Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FQSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 Heilbrig ðisráðuneytið: Ráðstefna um mótun fram- tíðarstefnu í vímuvörnum Heilbrigðisráðuneytið heldur ráðstefnu um áfengisvarnir og aðrar vímuefnavarnir í samráði við menntamála-, dómsmála-, félagsmála-, fjármála- og utan- ríkiráðuneytið auk landlæknis í Borgartúni 6, 29.-30. þ.m. Fjall- að verður um framtíðarstefnu í vímuefnavörnum í tilefni þess að unnið er að gerð frumvarps til laga um vímuefnavarnir í stjórnskipaðri nefnd á vegum ráðuneytisins og verða drög að frumvarpi kynnt á ráðstefnunni og um þau rætt í starfshópum. Ráðstefnan ber yfirskriftina Verum vakandi og hefur þeim aðilum sem láta sig þessi mál skipta verið boðið til hennar. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, sagði á kynningarfundi um ráðstefnuna að honum hefði komið á óvart hversu margir aðilar ynnu að áfengis- og fíkniefnavömum. Á ráðstefnunni fengju þessir aðilar tækifæri til þess að ræða saman, kynna sig og hafa áhrif á drög að frumvarpi til laga um áfengisvamir og aðrar vímuefnavarnir. Ætlunin er að leggja frumvarpið fyrir á yfir- standandi Alþingi. Lagði ráðherra áherslu á að ástæða væri til að kanna hvort ekki væri hægt að koma á aukinni samvinnu þeirra sem ynnu að áfengis- og fíkniefna- vörnum í þeim tilgangi að bæta árangur. Hann sagði að í kjölfari ráðstefnunnar yrði kynningarstarf aukið. Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að fmmvarpið hefði upphaf- lega aðeins átt að ná til áfengi- svarna en fljótlega hefðu borist tilmæli frá ýmsu aðilum um að allir vímuefnagjafar yrði teknir fyrir. Hann sagði að með fmm- varpinu yrðu ýmsar grundvallar- breytingar en hingað til hefði ríkt ákveðið kaós í vímuefnavömum. Nálgun fmmvarpsins er að hans sögn heilbrigðis- og félagslpg. Fyrri ráðstefnudaginn verða haldin erindi. Meðal þeirra sem þau flytja em Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, Tómas Helga- son, læknir, Óttar Guðmundsson, læknir, Ólafur Haukur Árnasson, áfengisráðunautur, Bjöm Hall- dórsson, lögreglufulltrúi, Sigurgeir A. Jónsson, ríkistollstjóri, Böðvar Bragason, lögreglustjóri, og Guð- rún Ema Hreiðarsdóttir, lögfræð- ingur Barnavemdarnefndar. Seinni daginn verður unnið í vinnu- hópum þar sem íjallað verður um skipulag áfengis- og vímuvarna, fræðslustarfsemi, meðferð og með- ferðarstofnanir, sölu og dreifingu (einkasala eða fijáls verslun með áfengi), framkvæmd löggæslu og tollgæslu, hlutverk félagsmála- nefnda/félagsmálastofnana sveit- arfélaganna, hlutverk fjölmiðla og innflutning og dreifingu ólöglegra vímuefna. 132 þátttakendur hafa þegar skráð sig til ráðstefnunnar. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, verður viðstödd setningu hennár 29. nóvember. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristinn T. Haraldssonar, umsjónarmaður ráðstefnunnar og fulltrúi utanríkisráðuneytisins í undirbúningsnefnd, Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu. Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga: S veitarslj órnum stillt upp við vegg við bj örgunaraðgerðir einstakra fyrirtækja ÁHRIF erfiðleika í atvinnulífi landsbyggðarinnar og ótryggs atvinnu- ástands á fjármál sveitarfélaga brunnu á fulltrúum á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga sem hófst á Hótel Sögu í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði sér- staklega um málið i setningarræðu sinni. Hann sagði að stjórn sam- bandsins hefði nýlega ákveðið að taka þessi mál upp með formlegum hætti við ríkisstjómina. Jóhanna Sigurðardóttir fjallaði einnig um málefnið í ávarpi sínu. Fjármálaráðstefnunni lýkur í dag. Vilhjálmur sagði að erfiðleikar í atvinnulífí og ótryggt atvinnuástand hefði valdið mörgum sveitarfélögum ómældum fjárhagsvanda, en at- vinnuástandið væri mjög misjafnt eftir landshlutum og sveitarfélög- um. Víða megi lítið út af bera, þann- ig að ekki skapist alvarlegt ástand. Hann minnti á að nefnd félagsmála- ráðherra hefði á sínum tíma lagt áherslu á að sveitarfélög forðuðust þátttöku í atvinnurekstri. Það væri hins vegar sá kaldi raunveruleiki að þátttaka sveitarfélaga hefði víða verið nauðsynleg forsenda þess að halda atvinnurekstri gangandi. Vilhjálmur sagði að atvinnu- ástand og staða atvinnufyrirtækja skipti fjármál sveitarfélaga miklu máli. Víða væru gerðar kröfur til sveitarfélaga um þátttöku í atvinnu- rekstri, ýmist með beinum fjárfram- lögum eða kaupum á hlutafé og opinberir sjóðir og lánastofnanir gerðu í auknum mæli sem skilyrði að sveitarfélögin gengju í ábyrgð vegna lána til atvinnurekstrar. Sagði hann að á fundi stjómar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga síðast- liðinn mánudag hafi þessi mál verið rædd sérstaklega og ákveðið að taka þau upp með formlegum hætti við ríkisstjórnina og á samráðsfundi rík- is og sveitarfélaga þann sama dag hefði verið farið fram á það við full- trúa ríkisins að komið verði á form- legu samstarfí ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um atvinnuástand, þátttöku sveitarfélaga í atvinnu- rekstri og nýjar Ieiðir í atvinnuupp- byggingu byggðarlaganna. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í ávarpi sínu að afkoma sveitarfélaganna á árinu 1990 væri miklu betri en hún hefur verið um langt skeið og þessi bætta afkoma hefði verið notuð til að greiða niður skuldir. Hins vegar væru nú blikur á lofti vegna óhag- stæðrar efnahagsþróunar, m.a. vegna frestunar álversfram- kvæmda. Félagsmálaráðherra gerði, eins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að umræðuefni hvaða bagga einstök sveitarfélög væru knúin til að binda sér vegna atvinnu- rekstrarins. Hún sagði að opinberir sjóðir, bankastofnanir og jafnvel ríkisvaldið sjálft hafí í ýmsum tilvik- um stillt, sveitarstjórnunum upp við vegg við björgunaraðerðir einstakra fyrirtækja sem væru burðarásar í atvinnulífi sveitarfélaganna. „Auð- vitað situr engin sveitarstjóm hjá aðgerðarlaus þegar í húfí er atvinna stórs hluta vinnufærs fólks í við- komandi sveitarfélagi,” sagði Jó- hanna. Sem dæmi um þetta nefndi Jó- hanna að í Bolungarvík hefði verið farið fram á að bæjarfélagið legði fram að minnsta kosti 50 milljónir til að aðstoða við björgun mikil- vægra atvinnufyrirtækja. Það væru 40% af skatttekjum kaupstaðarins. Til samanburðar gat hún þess að sambærilegt hlutfall af skatttekjum Reykjavíkurborgar væri 3,8 millj- arðar kr. og spurði hún hvernig for- ráðamenn borgarinnar myndu bregðast við ef þeir yrðu beðnir um að leggja þá fjárhæð fram til bjarg- ar atvinnurekstrinum í borginni. „Það er mjög varhugaverð þróun ef sveitarfélögin verða í auknum mæli knúin til að leggja fram veru- lega fjármuni til að leysa aðsteðj- andi vanda atvinnufyrirtækjanna. Til lengri tíma litið getur þetta lam- að sveitarfélögin og gert þau ófær um að sinna þeim verkefnum sem þeim ber lögum samkvæmt. Vanda atvinnulífsins verður að leysa með öðrum hætti,” sagði Jóhanna. Enginn vafi á að aðstöðu- gjald verður lagt niður - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra telur engan vafa leika á því að aðstöðugjald, sem er skattur sveitarfélaga af atvinnu- rekstri, verði fellt niður. Það sé einungis spurning um tíma. Hún leggur áherslu á að sveitarfélögin fái jafngildan tekjustofn í stað- innn og segir að helst komi til álita að þau fái aukinn hlut í tekju- skatti einstaklinga í gegn um staðgreiðsluna og ríkið minnki hlut sinn á móti. Ríkið taki í staðinn að sér skattlagningu atvinnulifsins. Þetta kom fram í ávarpi félagsmálaráðherra á ráðstefnu um fjár- mál sveitarfélaga í gær. Jóhanna skýrði frá endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga og er þar fyrst og fremst ver- ið að fjalla um aðstöðugjöldin. Nefnd starfar að málinu. Sagði Jó- hanna að endurskoðunin miðaði að því að samræma skattlagningu fyr- irtækja því sem gerist í nágranna- löndunum en hún segir að þar þekk- ist ekki aðstöðugjald í þeirri mynd sem hér hefur tíðkast. Þá minnti hún á að það væri yfirlýst stefna beggja ríkisstjómarflokkanna að fella aðstöðugjaldið niður. Félagsmálráðherra sagði að að- stöðugjaldið væri óheppilegt þar sem það væri lagt á rekstrarkostn- að fyrirtækja og tæki ekkert mið af afkomu þeirra. Aðstöðugjaldið skekkti samkeppnisaðstöðu inn- lendra fyrirtækja gagnvart erlend- um keppinautum. Þá benti hún á hve tekjur sveitarfélaga af aðstöðu- gjaldi væru misjafnar. I setningarræðu sinni minnti Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á afstöðu stjórnar sambandsins til endurskoðunar tekjustofnalaganna en þar er lögð áhersla á eftirfar- andi atriði: Tekjur sveitarfélaganna verði ekki skertar og þeim verði jafnframt tryggðar auknar tekjur til að mæta nýjum verkefnum. Sveitarfélögin hafí áfram fullt sjálf- ræði um nýtingu tekjustofna sinna og einstakar atvinnugreinar njóti ekki lögbundinna undanþága. Skattheimta á einstaklinga verði ekki aukin í stað skattlagningar sveitarfélaga á atvinnulífið. „Efling sveitarfélaganna stærsta byggðamálið” Jóhanna ræddi um sameiningu sveitarfélaga í ávarpi sínu. „Ég bind miklar vonir við það að samstaða náist um að stíga nú verulega stór skref í þessu efni. Stækkun og efl- ing sveitarfélaganna er að mínu mati stærsta byggðamálið. Því þurfa auðvitað að fylgja aukin verk- efni og auknar tekjur sveitarfélag- anna ásamt samstilltum aðgerðum á því sviði samgöngumála og at- vinnumála, en þar vil ég sérstaklega nefna flutning opinberrar þjónustu til landsbyggðarinnar,” sagði fé- lagsmálaráðherra. Hún sagðist ætla að leggja til að úttekt verði gerð á því hvaða verkefni á sviði samgöng- . umála og atvinnumála væru líkleg- ust til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga og eftingar þeirra éft- ir sameiningu. Sérstök áætlun verði gerð um þetta og tryggt fjármagn til þess að hægt verði að hrinda henni í framkvæmd. Áætlun þessi nái einnig til flutnings opinberrar þjónustu og stofnana til lands- byggðarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í setningarræðu sinni m.a.: „Raun- hæf byggðastefna, sem varðar fjár- mál sveitarfélaga miklu, snýst ekki eingöngu um dreifingu fjármagns ýmissa opinberra sjóða til einstakra fjárfestingaframkvæmda úti á landsbyggðinni. Hún fjallar miklu fremur um skipulega þróun byggð- arinnnar og betra samgöngukerfí, um sameiningu sveitarfélaga og þar með stærri og öflugri atvinnu- og þjónustusvæði, um aukna samvinnu opinberra sjóða og forsvarsmanna atvinnulífs og sveitarféalga um meiri og hreinni verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga sem fæli í sér frekari flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Mikilvægast er að efla sveitarfélögin. Færri en stærri og öflugri sveitarfélög megna helst að spoma gegn fólksflutningum úr dreifbýli í þéttbýlið sunnanlands. Með aukinni sameiningu sveitarfé- laga yrði auðveldara að byggja upp heildstæð atvinnu- og þjónustu- svæði og þar með treysta byggð í landinu. Þegar á heildina er litið, yrði um meiri hagkvæmni að ræða í rekstri sveitarfélaga og ugglaust víða hægt að standa að fjárfestingu og fjárhagsstjórn sveitarfélaga, fyr- jrtækja og- einstaklinga á , hag- kvæmari hátt,” sagði Vilhjálmur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.