttir, Megas og Bubbi
Morthens. Næst kemur fram slag-
verkstríó sem skipað er Áskeli Más-
syni, Steingrími Guðmundssyni og
Guðmundi Steingrímssyni. Bubbi’
Mortens stígur aftur á svið og nú
með nýrri hljómsveit sem skipuð
er Gunnlaugi Briem, Reyni Jónas-
Guðmundur Ingólfsson
syni og Tryggva Húbner, en Bubbi
flytur meðal annars lag sem hann
samdi í minningu Guðmundar fyrir
þessa tónleika. Þá kemur fram Jass-
smiðja Austurlands, sem í eru Árni
ísleifs, Sæmundur Harðarson,
Ragnar Eymundsson og Jóhann
Ársælsson, en með þeim syngur
Hjördís Geirs. Þá tekur við Blús-
kompaníið, sem skipað er Pálma
Gunnarssyni, Magnúsi Eiríkssyni
og Sigfúsi trommuleikara. Síðust á
svið verða Björk Guðmundsdóttir
Reynir Sigurðsson, Þórður Högna-
son, Guðmundur Steingrímsson, og
Sigtryggur Baldursson.
Tónleikarnir heíjast kl. 21, og
eins og áður sagði verður þeim út-
varpað beint á Rás 2.
Árni Malthíasson tók saman.