Morgunblaðið - 22.11.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991
Á að fækka iðnnemum?
Aðför að verkmenntun í
landinu
Það verður ekki séð að höfundar
þessarar tillögu hafi á nokkurn hátt
reynt að gera sér grein fyrir liugsan-
eftir Kristin H.
Einarsson
í tillögum endurskoðunarnefndar
um málefni LÍN sem menntamála-
ráðherra skipaði og nýverið skilaði
áliti er lagt til að þeir einir geti
fengið námslán sem náð hafa 20
ára aidri. Sá fyrirvari er þó hafður
að lækka megi þennan aldur ef stúd-
entsprófsaidur lækkar. Nefndin
metur það svo að þetta muni ekki
hafa mikil áhrif þar sem lánþegar
hjá sjóðnum undir 20 ára aldri séu
einungis 320.
ir enga tilraun til þess þó svo það
hefi átt að vera hið minnsta mál.
Það hefði einfaldlega þurft að biðja
um þær uppiýsingar frá Lánasjóði
íslenskra námsmanna.
Tilfellið er að meirihluti lánþega
hjá LIN undir 20 ára aldri leggur
stund á iðnnám.
Þarf að beina ungu fólki
frá iðnnámi?
Hverja á að skera?
Þegar reynt er að meta það hvort
og þá hvaða áhrif þessi tillaga gæti
haft er nauðsynlegt að reyna að
gera sér grein fyrir samsetningu
þessa hóps viðskiptavina LÍN sem
eru undir 20 ára aldri. Nefndin ger-
Jón Hákon
Magnússon
formaður
SYS
Verði þessi tillaga að veruleika
verður ekki annað séð en að stjórn-
völd hafi tekið þá ákvörðun að beina
ungu fólki inn á bóknámsbrautir
frekar en verknámsbrautir. Allir
lánþegar sjóðsins sem eru undir 20
ára aldri og leggja stund á iðnnám
hafa þurft að fara í gegnum eitt
námsár án námslána. Það helgast
af því að grunndeildir iðnnáms eru
einungis lánshæfar samkvæmt 20
ára reglunni. Sé iðnnemi hins vegar
kominn í framhaldsdeildir þá á hann
rétt á námsláni þó hann hafi ekki
náð 20 ára aldri. A áttunda áratugn-
um mótuðu stjórnvöld þá stefnu að
gera visst nám lánshæft til að reyna
auka í það aðsókn. Var það ekki
síst gert vegna þrýstings frá atvinn-
ulífinu. Ef ákveðið verður að enginn
fái námslán nema viðkomandi verði
20 ára á almanaksárinu þá er verið
snúa frá þessari stefnu. Skyldi það
vera það sem atvinnulífið þarf á að
halda?
AÐALFUNDUR Samtaka um
vestræna samvinnu (SVS) var
haldinn í Atthagasal Hótels Sögu
laugardaginn 9. nóvember sl.
í skýrslu fráfarandi formanns,
Kjartans Gunnarssonar, kom fram
að á starfsárinu gengust samtökin
fyrir tólf fundum og ráðstefnum með
21 ræðumanni. Auk þess stóðu sam-
tökin að útgáfustarfsemi, ritgerða-
samkeppni og fræðsluferðum.
í fráfarandi stjórn áttu sæti Al-
freð Þorsteinsson, Björn Bjarnason,
Eiður Guðnason, Geir H. Haarde,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
Gylfi Sigurjónsson, Jón Hákon
Magnússon, Kjartan Gunnarsson
(formaður), Kjartan Jóhannsson og
Páll Heiðar Jónsson.
Þeir voru allir endurkosnir nema
Guðmundur Einarsson og Stefán
Friðfinnsson sem kosnir voru í stað
Eiðs Guðnasonar og Kjartans Jó-
hannssonar.
Nýr formaður var kjörinn Jón
Hákon Magnússon.
Hverjar verða afleiðingamar?
bleiur passa best
Vegna þess að Libero bleiur eru T lagu
og þær einu með teygju að aftan og
réttu buxnologi
bleiur eru óbleiktar
0fnæmisprófDðar
NÝTT
Þær fóst nú einnig í stærðinni Maxi Plus
10-20 kg. Góð sem næturbleia
„Þessi tillaga er aðför
að verkmenntun í land-
inu og möguleikum
ungs fólks til að ljúka
námi á skömmum tíma
og vera orðnir fullgildir
þátttakendur í atvinnu-
lífinu upp úr 20 ára
aldri, eða um það leyti
sem meirihluti lántak-
enda hjá LIN er að taka
sín fyrstu lán.”
halda áfram í bóknámi þá hafa þess-
ar breytingar í för með sér að iðn-
nemum fækkar. Akveði þessi hópur
hins vegar ekki að halda áfram
námi að loknum grunnskóla heldur
að fara út í atvinnulífið þá er verið
að fækka nemendum sem fara í
framhaldsskóla að grunnskóla lokn-
um á kostnað þeirra sem ella hefðu
farið í iðnnám.
legum afleiðingum af samþykki
þessarar tillögu öðrum en þeim
hversu marga lánþega LÍN þeir
gætu losnað við. Þessi tillaga er
aðför að verkmenntun í landinu og
möguleikum ungs fólks til að ljúka
námi á skömmum tíma og vera
orðnir fullgildir þátttakendur í at-
vinnulífinu upp úr 20 ára aldri, eða
um það leyti sem meirihluti lántak-
enda hjá LÍN er að taka sín fyrstu
lán.
Iðnnemar fái sinn fulltrúa í
Lánasjóði ísl. námsmanna
Kristinn H. Einarsson
Eiga námslán bara að vera
fyrir nám að loknu
stúdentsprófi?
Afleiðingarnar munu tvímæla-
laust verða þær að iðnnám og verkn-
ám munu ekki hafa sama aðdráttar-
afl og hingað til fyrir unglinga. Lík-
legt verður þá að teljast að þeim
sem velja iðnnámið fram yfir bókn-
ámið (menntaskólanámið) fari
fækkandi og að sama skapi fari
þeim fjölgandi sem velja bóknámið
fram yfir iðnnámið. Hvatningin til
að velja frekar iðnnám hefur verið
numin burt. Síðan má velta því fyr-
ir sér hvort sá fjöldi sem hugsanlega
hefði valið iðnnám ef það hefði ver-
ið lánshæft fyrir 20 ár aldur velji
það er þeir hafa náð 20 ár aldri.
Ef þeir gerðu það eru stærstu áhrif
þessara breytinga þær að þær
seinka því um allt að 3-4 ár að við-
komandi nemendur velji sér eitt-
hvert starfssvið og komi sem þátt-
takendur útí atvinnulífíð. Velji þeir
hins vegar ekki að fara í iðnnám
er þeir hafa náð 20 ára aldri heldur
Það verður einnig að teljast at-
hyglisverður fyrirvari sem nefndin
setur um 20 ára aldurstakmarkið.
Þ.e. að hugsanlega verði það lækkað
ef stúdentsprófsaldur verði lækkað-
ur. Með þessari athugasemd kemur
skýrt í ljós að nefndin virðist fyrst
og fremst sjá námslánakerfið í bein-
um tengslum við nám að loknu stúd-
entsprófi. Iðnnemasamband íslands
varar við að viðhorf sem þessi verði
látin vera ráðandi við endurskoðun
á námslánakerfinu. Þetta eru
hættuleg sjónarmið sem miða fyrst
og fremst að því að steypa alla í
sama mót. „Allir skulu taka stúd-
entspróf, sem á annað borð ákveða
að halda áfram náminu að loknum
grunnskóla.” Þetta eru ein-
strengingsleg viðhorf manna sem
ekki geta séð fyrir sér annað nám
en það sem þeir lögðu stund á.
Vegna þess hversu oft komið
hefur í Ijós vanþekking á iðn- og
verknámi í tengslum við Lánasjóð
íslenskra námsmanna samþykkti
þing Iðnnemasambands íslands,
sem haldið var helgina 26.-27. okt.,
að gera kröfu til þess að iðnnemar
fengju sinn fulltrúa innan stjórnar
sjóðsins. En iðnnemar hafa aldrei
átt beina aðild að stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna.
Menntamálaráðherra hefur einn-
ig verið sent bréf þar sem farið er
fram á að iðnnemar fái sinn fulltrúa
í þeirri endurskoðunarvinnu sem
framundan er hjá Lánasjóði ís-
lenskra námsmanna. Það verður
ekki við það unað lengur að iðn-
og verknámsnemendum sé sífellt ýtt
til hliðar og að litið sé á nám þeirra
sem einhverskonar annars flokks
nám.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Iðnnemasambands Islands.
Lífsnauðsyn að minnka
kostnað o g lækka skuldir
Opið bréf til Davíðs Oddssonar
eftir Hallgrím
Sveinsson
Kaupsel hf.
Heildverslun, sími 27770.
(k
íslendingar unna sér enn engrar
hvíldar 1 bruðlinu. Það skal kaupa
og kaupa sama hvað kostar. Það
vita allir að gengið er rangt skráð,
en það má ekki leiðrétta því þá verð-
ur allt vitlaust, segja menn. Ein
afleiðing þessa er að tilkostnaður í
sjávarútvegi er of mikill. Fiskiðju-
verin eru að stöðvast hvert af öðru.
Þegar svo er komið hlýtur að vera
spurt hvar taka eigi gjaldeyri fyrir
eyðslunni. Og almenningur spyr:
Hvernig stendur á því að sjávarút-
vegurinn er alltaf á hausnum?
Segja má að við tvennskonar
vanda sé að etja í sjávarútvegi, ytri
og innri vanda. Ytri vandinn að
undanfömu hefur verið of hátt verð
á rekstrarfé, of mikill tilkostnaður
innanlands og uppsöfnun birgða.
Innri vandinn er svo of mörg skip
í rekstri og of mörg frystihús sem
haldið er gangandi hvað sem tautar
og raular. Síðan er það sem erfiðast
er: Fyrirtækin em allt of skuldsett.
Til að ráð fram úr þessum vanda
þjóðarinnar þarf skynsamlega verk-
stjórn. Sambærilegur vandi hefur
oft áður komið upp frá því að lýð-
veldið var stofnað. Forsætisráðherra
er verkstjóri á stjórnarheimilinu og
ráðherrar húskarlar hans. En hvað
er til ráða? Eins og stundum áður
er lífsnauðsyn að minna kostnað og
lækka skuldir. Það má meðal ann-
ars framkvæma á eftirfarandi hátt.
1. Sjávarútvegsfyrirtæki sem
sannarlega geta sýnt fram á rekstr-
arhagræðingu með því að leggja
fiskiskipum, taka frystihús úr
rekstri eða með samvinnu við önnur
sjávarútvegsfyrirtæki, fái niðurfelld
útistandandi lán hjá Atvinnutrygg-
ingarsjóði útflutningsgreina. Fast-
gengistefna áranna 1987 og 1988
gerði það að verkum að fiskvinnslan
tapaði milljörðum króna á örskömm-
um tíma. A þeim tíma hækkaði lán-
skjaravísitalan um 23,3% og launa-
vísitalan um 28,1% milli ára. Ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
lét lána fyrirtækjunum fjármagn til
að halda þeim gangandi um tíma í
gegnum áðurnefndan sjóð. Réttast
hefði þó verið að fyrirtækin hefðu
fengið þetta sem óafturkræft fram-
lag vegna hinnar óhagstæðu gengis-
skráningar.
Það er algjörlega óraunhæft að
ætla sjávarútvegsfyrirtækjum að
greiða skuldir við Atvinnutrygging-
arsjóð til baka, því segja má að hér
hafi verið um að ræða eigið fé fyrir-
tækjanna sem brann upp við óraun-
hæfa gengisskráningu.
2. Lánstími lána í Fiskveiðasjóði
verði lengdur og afborgunum jafn-
vel frestað. Þetta verði þó eingöngu
gert hjá þeim fyrirtækjum sem
sannarlega verða endurskipulögð,
sbr. það sem sagt er hér að fram-
an. Samkvæmt fyrirliggjandi upp-
lýsingum nam eiginfjárstaða Fisk-
veiðasjóðs 31. desember 1990
3.683.000.000 króna. Útistandandi
kröfur sjóðsins samkvæmt skulda-
bréfum námu sama dag
21.444.000.000 króna.
Hér virðist því nokkurt borð fyrir
báru. Sjóðurinn ætti að gefa mönn-
um svolítinn tíma til að anda, taka
minna af hverjum físki sem kemur
um borð í skipin en hann gerir í dag.
3. Engin lán verði veitt til ný-
smíða úr Fiskveiðasjóði næstu þrjú
árin. Er eitthvert vit í því að lána
til nýsmíða þegar fiskveiðiflotinn er
allt of stór, miðað við fyrirliggjandi
verkefni?
Sjávarútvegsfyrirtæki lands-
manna eru nú mörg hver nánast
komin upp í harða ijöru og verður
ekki bjargað með fleiri lánum, held-
ur með almennum aðgerðum og
skuldaniðurfellingum. Einnig þarf
að skilgreina byggðastefnu upp á
nýtt, svo nátengd sem hún er sjávar-
útveginum. Fólki sem hangir úti á
landi vegna þess að það á fasteign
þar, en á sér þann draum æðstan
að komast „suður”, á vitanlega að
veita aðstoð til að komast burt, ef
hægt er. Forsætisráðherra hefur
bent á að þetta þurfi að athuga og
er það auðvitað, sjálfsagt ;máj. Það
Hallgrímur Sveinsson
„Fólki sem hangir úti á
landi vegna þess að það
á fasteign þar, en á sér
þann draum æðstan að
komast „suður”, á vit-
anlega að veita aðstoð
til að komast burt, ef
hægt er. Forsætisráð-
herra hefur bent á að
þetta þurfi að athuga og
er það auðvitað sjálfsagt
mál.”
(!
i
I
kann aldrei góðri lukku að stýra
þegar fólk er neytt til að hanga á
einhveijum stað alla sína tíð við
mikla óhamingju.
Það er sönn byggðastefna að
gera fólki kleift að búa og bardúsa
þar sem það óskar sjálft. Allt annað
er öfug byggðastefna og dæmt til
að mistakast.
Að lokum skal það fullyrt, að það
er löngu tímabært fyrir íslendinga
að þeir átti sig á því, á hvetju þjóð-
in byggir efnahagslega tilveru sína.
Sjávarfang og það sem fyrir það
fæst er undirstaðan.
Ilöfundur er formaðurstjórnar
Kaupfélags Dýrfirðinfra.